Morgunblaðið - 08.03.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.03.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1974 Guðrún Jakobsdóttir — Minningarorð F. 9. apríl 1910 D. 28. febrúar 1974 Enginn veit hvar línan liggur lifs og dauða milli. Aðeins eitt vitum við, aðyfirþá línu verða allir eitt sinn að stíga. ,,Milii mín og dauðans er aðeins eitt fótmál." Svo segir hið sigilda spakmæli, og þetta hvort tveggja vekur okkur sérstaklega til fhug- unar um samband Iífs og dauða, þegar okkur virðist einhver kall- -aður mjög óvænt til þess að stíga þetta eina og jafnframt. síðasta fótmál yfir línuna mjóu milli lífs og dauða. Ég hrökk því ónötanlega við, er mér bárust þau óvæntu tíðindi, að mágkona mín og fjölskyldu vin- kona, húsfreyjan að Hliðarbraut 1 Hafnarfirði, Guðrún Jakobsdótt- ir, hefði um kvöldið 28. febr. orðið fyrir slysi, sem leiddi nær sam- stundis tilþess, að hún steig þetta örlagaríka síðasta fótmál. Ég ætla ekki að rekja æviferil hennar í verulegum atriðum, heldur eiga þessi fáu orð min fyrst og fremst að vera þakklætis vottur fyl-ir rúmlega þriggja ára- tuga kynningu og alla þá vináttu, sem þeirri kynningu hefir fylgt milli fjölskyldna okkar. Guðrún var fædd aðUrriðaáí V-Húnavatnssýslu og ólst upp ásamt mörgum systkinum þar nyðra. Ekki var ég kunnugur á þeim slóðum, og get þvi lítið dæmt af eigin reynslu um uppeld- is háttu og siði þar. En eftir mikil kynni siðar af þeim systkinum öllum, móður þeirra og fjölda ná- kominna ættingja, þá er ég þess fullviss, að uppeldi Guðrúnar og þeirra systkina var byggt á , grundvelli kristinnar trúar og þess siðgæðis, Sem gegnum ald- irnar hefir orðið drýgst til hins sannasta og bezta uppeldisþroska með þjóð vorri. Skólaskylda var þá aðeins til barnaprófs. En heimili þeirra tima var skóli og það oftast merki- legur skóli. Undirstöðu grein þess skóla var að vissu leyti aðeins ein, það var vinnan. En hún skiptist lika í margar valgreinar. Hin margbreytilegu störf gáfu ótal tækifæri til lærdóms og þroska, bæði huga og handa. Því fylgdi ómetanleg þjálfun i sjálfstjórn og sjálfsbjargarviðleitni, sem flétt- aðist saman við hina félagslegu samhjálp milli systkina og allrar fjölskyldunnar. Orðin námsleiði og unglingavandamál voru óþekkt í þessum skóla. En keppt var til prófs i slíkum skólum, já bæði munnlega og verklega. En í stað einkunna i tölum, komu orð- in: Verkhæfni á sem flestum svið- um, hugkvæmni, trúmennska og heiðarleiki í hvívetna. Reynslan sýndi mér síðar og sannaði, að Guðrún Jakobsdóttir hafði staðið sig með ágætum á þessu prófi. Unglingar þessa tíma lásu líka mikið af úrvals bókmenntum, ljóðum, sögum og ævintýrum, og tóku sér ýmsar fyrirmyndir eða völdu sér ákveðið takmark að stefna að. Ekki er mér beinlínis kunnugt um hug Guðrúnar sál. þegar hún leggur út í lífið eins og sagt er, en af kynningunni síðar, þá held ég, að ég myndi helzt leggja henni í munn sem ein- kunnarorð þessar ljóðlínur skáldsins: ,,Ó, faðir ger mig blómstur blítt, sem brosiröilum mót, og kviðalaust við kalt og hlýtt er kyrrt á sinni rót ." Ung hefir hún brosað við sínum verðandi, ágætis eiginmanni, Finnboga Ingólfssyni, sem nú lif- ir konu sina ásamt fimm börnum þeirra, 4 sonum og einni dóttur. Þau eru öll hin mannvænlegustu, og hvert þeirra sinni stétt og stöðu til hins mesta sóma. Og aldrei heyrði ég Guðrúnu mæla æðruorð eða kviða, þótt vafalaust hafi hún ekki komist hjá að mæta ýmsum erfiðleikum, sem hverju stórheimili hlýtur ætið að fylgja. og svo