Morgunblaðið - 18.05.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAl 1974
17
Teikning af vcsturhlið (þróttahússins nýja.
„Barnaskólinn býr einnig við
afar þröngan kost,“ hélt Ólafur
áfram. „Leyst hefur verið úr
brýnustu þörfum hans með bráða-
birgðahúsum, þar sem fengust
þrjár kennslustofur. Þegar
íþróttahúsið er fullgert fást tvær
kennslustofur til viðbótar er leik-
fimisal verður breytt í tvær
kennslustofur, eins og upphaf-
lega var gert ráð fyrir.
Þá hefur hreppurinn gert sam-
komulag við Bræðrafélag Garða-
kirkju og menntamálaráðuneytið
um, að hreppurinn byggi hluta af
safnaðarheimili kirkjunnar, sem
fyrirhugað er í miðsvæðishverf-
inu — eða um 400 fermetra — og
sá hluti verði tekinn undir barna-
skóla. Með þessu yrði fullnægt
þörfinni til 1980. Rétt er að geta
þess, að fjölgunin í barnaskólan-
um er tiltölulega minni en f gagn-
fræðaskólanum. Annars hafa
mannfjöldaspár okkar, sem gerð-
ar voru fyrir nokkrum árum, stað-
izt allvel. Ibúafjölgunin verði um
það bil 200—259 manns á ári, og
hefðum við því átt að geta annað
nauðsynlegustu framkvæmdum
ef ekki hefði komið til óðaverð-
bólga síðustu ára og þær ráðstaf-
anir ríkisvaldsins að takmarka
tekjustofna sveitarfélaganna, svo
sem raun ber vitni og alkunna er.
íþróttahúsið á að vera
almenn heilsuræktar-
stöð íbúanna
— Þú minntist á iþróttahúsið,
Ölafur, á það hús hef ég heyrt
tvíþætta gagnrýni; annars vegar,
að það hafi verið óþarflega dýrt
og þá borið saman við skemmu,
sem Akureyringar reistu fyrir
miklu minna fé — og hins vegar,
að það sé ekki nægilega stórt til
keppni?
— Fyrra atriðinu vil ég svara
svo ti 1, sagði Ólafur, að ég tel
þetta hús okkar framtíðarhús í
algerum sérflokki og engan sam-
anburð við Akureyri koma þar til
greina. Það er byggt með fjöl-
þætta íþrótta- og heilsuræktar-
starfsemi fyrir augum og þannig
hannað, að það geti orðið ódýrt f
rekstri. Síðara atriðinu er því til
að svara, að húsið er ekki hugsað
til kappleikjahalds heldur sem
íþrótta- og heilsuræktarstöð fyrir
fbúa hreppsins. Iþróttasalnum má
skipta í þrjá hluta og fylgja bað-
og biíningsherbergi hverjum
þeirra. Sömuleiðis verður þarna
aðstaða til fundahalda fyrir
íþróttafélagið, gufuböð og
geymslur. Ef við hefðum byggt
hús, er nægði til keppni fyrir 1.
deildarliðin, þ.e. með 20x40 metra
sal, hefði áhorfendasvæðið orðið
að vera mun stærra en hér er.
Kostnaðurinn hefði orðiðum 35%
meiri og allur fallið á sveitarsjóð,
en miðað við þessa stærð greiðir
rikissjóður 33—34% kostnaðar-
ins. Jafnframt hefði svo sú hætta
verið yfirvofandi, að húsið hefði
fremur orðið æfingamiðstöð og
leikjamiðstöð keppnisliða eh
íþróttamiðstöð unglinga og
heilsuræktarstöð íbúanna al-
mennt.
Óviturleg löggjöf
leikskólamálum
til trafala
— Svo við snúum okkur þá að
yngstu íbúunum f Garðahreppi,
ég minnist þess, að könnun fór
fram fyrir nokkrum árum á þörf
fyrir leikskóla og dagheimili i
hreppnum og fyrr en varði var
eftirspurnin orðin meiri en hægt
var að anna. Hvernig hefur þeim
málum miðað?
— Já, það er rétt, við settum á
stofn leikskóla og værum vissu-
lega búnir að koma öðrum á lagg-
irnar, ef rikið hefði ekki farið að
vasast f þessum málum með óvit-
urlegri löggjöf um dagvistunar-
stofnanir. Með henni er komið í
veg fyrir, að sveitarfélögin geti
haft sfna hentisemi með að seta
upp leikskóla eftir þörfum. Þau
þurfa að fá til þess leyfi rlkisins
og það er ekki veitt nema fé sé til
á fjárlögum. Þetta er dæmigert
verkefni sveitarfélaga, sem ríkið
á ekki að skipta sér af.
