Morgunblaðið - 08.03.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ,FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1974 21
n ALÞINGI hafa þeir Steinþór
Gestsson og Pálmi Jónsson flutt
tillögu þess efnis, að bændum
yrði séð fyrir nægilegu magni af
fræi til grænfóðurræktar i vor.
Síðasta Búnaðarþing afgreiddi
ályktun, sem miðar að því sama.
Áður en þetta mál kom fram á
Alþingi, höfðu tilraunastjórar i
jarðrækt og sérfræðingar í jarð-
ræktarmálum hjá Rannsókna-
stofnun landbúnaðariæns, haldið
fund um hvernig mætti tryggja
bændum nægilegt fræ ef veruleg-
ar kalskemmdir kæmu i ljós i vor.
Niðurstaða þessa fundar varð
sú að áskorun var send Búnaðar-
þingi, samþykkti eftirfarandi
ályktun;
„Vegna þeirrar kalhættu, sem stafar af
miklum svellalögum um mestan hluta landv
ins nd I vetur. felur Búnaðarþing stjórn
Búnaðarfélags tslands að beita sér fyrir þvf,
að bændum verði tryggt nægilegt fræ af
heppilegum grænfóðurtegundum til sáning-
ar ákomandi vori.
Eiinfremur að kannað verði með hvaða
hætti unnt verði að tryggja til frambúðar
nægilegar sáðvörur til grænfóðurræktar,
sem unnt yrði að nota I kalárum."
Þar sem tillagaþeirra Steinþórs
og Pálma var þegar komin fram á
Alþingi hefði Búnaðarþing getað
látið duga að lýsa yfir stuðningi
við hana.
Verðmismunur á sáðkorni
og fóðurkorni.
Þegar þetta kom til umræðu á
Búnaðarþingi upplýsti sá er hafði
framsögu í málinu, að sáðbygg
væri yfirleitt um 30% dýrara en
bygg, sem ætlað er til fóðurs.
Þetta getur að sjálfsögðu staðist,
einkum ef sáðkornið er keypt í
Svíþjóð af afbrigði, sem tiltölu-
lega lítið er ræktað og hins vegar
af algengu fóðurbyggi frá Dan-
mörku eða Bandarikjunum. Mun-
urinn er ekki þetta mikill ef um
sama afbrigði er að ræða og inn-
kaupin gerð í sama landi.
Við þurfum ekki að leggja eins
mikla áherslu á að það sáðkorn,
sem við kaupum sé nær 100%
hreint afbrigði eins og þeir sem
rækta bygg til þroskunar. Þær
kröfur sem við gerum til byggs
eða hafra eru að blaðvöxtur sé
mikill og. afbrigðin þurfi ekki
langan vaxtartíma til að gefa góða
uppskeru, sem grænfóður. Ef
okkur tekst að finna afbrigði, sem
gefa örugga sprettu hér og eru
algeng i ræktun erlendis, þar sem
korn er hvað ódýrast, þá ætti
okkur að takast að fá nothæft
sáðkorn án þess að um verulegan
verðmismun sé að ræða á milli
þess og fóðurkorns.
Hvernig á a5 tryggja fræ af
uppskerumiklum afbrigð-
um?
Þar er um tvær leiðir að velja
fyrir þá, sem versla með sáðkorn,
en ákvarðanir verður að taka í
samráði við tilrauna- og leiðbein-
ingarstarfsemina i landinu.
Tilraunir með fóðurbygg.
í sumar þarf að gera saman-
burðartilraunir á sem flestum al-
gengum byggafbrigðum, sem
ræktuð eru i þeim löndum, sem
fóðurkornið er keypt i. Það þarf
að finna þau afbrigði, sem gefa
góða uppskeru sem grænfóður.
Það yrði hliðstætt þeim tilraunum
með hafraafbrigði, sem Þorsteinn
Tómasson hjá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins hefur beitt sér
fyrir siðast liðin tvö ár. Sennilega
kæmi í ljós, að eitthvert þeirra
afbrigða, sem algeng eru í ræktun
erlendis, gefi svipaða uppskeru
ogþau byggafbrigði, sem hér hafa
verið ræktuð til grænfóðurs und-
anfarin ár.
Samningsbundin ræktun.
Á undanförnum árum hefur
sáðkorn aðallega verið flutt inn
frá Sviþjóð og Danmörku. Það
sáðkorn, sem keypt hefur verið
frá Svfþjóð hefur alltaf verið m
mun dýrara en frá Danmörku.
