Morgunblaðið - 18.05.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAl 1974
29
Sl <uggamync if inrskn FRAMHALDSSAGA EFTIR |^>n MARIU LANG, PÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJONSDÓTTIR.
12
Jarlsgötu, en inni hjá okkur var
allt f einu orðiS einkennilega
kyrrt. Augu okkar mættust, í blá-
gráum augum hans las ég hryggð.
Og t fyrsta skipti á þes§um óraun-
verulega sólarhring gat ég loks
hugsað um dánu konuna — ekki
sem óþekkta ógeðslega veru, sem
hafði lent í íbúð minni fyrir tif
stilli grimmilegra forlaga, heldur
sem manneskju, sem mörgum
hafði þótt vænt um og tóku dauða
hennar mjög nærri sér. Jan var
örvæntingarfullur á svip, en
kannski voru þeir'til, sem myndu
harma lát hennar jafnvel enn
meira . .. Unnusti, foreldrar,
systkini . ..?
É& stóð á fætur og sagði í bæn-
arrómi:
— Getum við ekki farið á ein-
hvern annan stað og talað saraan?
— Jú, hvernig væri við færum í
kaffistofuna. Þar er áreiðanlega
fámenntnúna.
Sterkt kaffið, sem innan
skamms var borið fram, hressti
okkur talsvert.
Við sátum lengi þegjandi. Loks
sagði Jan lágt.
— Ég geri ráð fyrir, að þú sért
úttauguð. En var það virkilega
þannig, að þú varst alein í íbuð-
inni, þegar þú ... uppgötvaðir
hana?
Mér fannst léttir að því að segja
honum frá þessu. Hann hlustaði á
mig, án þess að gripa fram i fyrir
mér og þegar ég hafði lokið máli
mínu bætti ég við einni spurn-
ingu:
— Hvað heldurðu svo? Hvernig
á að skýra þetta?
— Mér finnst þetta í fljótu
bragði óskiljanlegt. Hver gæti
hafa fundið hjá sér hvöt til að
myrða Evu? Hún var ekki sú
manngerð, sem af lar sér óvina . ..
— Þekktirðu hana vel?
— Eg get svarað bæði játandi
og neitandi. Hann kveikti sér í
nýrri sigarettu og var augsýnilega
að velta fyrir sér, hvað hann ætti
að segja næst. — Það fer eftir því,
hvaða skilning þú leggur í það að
,,þekkja“ aðra manneskju. Hún
var mjög oft hér á safninu á
kvöldin — og þá kemur þú sjald-
an — og við vorum orðin dálítill
hópur, sem fórum yfirleitt alltaf
saman í kaffi um tíuleytið. Hún
var hrein og bein, viðkunnanleg
og góður félagi, en ekki sérstak-
lega skemmtileg og ekki heldur
Frænka skelltu þér hérna fyrir aftan mig.
mjög aðlaðandi sem kvenmaður.i
Eins og þú heyrðir Karl Gustaf
segja, var hún úr Dölunum —
hún var hlédræg og hleypti fólki
ekki of nærri sér. Ég hafði á til
finningunni, að hún væri dálítið
einmana og einstöku sinnum, þeg-
ar ég hafði tíma, bauð ég henni í
bíó eða fór með henni heim og
drakk hjá henni tesopa . .. og
einhvern veginn fannst mér hún
vera ákaflega þakklát fyrir það
Hann roðnaði og bætti við fljót-
mæltur.
— Það hljómar dálítið reigings-
lega og mannalega að segja, að
manni finnst kvenmaður þakklát-
ur, bara af því að manni þóknast
að bjóða henni í bíó og svoleiðis,
en ég meina það ekki á illkvittinn
hátt .. .
Ég sagðist vita það, en ég sagði
ekki það, sem hvarflaði að mér í
sömu svipan: að fjöldi kvenna,.
sem væru heimsvanari en þessi
veslings Eva Claeson yrðu himin-
lifandi ef þeim gæfist kostur á að
vera einar með Jan Hede. Hann
var myndarlegur maður og það
var gaman að spjalla við hann og
hann hafði ákaflega viðfelldna og
létta kímni, sem gaf honum auk-
inn sjarma. Meira að segja núna,
þegar hann var hryggur, fann ég
frá honum útgeislun, sem án efa
hreif margar konur, og mér þótti
alltaf gott að vera í návist hans.
Eg velti því fyrir mér, svona með
sjálfri mér, hvort hann hbfði vak-
ið einhverjar kenndir með Évu,
án þess hann gerði sér grein fyrir
því sjálfur .. .
