Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 1
36 SIÐUR 85. tbl. 61. árg. ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ Prentsmiðja Morgunblaðsins. Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna 1 •> * lyvjL æh| i m- - St WlWm ~ 1 1 S Æ' ' Sjálfstæðisflokkur í meirihluta - hlaut 50.5% atkvæða á landinu Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur í sveitar- stjórnakosningunum um helgina. Samkvæmt heild- arútreikningi, sem byggð- ur er á úrslitum í öllum kaupstöðum landsins og fjórum kauptúnum og Reiknistofa Raunvísinda- stofnunar Háskólans gerði, hlaut Sjálfstæðisflokkur- inn meira atkvæðismagn á öllu landinu en allir aðrir flokkar til samans. Flokkurinn hlaut nú 50,5% gildra atkvæða, en í kosningunum 1970 hlaut hann 42,8% atkvæða. Vinstri flokkarnir hlutu því nú 49,5% gildra at- kvæða. Séu atkvæði hins vegar skoðuð með tilliti til skiptingar milli ríkis- stjórnar og stjórnarand- stöðu, hlaut stjórnarand- staða 59,7% gildra at- kvæða, en 40,3% gildra at- kvæða voru því greidd stuðningsflokkum vinstri stjórnarinnar nú. Fvlgisaukning Sjálf- stæðisflokksins í Revkja- vík er 10% frá síðustu borgarstjórnarkosningum. Flokkurinn bætti við sig mantii í borgarstjórn, hlaut 9 kjörna. Er fylgis- aukning flokksins á kostn- að allra flokka nema Al- þýöubandalagsins, sein bætir við sig 0,9%. Sé fylgi Alþýðubandalagsins í Revkjavík hins vegar borið saman við fvlgi flokksins í alþingiskosningum 1971 kemur í Ijós, að flokkurinn hefur tapað á 9. hundrað atkvæðum. í hlutfallstölu tapar Alþýðuhandalagið 1,76 prósentustigum. Sjálf- stæðisflokkurinn og Al- þýðubandalagið unnu sitt hvorn fulltrúann í borgar- stjórn, en Framsóknar- flokkurinn tapaði þriðja manni sínum og jafnaðar- menn, Alþýðuflokkur og Samtök frjálslyndra og vinstri manna, töpuðu öðr- um fulltrúa sínum. Fvlgisaukning Sjálf- stæðisflokksins úti á landi er ekki eins gífurleg og hún var í Reykjavík miðað við síðustu sveitarstjórna- kosningar, en þó er hún 5,1%. Alþýðuflokkurinn tapar á landsbvggðinni 2,4 prósentustigum, Fram- sóknarflokkurinn 1,6, Al- þýðubandalagið 0,1 og Samtök frjálslvndra og vinstri manna 1,0 pró- sentustigi. Miðað við landið allt tap- ar Alþýðuf lokkur 4,3 prósentustigum, Fram- sóknarflokkur tapar 1,1, Sjálfstæðisflokkurinn vinnur 7,7, Alþýðubanda- lag vinnur 0,5 og SFV tapa 2,8 prósentustigum. í kaupstöðum landsins vann Sjálfstæðisflokkurinn alls 12 fulltrúasæti, en tapaði þremur. Reykjavík Þar voru á kjörskrá 54.181, at- kvæði greiddu 47.322. eða H7.3 'V>. I borgarstjórnakosningunum 1970 voru á kjörskrá 49.699, at- Framhald á bls. 12. Birgir ísl. Gunnarsson borgarstjóri: „Sigurimi ber vott um traust borgarbúa” Birgir Isleifur Ounnarsson borgarsljóri. MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til Birgis ísleifs Gunnarssonar borgar- stjóra, og fékk álit hans á stórsigri Sjálfstæöis- flokksins í borgarstjórn- arkosningunum. Borgar- stjóri sagði: Ég fagna þeim mikla sigri, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur unnið í borgarstjórnarkosn- ingunum og tel hann bera vott um traust borg- arbúa á stefnu og störf- um okkar sjálfstæðis- inanna í borgarstjórn. Reyndar kemur hér greinilega fleira til. Sig- ur Sjálfstæðisflokksins víða um land sýnir, að straumurinn liggur til flokksins, og er það ótví- rætt vantraust á ríkis- stjórnina. Dagana fyrir kjördag og á sjálfum kjördegi var mikill hugur í sjálf- stæðisfólki, og það var ekki sízt fyrir þess sam- stillta átak, að þessi mikii sigur vannst. Ég vil því þakka öllum þeim mörgu Reykvíkingum, sem stuðluðu að þessum mikla kosningasigri. Sjálfur vænti ég þess, að með mér og Reykvik- ingum megi takast gott samstarf um borgarmál- in, óháð öllum flokks- böndum, og við borgar- fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins erum staðráðn- ir í að leggja okkur alla fram í störfum okkar fyr- ir velferð og hagsæld borgarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.