Morgunblaðið - 08.03.1974, Blaðsíða 16
10 MORGUNBLAÐIÐ.FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1974
Auður Guðjónsdóttir hjúkrunarkona:
Lítill hlekkur stór
1.
Nú eru þeir að grafa fyrir geð-
deild á Landspítalalóðinni. Stór-
virkar vélar marka grunn
mi lljónaframkvæmda. Litlu fjær
er hin mikla matstofa Landspítal-
ans, sem marga á að seðja. Þannig
hugsa stjórnvöld af örlæti sínu
fyrir öllu, magamáli manna og
andlegri heilsu.
2.
„Það er reisulegt að horfa heim
að Hofi,“ sagði karlinn. Ekki er
síður reisulegt að horfa heim að
Landspítalanum. Þar hafa risið
stór hús og munu rísa; og víðar
byggir heilsugæzlan en þar. Dýr
tæki eru keypt.
3.
Þó er holur hljómur í öllum
þessum silfuraustri. Framkvæmd-
irnar miðast við rúmafjölda,
fjölda sjúklinga: þörfina. Alvöru-
þrungnir játa menn, að seint mæt-
ist fjármagnið og þörfin. Þeir síga
þó karlmannlega á og byggja
meir.
En því er hljómur silfursins
holur, að ekki nýtist enn það, sem
fyrir er, þótt það sé of lítið.
Heilsugæzla grundvallast ekki
einvörðungu á húsnæði og tækj-
um, þótt nauðsynleg séu. Einn
hlekk vantar til fullnægjandi nýt-
ingar núverandi húsnæðis og
tækja spítala i Reykjavík: Fleira
starfsfólk.
4.
Undirrituð leyfir sér að ræða
aðeins um einn þátt þess vanda-
máls: Vöntun á hjúkrunarkonum
til starfa. I sjálfu sér er ekki
vöntun á hjúkrunarkonum, held-
ur hjúkrunarkonum til starfa. Af
þessari vöntun leiðir svo það, að
ekki nýtist til fulls það fjármagn,
sem þegar hefur verið varið til
heilbrigðismála. Þá er og miklum
mannauði sóað, er læknar geta
ekki beitt hæfni sinni og þekk-
ingu að eiginlegum læknis- og sér-
fræðingastörfum. Afleiðingarnar
eru svo þær, að fleiri sjúklingar
bíða lækningar en ella þyrfti að
vera. Ómældar verða þjáningar
þeirra og vinnutap þjóðfélagsins.
5.
Eitt er að vilja, annað að geta.
Margar giftar hjúkrunarkonur,
mæður, vilja ekkert frekar en
vinna utan heimilis að hjúkrun,
en geta ekki vegna þess, að þær fá
ekki barnagæzlu. Sé dæmi tekið
um Landspítalann, þá er þar áætl-
uð aðstaða fyrir 13 börn hjúkrun-
arkvenna á „yngri deild“ en þar
voru síðast, er undirrituð vissi til,
19 börn. Á „eldri deild“ er einnig
yfirfullt. Þvi hverfa þessar giftu
hjúkrunarkonur frá. Undirrituð
gæti nefnt mörg dæmi þessa, en
kýs ekki að vera persónuleg. Það
skal þó sagt, að ekki er þessi veiki
hlekkur og afleiðingar hans að
vilja stjórnenda Landspítalans og
annarra spítala. En meðan ekki er
meira silfur þar i brætt, standa
mörg rúm auð og margir sjúkling-
ar bíða.
6.
Þá er komið að kjarna þessara
orða: Væri ekki til vinnandi að fá
þessar konur til starfa með því að
sjá þeim fyrir barnagæzlu?
„Kröfugerð, kröfugerð," segir
einhver. Kannski. Leyfist þó að
spyrja nokkurra spurninga?
1. Er það ekki líka dýrt að nýta
ekki til fulls húsnæði og tæki i
heilsugæzlu og þekkingu
íslenzkra lækna?
2. Er það ekki líka dýrt að láta
þá sjúklinga bíða lækningar, er
nú gætu hlotið bata, ef ekki væri
skortur á starfsfólki? Hvers virði
er líðan þessara sjúklinga?
Hverju tapar þjóðfélagið í vinnu-
tekjum?
3. Leiddi ekki aukið framboð
hjúkrunarkvenna í þéttbýli einn-
ig til aukins framboðs i strjálbýli?