Ég spurði:
— Hvað var hún gömul?
— Sennilega tuttugu og þriggja
eða fjögurra ára. En hún virtist
yngri .. .
— Segðu mér nú, Jan . .. alveg í
fullri hreinskilni ... hvaða skoð-
un hefur þú á því, sém Lillemor
var að gefa i skyn . .. varðandi
Evu og Einar?
Jan lagði þunga áherzlu á orð
sin:
— Lillemor Olin er ekki með
fullu viti. Það er nú mfn skoðun.
Sá snefill af skynsemi, sem hún
kann að hafa haft einhvern tíma,
lézt úr taugaáfalli, þegar hún
komst i kvnni við háskólanám. En
I
I
því miður er hún ekki bara |
heimsk, hún er lfka kjaftakerling J
og illkvittin, að minnsta kosti I
gagnvart kynsystrum sinum.
Ég gat ekki stillt mig um að ■
segja illgirnislega:
•— Og samt . . .
Hann brosti vandræðalega:
— Og samt reigja karlmennirn-■
ir sig og teygja jafnskjótt og hún J
birtist og gera sig til á alla enda I
og kanta .. . ertu ekki að meina|
það? Já, en sjáðu til, það er allt ■
annað mál og kemur ekkert við”
greind eða siðferðislegum eigin-l
leikum.
Hann slökkti í sigarettunni J
sinni og kveikti sér tafarlaust fl
þeirri næstu. — Svo að við snúum |
okkur aftur að spurningu þinni, i
þá verð égað svaraþvf til.að ég I
hef vitaskuld ekki hugmynd um,|
hvers vegna Eva var í foúðinni|
þinni, en ég þori næstum þvi að.
sverja, að þar hefur ekkert kyn-l
ferðislegt verið i spilinu, enda |
þótt Lillemor leggi allt út á þann ■
veginn. Það væri mjög ólikt Evu J
— eftir þeim kynnum, sem égl
hafði af henni — að sofa hjá|
kvæntum inanni, og að maður tali ■
nú ekki um, hvað mér finnst frá-l
leitt að Einár leitaði eftir slíkum |
kunningsskap við einn nemenda |
sinna. *
Eg hristi höfuðið.
— En þetta er nú alla vega |
mjög skritið . Ef þurfti nú I
endilega að myrða hana, hvers J
vegna þá í baðkarinu heíma hjál
mér? Hún hlýtur að hafa búið[
einhvers staðar ...
- — Já, í Norrtullsgötu .. . i há- J
skólabústað. Mér þætti fróðlegt I
aðvita.
Hann virtist brjótaheilann um >
eitthvað um stund. Siðan sagði I
hann ákveðinn:
— Bezta vinkona Evu, Kersti J
Ryd, er eins konar húsmóðir fyrirl
þeim híbýlum. Einhver þyrfti að|
segja henni frá þessu áður en hún .
les Um það í blöðunum. Eigum viðl
að korna þangað og tala við hana? |
Hún getur kannski sagt okkur|
eitthvað, sem gæti gefið skýringuj
á þessu öllu. . . ?
Við ræddum málið stutta stund |
og urðum sammála um, að Jan
færi oghringdi tilað gáhvort hún
306 nemendur
við nám í
Tónlistar-
skóla Kópavogs-
Tónlistarskóla Kópavogs var
slitið iaugardaginn 11. maf. A
þessu starfsári stunduðu 306
nemendur nám við skólann, þar
af 106 í forskóladeildum, 125 (
píanóleik, 35 lærðu á strengja-
hljóðfæri, 25 á blásturshljóðfæri
og 15 lögðu stund á einsöng. Vor-
námskeið fyrir börn hófst í byrj-
un maí og voru þátttakendur 51
talsins. Þess skal getið, að tveir
nemendur stunduðu nám í tón-
listarkjörsviði.
Að venju setti tónleikahald mik-
inn svip á skólastarfið en fram-
kvæmd og skipulag þess er í
höndum Kristins Gestssonar yfir-
kennara. Tónleikar innan skólans
voru fjölmargir og skólinn stóð
einnig fyrir opinberum tónleik-
um þ.e. tvennum jóla- og vortón-
leikum. Nemendur komu og fram
við ýmis tækifæri og má t.d. nef na
að kór og hljómsveit skólans
komu fram á Kópavogsvökunni.
Með þessum skólaslitum lauk
11. starfsári Tónlistarskóla Kópa-
vogs. Kennarar voru 16 talsins,
auk skólastjóra, Fjölnis Stefáns-
sonar.
