Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. MAl 1974 7 THE OBSERVER THE OBSERVER ___,—•. ___-—i •. Glistrup til hjálpar í augum ókunnugra virtist al- gjör upplausn ríkja ■ Danmörku um miðjan þennan mánuð. Tvö hundruð þúsund verkamenn lögðu niður vinnu í fyrstu pólitisku verk- föllunum, sem efnt hefur verið til þar frá þvi endi var bundinn á hersetu nasista i siðari heimsstyrj- öldinni. Voru verkamennirnir að mótmæla nýjum skattaálögum, sem þingið hafði samþykkt til að leysa efnahagsvandann. Kröfðust þeir þess að rikisstjórn frjálslynda flokksins færi frá, og við tæki ný stjórn, sem hefði meiri skilning á málstað verkamanna. Væru aðgerðir verkamannanna teknar alvarlega. leit helzt út fyrir, að múgveldi væri á næsta leiti, og að völd þingsins væru i hættu. En flestir stjórnmálamennirnir neit- uðu að taka aðgerðirnar alvarlega. Þegar svo skapgerð Dana er höfð i huga. er vafasamt að verkfalls- menn sjálfir hafi tekið yfirlýsingar sinar bókstaflega. Danir eru gæddir mikilli hæðni og hafa gam- an af skripalátum. Paul Hartling forsætisráðherra sagði í viðtali við fréttamenn að hann ætti erfitt með að skilja allt þetta umstang út af nokkurrra aura hækkun á ölflösku og krónu hækkun á vindlingapakka, en það voru þessar hækkanir, sem leiddu til verkfallanna. Auknar álögur á munaðarvöru eiga að renna nýjum stoðum undir efnahaginn, og Hartling kvaðst ekki geta séð að sú leið væri jafn óþjóðfélagsleg og verkfallsmenn vildu halda fram. Poul Hartling er for- sætisráðherra minnihlutastjórn- ar, sem aðeins nýtur stuðn- ings 22 af 179 þingmönnum danska þingsins. Mótmælin hóf- ust strax og hann lagði fram frum- varp sitt um lausn efnahagsmál- anna. Ef aðeins er iitið á frumvarp- ið sjálft hefði mátt ætla að flestir þingmennirnir nema róttækustu vinstrimenn gætu fallist á það, þvi í þvi fólst skynsamleg leið til lausnar. Danmörk á við mikla verðbólgu að stríða, sem nemur um 1 5% á ári, svo ekki sé minnzt á viðskiptajöfnuðinn við útlönd, sem er óhagstæður um sem nem- ur 1 milljón sterlingspunda á dag. Bersýnilega dugðu engin vettl- ingatök. Þá kom babb i bátinn. Jafnaðar- menn, sem eru i stjórnarandstöðu, voru tilneyddir að snúast gegn frumvarpinu. Þótt þeir séu stærsti þingflokkurinn með 46 sæti, hafa þeir sætt mikilli gagnrýni vinstri- manna. Undanfarin fimm til sex ár hafa þeir stöðugt verið að missa fylgi yfir til. kommúnista og hálf- kommúnista i sósialska alþýðu- flokknum. Og það var siðarnefndi flokkurinn, sem hefur mikil itök i verkalýðsfélögunum, sem boðaði til verkfallanna. Opinbera verka- lýðsforystan, sem er i nánum tengslum við jafnaðarmenn, lýsti hneykslun sinni á vinnustöðvun- unum. Ekki var forustan síður hneyksluð yfir fjöldafundum, sem haldnir voru fyrir framan Kristjánsborgarhöll, þar sem þing- ið hefur aðsetur í Kaupmanna- höfn, I því skyni að hvetja þing- menn til að fella frumvarpið. Jafnaðarmenn gátu ekki látið fjöHakröfurnar afskiptalausar. Ef þeir ætluðu sér að endurheimta fylgi þessara manna. urðu þeir að greiða atkvæði gegn Hartling. Þvi miður hefði það leitt til nýrra þing- kosninga innan mánaðar. Þar sem ekki eru nema rúmir fimm mánuð- ir frá síðustu kosningum i desem- ber 1973 og hvorki þjóðin né stjórnmálamennirnir hafa neinn sérstakan áhuga á að endurtaka þá raun strax. varð einhvern veg- inn að bjarga stjórninni. Maðurinn, sem gerði það, var Mogens Glistrup, þessi frumlegi nýliði i dönskum stjórnmálum. Hann vann glæsiletgan sigur í sið- ustu kosningum með nýstofnuð- um Framfaraflokki sínum, hlaut 28 þingsæti, og er flokkurinn því næst stærsti þingflokkurinn. Stefnumál hans var að draga úr sköttum og skriffinnsku. Þegar Glistrup kom fyrst á þing var hann hreinlega hunzaður af fulltrúum borgaraflokkanna, sem voru Iftt hrifnir af þeim kjósenda- fjölda og þeim þingsætum, sem Glistrup