Morgunblaðið - 08.03.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.03.1974, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1974 ■■^l Breiðfírðinga- félagið 35 ára 26 ÍSLENZK ÞJÓÐTRÚ í SÍÐDEGISSTUND Síðdegisstundin í Iðnd er að þessu sinni helguð íslenzkri þjóðtrú. Stjórnandi erGísli Halldórsson og flytjendur auk hans eru Guðmundur Pálsson, Jón Sigurbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir, Steindór Hjörleifsson og Magnús Pétursson, píanóleikari. Önnur sýning verður á morgun kl. 17. Dráttarvélar hf. 25 ára I GÆR fimmtudaginn 7. marz áttu Dráttarvélar hf. 25 ára af- mæli. Fyrirtækið var stofnað 1949 af Sambandi ísl. samvinnufélaga í þeim tilgangi að annast innflutn- ing á Ferguson-dráttarvélum og landbúnaðartækjum. Náðu Ferguson-dráttarvélarnar strax geysimiklum vinsældum meðal bænda og hafa siðan lengst af verið mest seldu dráttarvélarnar BORGARRÁÐ hefur á fundi sín- um heimilað Eimskipafélagi Islands stækkun á húsi félagsins við Pósthússtræti 2. Óttar Möller forstjóri félagsins sagði í viðtali við Mbl. að í raun væri þarna veriðaðhalda áfram því verki sem hafið var 1920. Eimskipafélags- húsið átti upphaflega að vera tals- vert stærra en það er nú, en vegna fjárskorts var húsið ekki byggt að fullu. Nú verður líins hérlendis, hin síðari ár undir heit- inu Massey-Ferguson. Frá sama framleiðanda hefur fyrirtækið auk þess flutt inn gröfu- og moksturssamstæður ásamt ýms- um vinnuvélum, sem sömuleiðis hafa gefið mjöggóða raun. Auk þess hafa Dráttarvélar hf. á liðnum árum tekið allmörg önn- ur umboð fyrir margvíslegar vél- ar og tæki. Meðal hinna þekktari vegar lokið við húsið að fullu með því að byggt verður við það út í sundið bak við húsið, milli húss Sjúkrasamlagsins við Tryggva- götu og húss I. Brynjólfsson & Kvaran við Hafnarstræti. Með þessari viðbyggingu verður þak hússins eins bæði að austan- og vestanverðu. Öttar taldi, að hús- rýmisaukningin með þessari við- byggingu yrði 50—60%. má nefna Perkinsdíselvélar, Hanomag-Henschel-bifreiðar, Alfa-Lavalmjólkurvinnsluvélar, Mueller-mjólkurkæligeyma, Si- era-útvarps-, hljómburðar- og heimilistæki, Frigor-frystikistur og Hellesens-rafhlöður. í fyrstu stjórn Dráttarvéla hf. voru þeir Agnar Tryggvason for- maður, Helgi Þorsteinsson og Kristjón Kristjónsson. 1 núver- andi stjórn eru þeir Hjalti Páls- son formaður, Hjörtur Hjartar varaformaður og Agnar Tryggva- son. Fyrsti framkvæmdastjóri fyrirtækisins var Hjalti Pálsson, en aðrir sem veittu fyrirtækinu forstöðu á liðnum árum, voru þeir Runólfur Sæmundsson og Baldur Tryggvason. Núverandi fram- kvæmdastjóri er Arnór Valgeirs- son,- Endurskoðendur eru Öskar Jónatansson ogGeirGeirsson. Að- setur fyrirtækisins er að Suður- landsbraut 32 í Reykjavík. Dráttarvélar hf. munu minnast afmælis síns í sambandi við aðal- fund fyrirtækisins, sem haldinn verður i apríl n.k. (Fréttatilkynn- ing). BREIÐFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík var stofnað fyrir 35 árum eða 1938 i nóvember. Það hefur starfað við góðan orðs- tír allan þennan tíma, og reynt að fylgja fram stefnuskrá sinni um að efla kynni burtfluttra Breiðfirðinga hér í borginni og halda sambandi við heimabyggð- ir, og starfrækja félagsheimili — Breiðfirðingabúð hér i Reykjavík. Það vill helzt ekki láta sér nokk- urt gott breiðfyrzkt málefni óvið- komandi. Nú er Byggðasafn Breiðafjarð- ar mjög á dagskrá og vonandi tekst félaginu að vekja til starfs þar, áður en það verður of seint, þvi óðum týnast fornar minjar og fyrnast í gleymsku. Félagið hefur alla tíð gefið út timarit, sem nefnist Breiðfirðing- ur. Það kom seinast út í október 1973. Og nú