Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1974 5 „Fylgjum sigrinum eftir í komandi alþingiskosningum“ segja forystumenn Sjálfstæðisflokksins 1 kjördæmum landsins MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til forystumanna Sjálfstæðisflokksins í hinum einstöku kjördæmum landsins og spurði þá um viðhorfin, sem skapazt hafa eftir stórsigur Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnakosn- ingunum. Kom fram hjá þeim öllum, að mikil bjartsýni er ríkjandi í röðum sjálfstæðismanna og þeir ákveðnir að fylgja þessum stóra sigri eftir í komandi alþingis- kosningum. Fara svörin hér á eftir: % I* II fi. ' it II M II lliíllli II I »« í 1» *» » I... 11 II II H ■! « 1» ii. II II 1 ir ir n II ir ir ii i ii 11 I! 1! ir it 1! V lí ir ll 11 it «r>" Lækjarskólinn — kjörstaður Hafnfirðinga Fylgið skilar sér í þingkosningunum segir Jón Árnason „ÉG held að allt bendi til þess að straumurinn liggi það sterkt til okkar, að það megi gera sér fylli- lega vonir um að það fylgi sem við höfum fengið núna I bæjar- stjórnarkosningunum muni skila sér I Alþingiskosningunum. Ég held það sé alveg ástæðulaust að ælla annað, enda er mjög skammt á niilli kosninganna og mikið hef- ur verið unnið.” Þetta voru ummæli Jóns Arna- sonar efsta manns á lista Sjálf- stæðisflokksins í Vesturlands- kjördæmi, við Mbl. í gær um úr- slit kosninganna. — Það er orðið svo sterkt sam- band á milli þess fólks sem fylgt hefur Sjálfstæðisflokknum hér i kjördæminu, að engin ástæða er til að láta sér koma til hugar að það rofni á svona skömmum tíma. Flestir sem ég hef talað við hér í kjördæminu eru sammála um það álit, að þróunin verði mjög i sama anda fyrir Alþingis- kosningarnar og nú. — Hvaða mál telur þú að hafi haft mest áhrif? — Ég tel að óstjórnin hjá vinstri stjórninni hafi haft mikil áhrif og að menn treysti nú ekki heldur slíkri samsteypu i sveitar- stjórnarmálum, frekar en á Al- þingi. Öllum er nú ljóst í hvert óefni stjórnleysið i efnahagsmál- unum er komið. — Varð mikil aukning hjá sjálf- stæðismönnum á Vesturlandi? — Já, á Akranesi varð 9.4% fylgisaukning og í Stykkishólmi og Grundarfirði, sem við ekki höfðum áður. Þannig að við höf- um fulla ástæðu til að vera bjart- sýnir og getum vænzt aukins fylg- is. Dómur yfir vinstri stjórn segir Matthías Bjarnason iVIatthfas Bjarnason efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Vest- fjarðakjördæmi sagði: ,,Ég tel, að í minu kjördæmi séu horfur góðar. Við höfum víðast hvar unnið verulega á t.d. á ísa- firði. Þar jókst hlutfallið um tæp 5%. Þá var um verulega fylgis- aukningu að ræða i Súgandafirði og á Þingeyri. Þar voru tveir list- ar, sem sjálfstæðismenn stóðu að, og ef við litum á úrslitin þar, fá þeir meirihluta atkvæða. Á Patreksfirði unnum við einn mann og á Bolungarvík hélt Sjálf- stæðisflokkurinn fullkomlega velli, hefur þar eins og alltaf áður öruggan meirihluta. I heild tel ég, að sveitarstjórna- kosningarnar i landinu gefi ótvi- rætt i skyn, að kjósendur hafa kveðið upp dóm yfir vinstri stjórninni. Efnahagsafglöp henn- ar og óvissan í framvindu varnar- mála hafa að mínum dómi ótvírætt haft mikil áhrif á úrslit kosninganna, og i heild er ég bjartsýnn á, að Sjálfstæðisflokk- urinn muni verulega auka fylgi siit í næstu