Morgunblaðið - 08.03.1974, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.03.1974, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1974 37 ROSE- ANNA FRAMHALDSSAGA EFTIR MAJ SJÖWALL OG PER WAHLÖÖ JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÞÝDDI 49 sérstöku tilviki. Sjálfur hringdi hann til hennar tvisvar á hverju kvöldi til vonar og vara, klukkan sex og síðan aftur um miðnætti. Annað gerðist ekki. Á heimavígstöðvunum var ástandið heldur ekki skemmti- legt. Kona hans sagði fátt, en augnaráð hennar varð stöðugt illskulegra og það var augljóst, að hún hafði fyrir löngu misst trúna á þetta einkennilega verkefni, sem bar engan árangur. Og hann hvorki vildi né gat sagt nokkuð. Kolberg átti skemmtilegri daga. Þriðju hverju nótt leystu Meland- er eða Stenström hann af. Ahl- berg til sárrar gremju fékk hann ekki annað viðfangsefni en að tefia skák við sjálfan sig. Þeir höfðu fyrir löngu tæmt öll hugs- anleg og óhugsanleg umræðuefni. Hann leit á klukkuna. Klukk- una vantaði fimm mínútur i tíu. Hann reis upp, geispaði stórum, skolaði andlit sitt úr köldu vatni. Þegar hann var að komast að dyr- unum heyrði hann að síminn hringdi. — Er hann að koma? — Nei, svaraði Kolberg. — En hann stendur á götunni fyrir utan húsið hjá henni. Þetta var að vísu óvæntur leik- ur hjá Bengtsson, en við því var ekkert að gera. Hann komst ekki inn, nema Sonja opnaði fyrir hon- um Og áður en hann kæmist hálfa leið upp stigann, væru allir hinir komnir af stað. — Við verðum að sýna fyllstu aðgát. — Já, sagði Kolberg. Martin stöðvaði bílinn skammt frá. Hann sá Ahlberg ganga að innganginum. Siðan hringt var voru liðnar nákvæmlega þrjár mínútur. Hann hugsaði til kon- unnar, sem var ein í íbúð sinni á þriðju hæð. Maðurinn sem hét Folke Bengtsson var hvergi sjáan- legur. Hálfri mínútu síðar var kveikt ljós í stigaganginum. Svo var slökkt aftur. Ahlberg var á sinum stað. Þeir biðu þegjandi við svefn- herbergisgluggann. Það var slökkt i herberginu. Kolberg kom auga á Bengtsson, þar sem hann stóð við strætisvagnastöðina á horninu. Þegar hann hafði staðið þar nokkra hríð, án þess nokkur bíll kæmi lagði hann af stað. Ilann gekk hægt yfir götuna og hvarf á bak við söluturn. — Nú, sagði Ahlberg i myrkr- inu. Þeir sáu strætisvagninn aka hjá og þegar hann beygði inn í götuna hafði Bengtsson enn ekki komið í ljós. Það var ómögulegt að vita, hvort hann hafði farið inn í sölu- turninn og Ahlberg hélt fast um handlegg hennar, meðan þau biðu eftir því, hvort siminn myndi hringja. En síminn hringdi ekki og nokkruin mínútum síðar sáu þau manninn koma frá söluturninum og ganga yfir götuna. Hann var á leið burtu. Þeir gengu á eftir honum, og misstu iiðru hverju af honum i fólks- mergðinni. Hann hægði ferðina að minnsta kosti tvívegis, við al- menningssíma, en herti svo á sér aftur. Að lokum virtist hann hafa ákveðið sig og stefndi heim á leið. — Heldurðu að hann hafi verið hérna áður? spurði stúlkan. — Éi' á við . . . það var fyrir tilviljun, að ég tók eftir honum þarna i kvöld. Ahlberg hallaðist upp að veggnu m. — Kannski hann hafi verið hér á hverju kvöldi, sagði hann. Þegar Martin kom aftur eftir