Kannski væri bætt heilsugæzla í
strjálbýlinu einhver hemill á
fólksflóttann þaðan.
4. Er ekki menntun og reynsla
hjúkrunarkvenna það þjóðfélags-
lega verðmæt, að einvörðungu
lenging starfstíma þeirra myndi,
er ádrægi, greiða kostnaðinn við
dagvistun barna þeirra? Kostnað-
ur hins opinbera yrði auðvitað
einhver, þótt hjúkrunarkonur
greiði fyrir barnagæzluna?
5. Væri raunkostnaður hins op-
inbera við dagvistun barna
hjúkrunarkvenna, svo að ráðin
yrði bót á núverandi ástandi, ekki
lítill miðað við heildarframlög til
heilbrigðismála? — Þessa spurn-
ingu má meta sjálfstætt eða í sam-
hengi við fyrri fjórar.
7.
Hér hefur verið bent á vissan
vanda, sem ekki fellur beinlínis
undir heilsugæzlu, en hefur þar
slæmar afleiðingar. Vandinn væri
meiri, ef engin aðstaða til barna-
gæzlu væri á spítölum. Sú aðstaða
skal því þökkuð.
8.
Ekkert er fjarri undirritaðri en
að halda því fram, að vandi
hjúkrunarkvenna um barnagæzlu
sé brýnni en annarra giftra
kvenna. Þaðan af síður, að
hjúkrunarkonur eigi að njóta for-
réttinda umfram aðrar konur.
Þessi orð eru aðeins rituð með
hliðsjón af þeim aðstæðum og
þeim vanda, sem undirrituð þekk-
ir.
Lokaorð þessarar greinar eru
þau, að verðmæti nokkur vaxi af
vinnandi höndum. Er sú útgerð
verri en önnur að borga eina
krónu til að fá tíu?
Hafnarfirði, 5. marz 1974.
r
Júlíus Olafsson:
Sálmabók íslenzku kírkjunnar 1972
ÉG ÆTLAÐI fyrir nokkru að
koma neðanskráðri grein á prent,
en það dróst þar til nú. Lokagögn-
in lágu ekki fyrir, fyrr en fyrir
mánuði, svoþetta er allt eðlilegt.
Ég skrifaði lesendaþjónustu
Morgunblaðsins 23. 5. 1973. Eg
spurði: 1) Hvers vegna er þjóð-
söngurinn styttur í þessari útgáfu
eða finnst nefndinni hann ekki
þess verður að birtast allur f
sálmabók kirkjunnar?
Biskup tslands, hr. Sigurbjörn
Einarsson svarar: „það er fátitt,
að flutt sé nema fyrsta vers þjóð-
söngsins. Versin eru löng og lagið
ekki auðvelt. Val á efni í sálma-
bók er m.a. miðað við líkurnar á
raunverulegri notkun við guðs-
þjónustur (og í einkaguðrækni)?
Nefndin taldi meiri vonir til þess
að sú perla, sem þriðja versið er,
gleymdist ekki, ef það stæði eitt
sér við hlið þess fyrsta.“
Mér finnst þetta bágborinn
orðaleikur til að afsaka þau fá-
heyrðu vinnubrögð að fleygja
miðversinu úr þjóðsöngnum. Það
hefur enginn bóka- eða blaðaút-
gefandi leyfi til að skerða þjóð-
sönginn. Og sízt af öllu var þess
að vænta af sálmabókarnefnd
með samþykki kirkjuráðs. Það
má vel vera, að það varði ekki við
landslög að breyta þjóðsöngnum,
en siðferðilega er það rangt, og
ekki er það betra.
Öll versin i þjóðsöngnum eru
perlur og verða ekki slitin úr sam-
hengi án tjóns fyrir sálminn,
einkum á rólegri stund við lestur
og fyrir unga og aðra, sem þurfa
að læra allan þjóðsönginn. Þetta
er ekki gott í sálmabók kirkjunn-
ar og heimilanna eins og sagt var
í sálmabókinni frá 1945. Þótt
þjóðsöngurinn sé örsjáldan sung-
inn allur, breytir það ekki því, að
hann á að vera óbreyttur, þar sem
hann er birtur sem slíkur, og eins
og þjóðarleiðtogarnir völdu hann
á sínum tima.