alþingiskosningum." Sjálfstæðisflokk- urinn á gott í vændum í þing- kosningunum segir Pálmi Jónsson Pálmi Jónsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins i Norð- urlandskjördæmi vestra, sagði eftirfarandi við Mbl. I samtali í gær um kosningaúrslitin: — Ég tel það alveg ljóst, að hinn mikli sigur Sjálfstæðis- flokksins í sveitarstjórnarkosn- ingunum gefi ótvíræða vísbend- ingu um það að flokkurinn muni eiga gott i vændum í komandi Alþingiskosningum. Eg held að það sé alveg tvímælalaust, að í þessum sveitarstjórnarkosning- um hafi m.a. komið fram sterk óánægja með vinstri stjórnina og hennar feril, sem nú er að ljúka, og að sú mótmælaalda. sem gegn stjörninni og gerðum hennar hef- ur risið hafi f.vrst og fremst komið Sjálfstæöasflokknum til góða. Ég tel að það séu að minnsta kosti sterkar vonir til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn muni í Al- þingiskosningunum hljóta svipað gengi og nú. Sjálfstæðisflokkurinn hélt meirihluta sínum á Blönduósi og var það þýðingarmikill sigur. Flokkurinn bætti við sig manni á Siglufirði, sem hann vann frá Al- þýðubandalaginu, sem missti verulegt fylgi. Þá bætti Sjálf- stæðisflokkurinn mjög verulega við sig á Sauðárkróki og hélt þar þremur mönnum, enda þótt úrslit síðustu sveitarstjórnarkosninga gæfu bendingar um það, að hinn sameinaði listi Framsóknar- flokksins og Alþýðubandalagsins ætti örugglega að vinna mann. 1 heild vil ég segja, að þessi úrslit benda til þess að Sjálf- stæðisflokkurinn muni eiga gott gengi í Alþingiskosningunum. Hvatning til dáða segir Jón G. Sólnes Jón G. Sólnes bankastjóri, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, sagði: ..Ég tel, að úrslitin eigi að vera okkur sjálfstæðismönnum ákaf- lega mikil hvatning til dáða. Þau eru mikil uppörvun, og nú er bara að fylgja eftir þessum mikla sigri. Sigurinn í kosningunum var stór- kostlegri en björtustu vonir manna og nú er bara að gera sigurinn í alþingiskosningunum slíkan, að við fáum betri útkomu en nokkru sinni áður. Ég er nú ekki búinn að skoða nema lauslega útkomuna í kjör- dæminu, en mig langar að minn- ast á Húsavík, þar sem við bætt- umviðmanni, Ölafsfjörð, þar sem við bættum við okkur fylgi, þó svo að við misstum þar mann, og svo Akureyri, þar sem útkoman varð betri en nokkur vonaði. Við náð- um þar á þriðja þúsund atkvæða, og ef við höldum sama striki i kjördæminu í komandi alþingis- kosningum, þá verður sannarlega gaman að lifa!“ Landsmálin og mannval Sjálf- stæðisflokksins höfðu úrslitaáhrif segir Sverrir Hermannsson Sverrir Hermannsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi, sagði eft- irfarandi um úrslitin: — Ég held að úrslitin hafi jákvæð áhrif i minu kjördæmi þegar á heildina er litið. Til dæm- is vil ég alveg sérstaklega benda á hinn glæsilega sigur sjálfstæðis- manna í Höfn í Hornafirði, þar sem þeir bættu við sig tveimur mönnum og meira en tvöfölduðu fylgi sitt. Þá var ágætur árangur á Fáskrúðsfirði. Á Reyðarfirði, þar sem sjálfstæðismenn gengu að visu -ekki saman til kosninga á einum lista heldur tveimur, varð árangurinn ágætur og báðir listar komu mönnum að. Sjálfstæðis- flokkurinn er nú einnig orðinn langstærstur á Eskifirði. A Egils- stöðum og á Seyðisfirði urðu úr- slitin að líkum og vonum, en