að hafa fylgt Bengtsson ef.tir heim til sín, skrapp hann upp í ibúðina til þeirra. — Hann tók strætisvagninn að VELVAKAIMDI Velvakandi svarar i síma 1 0-1 00 kl. 1 0.30 — 1 1 30, frá mánndegi til föstudags. £ Erindi Rósu B. Blöndals Þorkell Hjaltason skrifar: „Ég ætla í þessu spjalli mínu til Velvakanda að nefna með fáein- um orðum nokkur ánægjuleg at- riði, sem flutt voru i fjölmiðlum í síðustu viku þorra og mér þóttu að nokkru áhugaverð. Einkum er það þrennt, er ég vil vekja athygli á, og tek ég það í réttri tímaröð. Mánudaginn 25. febrúar talaði frú Rósa B. Blöndals, skáldkona, um daginn og veginn í útvarpið. Erindi þetta var glæsilega flutt á litriku, fögru og kjarngóðu máli. Mörg þau málefni, er hún drap á, eru um þessar mundir mjög til umræðu um allar byggðir þessa lands. Vil ég sérstaklega þakka frúnni fyrir skeleggan og kröftug- an málflutning um varnarmálin, er hún hvatti landslýð allan lög- eggjan að sofna ekki á verðinum, heldur halda vöku sinni varðandi varnir landsins. Af erindinu öllu stóð hinn hressilegasti gustur, og heyrendur allir munu hafa notið þess ríkulega. 0 Sjónvarpsþáttur Vestmanneying- anna í öðru lagi vek ég athygli á Vestmannaeyjaþættinum, er lista- fólk frá Eyjum lék og söng undir stjórn Tage Ammendrups, mið- vikudaginn 27. febrúar s.l. Frammistaða þessa listafólks var öll með miklum ágætum og var mjög ánægjulegt að sjá og heyra. Gamlir karlar með hálffreðið blóð í æðum hrukku upp af sínum doðadúr og urðu sem ungir menn í annað sinn, vegna þess að mörg lög, sem þarna voru sungin og leikin, voru í tízku á þeirra ung- dóms- og sokkabandsárum fyrir meira en hálfri öld. — Já, blessuð sönglistin getur oft haft undraverð áhrif veiti menn henni viðtöku með opnum huga. Þessi „dásamlega drottning meðal lista, dýrðarljóssins sæti stigin frá“ laðar alltaf fram það bezta og göfúgasta, sem blundar í hverri mannssál, því að „hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grimsnesinu“, eins og Tómas Guðmundsson segir svo fallega í kvæði sínu um ungu konuna frá Súdan. — Hafi Eyjamenn þökk fyrir þáttinn. 0 Með eða móti Og þá er að geta þriðja þáttar- ins, sem ef til vill er sá mikilvæg- asti. Sjónvarpað var umræðuþætti um varnarmálin miðvikudaginn i síðustu viku. Umræðunum stýrði Magnús Bjarnfreðsson, en fjórir ræðumenn voru tilnefndir af áhugamannafélögum um vest- ræna samvinnu og fjórir af félagi herstöðvaandstæðinga. Af þvi, sem þarna kom fram, kom mér einna mest á óvart af- staða Helga Sæmundssonar, er hann fór að bera saman herset- una í Eystrasaltslöndunum ann- ars vegar og veru varnarliðsins hér á Islandi hins vegar. Skil ég ekki hví Helgi bar fram svo fjarstæðukennda þversögn, sem er raunar jafn langt frá raun- veruleikanum sem austrið frá vestrinu. Helgi er alltof skynsam- ur maður til að viðhafa slík um- mæli, enda held ég, að hann hafi sagt þetta í einhverju fljótræði. En eftir á að hyggja — ég er fyllilega sammála Helga um það, aðþjóðaratkvæðagreiðslasé nauð- synleg til að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvort þjóðin vill hafa varið land eða óvarið. Raunar álít ég, að sú krafa sé þegar komin fram með undir- skriftasöfnun Varins lands. Stjórnvöldum er ekki stætt á öðru en að láta undan skýlausum kröfum þjóðarviljans. 