Morgunblaðið - 08.03.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.03.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1974 Gunnar Thoroddsen í umræðum um skattamálin: Tekjur ríkissjóðs verða allt að 3 millj- örðum hærri en í fjárlagaáætlun — miðað við núverandi grundvöll FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um skattkerfisbreytingu, sem skýrt var frá í Morgunblaðinu I gær var til fyrstu umræðu í neðri deild Alþingis í gær. Eins og kunnugt er, er vafasamt að ríkisstjórnin hafi þingmeirihluta til að fá fram 5% hækkun á söluskatti, sem í frumvarp- inu feist. í gær mælti fjármálaráðherra fyrst fyrir frumvarpinu, en síðan gerði Gunnar Thoroddsen formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins grein fyrir afstöðu þingflokksins til málsins. Rakti Gunnar, að þær forsendur, sem í frumvarpinu væru lagðar til grundvallar væru rangar, þannig að tekjutapið vegna lækkunar beinna skatta yrði ekki svo mikið, sem ríkisstjórnin vildi vera láta. Til að mæta þvi tekjutapi, sem þó yrði, ætti í fyrsta lagi að draga úr útgjöidum ríkisins á yfirstandandi ári. Nefndi hann töluna l'A millj- arður í því sambandi og sagði, að það ætti síðan að vera verkefni fjárveitinganefndar og fjármálaráðuneytisins í sameiningu, að jafna þessu út á fjárlögin. í öðru lagi yrðu menn að gera sér rétta grein fyrir, hversu miklar tekjur ársins hefðu hækkað I áætlunum frá því fjárlaga- áætlunin var gerð og taka tillit til þess. Sagði hann að þessi tekjuaukn- ing myndi nálgast 3 milljarða. Þá kæmi til álita, hjá þingmönnum eftir að þetta lægi fyrir, hvort hækka bæri óbeina skatta. Halldór E. Sigurðsson fjármála- ráðherra mælti fyrir frumvarpinu og sagði, að i ársbyrjun 1973 hefði hann hafið viðræður um skatta- málin við þáverandi forseta A.S.Í. og formann Dagsbrúnar. Upp úr þeim viðræðum hefði slitnað, þegar Vestmannaeyjagosið hefði komið til sögunnar. Síðan hefðu verið gerðar ályktanir um skatta- málin á kjaramálaráðstefnum A.S.Í. í ágúst og október sl. Þar hefðu verið samþykktar ályktanir um skattamál, þar sem lagt hefði verið til, að tekjuskattar einstakl- inga yrðu lækkaðir verulega. Af þessu tilefni hefði ríkisstjórnin tekið upp viðræður við A.S.Í. um skattamálin, sem hefðu endað með þeirri sameiginlegu yfirlýs- ingu, sem þetta frumvarp byggð- ist á. Þá las ráðherrann yfirlýsing- una, en henni hafa verið gerð ítarleg skil hér i blaðinu áður. Sagði hann, að frumvarpið væri í samræmi við þessa yfirlýsingu og hefðu fulltrúar A.S.Í. lýst yfirþví að svo væri. Gat hann ennfremur um, að fulltrúar A.S.Í. hefðu tekið fram, að þeir teldu fleiri aðferðir koma til greina til að jafna mun söluskattshækkunar og tekjuskattslækkunar (ásamt skattafslætti) á árinu 1975, ef til kæmi, en hækkun kaupgreiðslu- vísitölu. Þessi met mætti jafna með hvers konar skattbreyt- ingum. Ráðherra rakti nú helztu atriði frumvarpsins, sem væru breyt- ingar á persónufrádrætti og afsláttarkerfi, breytingar á skatt- stigum, hækkun söluskatts og hækkun álaunaskatti til húsbygg- inga. Fyrir þessum atriðum var gerð nánari grein hér í blaðinu í gær. Þá sagði fjármálaráðherra, að söluskattshækkunin í frumvarp- inu og lækkun beinu skattanna yrðu að fylgjast að. Las hann upp úr greinargerð frumvarpsins, hvernig sá samanburður stæði og komst að þeirri niðurstöðu, að samanburðurinn væri 350 milljónir króna ríkissjóði í óhag. Miðaði hann þá við, að hvert sölu- skattstig gefi 800 milljónir á árs- grundvelli, en einungis um 680 milljónir á tímabilinu marz til desember. Hækkunin næmi því 3.400 milljónum kr. á árinu 1974, en af