Sænsk afbrigði af höfrum og
byggi hafa notið vinsælda hér á
landi og af mörgum talin upp-
skerumeiri en kornafbrigði frá
öðrum löndum. Þessi afbrigði eru
Sol-hafrar og Edda-bygg. Nú hef-
ur komið i ljós í tilraunum á
seinni árum að ýms afbrigði af
höfrum gefa jafngóða uppskeru
og Sol og sum mun meiri, má þar
m.a. nefna tvö ensk hafraafbrigði
Maris Quest og Pentland. Af af-
brigðum sem reynd hafa verið
hér á undanförnum árum og gefa
svipaða uppskeru og Édda-bygg,
má nefna, Lyse, Birgitte, Ingrid
og Arla. Hvert þessara afbrigða
eða önnur, sem kunna að verða
valin sem þau bestu fyrir íslensk-
ar aðstæður, má láta rækta fyrir
íslenska bændur i þvi landi, þar
sem bændur tækju minnst fyrir
framræktun á korni.
Þegar kornræktaráhugi var
Ein vinsælasta grænfóður-
tegundin — rýgresi
mestur hér á landi fyrir um 12
árum, samdi ég við danskan
bónda um að rækta fyrir okkur
Floja-bygg i þrem hekturum en
útsæðið var fengið frá Klemenz
Kristjánssyni, sem þá var tik
raunastjóri á Smásstöðum. Þar
sem danski bóndinn þekkti ekki
afbrigðið og vissi að það var 6
raða, og hafði þvi ótrú á, að það
gæfi eins mikla uppskeru og 2ja
raða þyggafbrigði, sem hann
ræktaði, óskaði hann eftir að fá
10% hærra verð en hann fékk
fyrir annað bygg. Þessi ræktun
gekk ágætlega, en kornrækt hætti
að mestu hér á landi eins og flest-
ir muna, og því var þessari fram-
ræktun hætt.
Fyrir 4 árum var gerður samn-
ingur milli Globus h/f og
bónda á Fjóni um framræktun á
Edda-byggi frá Svíþjóð. Þegar
þetta Edda-bygg frá Danmörku
var flutt til landsins, reyndist það
vera 20% ódýrara en sáðkorn af
sama afbrigði frá Svíþjóð. Samn-
ingsbundin framræktun á sáð-
korni og öðrum frætegundum er
mjög algeng. Norðmenn hafa gert
samninga við fræræktarbændur i
Kanada um ræktun fræs af n-
norsku vallarsveifgrasi ogdanska
bændur um ræktun fræs af
Engmo-vallarfoxgrasi, en hluti af
þeirri uppskeru er seldur hingað
til landsins. Hliðstætt á sér nú
stað með Korpu-vallarfoxgras og
islenskan túnvingul Þýðingar-
mesta atriðið um samnings-
bundna frærækt er að innlendir
fræsalar geti boðið bændum þau
afbrigði eða stofna fóðurjurta,
sem mælt er með hverju sinni.
Auk þess sem sáðvaran verður i
mörgum tilfellum ódýrari.
Hvað þarf að gera nú?
Á uncfanförnum árum hefur
grænfóður verið ræktað i um 3500
ha árlega. Bygg og hafrar i um
1500 ha, en fóðurkál og rýgresi
nokkuð svipað eða í 1000 ha hvor
tegundin.
Ef í ljós kemur i vor að veruleg-
ar kalskemmdir eru i túnum,
mundu margir bændur hafa hug á
að vinna upp þau tún og sá fræi
af grænfóðri í sárin. Þá kæmi
helst til greina hafrar eða bygg.
Hugsanleg hámarks aukning í
grænfóðurrækt gæti orðið um
3000 ha. Þannig að samtals yrði
grænfóðri sáð í 6500 ha. Ef þessi
aukning yrði eingöngu í ræktun
byggs og hafra, þarf til viðbótar
þvi fræmagni, sem áætlað hefur
verið að sáð yrði í vor, að kaupa til
Framhald á bls. 37
VERÐURSKORTURA
GRÆNFÓÐURFRÆI?
Búa sig undir gagnfræða- og mið-
skólapróf í Námsflokkunum
— ÞAÐ hefur orðið mikil
fjölgun í Námsflokkum
Reykjavíkur Lítur út fyrir að
þörfin fyrir kennslu sé enda-
laus, sagði Guðrún Halldórs-
dóttir skólastjóri, er leitað var
frétta af starfi Námsflokk-
anna í vetur. Raunar er ekki
undarlegt að slíkur skóli sé á
mikilli uppleið með aðsókn.
Þetta er sá skóli í borginni,
sem veitir fullorðnum
fræðslu í ýmsum námsgrein-
um. — Ef við verðum vör við
að fólk vill kennslu í einhverri
grein, þá erum við fljót að
grípa inn í og reyna að koma
henni í gang, því þetta er
fyrst og fremst þjónustu-
stofnun, segir Guðrún. En
skilyrði þess að grein sé
kennd, er sú, að minnst sex
nemendur taki þátt í henni.
í námsflokkunum eru um
40 námsgreinar. Mest er
kennt í Laugalækjarskóla, en
námsflokkarnir hafa dreifzt
vfðar og er nú kennt á 10
stöðum. Kennslustöðum hef-
ur fjölgað jafnóðum og
kennslugreinum.