VELVAKAIMOl
Velvakandi svarar í slma 10-100
kl 10.30 — 1 1 30, frá mánudegi
til föstudags
0 Herjólfsgata
í Hafnarfirdi
Gísli Kristjánsson, Hafnarfirði,
skrifar á þessa leið:
„Herjólfsgatan er gædd töfrum
náttúrunnar og hefur því sér-
stöðu fyrir Hafnarfjörð. Við Her-
jólfsgötu stendur sundhöllin, sem
prýði er að. í göðu skyggni sjá
sjófarendur sundhöllina úr fjar-
lægð, þegar ljósanna nýtur við i
hinum háu sterklýstu gluggum á
framhlið hennar.
Fuglalif er mikið i fjörunni og
nágrenni hennar nærri allt árið.
Ég hef talið 17 skarfa á töngunum
út af Mölunum, blakandi votum
vængjum til þerris. Því er svo
háttað með skarfinn, að hann
hrekst og biotnar sem aðrir sjó-
fuglar gera ekki, sé allt með
felldu varðandi heilsu þeirra.
Sagan segir, að fyrir langa
löngu hafi skarfurinn og æðar-
fuglinn keppt um hvor hljóta
skyldi hinn dýrmæta dún. Báðir
vildu hljóta hnossið og gátu ekki
komizt að samkomulagi. Að lok-
um urðu þeir ásáttir um það, að sá
skyldi hreppa hnossið, sem fyrr
gæti tilkynnt sólarupprás.
Kv'öld eitt settust þeir svo hvor
á sinn steininn í fjörunni. Æðar-
fuglinn settist rólegur, stakk nef-
inu undir vænginn og sofnaði.
Skarfurinn var hræddur við að
sofna of fast. Settist hann því á
sína breiðu fætur, studdist við
stélið og myndaði S með langa
hálsinum eins og storkurinn.
Þetta gekk nú bærilega frain eftir
nóttu, en þogar á leið syfjaöi hann
og barðist við svefninn þar til
lýsti af degi. Þá gat hann ekki
Iengur á sér setið, en hrópaði:
,,Nú lýsir i austri ". Við þetta
vaknaði æðurinn, sem nú var út-
sofin. Þegar sólin kom svo upp,
var æðarfuglinn ekki seinn á sér
og hrópaði: „Sól yfir hafsbfún".
Þannig hlaut æðarfuglinn dún-
inn, en skarfurinn var sviptur
röddinni fyrir að svara í ótíma og
verður auk þess oft blautur og
hrakinn.
Æðarfuglinn er stundum í
hundraðatali viö ströndina og um
háfjöru, þegar þarargróðurinn
bærist í bárunni, nýtur fuglinn
málsverðar, kvakandi og ánægð-
ur. Hann er ótrúlega ánægður
þótt umferð sé mikil og all há-
vaðasöm, eins og hann viti, að
byssuskot séu bönnuð algerlega,
sem var allhyggileg skipun.
Selir sjást öðru hverju mjög
nærri fjörunni. Ströndin utan
hafnargarðsins varðveitir margt,
sem vert er að vernda, og i góðu
veðri er ómaksins vert að ganga
langt út fyrir Brúsastaði. Þar er
kyrrð og margt að sjá, nær og
fjær.
Húsin við Herjölfsgötu eru vel
útlitandi, og fólkið reynir að
rækta og snotra umhverfis þau.
En þegar sólin skín dag eftir
dag er varla vært utan dyra.
Rykið þyrlast húsunum hærra
vegna bílaumferðar og hrekur
alla inn úr kófinu. Reykið eltir, og
það má skrifa i rykið í gluggakist-
um og á húsgögnum. Þetta er ekki
öskufall frá eldsumbrotum, guði
sé lof, það er bara rykið af göt-
unni. I rigningum, sem ekki eru
ótíðar, eru svo göturnar eins og
flór og þúsund vatna Iand og gat-
an lítt ökufær.
Fólk á Islandi fagnar sölskins-
dögum, sem eru sjaldgæfir, en
svona spillast þeir sums staðar.
# Gangaverður
varanlega frá
Herjólfsgötunni
Herjólfsgatan er allbein, en
ekki löng, — vart meira en 700
metrar.
Bifreiðar merktar G, Y og R
leggja leið sina urn hana og i
þurrki er afleiðingin 10—12
metra hár rykmökkur, sem haf-
golan ber yfir hús og lóðir til
heilsuspillingar fyrir allt, sem
lífsanda dregur.