þvi kæmu einungis 3.000 milljónir til innheimtu á árinu, þar sem desemberálagning inn- heimtist ekki fyrr en á næsta ári. Siðan greiddi ríkissjóður sjálfur 100 milljónir vegna aukins sölu- skattsaf útgjöldum hans. Hann kvaðst ekki vilja spá neinu um, hvort tillögur ríkis- stjórnarinnar hefðu þingfylgi, en sagðist þó hafa rökstuddan grun um að svo væri. Sagði hann, að Gylfi Þ. Gíslason hefði í fram- söguræðu sinni fyrir þingsálykt- unartillögu Alþýðuf lokksins á s.I. hausti talið, að svipaðri lækkun á beinum sköttum og hér um ræddi, yrði að mæta með 5% hækkun söluskattsins. Þá kvaðst hann einnig hafa von um að einstakir þingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu styðja málið. Ráðherra sagðist telja það óvirðingu við alþýðusamtökin i landinu, ef Alþingi staðfesti ekki það samkomulag, sem við þau hefði verið gerð. Nú ef frum- varpið yrði fellt, þá byggi hann að sköttunum, eins og þeir væru að óbreyttum lögum og þá hefðu þeir hlotið meira traust á Alþingi en hann hefði átt von á. Gunnar Thoroddsen (S) sagði, að hér væru Alþingi settir úrslita- kostir. Hefffi komið fram hjá fjár- málaráðherra m.a. í sjónvarpinu, að annað hvort væri fyrir þingið að samþykkja þetta frumvarp óbreytt eða fella það. Einhver kynni þá að hafa haldið, að ríkisstjórnin hygðist segja af sér, þegar hún kæmi ekki jafn veigamiklu máli fram og hér um ræddi. En það væri nú öðru nær ef marka mætti orð fjármála- ráðherrans. Væri það sýnilega rétt, sem fram hefði komið hjá einum ráðherranum fyrir skemmstu, að ótrúlega mikil teygja væri í þessari ríkisstjórn. Fyrir nkisstjórnina væri nú ekki nema tvennt til, að víkja fyrir vantrausti, eða hitt, sem liklegra væri, að sálast úr innanmeini. Það væri vissulega þingræðis- spursmál, ef rikisstjórnin ætlaði sér að skrimta, ef hún næði ekki þessu máli fram, en um það væri ekki gott að segja að öðru leyti en þvi, að frumvarpið færi ekki í gegn óbreytt. Ráðherrann hefði talað um óvirðingu gagnvart verkalýðs- hreyfingunni. Vissulega væri gott, að ríkisstjórnir hefðu góða samvinnu við verkalýðssamtökin í landinu á hverjum tíma, en í þessu máli mætti benda á, að fjöl- mörg verkalýðsfélög hefðu sent frá sér ályktanir um breytingar á álagningu beinna skatta, sem gengju miklu lengra en þetta frumvarp. Varla væri það óvirð- ing við þau að Iækka beina skatta meira en hér væri gert ráð fyrir, að hækka söluskatt minna eða að reyna að draga úr útþenslu ríkis- útgjaldanna og minnka þar með verðbólguna. Það væri á hinn bóginn óvirð- ing að leggja mál með þessum hætti fyrir Alþingi, sem skv. stjórnarskránni hefði valdið til skattlagningar á borgarana. Þetta mál yrði þingmenn að íhuga vand- lega — hvort hér væri um nægjanlega lagfæringu á beinni skattheimtu ríkisins að ræða, og hvort heildarfjármál landsmanna leyfðu stórhækkaðar álögur á landsmenn. Kvaðst hann vilja vísa því á bug, að þessi ríkisstjórn væri þess umkomin að setja Al- þingi úrslitakosti. Spurning væri, hvers vegna rikisstjórnin gerði nú þá stefnu- breytingu, sem í frumvarpinu fælist um að lækka beinar skatta- álögur. Það væri ekki vegna þess að henni fyndist of langt gengið í skattheimtunni, heldur væri þetta fyrir þrýsting frá ýmsum aðilum í landinu, einkum verka- lýðshreyfingunni. Þó að sú breyt- ing, sem hér væri lögð til gengi allt of skammt, væri samt ástæða til að óska verkalýðshreyfingunni til hamingu með að hafa komið þessari stefnubreytingu í kring. Það, sem Alþingi þyrfti að at- huga væri í fyrsta lagi, hvort ekki þyrfti að lagfæra tekjuskattvit: leysuna meira en hér væri ráð fyrir gert. Þá þyrfti