sannarlega var hún föst á t Eiginkona mína ASTRI FORBERG ELLERUP lézt 7/3 Johan Ellerup t Dóttir okkar STEINUNN S. BRIEM lézt I Kaupmannahöfn 26. febrúar sl. Útförin hefur farið fram. Sigríðurog Eggert P. Briem. t Kveðjuathöfn um móður okkar, ELÍNBORGU GÍSLADÓTTUR, Laufási, Vestmannaeyjum, sem andaðist 5. marz, fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins, föstudag- inn 8 marz kl 1 4 00 Börnin. Friðgeir Júlíusson — Minningarorð sinni rót, og frá þeirri rót er nú þegar vaxinn mikill og fagur blómakrans, því þótt Guðrún sál. næði tæplega 64 ára aldri, þá eru fjölskyldurnar frá þeim hjónum orðnar margar og afkomendur biómstra í 4. lið. Þegar ég þannig Iít yfir kynningu mina af fjölskyldunni á Hlíðarbraut 1 í Hafnarfirði, þá hlýt ég að finna til innilegrar gleði með þeim sem eftir lifa, yfirþví einstaka barna- láni, sem þar virðist ganga í erfðir lið fram af lið. Ég minntist á valgreinar í skóla heimilis og skóla lífsins. Guðrún iðkaði einmitt eina sérstaka val- grein. Auk allra húsfreyju starfa og heimilis anna, þá lagði hún óþreytandi kapp á hannyrðir og heimilisprýði. Er mér kunnugt um, að flest eða öll heimili, sem henni voru tengd og jafnvel út fyrir þær raðir, eiga ýmsa muni, sem gerðir eru af hennar hugviti og unnir af hennar handa snilli. Ég endurtek þakklæti mitt til Guðrúnar og allrar fjölskyldunn- ar fyrir staðfasta vináttu mér og mínum til handa. Ég votta eiginmanni hennar, börnum og öllu skyidfólki og vin- um hinnar látnu merkiskonu, innilega samúð, og bið ykkur öll- um, yngri sem eldri huggunar og Guðs blessunar um langa framtið. Við skulum svo að lokum minnast þeirra sérstöku sann- inda, að við ástvina söknuð, er það mesta huggunin og gleði, að hafa mikils að sakna. Slík tilfinning lyftir minningu þess, sem saknað er, upp I hærra og æðra veldi, sem varpar Ijósi og nýjum vona bjarma á framtíð þeirra, sem syrgja og sakna, en stefna þó ótrauðir upp á við og áfram á lífsins braut. 7. marz 1974. Halldór G uðjónsson. Fæddur3. júlí 1903 Dáinn 1. marz 1974. Það er erfitt að sætta sig við, að Friðgeir tengdafaðir minn skuli vera látinn, en öll verðum við að beygja okkur undir vald þess, er öllu ræður. Friðgeir var fæddur 3. júli 1903 að Snæfjöllum á Snæfjallaströnd, sonur hjónanna Ólafar Gfsla- dóttur og Júliusar Þórðarsonar. Vegna veikinda móður sinnar fór hann i fóstur til móðurbróður síns Steindórs Gíslasonar og konu hans Sigurborgar Márusdóttur á Leiru í Leirufirði og fluttist siðan með þeim tilHnífsdals og ólst þar upp. Þau Ólöf og Július eignuðust sjö börn og eru nú þrír bræður látnir. Þeir eru: Gísli, Jón og nú Friðgei r. Eftirlifandi systkini eru Sigur- vin, tvíburabróðir Friðgeirs, Ólaf- ur og María, öll búsett i Reykja- vík, og Ólöf búsett á Akranesi. Friðgeir kvæntist 20. septem- ber 1934 eftirlifandi konu sinni Finney Kjartansdóttur fæddri á Sléttu í Sléttuhreppi. Þau hjónin eignuðust tvær dæt- ur, Sigurborgu, sem búsett er I Reykjavik og er gift undirrituð- um, og Eddu, sem gift er Eric A. Kinchin og búa þau i Leeds í Englandi ásamt tveimur börnum sinum. Friðgeir bjó ásamt fjölskyldu sinni fyrstu árin í Hnifsdal og síð- an á ísafirði þar til þau flultust suður. Friðgeir byrjaði ungur að stunda sjómennsku, fyrst á bátum og togurum og siðan við eigin útgerð. Eftir að fjölskyldan fluttist suð- ur, stundaði Friðgeir aðallega verslunarstörf. Var hann mjög vinsæll, enda með afbrigðum góð- ur maður og með létta skapgerð. Það eru margir, sem sakna góðs vinar víð fráfall hans. Er