Morgunblaðið - 08.03.1974, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1974
Gísli, Eiríkur 09 Helgl
a elllr
inglblörgu
Jönsdóttur
Það var undarlegt en satt, að Guðrún hljóp um allt,
hún talaði dálítið, en hún var vita tannlaus.
Gisli, Eiríkur og Helgi spurðu mömmu áhyggju-
fullir, hvort ekki þyrfti að kaupa handa henni falsk-
ar tennur, en mamma hélt nú síður.
„Hingað til hef ég aldrei heyrt getið um barn, sem
ekki tæki tennur,“ sagði mamma og Guðrún fékk
ekki falskar tennur.
Hins vegar fékk hún einn morguninn tvær geiflur
í neðri góm. Guðrún varð svo undrandi, þegar hún
heyrði glamrið, að hún hætti að borða matinn sinn.
Hún tók skeiðina af mömmu og lét glamra í fyrir
mömmu, fyrir Gísla, fyrir Eirík og fyrir Helga.
Þegar pabbi kom heim um kvöldið átti hann líka að
heyra glamrið, en þá var Guðrún búin að berja svo
oft og mikið, að gómurinn var orðinn bólginn.
Pabbi var vonsvikinn. „Þið hafið leyft telpunni að
berja tennurnar niður aftur,“ sagði hann og þá
hlógu allir.
Eins og þið munið voru Gísli, Eiríkur og Helgi í
sumarleyfi frá skólanum. Það er að segja Helgi var
ekki í sumarleyfi, því að hann átti ekki að fara í skóla
fyrr en um haustið. Pabbi og mamma ætluðu að
bregða sér með drengina upp í sveit og Guðrún átti
að fá að vera hjá ömmu á meðan. Hún var of lítil til
að fara í sumarfrí og sofa í tjaldi.
Pabbi sá um svefnpokana og tjaldið, vindsæng-
urnar og prímusinn. Pabbi ætlaði sjálfur að kveikja
á prímusnum og sjá um eldinn, því að mamma var
svo einstaklega eldhrædd.
Mamma þurfti að taka til öll fötin og matinn og það
eru kynstur af mat sem þarf i svona ferðalög. Það
voru keyptar pylsur og soðið hangikjöt. Óteljandi
brauðsneiðar smurðar og harðsoðin egg svo ekki sé
nú minnst á niðursuðuvörur, aldinsafa og fleira
álíka. Það þurfti líka að gæta að pottum og könnum,
mataráhöldum, hreinlætistækjum og fleira og fleira.
Gísli, Eiríkur og Helgi hlökkuðu mikið til að fara.
Þeir gátu naumast um annað talað í marga daga.
En loksins, þegar að því var liðið að lagt yrði af
stað voru þeir í slæmu skapi og argir og illir yfir að
ferðin var ekki hafin fyrir löngu.
Eins og mamma þyrfti svona langan tíma til að láta
allt niður! Hvers vegna fengu þeir ekki jafnfínar
veiðistengur og veiðistöngina hans pabba?
Pabbi settist undir stýri.
„Þið sitjið í aftursætinu,“ sagði mamma. „Ég ætla
að sitja hjá pabba.“
„Nei!“ sagði Gísli fylulega. „Ég vil sitja hjá pabba.
„Ég líka,“ sagði Eiríkur.
„Og ég líka,“ sagði Helgi.
„Kemur ekki til mála,“ sagði mamma. „Þið eigið að
sitja í aftursætinu allir þrír. Börn eiga ekki að sitja í
framsætinu. Það eykur slysahættuna.“
Svo var strákunum stungið í aftursætið öllum
þrem og læst að utan, svo að þeir dyttu ekki út, þótt
þeir tækju óvart af öryggislæsinguna.
Þið hefðuð átt að hlusta á þá nöldra og rífast. Það
var reglulega ömurlegt að heyra til þeirra.
Þeir urðu ekki einu sinni ánægðir, þegar pabbi og
mamma komu að fyrsta áningarstaðnum við fallegan
læk.
/"3N;’7frKx-
E/
[o oo oöoj
k&J ^ M <\)
BR. 9-4 ++.^0^
Hvað á
saman
Hér eru teiknuð sex
mismunandi höfuðföt og fylgir
hverju þeirra bókstafur. — Á
móti eiga að koma merkin með
númerunum f. — Og lausnin er
að finna hvaða númer og bók-
stafur eiga saman. —
V—9 So 3—s ‘H—f
‘J—£ ‘a—Z ‘a—I uiusnei
oAJonni ogcTYIanni
eftir
Jón Sveinsson
Freysteinn
Gunnarsson
þýddi
„Heyrðu, Nonni, eigum við þá ekki að leggja af
8tað? Það er ekki svo langt þama upp“.
Eg leit í kringum mig, hvort enginn væri í nánd,
sem heyrt gæti til okkar. Þar var enginn. Til vonar
og vara gengum við þó frá bænum og upp á hól einn.
Þar settumst við á stein og réðum ráðum okkar.
Manni vildi ólmur og uppvægur leggja af stað undir
eins, og ég svaraði honum og sagði:
„Það gæti verið nógu gaman, en gættu að því, Manni,
að ef við eigum að komast alla leið upp á efsta tind-
inn, þá veitir okkur ekki af deginum, þó að við færum
af stað í bíti. Og nú sting ég upp á því, að við bíðum
þangað til á morgun. Lízt þér ekki vel á það?“
„Nei, nei“, kallaði Manni upp yfir sig. „Við megum
ekki bíða svo lengi. Veðrið er svo gott í dag“.
„Við getum beðið rólegir fyrir því. Veðrið verður
áreiðanlega eins gott á morgun“.
Manni stundi við og sagði:
„En ef við fáum nú ekki að fara“.
„Ekki skaltu kvíða því“, sagði ég. „En við verðum
að biðja hana mömmu um leyfi“.
Manni tók í annan eyrnasnepilinn á sér og togaði í.
Það gerði hann alltaf, þegar hann var í vandræðum.
Þvínæst sagði hann:
„Það verður nú það versta af öllu saman“.
„Já, það hugsa ég líka“.
„Það verður líklega bezt, að þú biðjir hana um
leyfi, Nonni“.
„Ég skal gera það. Komdu þá, við skulum fara til
hennar undir eins“.
„Jæja“, sagði Manni og stökk á fætur. i?En þú mátt
ekki segja henni, að við ætlum upp á hæsta tindinn,
því að þá lofar hún okkur ekki að fara“.
„Það er satt, Manni. Ég skal ekki nefna það á nafn“.
Ekki kom okkur til hugar, að við værum í raun og
veru að skrökva að mömmu með þessu móti.
„En hvað ætlarðu þá að segja við mömmu, svo að
henni detti það ekki í hug?“ spurði Manni.
fYte&fnorgunkoffinu
'^oTT*<'JP,
n
— Væri hægt a5 fá giftingar-
vottorðið dagsett 12. desem-
ber?
— Það er ekki hægt að segja
annað en dóttir okkar sé
vinsæl.
— Þú hlýtur að hafa gleymt
að gefa honum að borða í gær.
TODftYS
5PECIRL
SfiRQHEtTt
— Afsakið, frú, en þér megið
ekki fá taugaáfall, þótt ég
aðvari yður með dálftið.