þingið að athuga, hvort tölur í áætlunum frumvarpsins væru byggðar á réttum grunni og athuga, hvernig tekjutapi, sem af lækkun beinna skatta stafaði yrði mætt. í því sambandi kvaðst Gunnar Thoroddsen í fyrsta lagi vilja benda álækkun ríkisútgjaldanna, í öðru lagi mætti endurmeta tekjuáætlun fjárlaganna, sem greinilega hefði breytzt verulega og í þriðja lagi þyrftu þá þing- menn, að gera sér grein fyrir, hvort hækka þyrfti söluskattinn og þá, hvort hækka þyrfti hann um 5%. Þá raktiGunnar samanburðinn á þessu frumvarpi og skattafrum- varpi sjálfstæðismanna. Kom i ljós, að sá samanburður var þessu frumvarpi mjög í óhag. Munaði mestu um, að álagningarprósenta væri hér 20% í stað 15% í frum- varpi sjálfstæðismanna, 30 í stað 25 og 40 í stað 38 og það sem enn væri þýðingarmeira, hversu skatt- þrepin í þessu frumvarpi væru þröng. Hér yrðu millistéttimar mjög illa úti, t.d. fólk með 900 þús til 1 milljón kr. í ársterkur. Á síðasta ári hefðu hjón með tvö börn og í þessum tekjuflokkum verið yfir3800 talsins og væri þá í framteljendum talið. Þetta væru langfjölmennustu tekjuhóparnir. Þá vantaði ennfremur í þetta frumvarp ákvæði um sérsköttun hjóna og enn væri gert ráð fyrir, að fjármálaráðherra ákvæði skatt- vísitöluna með fjárlögunum, en verkalýðshreyfingin hefði tjáð sig mjög á móti þessu. Gunnar sagði, að í þessu frum- varpi væri þó athyglisyert ný- mæli, þar sem væri áætlað að taka upp Vísi að neikvæðum tekju- skatti eða viðurkenningarskatti, eins og.hann hefði einnig verið kallaður. Þess konar skattur hefði verið mjög til umræðu hjá Sjálf- stæðisflokknum, m.a. á síðasta landsfundi hans. Þá hefði þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins látið um sl. áramót gera mjög ítarlega skýrslu um þennan skatt. Gerði hann nánari grein fyrir hvað í slíkum viðurkenningarskatti fæl- ist og sagði það skoðun sjálf- stæðismanna, að stefna bæri að honum. Gunnar rakti nú ákvæði frum- varpsins um skattaafslátt og gagn- rýndi, að hluti hans sem tekjulitl- ir námsmenn ættu að fá, ætti ekki að renna til þeirra, heldur í lána- sjóð námsmanna og til jöfnunar á námsaðstöðu. Kvaðst hann vilja spyrja fjármálaráðherra, hversu mikið ætti að hirða í þessu skyni til að unnt yrði að lækka lögbund- in framlög ríkissjóðs til sjóða pó —. >t na. Gunnar Thoroddsen Gunnar Thoroddsen vék nú að því hver tekjumissir nkissjóðs yrði af lækkun tekjuskatts. Rakti hann í því sambandi það sem i greinargerð frumvarpsins segir um, að helztu forsendur áætlana frumvarpsins séu þær sömu og i fjárlögunum, eða að meðalbreyt- ing teknamilli áranna 1972 og 73 yrði 25—26%. Samanburður á þessum grundvelli væri villandi, því nú lægi ljóst fyrir að þessi breyting yrði ekki 25-—26% held- ur a.m.k. 30%. Þarna væri um að ræða rangar forsendur, sem gæfu mismun í útkomu um ‘ 6—700 milljónir kr. sem tekjutap rikis- sjóðs yrði minna. Ýmis önnur rök en þessi lægju því til grundvallar, að ekki þyrfti 5% söluskattshækkun til að mæta tekjutapinu. Þannig væri líklegt, þegar allt væri til talið, að tekjur rikissjóðs, á þeim grundvelli, sem nú lægi fyrir yrðu allt að 3 milljörðum hærri en þær voru í áætlun fjárlaga. Þá væri það enn- þá svo, að þessi rikisstjórn mætti ekki heyra minnzt á niðurskurð ríkisútgj aldanna. Þá benti Gunnar á ýmsar leiðir til að mæta tekjutapínu. í fyrsta lagi ætti að draga úr útgjöldum rikisins á yfirstandandi ári. Væri nú eðlilegt, að með þessu máli fylgdi ákvörðun um að skera nið- ur á fjárlögum um l‘A milljarð, sem fjárveitinganefnd og fjár- málaráðuneytið gerðu siðan til- lögur um, hvernig skyldi jafnað