0 Framtíðar- draumurinn Annað atriði var ég líka sam- mála Helga um, að óskandi væri, að öll stríð og styrjaldarrekstur væru úr sögunni, þannig að friður gæti rikt um alla jörð. Vissulega hefur þessi hugsjón verið draum- ur alls mannskyns frá örófi alda, en mannkynið hefur þvi miður ekki enn náð því þroskastigi, að hann hafi orðið að veruleika. Allar götur frá því að Kain drap Abel bróður sinn hafa styrjaldir geisað í einhverju heimshorni, en vonandi á mannkynið eftir að lifa þann dag, að varanlegur friður komist á. 0 Framkoma ungkommans Einn hinna fjögurra herstöðva- andstæðinga réðst með mjög ó- kurteislegum hætti að Ragnhildi Helgadóttur, alþingismanni, sem var ein af fjórum áhugamönnum um vestræna samvinnu í þættin- um. Þegar þessi ungkommi sá það, að hann hlaut að fara halloka í umræðunum, greip hann til þess óyndisúrræðis að ræða persónu- legt atriði, sem ekki komu mál- efninu neitt við. Sem betur fór sá Benedikt Gröndal ástæðu til að veita þessum unga manni verðuga hirtingu. Ragnhildur, Benedikt, Magnús Þórðarson og Tómas Karlsson töl- uðu öll mjög vel og voru í greini- legri sókn í umræðunum, en kommarnir áttu mjög í vök að verjast, sem vonlegt var, því að óverjandi málstað er ekki hægt að verja. Þau sannindi munu aldrei á grunn ganga. Eg læt fylgja þessum línum brot úr ljóði ettir Tómas Guð- mundsson. Ljóðið túlkar einkar vel þann hugblæ, sem er yfir ís- lenzku þjóðlifi um þessar mundir: „Slikt hendir þó ennþá og vonlítið getur oss virzt, að verjast því skrimsli, sem gín yfir heimsins álfum. En gæt þess, að sagan oss dæmir til feigðar þá fyrst, er frelsi og rétti vors lands stendur ógn af oss sjálfum.“ Þorkell Hjaltason." # Reykingar og áfengisneyzla í Laugardalshöll Jóhann Hólm, Akurgerði 2, Reykjavík, skrifar: „Ég sæki oft kappleiki i Laugar- dalshöllinni. Þar er mikið um reykingar á áhorfendapöllum og oft verður loftið mettað af reykj- arsvælunni. Auk þess verð ég oft var við það, að menn neyti áfengis á þess- um stað, — og jafnvel annarra vimugjafa. Nú vill svo til, að vörður er þarna sjaldnast sjáanlegur og eft- irlit með hegðun gesta nánast ekkert. Það er ekki mikill sómi að því fyrir okkur Islendinga, að glæsi- legasta iþróttahús okkar skuli vera vettvangur þess, sem ég greini frá hér að framan, og ég tel það veia vanvirða við íþrótta- menn okkar, að slík iðja skuli vera stunduð i þessu húsi átölu- laust. Jóhann Hólm.“ 0 Manndrápin í sjónvarpinu Kristín Einarsdóttir vill grennslast fyrir um það, hver það sé, sem velur stríðs- og mann- drápsmyndir, sem sýndar eru í sjónvarpinu. Hún er eindregið á möti því, að slikar myndir „Stríð og friður" haTi átt rétt á sér, þar sem í því tilviki hafi verið um bókmenntir að ræða. Velvakanda finnst það liggja beinast við að ætla, að það sé útvarpsráð, sem ber ábyrgðina á manndrápsmyndunum, en treysti sér ekki til að láta í ljós skoðun á framhaldsmyndinni „Stríð og friður", végna þess, að fyrsti þátt- urinn var svo langdreginn og leið- inlegur, að Velvakandi sofnaði vært meðan hann var sýndur og reyndi ekki