Morgunblaðið - 08.03.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.03.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1974 5 Danir gegnsíld arkvóta Briissel, 5. marz.NTB. DANSKA stjórnin mun leggja til á fundi Norðaust- ur-Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar á mánudag að sá kvóti sem Danir og Færeyingar mega veiða af síld í Norðursjó verði ekki skorinn niður um 140.000 lestir á ári eins og nefndin hefur lagt til. Slíkur niðurskurður mundi leiða til þess að síldveiðar Dana í Norðursjó minnkuðu um helm- ing. Danskir fiskimenn hafa lagzt gegn hvers konar niðurskurði, en danska fiskimálaráðuneytið mun samþykkja niðurskurð á fund- inum, þó miklu minni en þann sem nefndin leggur tiL Heimildir í Briissel herma að Danir muni reyna að afla tillögu sinni stuðnings á fundi EBE-land anna á morgun, en vafasamt er að það takist. Afglöp kostuðu þúsundir lífið New York, 4. marz.NTB. RÚMLEGA 100.000 manns dóu úr hungri í þurrkunum f Vestur- Afríku samkvæmt skýrslu friðar- sjóðs Carnegies. Þar eru Sameinuðu þjóðirnar og margar ríkisstjórnir harðlega gagn- rýndar fyrir skipulagsskort og afglöp í hjálparstarfinu. Bandaríkin, Sovétríkin og Frakkland eru gagnrýnd fyrir það að hafa ekki gert ráðstafanir í tíma til þess að draga úr áhrifum harmleiksins. Sameinuðu þjóðirnar eru gagn- rýndar fyrir , að togstreita í skrif- stofubákni þeirra hafi valdið því, að hjálparstarfið hafi ekki hafizt nógu snemma. Höfundar skýrslunnar segja, að hægt hefði verið að bjarga lifi margra barna ef þau hefðu verið bólusett gegn mislingum í tíma. Tamningamaður fótbrotna^ Mælifelli 6. marz — SÍÐASTLIÐINN laugardag varð það óhapp heima undir bæ á Starrastöðum á Fremribyggð, að ungur foli, sem verið er að temja, hrasaði í freðinni grasbrekku með þeim afleiðingum, að tamn- ingamaðurinn, Björn Sveinsson á Varmalæk, fótbrotnaði illa á hægra fæti, sem varð undir hestinum, er rann nokkra metra i brattanum. Björn er aðeins 21 árs, en þó þaulvanur hestamaður og hefur mikið fengizt við tamningar með föður sinum Sveini Jóhannssyni. Björn liggur nú í sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, þar sem gert var að meiðslum hans. — Sira Agúst. Hljómtækjum og gítar stolið BROTIZT var inn í kjallaraher- bergi í Hlíðunum aðfararnótt mið- vikudags og stolið hljómburðar- tækjum og gítar. Var þarna um að ræða Dual-plötuspilara, tvo hátal- ara og Hagström-gftar í kassa. NV OFSALEG PLOTUSENDING POSTSENDUM UM LAND ALLT aTIZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS •Ijp KARNABÆR ™ LÆKJARGOTU 2 LAUGAVEGI 20A LAUGAVEGI 66 MUNIÐ EFTIBI ÚTSÖLUMARKAÐURINN. AUSTURSTRÆTI 22 ÓTRÚLEGA GÖÐAR VÖRUR OD VERD ÞETTA KOM AF NYJUM VORUM I GÆR OG I DAG DÖMUPEYSUR í OFSALEGU ÚRVALI — HERRAPEYSUR OG HERRA- VESTI — HERRASKYRTUR — MJÖG FALLEGAR — SOKKAR í MJÖG FJÖLBREYTTU ÚRVALI — UNDIRFÖT KVENNA — SPORTSOKKAR — DUNIGAL-TWEED HERRAFÖT MEÐ VESTI — STAKIR DUNIGAL TWEED HERRAJAKKAR — MJÖG FALLEGIR KÖFLÓTTIR STAKIR HERRAJAKKAR — TVÍSTUNGIN HERRAFÖT MEÐ VESTI _______ FERMINGARFÖT — NÝ SENDING — BAGGY-BUXUR ÚR TVEED — TERYLENE & ULL — BURSTUÐU DENIM OG FLAUELI — DUNIGAL TWEED KVENJAKKAR — RIFFLAÐIR KVENFLAUELSJAKKAR — KVENLEÐURJAKKAR — BOLIR — BOLIR — BOLIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.