Okkur, sem búuni við Hefjólfs-
götu, er að visu ekki meiri vork-
unn en öðrum, sem likt stendur á
um, en oft og tiðum er Herjólfs-
gatan notuð sem kappaksturs-
braut. Er þá ekið á 70—90 km
hraða um hana og er guðsmildi,
að ekki hljótast stórslys af.
Væri Herjólfsgötu sómi sýndur
mætti hún vera prýði Hafnar-
fjarðar. séð af landi og sjó.
Tiðum er hún hefluð, en það
stendur oft ekki stundinni leng-
ur. Að vatnsbera hana er eins og
að skvetta vatni á gæs. Hvort
tveggja er svo all kostnaðarsamt,
þegar til lengdar lætur.
Varanlegur frágangur myndi
margborga sig.
Herjólfsgatan mun með um-
hverfi sinu varðveita sérkenni
frjálsrar náttúru.
Eins og nú er að hénni. búið er
heilsu fólks stefnt i voða vegna
hins mengaða andrúmslofts, og
hatrammast er þegar sólin skin og
fjiildi bila þeytist um hana, fullir
af farþcgum, er skoða vilja fjör-
una sérkennilegu. Vegna hafgol-
unnar eru útsýni til hafs. en ryk-
mökkur byrgir sýn í hina áttina.
Verðmæti fasteigna við götuna
hlýtur líka að rýrna vegna þess,
hvernig að götunni hefur verið
búið i yfir 20 ár.
Fiskvinnslustöð er utarlega við
Herjólfsgötu, á Mölunum svoköll-
uðu. Þar vinnur fjöldi fólks allan
álsins hring og er það ekki síður
ástæða til þess að lagfæra þarf
götuna sem fyrst.
Gísli Kristjánsson,
Hafnarfirði."
Vormót ’74
á Hellu
ÖLL hestamannafélög á Suður-
landi, átta að tölu, gangast fyrir
stóðhestasýningu á Hellu laugar-
daginn 25. maí n.k. undir heitinu
„Vormót ’74“.
Sýningin er haldin samkvæmt
búfjárræktarlögum, og verða
sýndir þar ungir reiðfærir stóð-
hestar, sem ekki hafa áður komið
fram á sýningum. Ef vel tekst til
er ætlunin að halda slikar sýning-
ar á hverju vori til eflingar
hrossakynbótum á svæðinu.
Dómar hefjast klukkan 8 fyrir
hádegi, en sýning hesta á velli
Geysis hefst klukkan 14. Þrír
efstu hestar i hverjum flokki
hljóta verðlaunapeninga, en sá
hestur, sem bezta dóma hlýtur af
þeim, sem færðir verða í ættbók,
hlýtur veglegan farandgrip. Þátt-
töku ber að tilkynna til viðkom-
andi félaga fyrir 20. maí.
# Vinnuflokkar í
garðvinnu fyrir
borgarbúa?
Kona hafði samband við Vel-
vakanda og vildi koma þeirri hug-
mynd á framfæri, hvort borgin
gæti ekki skipulagt vinnuflokka
skólaæskunnar. sem gætu tekið
að sér að hirða garða við ibúðar-
hús i borginni, að sjálfsögðu gegn
fullu gjaldi. Hún sagöist hafa
reynt að fá garðyrkjumann til að
sjá um hirðingu á garði sínum
vegna þess að hún hefði ekki
heilsu til þess að gera það sjálf.
en nú væri ekki hægt að fá nokk-
urn mann til að taka slíkt að sér
og vissi hún um fleiri, sem væru i
sams konar vandræðum. Því sagð-
ist hún halda, að báðir aöilar gætu
haft gagn af slikri tilhögun, skóla-
æskan og garðeigendur.
Ilins vegdr væri augljóst, að
slíkt starf þyrfti að skipuleggja og
lægi þá beinast viö, að borgaryfir-
völd veittu aðstoð við það.
I
I
I
I
I
I
I
j Góði dátinn
! Svejk
I á Húsavík
i
i
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
Húsavik 15. maí
LEIKFÉLAG Húsavikur frum-
sýndi Í byrjun aprílmánaðar sjón-
leikinn „Góða dátann Svejk,“
undir leikstjórn Benedikts Árna-
sonar. Með aðalhlutvérkið fór
Ingvar Jónsson og þótti f arast það
vel úr hendi.
Karlakórinn Þrymur og Lúðra-
sveit Húsavíkur héldu tónleika
um síðustu helgi undir stjórn
Róberts Bezedek. Aðsókn var
mikil og undirtektir góðar.
Fréttaritari