niður. í annan stað bæri að gera sér grein fyrir, hversu miklar tekjur ársins yrðu umfram fjárlagaáætl- un og taka tillit til þess. í þriðja lagi bæri að athuga, hvort og að hve miklu leyti ætti að hækka óbeina skatta. Bæri þá að athuga likurnar á því að þeir inn- heimtust betur en áður. Gunnar sagði Sjálfstæðisflokk- inn stefna að réttlátum sköttum, sem fólkið í landinu gæti unað við. Of háir skattar lettu menn til framtaks og minnkuðu þannig þjóðarframleiðslu. Að lokum kvaðst hann vona, að ríkisstjórnin sæi að sér nú er mál- ið færi í nefnd og féllist á þá breytingu á frumvarpinu, að tekjuskatturinn lækkaði meira en þar væri gert ráð fyrir og sölu- skatturinn hækkaði miklu minna. Gylfi Þ. Gíslason (A) kvaðst vilja leiðrétta ummæli fjármála- ráðherra um að líkur væru á þvi, að Alþýðuflokkurinn styddi frum- varpið. Fram hefði komið skýrt og skorinort að hálfu Alþýðuflokks- ins við ráðherrann, að flokkurinn myndi styðja lækkun tekjuskatts- ins og afsláttarkerfið og þá hækk- un söluskattsins, sem nauðsynleg- ur væri, svo og að flokkurinn teldi 5% hækkun söluskattsins algjör- an óþarfa. Þá fjallaði Gylfi nokkuð um þróun skattamálanna í tíð þessar- ar ríkisstjórnar og sagði tekju- skattkerfið virka lamandi á vinnuvilja fólksins. Tillaga Al- þýðuflokksins í skattamálum hefði verið sett fram i því skyni að koma lagi á þetta. Það væri ánægjulegt, að rikisstjórnin flytti nú tillögu, sem í öllum megin atriðum væri sama efnis og tillögur Alþýðuf lokksins hefðu verið. Hins vegar gerði rikisstjórnin til- lögu um of mikla hækkun sölu- skattsins. Lagði Gylfi í því sam- bandi áherzlu á, að ekki mætti rugla saman kerfisbreytingu á skattheimtu, sem standa ætti til frambúðar annars vegar og tima- bundnum ráðstöfunum til að bjarga fjárhagi rikissjóðs við á árinu 1974 hins vegar. Þess vegna væri alls óheimilt að miða sölu- skattshækkunina við það, sem eft- ir væri ársins, heldur yrði að reikna hana á ársgrundvelli. Það væri því einfalt reikningsdæmi, hversu mikla söluskattshækkun Alþýðuflokkurinn vildi fállast á og væri þar byggt á orðum greinargerðar um, hve mikið eitt söluskattstig gæfi á ársgrund- velli. Það ætti að gefa 800 milljón- ir og þvi myndi Alþýðuflokkurinn fallast á 3‘A% söluskattshækkun. Ekki ætti að nota tekjur af sölu- skatti til að fjármagna afsláttar- kerfi, sem upp væri tekið til að vega á móti söluskattshækkun. Þar væri um 550 milljónir að ræða í tillögum ríkisstjórnarinn- ar. Þesssu mætti mæta með því, að breyttar væru áættanir um tekjuaukningu einstaklinga milli áranna 1972 og 1973, svo og hækk- un á áætlun á tekjum af eigin húsaleigu, sem samtals rpyndi gefa þessa upphæð 550 milljónir kr. Sagði Gylfi að Iokum, að hann væri eindregið fylgjandi skatt- kerfisbreytingunni, en hún mætti ekki verða til að lauma inn frek- ari álögum á almenning. Að svo búnu var umræðunni frestað, en boðað til næsta fundar í neðri deild kl. 2 í dag til að halda henni áfram. Hússtjórnar- kennaraskóli FRUMVARP til laga um Hús- stjórnarkennaraskóla íslands, sem var lagt fyrir síðasta Alþingi til kynningar, var að nýju lagt fram á Alþingi s.l. þriðjudag. Fel- ur það í sér nokkrar breytíngar frá upprunalegri mynd frum- varpsins. M.a. er gert ráð fyrir að fellt verði niður ákvæðið um að lögin skuli endurskoða um leið og lög um Kennaraháskólann, þar sem álitið er að þau eigi að endur- skoða hvenær sem ástæða virðist til. Þá er að geta breytinga á skipan skólanefndar, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að nemend- ur fái fulltrúa í nefndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.