„Val á efni í sálmabók er m.a.
miðað við líkurnar á raunveru-
legri notkun við guðsþjónustur
(og í einkaguðrækni)?" Eftir
þessu er nýja sálmabókin aðal-
lega samin fyrir söng í kirkjum.
Lestur sálmanna virðist ekki
skipta máli. Samt er það vitað, að
margur sækir trúarstyrk í lestur
sálmabókarinnar. Þess vegna er
það meginmál, að sálmavalið sé
miðað við kristna trú og siðgæði.
(Kem nánar að því síðar).
„Og í einkaguðrækni“. Ég er
sv.o illa að mér, að ég skil ekki
samhengið milli sálmavalsins í
sálmabókinni og þessarar einka-
guðrækni. Það væri fróðlegt að
heyra nánar um þetta.
2. spurning: Má vænta þess að
sálmabókin frá 1945 verði endur-
prentuð? Svar herra biskupsins:
„Sálmabók 1945 verður ekki end-
urprentuð. Hún var á sínum tíma
tillaga, misjafnlega tekið og
aldrei formlega samþykkt eða
staðfest. Nýja bókin, einnig tif
laga, á að fá að reyna sig um
nokkurn tíma, áður en endanlega
verður gengiðfrá henni.“
Nýja sálmabókin er tillaga og á
að fá að reyna sig um nokkurn
tíma. Kirkjuráð, (sem gefur
sálmabókina út) og herra bisk-
upinn talar í umboði þess, neitar
að láta prenta sálmabókina frá
1945. Hún er og hefur verið ófá-
anleg, en nýtur miklu meiri vin-
sælda en sú nýja.
Það er óþolandi einræði í lýð-
frjálsu landi að neita endurprent-
un á sálmabókinni frá 1945. Með-
an nýja sálmabókin er tillaga, þá
hefur kirkjuráð (hverjum er það
skipað?) eða biskupsvaldið ekk-
ert til afsökunar að hindra prent-
un, svo einstaklingar og söfnuðir
geti frjálsir valið um, hvora bók-
inaþeirvilja heldurnota.
I Morgunblaðinu 24. 7. 1973 seg
ir: „Annað upplag nýju sálmabók-
arinnar hefur selzt mjög vel að
sögn Hermanns Þorsteinssonar
hjá Biblíufélaginu. Fyrra upplag
bókarinnar, sem var 1000 eintök,
seldist upp i fyrra og mun nú
helmingur annars upplags, sem er
jafn stórt, nú vera selt. Mikið er
um að kirkjur og söfnuðir úti á
landi kaupi fjölda eintaka og
einnig fá mörg fermingarbörn
bókina."
Þetta er fróðleg upptalning. Á
árunum 1972—’73 hafa farið fram
tvær vorfermingar um land allt
og nokkur börn fermd að hausti
1972. Ég veit ekki, hve mörg börn
voru fermd hvort ár, þeim fjölgar
með ári hverju. í flestum tilvik-
um til þessa hefur börnum verið
gefin sálmabók í fermingargjöf.
Nú upplýsist það, að kirkjur og
söfnuðir úti á landi kaupi fjölda
eintaka og mörg fermingarbörn
fá bókina. Stór-Reykjavík er ekki
nefnd f þessu sambandi. Eitthvað
hefur verið keypt af bókum á því
svæði. Það vekur athygli, að að-
eins 1500 eintök af nýju sálma-
bókinni voru keypt til 24. júlí
1973. Þetta sannar það, að ein-
staklingar og söfnuðir drógu við
sig í lengstu lög að skipta. T.d.
Dómkirkjan neyddist til að taka
nýju sálmabókina 1. sd. á aðventu
1973. Sálmabókin frá 1945 er höfð
með. Það virðist eitthvert mið-
aldaeinræði ráða þessum málum
kristni og kirkju til óþurftar.
Ég hef lesið fjóra ritdóma um
nýju sálmabókina. Höfundar eru:
Guðmundur Jósafatsson frá
Brandsstöðum í Sunnudagsblaði
Timans 25. nóv. 1972, sr. Magnús
G: * " dsson í Kirkjuritinu í
júní 1972, sr. Guðmundur Öli
Ólafsson i Kirkjuritinu í okt. 1972
og sr. Jón Auðuns í Morgunblað-
inu 20. des. 1972. Enginn af þess-
um mætu mönnum mælir sálma-
bókinni bót. Allir eru undrandi á
vinnubrögðum nefndarinnar og
þaðer ekki að ástæðulausu. Þann-
ig er dómur annarra, þegar sálma-
bókina ber á góma.