er hefti helgað þjóð- hátíðarárinu 1974 þegar í prent- un. Auk þess er heimabyggðum FYRIR stuttu kom út hjá Búnað- arfélagi íslands 24. árgangur Handbókar bænda. Eins og endra- nær eru margar gagnlegar leið- beiningar í bókinni. Samtals hafa um 40 manns lagt til efni í bókina að þessu sinni. Svo til allt efni bókarinnar er nýtt. Sú venja hef- ur skapazt á undanförnum árum að gera einhverjum þætti land- búnaðarins sérstaklega góð skit I Handbókinni 1974 eru tveirslíkir jafnan helguð kvöldstund árlega í útvarpinu. Árshátið Breiðfirðingafélagsins verður að Hótel Borg 16. þ.m. Og verður þar væntanlega fjölmennt, félagar heiðraðir og hátíðarársins 1974 minnzt. Landnám við Breiða- fjörð er frægt í sögunni. Ólafsvík- ingar sýna á Seltjarn- arnesi Olafsvik. LEIKFELAG Ölafsvíkur hefur að undanförnu sýnt sakamálaleikrit- ið Músagildruna eftir Agötu Christie í Olafsvík og víðar. Hefur leikritið fengið mjög góða dóma. Leikstjóri er Benedikt Árnason. „Ólafsvíkingar djarfir eins og vera ber“, var sagt i einu dagblað- anúa, þegar leikfélagið lagði land undir fót síðast og sýndi á Sel- tjarnarnesi og var það á miðri listahátíð. Aftur hyggst leikfélag- ið leggja land undir fót og sýnir í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi sunnudaginn 10. marz kl. 21 og er það lokasýning. Nota félagar tækifærið og sækja sjálfir leikhús í Reykjavík i ferðinni tilþess að auka andanna. — Hinrik. þættir, annar fjallar um vothey, en hinn um sauðfé og þá sérstak- lega um kynbætur þess. Handbók- in á ekki aðeins erindi til bænda, þvi að í henni eru ýmsar gagnleg- ar leiðbeiningar um garðrækt, skógrækt og minkaveiðar svo eitt- hvað sé nefnt. Handbók bænda er að þessu sinni 432 blaðsíður. Hún er prentuð hjá Gutenberg. Bók- band annaðist Bókbindarinn h/f. Ritstjón tr Agnar G uðnason. EIMSKIPAFELAGS- HÚSIÐ STÆKKAÐ Handbók bænda 1974 Margrét Jónsdótt- ir—Minningarorð F. 8. okt. 1892. D. 18. febr. 1974. Nú er ég aldinn að árum. Um sig mei nin grafa. Senn er sólariag. Svíður i gömlum sárum. Samt er gaman að hafa lifað svo langan dag. Er syrtir af nótt, til sængur er mál að ganga, — sætmun hvíldin eftir vegferð langa — þá vi ldi ég móðir mín, að mildin þin svæfði mig svefninum langa. Örn Arnarson. Þessi vísa úr ljóði Arnar Arnarsonar (Magnúsar Stefáns- sonar) kom mér ósjálfrátt í hug, er ég hóf að rita þessi fátæklegu minningarorð um elskulega ömmu mína, Margréti Jónsdóttur, sem andaðist í Landspítalanum 18. febrúar síðastliðinn, södd líf- daga. Hún var jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 26. f.m. að viðstöddum miklum fjölda ættfólks og vina. Amma mín fæddist í Hafnarfirði 8. okt. 1892, á heimili foreldra sinna í Gunnarsbæ, sem byggt hafði afi hennar og kenndur var við hann. Foreldrar hennar voru Jón Hjört- ur Gunnarsson og kona hans, Steinunn Jónsdóttir. Föður sinn missti hún árið 1900, en hann fórst í sjóslysi. Var henni þá kom- ið í fóstur til föðursystur sinnar, Önnu Gunnarsdóttur, og manns hennar, Stefáns Daníelssonar, sem áttu heimili sitt við Laugaveg 60 í Reykjavík. Þeirra hjóna minntist amma mfn alltaf meff, miklu þakklæti og hlýhug, enda reyndust þau henni sem beztu foreldrar. Árið 1907 missti hún fóstur- föður sinn, en hann drukknaði við skyldustörf sín á sjónum. Fimmtán ára gömul fluttist amma aftur til Hafnarfjarðar og má segja, að hún hafi aldrei þaðan farið síðan. Hún fór þá að vinna fyrir sér ,,í víst“, eins og kallað var í gamla daga og var hjá mörgu ágætis fólki hér i Hafnarfirði. Tvo bræður átti amma, sem henni þótti mjög vænt um og alla tíð reyndust henni vel, Gunnar, sem dáinn er fyrir nokkrum árum, og Jón