Morgunblaðið - 08.03.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.03.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1974 LISTIR&LEIKHÚSSPJALL Eftir Arna Johnsen Berrössun leikhúsanna Kynlegt uppátæki að fara allt i einu að berrassa leikara leikhús- anna í borginni hvern i kapp við annan. Það er meira hvað leik- stjórar og höfundar tóku allt ieinu við sér og sáu ástæðu til þess að fækka fötum. Fyrr hefur nú mátt gagn gera i túlkun með likömum en tina þá úr hverri spjör. f þremur verkum Islenzkra höfunda, sem nú er veriðað sýna, eru þessi tilþrif, þó án þess að nokkuð virðist I iggja við. Það er i sjálfu sér ekkert at- hugavert við það að sjá fallega likama nakta, en minna má nú gagn gera. eða verðum við að éta upp hverja einustu hugmynd erlendisfrá til þess að geta talizt menningarþjóð. Varla. Fyrstu tilþrif in f vetur voru þau, að karlleikari var látinn berrassast i einu nýju verkanna og segir sagan, að það haf i komið til vegna rifríldis. Umrætt verk er Klukku- strengir eftir Jökul, en það verk skrifaði hann s.l. vetur fyrir Leik- félag Akureyrar og var það sýnt þar án þess að nokkur tæki upp á þvi að afklæðast algjörlega. Sagt er. að þegar verkið var i æfingu, hafi spunnizt upp rauðsokkuhjal og einhver hafi varpað þvi fram svona út i bláinn, að það væri einkennilegt, að oft væru konur látnar vera hálfberar á sviði. en karlmenn aldrei. Þar með var það ákveðið að láta karlmanninn ramba um á Adamsklæðunum og getur þetta vel verið satt, þvi eng- inn getur liklega sýnt fram á, að leikritið sé betra fyrir bragðið Þá þótti náttúrulega sjálfsagt i næsta verki að láta konu striplast soldið, þvi ekki má gera upp á milli og er þó sú svívirða við höfð, að konan getur að mestu hulið leynda nekt sina i siðu hári sinu. Nær þetta náttúrulega ekki nokkurri meiningu. Þá var röðin komin að Iðnó og liklega hefði nú gamla góða Iðnó NÚ virðist vera að rofa tili leiklist- arskólamálum. SÁL, samtök áhugafólks um leiklist, hefur rekið skóla sinn af miklum dugnaði og dirfsku og er sá skóli nú á öðrum vetri. Þá hafa Þjóðleikhúsið og Iðnó tekið höndum saman um að setja á stofn leiklistarskóla, sem alveg lifað það af að halda þræðin- um strekktum i þessu efni. en ef til vill er þetta atriði varðandi sókn gesta á sýningar. Fólk almennt hefur alltaf haft lunkið gaman af að sjá það, sem það myndi ekki sjálft viija gera á opinberum vett- vangi, og ef til vill má f lokka þetta undir eitthvað menningarlegt, en eitthvað virðast nú leikhúsin þó vera að ruglast i þessu. Það verð ur gaman að sjá hver verður berrassaður iJóniArasyni kannski verða bara engin klæði notuð. Sannleikurinn skal verða fram- bærilegastur nakinn, bara að menn snúi nú réttum enda fram. aðstandendur vonast til að muni áður en langt um liður verða ríkis- leikl istarskól i og því hluti af hinu opinbera menntakerfi landsins. Vonandi tekur ríkisforsjáin við sér fyrr en seinna í þessu efni, þvi verkefnið er bæði verðugt og brá ðn a uðsyn legt. Rofar til í leik- lis t arskólam álum Fra Husavik Gefið leiklist dreif- býlisins meiri gaum Leiklistaráhugi úti i dreifbýlinu, eins og allt landið utan stór Reykjavíkursvæðisins er nefnt, er feikilega mikill og yfir vetrarmán- uðina er hvarvetna úti á landi veriðað æfa leikrit hjá áhugasöm- um hópum dugmikils fólks. Alltaf eru hin ýmsu félög þó i vandræð- um með að fá sérmenntað leiklist- arfólk og atvinnufólk til I iðs við sig, þvi að það er allt bundið meira og minna við leiklistarstörf i Reykjavík. Á fjölmörgum stöðum er nú verið að æfa alls kyns leikrit og sums staðar fylgja