í 2. tbl. Kirkjuritsins 1972 er
viðtal við sr. Sigurjón Guðjóns-
son (hann var einn af sálmabók-
armönnum). Ritstjóri Kirkjurits-
ins spyr m.a.: Og þá er það loks
nýja sámabókin. Hvað viltu segja
um hana?: „Ég vil nú sem fæst
um hana segja. Þetta er allt í
deiglunni. Ritdómar eru að byrja
að koma fram. Okkur var það
alveg ljóst, að við yrðum fyrir
talsverðu aðkasti. Við vorum
nokkuð róttækir og felldum mikið
niður. Fyrirþað hljótum við nátt-
úrlega andúð margra, en senni-
lega einnig samúð annarra.
(Hverra?) Það er eðlilegt. Mig
furðar t.d. hreint ekkert á þvi,
þóttgamalt fólk sé óánægt. Það er
alið upp við marga þá sálma, sem
felldir eru i burtu. En ég skal
segja þér eitt: Grunur minn er sá,
að harla litið verði tekið upp af
því, sem við höfum fellt burtu,
þegar næsta sálmabók verður
gerð. — Við vorum t.d. að leita í
bókinni frá 1886, við höfðum
nauðalítið upp úr því, — svona
þrjú, fjögur vers. Það var allt og
sumt. Ég býst við, að við höfum
verið helzt til harðleiknir við
Matthías. Hann mun þó halda
sinu hundraðshlutfal li, og þótt
mikið væri skorið niður eftir
hann, tókum við einnig fjóra nýja
sálma hans inn.
Hvað við kemur hinum nýju
sálmum, þá er erfitt að segja
nokkuð um þá, þar verður reynsl-
an að skera úr. Sumir þeirra eru
ortir við ljómandi lög, t.d. mikið
af sálmum biskups, þeim þýddu.
Ég býst við, að lögin hafi stundum
átt sinn þátt í því, að hann þýddi
þá. — Nú, þess er að gæta, að lög
vantar við nokkuð af sálmunum,
og lögin skera mjög mikið úr um
framtíð þeirra. Lagið ræður
meiru heldur en textinn getur
nokkurn tíma ráðið. Þannig er
það a.m.k. oft og einatt. Lélegur
miðlungssálmur með góðu lagi
getur orðið lífseigur. Hins vegar
fellur góður sálmur með lélegu
lagi. Það er reynsla víða. Vitan-
lega eru skiptar skoðanir um
styttinguna. Sumum finnst við
hafa gengið of langt. Aðrir eru
þakklátir."
Þetta segir sr. Sigurjón m.a. um
sálmabókina. Hann virðist tala
fyrir nefndina. En ég spyr: Hverj-
ir eru þakklátir? Það hefur ekki
borið á þeim ennþá. Sr. Sigurjón
viðurkennir róttækan niðurskurð,
sem nefndin getur ekki rökstutt.
Það er mannlegt að viðurkenna
mistök, en það getur ómannlegt
að neita að bæta úr þeim, þegar
það er hægt með lítilli fyrirhöfn
eins og hér með því að endur-
prenta sálmabókina frá 1945, svo
söfnuðir og einstæklingar gætu
valið um hvora sálmabókina þeir
vildu nota.
Sr. Sigurjón Guðjónsson virðist
hafa áhyggjur af okkur gamla
fólkinu, að við séum óánægð, þvi
að margir af okkar uppáhalds-
sálmum hafi verið felldir niður.
Það er satt og ekkert sambærilegt
hefur komið í staðinn frá nefnd-
inni. Hvað með þá yngri og ungu,
máttu þeir ekki alast upp við þá
sálma, sem okkur þóttu fallegir
ogmannbætandi?
Það er ekkert smávegis rask að
henda 267 sálmum og versum,
meir en þriðjungi úr sálmabók-
inni frá 1945. Svo er sr. Sigurjón
Guðjónsson að spá því, „að harla
lftið verði tekið upp af þvf, sem
við höfum fellt burtu,“ þegar
næsta sálmabók verður gerð.
Hvaða andi á þá að ríkja í sálma-
kveðskap, ef lítið eða ekkert verð-
Framhald á bls. 24.