Hjört, sem enn er hress í anda og býr við Linnets- stíg hér í Hafnarfirði ásamt konu sinni G uðríði. Árið 1911 giftist amma mín Jóhanni Tómassyni, en hann var ættaður austan af RangárvöIIum. Þau byggðu sér hús að Austur- götu 32 og bjuggu þar allan sinn búskap, allt til æviloka. Afi var sjómaður meðan honum entíst heilsa, fyrst háseti, en síðar stýri- maður og skipstjóri bæði á kútter- um og síðast vélbátum eftir að þeir komu til sögunnar. Sfðustu æviár sín veitti hann forstöðu Vinnumiðlunarskrifstofu Hafnar- fjarðar, eða allt til dauðadags, en hann dó árið 1955. Nú, er ég skrifa þessi kveðjuorð um ömmu mfna, þá finn ég tóm- leikann, sem myndast, þegar sá kveður, er manni þykir vænt um, sú manneskja, sem er heilsteypt <>g alltaf hægt að eiga að, þegar á reynir, sem alltaf er á sínum stað, eins og sagt er um þá, er reynast köllun sinni trúir og bifast ei fremur en bjarg, hvað sem á dynur. Ég veit, að ailir vinirnir og kunningjarnir og þó fyrst og fremst börnin hennar, tengda- börnin og barnabörnin, börnin hennar níu; Matthildur, Jón Hjörtur, Jóhanna, Eva, Sigfús, Stefán, Steinunn, Anna og Þuríður og barnabörnin tuttugu og níu ásamt öllum barnabarna- börnunum finna mest til saknaðar og tómleikakenndar. Núna stendur húsið autt og yfirgefið, þetta hlýlega hreiður, sem afi og amma bjuggu börnun- um sínum að Austurgötu 32 í Hafnarfirði, þar sem hún bjó og starfaði allan sinn búskap í rúm sextíu ár, sem nú eru liðin frá því er þau af i giftust og eignuðust sitt fyrsta barn. Afi, Jóhann Tómasson, sem hún alla tíð dáði og elskaði og allir, er honum kynntust, litu upp til, sökum mannkosta hans og verðleika, sem bezt komu fram i öruggri handleiðslu hans við fjölskyldu sina og börnin sín, svo og einnig i sam- bandi við félagsmál margvísleg, er hann tók þátt i og lagði drjúgan skerf til. Ber þar fyrst og fremst að nefna Verkamannafélagið Hlíf og Sjómannafélag Hafnarfjarðar, en hann var einn af stofnendum og brautryðjendum þessara félaga, svo og var hann i Góð- templarareglunni og Fríkirkju- söfnuðinum í Hafnarfirði. Og amma mín lagði ekki síður mikið af mörkum til félagsmála hún starfaði mikið í Góðtemplara- reglunni og ekki sfzt i Kvenfélagi Fríkirkjunnar, þar sem ég veit, að samstarfsfólk hennar og vinir eiga henni mikið að þakka og margs að minnast frá löngum starfsdegi. Já, nú stendur húsið hennar ömmu minnar og afa autt, þar sem var svo notalegt og gott að líta inn og finna öryggið og hlýjuna, sem frá þeim báðum stafaði. Ég veit, að aldrei gleymum við barnabörnin jólunum, sem amma og afi héldu ávallt hátíðleg með allri fjölskyldunni samankominni á sínu heimili, þrátt fyrir alla þá miklu fyrirhöfn og gauragang, sem því fylgdi að taka á móti þessu mikla margmenni, bæði fullorðnum og börnum. Það fann ég og áreiðanlega öll hin, að þau nutu jafnt og við hinnar sönnu jólagleði, er við öll komum saman í þeirra húsi og fögnuðum komu frelsarans og nutum fjölskyldutengslanna. Því það veit ég, að trú ömmu og afa á frelsara vorn Jesúm Krist var ein- læg og falslaus alla tíð. Nú þegar ég kveð ömmu mína, ætla ég ekki að fara út í neina ættfræði eða rekja æviferil henn- ar af nákvæmni. Það eru aðrir mér færari um. Þetta eiga aðeins að vera fátæk- leg kveðjuorð frá sonarsyni henn- ar, sem á henni margar fagrar og góðar mínningar að þakka, en litið gat gefið á móti. Guði sé þökk fyrir að hafa gefið okkur góða móður og ömmu og ég þakka henni það góða fordæmi, sem hún gaf okkur afkomendum sinum i vegarnesti, nú að leiðar- lokum og alla tíð. Guð veri með ömmu minni. Blessuð sé minning hennar. Sævar Örn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.