Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 34
34 MORGUXBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1974 Þáttur unga f ólksins meðbyr í landsmálum o á ríkisstj órninni... Vi Morgunblaðið hafði í gær samband við forystumenn Sjálfstæðisflokksins í kaupstöðum landsins og kauptúnum til að heyra álit þeirra á úrslitunum. Við náðum sambandi við alla kaupstaðina, en því miður ekki nema hluta kauptúnanna. Hér á eftir fara svör þessara aðila. SIGLUFJÖRÐUR ,,Megum vel við una“ Björn Jónasson skipaði bar- áttusætið á lista Sjálfstæðis- flokksins í Siglufirði og hann sagði í stuttu samtali: ,,Við mojíura vel við okkar hlut una, við náðunt inn þriðja mann- inum á 30 atkvæðum umfram þá næstu, sum við töpuðum á 4 atkvæðum i síðustu kosningum til Alþýðubandalagsins, en nú höfum við 50 atkvæði umfram þann flokk. V'ið væntum þess að fá hreinan meirihluta i ís- lenzkum stjórnmálum 30. júni." HAFNARFJÖRÐUR „Góður meðbyr í landsmálum og bæjarmálum“ Guðmundur Guðmundsson sparisjóðsstjóri skipaði 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Hann sagði um hinn glæsilega sigur flokksins: ,,Við þökkum sigurinn af- bragðsgóðri samstöðu sjálf- stæðismanna allt kjörtimabilið og góðum byr flokksins i lands- málum og bæjarmálum. Hin frábæra vinna framúrskarandi fórnfúss og samstillts hóps var einnig mjög þung á metunum og við þökkum öllum fyrir hinn mikla stuðning." AKRANES „Flokkurinn hefur stóraukió fylgi sitt“ ,,Við erum ákaflega ánægðir með úrslitin og stóraukið fylgi flokksins," sagði Jösef H. Þor- geirsson efsti maður lista Sjálf- stæðisflokksins á Akranesi. „Flokkurinn hefur unnið aftur þann mann, sem tapaðist i sið- ustu kosningum, og við þökkum kærlega öllum þeim, sem lögðu okkur lið og tóku þátt i starfinu fyrir og á kjördag." NESKAUPSTAÐUR „Úrslitin komu aó ýmsu leyti á óvart“ Reynir Zoega efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksíns í Nes- kaupstað sagði: „Urslitin komu mér mjög á óvart að ýmsu leyti, en þó hafði ég gert ráð fyrir, að fylgi okkar minnkaði eitthvað, því að við fengum óvenjumikla aukningu í kosningunum 1970 og 1966. Það, sem mest kemur þó á óvart, er hin gífurlega aukning Alþýðubandalagsins, sem liklega er að þakka því, að kosningabarátta þeirra var öfl- ugri á ýmsan hátt. Við látum þó ekki hugfallast yið þetta, þó að útkoman sé óneitanlega léleg, við héldum þó okkar manni." Við náðum þvi næst sam- bandi við Loga Kristjánsson SANDGERÐI „Krataveldiö fallið“ Jón H. Júlíusson. efsti maður á lista sjálfstæðismanna í Sand- gerði (Miðneshreppi) sagði: „Ég er geysilega ánægður með úrslitin 'hér hjá okkur, sérstak- lega vegna þess að krataveldið hefur nú verið fellt. Þetta var búið að vera glundroði i siðustu tveimur kosningum. Nú reyndu þeir hins vegar sameiningu. sem svo ekki tókst betur en þetta. Þetta held ég að sé aðal- atriðið." SELTJARNARNES „Þáttur unga fólksins fagnaðarefni“ Snæbjörn Asgeirsson efsti maður á lista Sjáifstæðisflokks- ins sagði: „Ég er mjög ánægður með glæsilegan sigur í nýstofn- uðu bæjarfélagi, einkum er stór þáttur unga fólksins fagnaðar- efni. Hér var unnið vel að þess- um kosningum og ég vil þakka öllum þeim fjölda Seltirninga, sem studdu okkur til forystu enn einu sinni." SEYÐISFJÖRÐUR „Héldum okkar fylgi“ Theodór Blöndal efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði