Morgunblaðið - 18.05.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAI 1974
19
Við verðum að standa vel
að baki hinum frjálsu æsku
lýðs- og íþróttafélögum...
PÁLL Gfslason, læknir og
skátahöfðingi, skipar 8. sætið á
lista Sjálfstæðisflokksins.
Hann hefur haft umtalsverð af-
skipti af heilbrigðismálum,
bæði sem læknir á Akranesi og
sfðar hér f borg, en margt ung-
mennið þekkir hann án efa sér-
staklega vegna starfa hans f
skátahreyfingunni.
— Skátastörfin hafa verið
mitt helzta frístunda- og áhuga-
mál alla tíð, segir hann. Ég
byrjaði sem drengur i skátafé-
laginu Væringjar og var síðan
foringi unz ég hélt upp á Akra-
nes 1950. Mikill uppgangur var
í skátahreyfingunni eftir stríð
og ég á margra ánægjulegra
stunda að minnast frá þessum
árum. Á Akranesi gerðist ég
einnig félagsforingi og var það
svo til allan tímann, sem ég bjó
þar. Á Akranesi var blómlegt
skátastarf og þar hefur verið
sköpuð góð aðstaða, bæði með
skátahúsi í kaupstaðnum og úti-
leguskálum i Skarðsheiði og í
Akrafjalli. Auk þess fengum
við land í Skorradal, þar sem er
verið að byggja útileguskála.
Skátarnir hafa starfað vel fyrir
sitt félag á Akranesi og ekki
síður fyrir heildina, og þar hef-
ur líka fengizt margt fullorðið
fólk, sem vildi halda áfram að
starfa. Árið 1958 var ég kosinn
aðstoðarskátahöfðingi en þegar
Jónas B. Jónsson hætti 1971 var
ég síðan kosinn skátahöfðingi.
Þetta er kannski dálítið fá-
fengileg nafnbót, segir Páll og
brosir við. — En f henni felst
viss hefð.
— Hér í Reykjavlk er gott
skátastarf, en þó vantaði á að
hreyfingin fylgdi á eftir I nýju
hverfunum. Nú stendur til að
gera átak til stofnunar skátafé-
laga í Breiðholti III og í Árbæ,
en I Breiðholti I er þegar gott
félag starfandi og hefur hús-
næði í Breiðholtsskóla. Það er
fagnaðarefni, að margir eldri
skátar hafa komið aftur til
starfa. Það gegnir sama máli
um skátahreyfinguna og önnur
æskulýðsfélög að „akurinn er
stór en verkamennirnir fáir;“
okkur vantar fleira fullorðið
fólk til að starfa með unga fólk-
inu.
Sem betur fer, heldur Páll
áfram — sýnist mér á öllu, að
skátastarf sé í uppgangi og við
vonumst til, að það eflist enn.
Skátalandsmót verður haldið að
Úlfljótsvatni í sumar og lltur út
fyrir að ætla að verða f jölmenn-
asta mót, sem við höfum haldið.
Innan skátahreyfingarinnar
hefur verið tekin sú stefna að
tengja foreldra meira við skáta-
starf barna þeirra, t.d. með þvl
að hafa sérstakar fjölskyldu-
búðir á skátamótum og hefur
það gefið mjög góða raun.
Við víkjum nú um sinn frá
skátastörfunum og Páll segir
mér frá uppruna slnum og
æskuárum I nokkrum orðum:
— Ég er fæddur að Vífilsstöð-
um 3. október 1924. Foreldrar
mínir voru Gísli Pálsson læknir
og Svana Jónsdóttir. Við flutt-
umst austur á Eskifjörð, þegar
ég var barnungur og var faðir
minn þar læknir I nokkur ár.
Slðan var hann I Hafnarfirði,
en til Reykjavíkur komum við,
þegar ég var tíu ára og hér I
borg var faðir minn læknir til
dauðadags. Lengst af bjuggum
við á Laugavegi 15. Ég man mér -
fannst alltaf einkennilegt að
koma úr sveitinni og heyra all-
an þennan ys og þys, sem alltaf
var á þeim slóðum: umferðin
um Laugaveg og Hverfisgötuna
var mikil þá ekki síður en nú og
maður var stund að venjast
Páll Glslason með konu sinni, Sofffu Stefánsdóttur og tveimur
yngstu börnum þeirra, Gísla 15 ára og Sofffu, 11 ára. Auk þess eiga
þau 22ja ára gamla dóttur, Rannveigu sem er við nám I læknadeild
H.I., Svönu, 20 ára sem nemur hjúkrun og Guðbjörg 18 ára, er I
Hamrahlfðarskólanum.