á Neskaupstað þar sem Alþýðu- bandalagsmenn hafa stundað harkalega kosningabaráttu frá siðustu kosningum, héldu sjálf- stæðismenn sínum tveim fulltrú- um i bæjarstjórn. En á heildina litið er um veru- lega fylgisaukningu að ræða fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem mun hafa mjög áhrif. Þetta er reyndar fremur smátt i sniðum miðað við atkvæðafjölda hér á höfuðborgar- svæðinu, en þetta gefur ákveðnar vísbendingar, sem hljóta mjög að efla menn í þeirri trú að við höf- um mjög mikla möguleika á upp- bótarsæti á Austurlandi. Þeir möguleikar virðast blasa við. — Höfðu landsmálin úrslita- áhrif? — Bæði voru það landsmálin, sem höfðu veruleg áhrif, en ekki síður hitt að við höfðum úrvals- fólk í framboðum á öllum þessum stöðum og mikið og duglegt starfslið. Meiri áhugi og ný vinnu- brögð hafa vafalaust einnig haft sitt að segja og þessum úrslitum verður nú fylgt eftir. Ævintýrapólitík hafnað segir Ingólfur Jónsson Ingólfur Jónsson efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suður- landskjördæmi sagði: „Ég lít svo á, að þessir stórsigur Sjálfstæðisflokksins í sveitar- stjórnakosningunum gefi vonir um að úrslit alþingiskosninganna verði Sjálfstæðisflokknum ekki síður hagstæð. Það bendir margt til þess, að kjósendur séu raun- hæfir og hugsandi um þjóðarhag. og úrslit kosninganna benda einm ig til þess, að kjósendur hafi gert sér grein fyrír þeirri hættu, sem leiðir af upplausn og glundroða vinstri flokkanna og flokksbrot- anna. Kjósendur virðast hafa lært af mistökum vinstri stjórnarinn- ar, og þess vegna stefna þeir at- kvæði sinu gegn þeirri óstjórn, sem nú er í landinu. íslenzkir kjösendur virðast staðráðnir í að standa vörð um lýðræði og stjórn- skipulagt frelsi. Þess vegna bein- ast atkvæðin gegn þeirri stjórn. sem haft hefur tilburði til þess að taka Sér einræðisvald. Ég er ánægður með úrslitin í Suðurlandskjördæmi, þar er auk- ið atkvæðamagn á öllum stöðum, og hlutfallstala Sjálfstæðisflokks- ins talsvert betri en áður. Yfir- leitt er útkoman góð i þeim kaup- túnum f kjördæminu, þar sem kosið hefur verið. Urslit þessara kosninga munu áreiðanlega auka trú manna á gildi lýðræðisins, og þau sýna. að kjósendur fylgjast betur með en margir hafa haldið. Ótti manna við ævintýrapólitík r.úverandi stjórnarflokka hefur ekki verið ástæðulaus, bæði í efnahagsmál- um og varnar- og öryggismálum. Kjósendur munu fá tækifæri eftir rúmlega mánuð til þess að hafna endanlega þessari ævintýra pólitik." Sigrinum fylgt eftir segir Matthias A. Mathiesen Matthías A. Mathiesen efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins i Re.vkjaneskjördæmi hafði eftir- farandi um úrslit sveitarstjórnar- kosninganna að segja: — Um leið og við sjálfstæðis- menn i Reykjaneskjördæmi fögn- um úrslitum sveitarsjórnarkosn- inganna sem ótvírætt eru mikill sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn, erum við sannfærðir um það, að sigri okkar í öllum sveitarfélög- um Reykjaneskjördæmis í þess- um kosningum verður fylgt eftir með glæsilegum árangri i Al- þingiskosningunum 30. júní næst- komandi. Við þökkum það traust sem sjálfstæðismenn hafa hvarvetna hlotið og þá miklu vinnu sem fjöldi manna lagði að mörkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.