Morgunblaðið - 08.03.1974, Blaðsíða 1
40 SIÐUR
56. tbl. 61. árg. FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Aðskiljast
kirkjan og
Spánarríki
Lokið er löngu og ströngu verkfalli kolanámamanna sem varð ríkisstjórn Heaths að falli og hjólin fara
að snúast f Bretlandi á næstu dögurti.
Fimm daga vinnuvika
tekin upp í Bretlandi
London, 7. marz. AP.NTB.
MINNIHLUTASTJÓRN Harold
Wilsons forsætisráðherra aflýsti í
dag þriggja daga vinnuviku eftir
lausnina á verkfalli námuverka-
manna er leiddi til þess að
iðnaðurinn fékk engin kol, og
hefur þar með staðið við eitt
kosningaloforða sinna.
Eric Varley orkumálaráðherra
sagði að fimm daga vinnuvika
hæfist að nýju í verksmiðjum frá
og með miðnætti á föstudag. En
hann skoraði á Breta að halda
áfram að fara sparlega með raf-
Skömmtun
Svía hætt
Stokkhólmi, 7. marz. NTB.
ALLRI skömmtun á rafmagni og
olíu verður hætt í Svíþjóð sam-
kvæmt því sem skömmtunar-
nefnd eldsneytis og rafmagns
ákvað i dag,
Skömmtun á oliu til upphitun-
ar og parafinoliu verður hætt 15.
marz. Bann við rafmagnskynd-
ingu og notkun rafmagnsofna
fellur strax úr gildi.
magn á heimilum unz vinna hæf-
ist að fullu í kolanámunum og
orkubirgðir kæinust aftur í eðli-
legt horf. Þó taldi hann að þess
yrði skammt að bfða.
Washington, 7. marz
AP—NTB.
ALRlKISDÓMSTÓLL ákærði í
dag John D. Ehrlichman og
Charles W. Colson, fyrrverandi
starfsmenn Hvíta hússins, fyrir
að hafa staðið að innbrotinu í
skrifstofu sálfræðings Daniel
Ellsbergs.
Watergate-samsærismennirnir
G. Gordon Liddy, Bernard L.
Barker, Eugenio R. Martinez og
Felipe De Diego voru einnig
ákærðir fyrir sömu sakir.
Liddy var einnig ákærður fyrir
að neita að bera vitni fyrir einni
af nefnd fulltrúadeildarinnar.
Ehrlichman var einnig ákærður
fyrir að ljúga að starfsmönnum
FBI og að alríkisdómstól um
280.000 námaverkamenn Bret-
lands hafa enn ekki formlega
samþykkt launasamningana sem
hafa bundið enda á eins mánaðar
verkfall og 10 vikna yfirvinnu-
starfsemi leyniþjónustudeildar
Hvita hússins.
Jafnframt samþykkti laganefnd
fulltrúadeildarinnar einróma í
dag að krefjast þess að alrikis-
dómstóllinn afhendi henni leyni-
skýrsluna um tengsl Nixons for-
seta við Watergate-hneykslið.
Nefndin á að ákveða hvort ástæða
Framhald á bls. 22.
Madrid, 7. marz. AP.
SPÆNSKA stjórnin hefur til-
kynnt Páfagarði að hún sé þess
albúin að rifta samningi ríkisins
og kaþólsku kirkjunnar frá 1953
vegna máls biskupsins Antonio
Anoveros.
Anoveros biskup var í dag
sendur í flýti frá Bilhao til Mad-
rid til viðræðna við sendimann
páfa, Luigi Dadaglio. Hann hefur
setið í stofuvarðhaldi í eina riku
vegna stuðnings rið málstað
Baska.
Hvorki Vatíkanið í Róm né
stjórnin í Madrid vilja nokkuð
segja um möguleika á þvi að sam-
bandi rikis og kirkju verði slitið.
Franco þjóðarleiðtogi hefur alltaf
bann er kollvörpuðu stjórn Ed-
ward Heaths forsætisráðherra, en
búizt er við að þeir verði sam-
þykktir mótþróalaúst á fundum
um helgina.
Varley sagði að sparnaðarráð-
stöfunum yrði haldið áfram og
því geta liðið margar vikur
þangað til banni við ljdsaauglýs-
ingum verður aflétt þótt þess sé
vænzt að iðnaðarframleiðslan
komist í fullan gang eftir örfáa
daga.
Námamenn fá 100 milljón
punda launahækkun, sem er í
samræmi við tillögur sem launa-
málaráðið gerði nýlega. Hækk-
unin er helmingi meiri en stjórn
Heaths bauð og er 29—30%. Upp-
haflega kröfðust námamenn
30—35% launahækkunar.
Kunnugir telja að launahækk-
Framhald á bls. 22.
notið stuðnings páfa siðan í borg-
arastríðinu semlauk 1939.