hafði frá þeim hirt. Hann var lifandi sönnun þess, að Danir eru orðnir þreyttir á vaxandi skattabyrði og skriffinnsku vel- ferðarrikisins. Þegar frumvarp Hartlins var í bráðri hættu. kom Glistrup til hjálpar, og þá var það sem hann vann þann sigur, sem hann hafði beðið eftir. Leiðtogar flokkanna tóku hann tali, og hann var tækur í „Snapstinget", eða gildaskála þingsins, þar sem oft er gert út um málin i óformlegum viðræðum yfir glasi af iskældu ákávíti. Hét Glistrup þvi að allir 28 þingmenn flokks hans skyldu standa með stjórninni. Fréttamenn, sem minntust kosningastefnuskrár hans og bar- áttu gegn hverskyns sköttum, spurðu hann hvort hann væri ekki að svikja málstaðinn. Hann svar- aði þvi akveðið neitandi. Hann hafði öðlazt virðingu, og það var það sem hann sóttist eftir. Það var ekki lengur unnt að ganga framhjá Framfaraflokknum. Hann var kominn í hóp viðurkenndu flokk- anna. Margt bendir til þess að jafnað- armenn hafi einnig verið Glistrup innilega þakklátir. Með stuðningi sinum við rikisstjórnina gerði hann jafnaðarmönnum kleift að vera i andstöðu við nýja skatta- frumvarpið án þess að það þyrfti að leiða til nýrra kosninga. Þá hefur þessi stuðningur Glistrups veitt Anker Jörgensen leiðtoga jafnaðarmanna aukinn frest til að ná itökum meðal verkamanna, og það er það sem flestir vilja. Þeir vilja ekki að öfgasinnaðir vinstri- menn yfirtaki stjórn verkalýðs- samtakanna. Allir urðu ánægðir. Hartling gat sýnt fram á það að hann ætlaði sér ekki að lúta dómi þings göt- unnar, og að verkfall gæti ekki hrakið hann frá völdum. Hann hafði skorað fyrir þing-lýðræðið. Og verkamennirnir? Ja, það er eins og einn ritstjórinn komst að orði, þá langaði i auka fridag. Veðrið er dásamlegt i Danmörku um þessar mundið. Ef til vill fara aðrir hópar verkamanna i verkföll. Ekki I neinni vonzku, heldur að- eins svo einnig þeir fái auka fri- dag. Stundum virðist Danmörk afar mikið menningarland. Eftir Roland Huntford Mogens Glistrup. Brotamálmur Kaupum allan brotamálm lang hæsta verði. Staðgreiðsla. Nóatún 27, sími 25891 . Spænska Bréfaskriftir, þýðingar og kennsla. Steinar Árnason, löggildur skjalaþýðandi i spænsku, sími 8461 4. Hafnarfjörður Roskin hjón óska eftir að taka á leigu 2ja—3ja herb. íbúð sem allra fyrst. Vinsamlegast hringið i sima 52625. Jakobsdalsgarn Anorina Lyx, Mohairgarn, Noppé Bouclé, Tweed gar. VERZL. HOF Þingholtsstræti 1 Gerum við kaldavatnskrana og WC-kassa. Vatnsveita Reykjavikur, SÍMI 27522. Sveit Getum tekið á móti nokkrum börn- um til sumardvalar. Sími 42342. 170 ha. VOLOV-PENTA bátavél til sölu, ásamt mælaborði og miklu af varahlutum. Uppl. i slma 14227. Keflavík Til sölu 4ra herb. ibúð við Hátún. Allt sér. Laus strax. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavík. Síml 1420. Grindavík Til sölu 4ra herb. efri hæð og 2ja herb. risibúð við Túngötu. íbúðirn- ar seljast hvor i sinu lagi, ef óskað er. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, simar 1 263 og 2890. Garður Til sölu einbýlishús i góðu standi. 2 herb. og eldhús á neðri hæð, 2 herb. i risi. Bilskúr fylgir. Góð greiðslukjör. Laus strax. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Símar 1 263 — 2890. Ytri Njarðvík Til sölu vel með farin 3ja herb. íbúð ásamt bílskúr. Laus strax. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavik. Sími 1420 Verzlunarhúsnæði Óska eftir að taka á leigu húsnæði fyrir litla sérverzlun við fjölfarna verzlunargötu eða í verzlunarmið- stöð. Tilboð sendist Mbl. merkt: ..1300". GLÆSILEG NORSK FRAMLEIÐSLA. E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 4. HAFNARFIRÐI — SÍMI 51919. FENNER kýlrelmar lleygrelmar relmsklfur ásteng VALD. POULSENI KLAPPARSTÍG 29 - SÍMAR: 13024 - 15235 SUÐURLANDSBRAUT 10 - : 38520 - 31142

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.