Ljóst er, að þörf er hér fyrir
annan leikskóla og höfum við full-
an hug á að bæta úr því með
einhverju móti. Viðvitum, aðfjöl-
margiríbúanna eru reiðubúnirað
greiða það, sem til þarf að halda
slíkri starfsemi uppi, því að leik-
sköladvöl er börnunum holl — og
við hefðum helzt viljað fara þá
leið, að hreppurinn legði til hús
en leikskólinn yrði svo látinn
standa undir sér, hvað rekstrin-
um viðkæmi.
— Hvað um dagheimili?
— Til þessa hefur tæpast verið
grundvöllur fyrir rekstri dag-
heimilis hér í hreppnum.
Vissulega þurfa ýmsir á dag-
heimilisvist að halda fyrir börn
sfn, en þeir -eru enn ekki svo
margir, að réttlæti milljónafjár-
festingu, þegar svo mörg önnur
verkefni kalla að.
Ekki verður svo við þessa þætti
í starfsemi sveitarfélagsins skilið,
að ógetið sé tónlrstarskólans, sem
hreppurinn styrkir og rekinn er
af Tónlistarfélagi Garðahrepps
við miklar vinsældir. Hann er til
húsa i skátaheimili hrepppsins,
en það fékk skátafélagið Vífill
keypt fyrir nokkrum árum með
því að sveitarstjórnin tryggði því
fjárframlög til tíu ára. Sömuleiðis
má geta þess, að bokasafn er gott f
Garðahreppi, það er til húsa í
gagnfræðaskólanum, hefur verið
sameinað skólabókasafninu og er
mikið notað, sérstaklega þó af
nemendum skólans.
Getum ekki hækkað
skattana á fólkinu
eins og ríkisvaldið
Sem fyrr vargetið, sækja flestir
íbúar Garðahrepps atvinnu utan
sveitarfélagsins — en þó eru þar
fleiri fyrirtæki og öflugri en
margir halda. Má þar úl nefna
skipasmíðastöðina Stálvík, Sápu-
ger-ðina Frigg, Vélsmiðjuna
Garða-Héðin, sem er útibú frá
Vélsmiðjunni Héðni í Reykjavík
og Vélsmiðju Sigurðar Svein-
björnssonar og eru þá ótalin \-mis
smærri fyrirtæki. Ólafur sagði, að
nú virtist nokkur kippur vera að
komast f atvinnulíf sveitarfélags-
ins, þvf að undanförnu hefði verið
úthlutað þó nokkrum iðnaðarlóð-
um og mætti því búast við aukn-
um atvinnumöguleikum innan
þess.áður en langt um liði.
— Svo vikið sé að heilbrigðis-
málum Garðahrepps — þáhefur
mörgum þótt heldur súrt í broti
að þurfa að sækja lækni til
Reykjavíkur og Hafnarfjarðar.
Hefur verið reynt að fá lækna til
að opna stofur f G arðahreppi?
— Já, svaraði Ölafur, það hefur
verið athugað. Jónas Hallgríms-
son læknir gerði könnun á þessu
fyrir nokkrum árum og skilaði
um það skýrslu til sveitarstjórnar.
Magir læknar, sem búsettir eru í
hreppnum, reyndustþá reiðubún-
ir til að hafa sérstaka viðtalshTna
hér, að þvf tilskildu, að hreppur-
inn legði til húsnæði. Við reynd-
um að fá leigt húsnæði, sem
Mjólkursamsalan á við Garðaflöt
og hefur staðið ónotað árum sam-
an, en það tókst ekki. Nú bindum
við vonir okkar við, að hægt verði
að koma upp læknastofu í safnað-
arheimilinu með það fyrir augum
að bæta heimilislæknaþjónust-
una. Hins vegar er hér ekki
grundvöllur fyrir rekstri heilsu-
gæzlustöðvar eins og þær eru
hugsaðar vfða um landið.
— Að lokum Olafur, hvað viltu
segja um fjárhagsafkomu hrepps-
ins?
— Um hana er það helzt að
segja, að við erum nú þegar orðin
á eftir með gatnagerðina, sem er f
raun og veru helzti framkvæmda-
liðurinn, sem við höfum haft
frjálsan og með ráðstofunum rík-
isvaldsins sjáum við ekki fram á
breytingar f þeim efnum. Við get-
um ekki hækkað skattana á fólk-
inu til að ná saman endum eins og
ríkisstjórnin getur gert og gerir.
En það er hægt að sanna svo ekki
verður um villzt, að sveitarfélag á
borð við Garðahrepp, þar sem
flestir íbúarnir eru með tiltölu-
Iega háar meðaltekjur, verður
verr úti við skattabreytinguna en
ýmis önnur sveitarfélög. Verði
ekkert gert varðandi tekjustofna
sveitarfélaga, blasa við alvarlegir
erfiðleikar. Þardugarekki aðtala
um niðurskurð framkvæmda
vegna þess, að sveitarfélög hafa
ekki ráðstð'funarrétt nema á litl-
um hluta tekna sinna. Meiri hlut-
inn er ætlaður til lög- eða samn-
ingsbundinna framkvæmda.
—mbj.
Ný hús f Efstalundi.
A gangi um Garðaflöt.