þessu eftir kyrrðina I sveitinni.
En svo hætti þetta að hafa áhrif
á mann, eins og gengur. Hvar
ég var I sveit? Á Litlu Drageyri
I Skorradal. Þar var ég I fjögur
sumur, drengur, kynntist vel
sveitastörfum, lærði að mjólka
kýr og snatta við sitt af hverju.
Ég varð stúdent frá gamla
Menntaskólanum 1943. Með
mér voru ýmsir gagnmerkir
menn: Benedikt Gröndal,
þegar I skóla farinn að
skipta sér af blaðamennsku
og félagsmálum, Jóhannes
Nordal, sem var prúður og
litt hávær maður, Björn TH.
Björnsson, listfræðingur, sem
var á skólaárunum farinn
að skrifa og tala I þeim glæsi-
lega stll, sem alla tíð hefur ein-
kennt hann. Af skólasystrum
minnist ég t.d. Helgu heitinnar
Valtýsdóttur, leikkonu. Við vor-
um fimmtíu stúdentarnir og fé-
lagsllf var skemmtilegt og hóp-
urinn samstilltur. Nú síðan
kom herinn og tók skólahúsið.
Það bar einmitt upp á próftfma
og ég man, að I siðustu prófun-
um sátum við I stólunum I neðri
deild Alþingis. Það er nú I
fyrsta og eina skiptið, sem ég
hef setið þar I stól. Eitthvað
vorum við nú heimóttarleg á
þeim stað. í næstu tvö ár vorum
við svo I húsnæði Háskólans.
— Og síðan liggur leiðin I
læknadeildina?
— Já, og þaðan útskrifaðist
ég sjö árum síðar. Fyrst var ég
við læknisstörf á Patreksfirði
og á Norðfirði, en að þvi búnu
hélt ég til Danmerkur og var
þar fyrst sem námskandidat, en
hóf svo sérnám I handlækning-
um. Lengst af var ég I Kaup-
mannahöfn og síðar á Jótlandi.
Heim kem ég svo 1953 og
varð þá aðstoðarlæknir á Land-
spítalanum hjá próf. Snorra
Hallgrimssyni og Friðriki Ein-
arssyni I tvö og hálft ár. Ég tel,
að sá timi hafi um margt veitt
mjög alhliða menntun. Þar kom
margt til, að starfa undir hand-
arjaðri þeirra var mikill skóli
og þá var heldur ekki eins mikil
sérskipting. Læknar voru fáir
og maður var á vakt annan
hvern sólarhring. Engin slysa-
varðstofa var komin, svo að all-
ir voru á kafi. Þetta var vissu-
lega mikil vinna, en góður skóli
á hinu praktiska sviði.
Að loknum þessum árum
fluttumst við svo upp á Akra-
nes, þar sem ég varð sjúkrahús-
læknir og siðan yfirlæknir spft-
alans. Þar var þá fyrir 30 rúma
spítali, en síðan hefur hann
verið stækkaður til muna. Ak-
urnesingar studdu vel sinn spít-
ala og það var skemmtilegt að
vinna við stofnun, sem er I upp-
byggingu, eins og sjúkrahúsið
þar var. Á Akranesi dvöldum
við fram til 1970, að undan-
skildu ári, sem ég var við fram-
haldsnám I London og stundum
fékk ég nokkurra mánaða frí til
.námsferða. Skömmu eftir að ég
kom frá Englandi byrjaði ég að
gera aðgerðir á slagæðum, sem
ekki höfðu tíðkazt hér áður,
enda nýmæli á sviði læknis-
fræðinnar. Slíkar aðgerðir eru
framkvæmdar við æðakölkun
og æðastiflum.
— Þú hafðir afskipti af bæj-
armálum á Akranesi.
hefur jafnan borið mjög fyrir
brjósti?