í haust var byrjað á nokkr-
um nýjum greinum. Kvaðst
Guðrún t.d. mjög ánægð
með árangurinn af kennslu í
„hagnýtum skrifstofu- og
verzlunarstörf um. Þar eru
ma.a kennd afgreiðslustörf
og skrifstofutækni, fram-
koma ! fundarsal og við af-
greiðslu, í þessari deild byrj-
uðu 1 3 nemendur í haust.
— Tvær aðrar nýjar grein-
ar hafa líka orðið vinsælar,
tréskurður og viðhald bif-
reiða, segir Guðrún. Og það
er athyglisvert að þar er
helmingur nemenda konur. I
tréskurðinn koma stundum
nemar á ýmsum aldri úr
sömu fjölskyldunni saman.
T.d. er þar amma og dóttur-
sonur hennar, einnig mæðg-
in. Af öðrum nýjum greinum
má nefna færeysku, sem
Guðrún Halldórsdóttir
kennd er í fyrsta skipti í skóla
hér, að ég held. Þar innrituð-
ust 12 sl. haust. Og fleira
mætti nefna.
Einn merkasti þátturinn í
starfi Námsflokka Reykjavík-
ur er kannski miðskólanámið
og gagnfræðanámið. Þar
geta þeir, sem af einhverjum
ástæðum hafa hætt námi án
þess að Ijúka þessum prófum
og vilja taka þráðinn upp
aftur, undirbúið sig þar. Guð-
rún svarar spurningu okkar
um það, hvers konar fólk
þurfi helzt á þessu að halda:
— í einum miðskólahópn-
um er t.d. mikið af ungu
fólki, sem hefurfallið úr námi
og átt í erfiðleikum í fyrri
skólum. Stundum hefur það
þurft að hætta af fjárhagsá-
stæðum. Þessi deild okkar
kemur mjög oft til hjálpar
þeim nemendum sem a Idrei
virðast kunna við sig í sínum
venjulegu skólum, en sýnast
finna betur sjálfa sig innan
um fullorðið fólk. í hópnum
er lika fólk, sem ætlar að fara
í iðnskóla, en iðnskólar eru
farnir að krefjast þriðja bekkj-
ar náms. Þegar svo stendur
á, er mikið notuð kennslan,
sem námsflokkarnir bjóða
upp á. Ég held að um 25
manns ætli nú í vor ! mið-
skólapróf frá okkur.
— I gagnfræðabekk er
fólk á öllum aldri, sem iðu-
lega vill bæta við menntun
sina, heldur Guðrún áfram
útskýringum sinum. — Það
er merkilegt hve þetta fólk
sýnir oft mikla getu til náms.
T.d. tek ég iðulega í 4. bekk
fólk, sem ekki hefur farið i
gegn um 3ja bekkjar nám.
Yfirleitt vinna þeir, sem
komnir eru yfir tvítugt, mjög
vel. Sumir hafa sett sér eitt-
hvert ákveðið mark, ætla sér
Viðtal við
Guðrúnu Halldórs-
dóttur skólastjóra
t.d. í fóstruskólann, fram-
haldsdeildir gagnfræðaskól-
anna og öldungadeild
menntaskólans. Einn lauk
t.d. hér gagnfræðaprófi og
fór svo i öldungadeild
Hamrahlíðarskóla sl haust.
Alls reiknast mér svo til að
um 80 manns fari i gagn-
fræðapróf nú á okkar vegum.
— Þá koma í námsflokk-
ana nemendur úr öðrum
skólum, svo sem verzlunar-
skóla, vélskóla, gagnfræða-
skólum og menntaskólum ög
vilja bæta við sig ákveðnum
námsgreinum, segir Guðrún
ennfremur.
Námsflokkarnir vilja gjarn-
an hafa samstarf við félaga-
samtök um kennslu og gera
það. T.d. var slikt samstarf
við radioamatöra í fyrra og í
ár við Sjálfsbjörgu og
Blindrafélagið. Þá erýmistað
útvegað er nýtt húsnæði eða
kennslan ferfram á staðnum,
þarsem þessi samtök starfa.
— Ég hefi verið mjög
heppin með kennara, svaraði
Guðrún spurningu okkar um
það hvort ekki væri erfitt að
fá kennara í slíka kennslu.
— Fyrir það er ég mjög
þakklát. Það skiptir miklu
máli i skóla, sem er á 10
stöðum, að hægt sé að
treysta alveg á fólkið, bæði
kennara og annað starfsfólk.
— Mér sýnist augljóst að
námsflokkarnir eigi eftir að
auka starfssvið sitt, sagði
Guðrún að lokum. Og að
mikilvægi hinnar mannlegu
hliðar þessa skólastarfs, svo
sem til að auka samskipti
fólks i stækkandi borg, eigi
eftir að aukast. Og draumur
okkar er að komast i eigið
húsnæði, þar sem yrði
menntunarmiðstöð og menn-
ingarmiðstöð og starfað á
daginn engu síður en á
kvöldin.
— E.Pá.