sagði: „Við erum ekkert óánægðir hér, við héld- um okkar fylgi, þó að við bætt- um engu við okkur. Framsókn kemur hér út sem sigurvegari, en það er einkum að þakka per- sónufylgi tveggja efstu mann- anna á lista þeirra og svo fær listinn að mestu það fylgi, sem Óháði flokkurinn hafði í síð- ustu bæjarstjórnarkosningum." bæjarstjóra. sem skipaði 5. sætið á lista Alþýðubandalags- ins í Neskaupsstað og spurðum. hverju hann þakkaði hinn glæsilega sigur. Logi sagði: „Fyrst og fremst þakka ég hann mjög góðri samstöðu vinstrí manna i kosningabaráttunni. sem var málefnaleg í aðalatrið- um og þeir, sem beittu persónu- legu níði. fengu sinn dóm." ESKIFJÖRÐUR „Áfram á sömu braut“ Guðmundur Auðbjörnsson efsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins á Eskifirði sagði. þeg- ar við ræddum við hann: „Að sjálfsögðu erum við sjálfstæðis- menn á Eskifirði ánægðir með úrslitin, við héldum okkar at- kvæðahlutfalli og vel það. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur um nokkurra ára skeið skipað meirihluta hreppsnefndar og teljum við, að fólk vilji, að áfram verði haldið á sörriu braut. Aðalframkvæmdamál okkar eru og hafa verið varan- leg gatnagerð. ný vatnslögn i allan kaupstaðinn og bygging nýs barnasköla. Það fer ekki hjá, að þessar kosningar eru stórsigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og öllum ber saman um, að með úrslitun- um lýsi fólk yfir megnustu óánægju með þá óstjórn. sem verið hefur í landinu á siðustu árum. — Og ef við lítum aftur á Eskifjörð, þá er ég mjög ánægð- ur með, að Alþýðubandalaginu tökst ekki að auka fylgi sitt." ÓLAFSVÍK „Vildum gera vinnubrögðin lýðræöislegri“ Helgi Kristjánsson. efsti maður á lista sjálfstæðismanna i Ólafsvík. sagói: „Við erum nokkuð ánægðir með okkar hlut i þessum kosningum, þar eð við áttum við alla hina flokk- ana að etja. Við drógum okkur út úr samvinnunni að þessu sinni og buðum fram sjálfstætt á þeim forsendum að koma á lýðræðislegri vinnubrögðum og opna sveitarstjórnina meira fyrir fólkinu sjálfu. Þetta fékk hljómgrunn. — einnig hjá flokksmönnum annarra flokka fyrir kosningarnar. þótt þeir hafi svo orðið undir i flokkun- um þegar framboð var ákveðið. Það var fyrst og fremst vegna mikils baráttuvilja andstæðing- anna að við komum ekki öðrum manni að. En við sjálfstæðis- menn erum ánægðir með að hafa boðið fram sjálfstætt og komið fram hugmyndum okkar um aukíð samráð við fólkið sjálft í sveitarstjórnun." DALVÍK „Munaöi litlu, aó annar maóur kæmist að“ Aðalsteinn Loftsson efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins á Dalvík sagði m.a.: „Þegar á heildina er litið, hefur Sjálf- stæðisflokkurinn unnið stór- sigur, en því miður getum við Kópavogsbúar fyrir framan kjördeildir á sunnudag. ekki sagt sömu sögu hér á Dal- vík og erum frekar daufir yfir úrslitunum. Ekki munaði þó nema örfáum atkvæðum. að annar maður á lista okkar kæm- ist að. Framsóknarmönnum hér tókst að koma saman miklum blendingslista, sem fékk mikið fylgi, en ekki þarf að reikna með þvi, að allt það fylgi skili sér í alþingiskosningunum til Framsóknarflokksins. — Úrslit kosnínganna eru vísbending um, hvað fólkið vill og það skil- ur, hvað er að gerast i kringum það." Ummæli for- ystumanna Sjálfetæðis- flokksins í kaupstöðum ogkauptúnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.