— Eg held, að þau mál séu sá
flokkur mála, sem hver borgar-
stjórn verður að hafa afskipti
af. En fá mál eru eins viðkvæm
og ekki er sama hvernig á þeim
er haldið. Það er mikilvægt að
koma I veg fyrir samkeppni
milli frjálsra félagasamtaka og
æskulýðsráða sveitarfélaganna,
þvf að annars er hætt við að
dragi úr starfi félaganna og
borgin sitji uppi með allt æsku-
lýðsstarfið á sfnum höndum og
ráði ekki við neitt. Við verðum
því að standa vel að baki hinum
frjálsu æskulýðs- og fþróttafé-
lögum, þar sem geysimikið
starf er unnið i sjálfboðavinnu
og þar sem æskufólk fær jafn-
framt þjálfun I að taka ábyrgð
og stjórna og verður þannig
betur undir það búið að taka að
sér félagsstörf, þegar það verð-
ur eldra. Við verðum að greina
vel á milli þroskandi félags-
starfs og afþreyingar fyrir
unglinga. Afþreying á vissu-
lega rétt á sér, en kemur aldrei
i staðinn fyrir þroskandi þátt-
töku í lifandi félagsstarfi. Fátt
er nauðsynlegra fyrir þjóðfélag
eins og okkar, en að sem flestir
geti orðið virkir í félagsstörf-
um, því að margt hjá okkur
hvetur til þess, að menn séu
aðeins þiggjendur. Ég held, að
fátt búi ungling betur undir
lifið en slíkt félagsstarf og mér
hefur t.d. svo reynzt, að flestir
af ungum skátum, sem hafa
starfað f skátahreyfingunni,
Samtal við Pál Gíslason lækni,
sem skipar 8. sæti á lista
S j álf s tæðisf lokksins
— Ég sat f átta ár í bæjar-
stjórninni. Ég ætlaði mér jþað
ekki upphaflega, en þegar þró-
unarmál og framtíð spftalans
drógust inn í pólitískar deilur,
þá fannst mér ég mega til með
að leggja lið þeim mönnum,
sem vildu auka viðgang sjúkra-
hússins. Þó að það vekti fyrir
mér, þegar ég fór að gefa mig
að bæjarmálum, að skipta mér
sérstaklega af heilbrigðismál-
unum, er óhjákvæmilegt að
bæjarfulltrúi setji sig inn í eig-
inlega alla málaflokka, svo að
áður en við er litið fer maður að
hafa afskipti af gatnagerð,
hafnarmálum, sorphreinsun og
hvaðeina, sem nöfnum tjáir að
nefna.
Við undum prýðilega okkar
hag á Akranesi, en þar kom, að
mér fannst æskilegt að breyta
til og 1970 fer ég svo sem yfir-
læknir á handlæknisdeild
Landspítalans. Og er þá kominn
aftur á þann stað, sem upp var
lagt frá sem ungur læknir.
— Hverjar eru hugmyndir
þinar um æskulýðsmál, sem þú
hafi orðið farsælir í lífi og störf-
um. Alltaf verður svo viss hóp-
ur unglinga, sem ekki fæst til
að taka þátt i félagsstörfum og
fyrir þá þarf vissa afþreyingu f
tómstundum, en ekki má
gleyma hinu, sem verður aðal-
atriðið, að við ölum upp ungt
fólk, sem vill og á að geta tekið
við.
Þrátt fyrir mikið starf að
heilbrigðis- og æskulýðsmálum
hefur Páll Gfslason einnig tekið
að sér ýmis önnur verkefni,
hann hefur setið f stjórnum
Hjartaverndar og Krabba-
meinsfélagsins, Læknafélags
Vesturlands og Læknafélags
Reykjavíkur og verið kennslu-
stjóri við læknadeild Háskóla
Islands. En hann segist þó hafa
reynt að forðast að hlaða svo
miklu á sig, að hann gæti ekki
beitt sér f þeim málum, sem
honum eru hugfólgnust.
Varðandi hugmyndir hans
um störf borgarfulltrúa í
Reykjavík sagði Páll Gíslason:
— Þó að mér sé ljóst, að borg-
arfulltrúi þurfi að mynda sér
skoðun á sem flestum málum,
þá hljóta heilbrigðismálin að
skipa nokkuð sérstakan sess
hjá mér. Ljóst er, að margt má
betur fara hér f borg og ég
vona, að ég geti beitt áhrifum
mínum og þeirri reynslu, sem
ég hef af skipulagningu slfkra
mála. A Akranesi held ég að sé
sérstaklega gott skipulag á
þessum málum enda hefur eitt
af grundvallaratriðunum þar
verið framúrskárandi gott sam-
starf heimilis- og sjúkrahúss-
lækna. Hér í borg þarf að leggja
áherzlu á að bæta aðstöðu heim-
ilislæknanna, svo að fleiri af
hinum mörgu ungu læknum fái
áhuga á þeim störfum. Jafn-
framt þvi er mjög brýnt að
bæta alla aðstöðu og auka
sjúkrahúsrými fyrir öryrkja og
aldraða. Eg tel, að stórir áfang-
ar hafi náðst með byggingu
Heilsuverndarstöðvarinnar og
Borgarspitalans. En sífellt þarf
að huga að vexti og þróun þess-
ara stofnana ef þær eiga að geta
þjónað sjálfsögðum kröfum um
aukna heilsuvernd og læknis-
hjálp. h.k.
Á vinnustað. Ljósm. Mbl. Sv. Þ.