að halda sér vakandi yfir fleiri þáttum. vm mn l mffli íf w wn mu wm w sfh Öt VíNStFA MfGlN VTO föNNOMA StM ER'flL Ml W \Öm % M5ÍRI" jTveir fá ! stórstyrk jfrá NATO NEFND sú, er sér um úthlutun sfyrkja til vísindarannsókna á vegum Atlantshafsbandalagsins, - hefur samþykkt að veita tveimur íslenskum visindamönnum, þeim Sveinbirni Björnssyni eðlisfræð- ingi og Guðmundi Eggertssyni - erfðafræöint i styrki til sérstakra verkefna. Styrkurinn til Sveinbjörns Björnssonar nemur 10.000 dollur- ' um. Er það framhaldssfyrkur til framkvæmdar 4 ára áætlunar um að koma upp neti af skjálfta- mælingastöðvum á Suðurlandi, við strönd Norðurlands, svo og á | helstu gosbeltum landsins og á miðhálendinu. Guðmundur Eggertsson hlýtur sfyrk að upphæð 9.740 dollarar til erfða- og lífefnafræðilegra rann- sókna á myndun eggjahvítuefna i bakteríum. Rafmótorum stolið UM siðustu helgi var brotizt inn i Fóðurblöndunarstöð SÍS við Sundahöfn og stolið tveimur raf- mótorum. Mótorarnir, sem knúðu færibönd, voru klipptir frá bönd- unum og skrúfaðir lausir. Þeir voru gráir að lit, frá verksmiðjun- um Brooks Motor Ltd. iEnglandi. — Þeir, sem gætu gefið upplýs- ingar um hvar mótorana er að finna, eru beðnir að láta lögregl- una vi ta. Sjónvarpstæki stolið úr báti BRUNLEITU Sonysjónvarps- tæki með 12 þunlunga breiðum skjá var stolið úr borðsal vélbáts- ins Stiganda VE-77, þar sem hann lá við syðri hafnargarðinn í Hafnarfirði, á tímabilinu frá kl. 19 á þriðjudag til hádegis á mið- vikudag, að líkindum þó um kvöldið eða nóttina. Þeir, sem kynnu að hafa orðið mannaferða varir við bátinn á þessum tima, eru beðnir að láta rannsóknarlög- regluna i Hafnarfirði vita. Athugasemd I FRASÖGN fjölmiðla, er áhöfnin af v/s Vestra kom til Reykjavíkur með m/s Akraborg, var þess get- ið, að við hefðum verið blautirog hraktir. Þennan misskilning vil ég leiðrétta, en það sanna i mál- inu er eftirfarandi: Strax og við komum um borð i m/b Harald, fengum við þurran fatnað til að klæðast, og þegar til Akraness kom, vorum við þegar fluttir á hótelið, þar sem við nut- um fyllstu aðhlynningar. Þar voru föt okkar þvegin og þurrkuð, eftir þvi, sem hægt var, á meðan beðið var ferðar Akra- borgar tilReykjavíkur. Þá vil ég sérstaklega taka fram, að á hótelinu beið okkar læknir, tilþess að ganga úr skugga um, að engum okkar hafði orðið meint af volkinu. Öllum þeim, er veittu okkur aðstoð, færi ég beztu þakk- ir f.h. áhafnar minnar og nefni ég þar sérstaklega áhöfn m/b Har- alds AK og björgunarsveit SVFI á Akranesi. Tómas Hassing, skipstjóri. —Verðurskortur Framhald af bls. 17 landsins 600 topn af sáðkorni. Það sem gera þarf riú er að fræinn- flytjendur kanni hvaða afbrigði af höfrum og byggi eru fáanleg, siðan verður að taka ákvörðun um hvernig og hver taki á sig áhætt- una, ef verðmismunur reynist verulegur á nothæfu sáðkorni og fóðurkorni. Ef ekki reynist þörf fyrirþetta aukna magn. Ég veit að bændur gera sér grein fyrir að þótt nokkur hjálp geti verið í aukinni grænfóður- rækt ef verulegt kal er i túnum, þá verða góðar heyfyrningar alltaf öruggasta tryggingin gegn fóðurskorti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.