leiklistar- námskeið með. Á Húsavik t.d., eru nú um 30 manns á leiklistar- námskeiði hjá Benedikt Árnasyni leikara og er þessi tala hærri en þeiria, sem stunda leiklistarnám á öl lu Reykjavikursvæðinu. Auðvitað ættu leikhúsin, og þá sérstaklega Þjóðleikhúsið, að taka landið meira með i reikninginn en gert er. Það er engan veginn hægt að heimfæra það, að Þjóðleikhús- ið sé eingöngu stofnað fyrir Stór- Reykja vikursvæðið. Leikhúsin reyna að visu að gera gott úr hlutunum með þvi að senda eitt og eitt leikrit um landið á sumrin, en að sjálfsögðu ætti einnig að vera ferðaleikhús á vetrum, ein- mitt þegar beztur er timi fyrir dreifbýlisfólkið að sinna slhum hugðarefnum. Það er margt leik- húsmenntað fólk, sem ekki er bundið fast i leikhúsunum, en það er þá bundið i annarrí vinnu og getur ekki sinnt störfum i stutten tima ieinu úti á landi. Mörg félög hafa sýnt það, að þau geta ósköp vel komizt af án utanaðkomandi aðstoðar, en þeir fjölmörgu, sem vilja fá sérmennt- að leikhúsfólk til liðs við sig, ættu að geta fengið úrlausn ef leikhús- in i Reykjavik tækju slikt með í reikninginn i upphafi hvers leik- árs. Leiklistarfólkið úti á landi hefur sýnt, að það getur gert stóra hluti í þágu Thaliu og það ætti að vera metnaður þeirra, sem stjórna leik listarmálum, að sinna þessu fólki frekar en gert hefur verið Það er stundum talað um, að það séu bara áhugaleikarar, sem séu að leika utan atvinnuleikhúsanna. og það er alveg rétt, en þetta orð er algjör óþarfi, þvi oft sýnir þetta áhugafólk frábæra meðferð og skilning i túlkun sinni á hinum margvislegustu verkefnum. Þó að það fáist ekki allt með skólalær- dómi og liklega minnst þegar allt kemur til alls, þá undirbúa skólarnir stundum fólk til þess að gera stóra hluti ef vel er á spöðun- um haldið og vonandi eiga afskipti þeirra, sem hafa mesta reynslu i leiklistarmálum, eftirað aukast til muna i framtiðinni gagnvart leik- listarfólki úti á landsbyggðinni. EINBÝLISHÚSALÓÐ — SELTJARNARNES Vil kaupa einbýlishúsalóð á Sel- tjarnarnesi. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Nes — 3364" I ÍBÚÐ ÓSKAST Roskin hjón vantar 3ja herb ibúð frá 1. mai n.k. Ekki i kjallara. Helzt i Vesturbænum, þó ekki skilyrði Upplýsingar i sima 21909 ATHUGIÐ Hjón með eitt barn utan af landi óska eftir ibúð á leigu í Reykjavik. Uppl í sima 93-221 5. TILSÖLU 3Vi ferm. ketill ásamt brennara Pottofnar og hitakútur, nýlegt Slmi 99-5626 TRILLA Óskum eftir að kaupa 2-—3 tonna trillu. Upplýsingar 1 sima 30103 eða tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „4886". HEIMASAUMUR Vanar saumakonur óskast 1 léttan saumaskap. — Tilboð merkt „Heimasaumur 3362" sendist Mbl. TILSÖLU Commer sendibifreið, árg. 1 966. Verð kr. 20.000.-. Uppl. í síma 92-1728. KEFLAVÍK Afgreiðslustúlka óskast. Torg h.f., Vatnsnesveg 1 6. Sími 2674. COLLIE-HVOLPUR 2ja mánaða Collie-hvolpur til sölu. Upplýsingar 1 sima 36528. SETUPP PÚOA ' Grenimel 23. Sími 1 501 3. FORD MAVERICK 1971 Glæsilegur bill, 4ra dyra, powerst o.fl. til sölu. Samkomulag með greiðslu. Skipti koma til greina. Simi 16289. j&k ÞRR ER EITTHURfl FVRIR RLLR J |Hor0unbla2>ib Tuttugu og fimm ára afmælis Krabbameinsfélags Reykjavíkur verður minnst með fundi fyrir almenning í Norræna-húsinu, föstudaginn 8. marz, kl. 5 síðdegis. Ávörp og ræður verða fluttar. Komið og kynnist störfum félagsins. STJÓRN KRABBAMEINSFÉLAGS REYKJAVÍKUR. NÝ SENDING Hudson Sokkabuxur Stærdir I, II, III, IV, V Fyrirliggjandi í mörgum tískulitum Heildsölubirgðir: Davsð S. Jónsson & Co. hf., slmi 24-333

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.