ég kynntist Friðgeiri fyrir um það bil tólf árum, fann ég fljótt, að þar hafði ég hitt mann, sem gott var að leita ráða hjá og leita til ef á þurfti. Þau hjónin höfðu komið sér upp fallegu heimili þar sem ríkti hlýja og góðvild. Þar var alltaf gott að koma. Friðgeir var örlátur og góður barnabörnum sínum, sem eru fjögur, og er missirþeirra mikill. Ég átti þvf láni að fagna að starfa með honum tvö siðustu ár- t Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför TORFHILDAR JÓHANNESDÓTTUR. Guðrún Halldórsdóttir, Steinþór Guðmundsson, Anna Georgsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Gunnar Guðmannsson og systkyni hinnar látni. t Þökkum auðsýnda hluttekningu og samúð við andlát og jarðarför MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR, Austurgötu 32, Hafnarfirði Börn, tengdabörn og bróðir. in og féll aldrei skuggi þar á og sakna ég göðs vinar. Eg vil enda þessa fátæklegu kveðju mína með því að óska tengdamóður minni Guðs blessun- ar á þessumerfiðu tímamótum. Eggert Jósefsson. Ég mætti Friðgeir í fyrsta skipti í desember 1966. Við gátum lítið talað saman þá vegna þess, að ég talaði ekki íslenzku, og hann litla ensku, en ég skildi orðin „velkom- inn til Islands" og hið fasta hand- tak hans. I aprfl 1967 giftist ég dóttur hans Eddu og var þá orðinn einn af fjölskyldunni. Við bjuggum f Englandi nokkra mánuði eftir giftinguna og höfð- um við þá ánægju að fá tengdafor- eldra mína í heimsókn þangað ásamt mágkonu minni og eigin- manni hennar. Friðgeir þurfti ekki mikla kunnáttu í ensku til að eignast góða kunningja þar, sérstaklega foreldra mína Grace og Walter. Við fluttumst til tslands um haustið 1967 og það var þá, að hann varð meira en tengdafaðir minn, hann varð líka mjög náinn vinur minn, einhver, sem ég gat leitað til þegar ég þurfti á leið- beiningum að halda, einhver, sem ég gat rætt einkamál mín við, einhver, sem gat dregið úr heim- þrá minm, einhver, sem var alltaf tilbúinn að gera það, sem hann gat til að hjálpa. Hann var fullur af lífsþrótti og sigraði alla erfiðleika sína með bros á vör. Lífskraftur hans var ótrúlegur og þegar við fórum tveir saman til Englands i tveggja vikna frí, var það alltaf ég, sem var orðinn uppgefinn á undan honum eftir okkar mörgu göngu- túra. Hann hafði þá góðu eiginleika að geta umgengist fólk á öllum aldri. Kunningjum mínum frá t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir EINAR ÖGMUNDSSON, vélstjóri, Þórustíg 20 Ytri-Njarvik verður jarðsunginn frá Keflavík- urkirkju laugardaginn 9. marz kl. 14 00 Sigríður Hafliðadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn, barna- barnabörn og systkini. t Hjartkær eiginmaður minn SIGURÐUR E. STEINDÓRSSON, Látraströnd 11, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni laugardaginn 9. marz kl 10.30 árdegis Blóm vinsamlega afþökkuð Fyrir mína hönd, barna okkar, barnabarna og systkina hins látna, Petrina Jónasdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og jarðarfarar mannsins míns, föður, tengdaföður, afa og bróður. JÓHANNS TRYGGVA ÓLAFSSONAR frá Krossum Guðný Gunnarsdóttir, Jóhann Sígurjón Friðgeirsson, Erla Jóhannsdóttir Friðgeir Olgeirsson, og systur hins látna. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför bróður okkar, GUÐMUNDAR H. JÓNSSONAR. Brjánsstöðum, Skeiðum. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki á Landakotsspítala frá- bæra umönnun i veikindum hans. Systkinin frá Brjánsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.