Stjórn Carlos Arias Navarro
hefur tjáð Páfagarði samkvæmt
áreiðanlegum heimildum fyrir
milligöngu æðsta manns spænsku
kirkjunnár, Marcelo \Gonzales
Martins erkibiskups, að hún sé
þess albúin að slita samningnum
við kirkjuna vegna athugasemda
sem biskupinn hafi gert og vegna
þess að hann hafi neitað að fara
úr landi.
Ef sambandinu við kirkjuna
verður slitið getur stjórnin stefnt
Anoveros biskupi fyrir að grafa
undan þjóðareiningu með því að
hvetja til aukins frelsis Böskum
til handa. Þótt sambandinu við
kirkjuna yrði slitið er ekki víst að
sambandinu við Páfagarð yrði
slitið um leið.
Sendimaður páfa í Madrid hef-
ur átt viðræður við Vatikanið i
Röm og ráðherra spænsku stjórn-
arinnar. Anoveros biskup kveðst
ekki fara úr landi nema páfinn
segi honum það eða hann verði
neyddur tilþess.
Þingmenn
höfnuðu
hækkun
Washington, 7. marz.NTB.
ÞINGMENN öldungadei Idar
Bandaríkjaþings hafa hafnað
10.000 dollara (um 86.000 fsl.
kr.) launaupphöt, sem Nixon
forseti hefur boðið þeirn.
Upplxítin hefði hækkað laun
þeirra i 52.000 dollara á ári.
Þingmennirnir felldu tilboð
Nixons, þar sem kjósendur
hefðu brugðizt hart gegn svo
hárri launauppbót.
Uppbótin var felld með 72
atkvæðum gegn 26.
Sýrlendingar draga
saman skriðdrekalið
Ellsberg-málið:
Sex ákærðir
Arabar
Wilson
London, 7. marz — AP
BÚIZT er við að helztu olíurfki
Araba sendi Harold VVilson for-
sætisráðherra bráðlega aðvörun
um að Bretland verði sett á lista
„óvinveittra þjóða“ nema nýskip-
uð rfkisstjórn Verkamanna-
flokksins sýni í verki samúð með
málstað Araba.
vara
við
Talsmenn Verkamannaf lokks-
ins og sendifulltrúar Arabaríkj-
anna skýrðu frá þessu í London í
dag, og sögðu þeir að Wilson hefði
verið send óformleg orðsending
þessa efnis rétt áður en hann tók
við embætti forsætisráðherra.
Eftir styrjöld Araba og ísraela í
Framhald á bls. 22.
Jerúsalem, 7. marz. AP.NTB.
SÝRLENDINGAR héldu áfram
að draga saman herlið, skrið-
dreka og stórskotalið í dag um-
hverfis svæði sem Israelsmenn
tóku af þeim f Golanhæðum í
októberstrfðinu í fyrra. Jafn-
framt er mikill viðbúnaður hjá
ísraelska herliðinu sem hefur
fengið liðsauka, hinn mesti síðan
í októberstríðinu.
Ástandið er sagt mjög viðsjár-
vert og báðir aðilar virðast reiðu-
búnir að láta sverfa til stáls. Sagt
er að smáskotbardagi geti leitt til
þess að-stórfelldir bardagar blossi
upp á öllum vígstöðvunum.
ísraelsmenn segjast hafa kom-
izt yfir sýrlenzkar orðsendingar
sem sýni að Hafez Assad forseti
vilji hefja takmarkaða sókn í Gol-
an-hæðum f þvf skyni að leggja
fast að ísraelsmönnum áður en
viðræður þeirra um vopnahlé
hefjast. Þær eiga að byrja eftir
hálfan mánuð í Washington.
Sagt er að það sem fyrir Sýr-
lendingum vaki sé að ná sams
konar landvinningum i Golan-
hæðum og Egyptum tókst á aust-
urbakka Súez-skurðar til þess að
treysta samningsaðstöðu sina og
knýja israelsmenn til tilslakana.
i Tel Aviv er haft eftir áreiðan-
legum heimildum að fréttirnar
um ástandið á Golanhæðum hafi
sennilega átt mestan þátt í því að
Trúarlegi þjóðarflokkurinn ákvað
að styðja stjórn frú Goldu Meir.
Stuðningsmenn Moshe Dayans
landvarnaráðherra, Rafihópur-
inn, ákváðu að styðja hana af
sömu ástæðu.
Ljóst er að Dayan verður áfram
landvarnaráðherra og Abba Eban
utanrikisráðherra. Þingmeiri-
hluti stjórnarinnar verður að
minnsta kosti tvö atkvæði, en auk
þess fær hún stuðning óháðra
þingmanna.
Sovétríkin og Sýrland vöruðu i
dag ísrael rið því að friður i Mið-
austurlöndum gæti komizt i hættu
ef israel hörfaði ekki með allt sitt
herlið frá öllum herteknum ara-
biskum svæðum.