Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. MAl 1974 Frjálsíþróttafólk í góðu formi Mörg met 1 hættu í sumar A FYRSTA meiriháttar frjáls- fþróttamóti sumarsins, Vormóti IR, sem fram fór á Melavellinum s.l. fimmtudag, mátti af ýmsu marka, að frjálsíþróttafólkið virð- ist hafa búið sig undir keppnis- tfmabilið af kostgæfni, og er lfk- legt til afreka í sumar. Reyndar var sumt af bezta frjálsfþrótta- fólki landsins ekki meðal kepp- enda á mótinu, og má þar nefna tR-ingana Sigfús Jónsson og Agúst Asgeirsson, sem dvelja enn f Englandi við nám, Halldór Guð- björnsson, sem er frá vegna meiðsla og Erlend Valdimarsson, sem vaidi þann kostinn að keppa ekki á móti þessu. Það afrek sem vakti einna mesta athygli á mótinu var há- stökk Karls West Fredriksen, UMSK, en hann stökk 2,01 metra og er það jafnframt annað bezta hástökksafrek íslendings frá upp- hafi. Var Karl mjög vel yfir hæð- inni, sennilega nokkra senti- metra, en hins vegar var hann alilangt frá þvf að fara næstu hæð, 2,04 metra, enda virtist hann ekki einbeita sér eins að þeirri hæð. Verður gaman að fylgjast með hvað karl gerir þegar byrjað verður að keppa á Laugardalsvell- inum, en þar er aðstaða til há- stökks langtum betri en á Mela- vellinum. Hreinn Halldórsson, HSS, náði ágætum afrekum I kúluvarpi og kringlukasti. Hann varpaði kúl- unni tvívegis 17,48 metra, en virt- ist samt ekki í fullkomnu jafn- vægi í hringnum. Hlýtur það að vera aðeins tímaspursmál hvenær Hreinn fer yfir 18 metra markið, og Islandsmetinu ætti hann að ná þegar í sumar, en það er sem kunnugt er 18,48 metrar og er í eigu Guðmundar Hermannssonar. Guðni Halldórsson náði einnig ágætu afreki í kúluvarpinu 15,05 metrum, sem er ekki langt frá hans bezta. — Ég hef verið á kaf í prófum að undanförnu, sagði Guðni, — og reikna ekki með að ná mér vel á strik fyrr en eftir svona mánuð. Þá ætla ég mér að sigrast á 16 metra línunni. Guðna hafa greinilega aukizt kraftar frá í fyrra, og fáir kúluvarparar hér- lendis hafa betri tækni en hann. Bjarni Stefánsson náði ágætum árangri í 100 metra hlaupinu, 10,7 sek., ekki sízt miðað við það að brautirnar voru mjög lausar. — Ég hélt að ætti að keppa í 200 metra hlaupi og kom hingað til þess, sagði Bjarni. — Það er sú grein sem ég ætla að einbeita mér að í sumar, og vonast eftir að ná metinu í. Bjarni hefur ásamt Stef áni Hallgrímssyni dvalið á Spáni við æfingar að undanförnu, og lét Bjarni vel af þeirri dvöl og sagðist hafa haft af henni mikið gagn. — Við vorum þarna á æfingasvæði sem Finnar hafa komið sér upp þarna, og aðstaðan var allgóð. Hún var þó fremur miðuð við kastara og langhlaupara en spretthlaupara, sagði Bjarni, — meirihluti finnska landsliðsins hefur dvalið þarna meira og minna við æfingar í vetur. í 100 metra hlaupinu varð hinn efni- legi Ármenningur, Sigurður Sig- urðsson í öðru sæti á ágætum tíma 11,2 sek., en þar er á ferðinni piltur sem mikils má af vænta. Vilmundur Vilhjálmsson gat ekki tekið þátt í þessu móti — var að ljúka stúdentsprófi sama dag. Ingunn Einarsdóttir var sú kona sem mesta athygli vakti á þessu móti með mjög góðu 200 metra hlaupi sínu. Oftast hafa systurnar Lára og Sigrún veitt henni mikla keppni, en að þessu sinni var Ingunn áberandi sterk- ust og náði prýðilegum tíma 26,1 sek. Hér á eftir fara úrslit í einstök- um greinum á vormóti ÍR. 100 metra hlaup: Bjarni Stefánsson, KR 10,7 sek. Sigurður Sigurðsson, Á 11,2 sek. Helgi Hauksson, UMSK 12,1 sek. 110 metra grindahlaup: Stefán Hallgnmsson, KR 15,5 sek. Hafsteinn Jóhannesson, UMSK 15,9 sek. Jón S. Þórðarson, IR 16,7 sek. Hástökk: Karl W. Fredriksen, UMSK 2,01 metr. Elías Sveinsson, ÍR 1,94 metr. Hafsteinn Jóhannesson, UMSK 1,80 metr. 200 metra hlaup kvenna: Ingunn Einarsdóttir, ÍR 26,1 sek. Lára Sveinsdóttir, Á 26,8 sek. Asa Halldórsdóttir, A 28,1 sek. Sigrún Sveinsdóttir, Á 28,4 sek. 3000 metra hlaup: Gunnar Snorrason, UMSK 9:45,4 mín. Högni Óskarsson, KR 9:56,9 mín. Viðar Toreid, Á 10:07,5 mfn. 800 metra hlaup: Gunnar P. Jóakimsson, ÍR 2:00,8 mín. Róbert McKee, FH Guðm. R. Guðmundss. FH 2:27,2 mín. Langstökk kvenna: Hafdís Ingimarsdóttir, UMSK4,94 Lára Sveinsdóttir, Á 4,94 metr. Ása Halldórsdóttir, A 4,52 metr. Kúluvarp: Hreinn Halldórsson, HSS 17,48 Guðni Halldórsson, HSÞ 1505 Óskar Jakobsson, lR 14,38 metr. Kringlukast: Hreinn Haildórsson, HSS 50.60 Guðni Halldórsson, HSÞ 44,32 Páll Dagbjartsson, HSÞ 43,74 Elías Sveinsson, ÍR 43,14 metr. 800 metra hlaup kvenna: Ragnhildur Pálsdóttir, UMSK 2:21,4 mín. Anna Haraldsdóttir, FH 2:26,7 Svandís Sigurðardóttir, KR 2:37,3 Lára Halldórsdóttir, FH 2:46,4 mín. 100 metra hlaup telpna: Ástra B. Gunnlaugsdóttir, ÍR 13,3 sek. Þórdís Gísladóttir ÍR 14,1 sek. Katrín Sveinsdóttir, Á 14,5 sek. 400 metra hlaup sveina: Einar P. Guðmundsson, FH 57,4 sek. Ásgeir Þ. Eiríksson, ÍR 57,8 sek. Óskar Thorarensen, ÍR 59,9 sek. Erlendur Valdimarsson — erfið æfingaaðstaða KEPPi EKKIA MELAVELUNUM — ÞAÐ SEM fram kom í Morgunblaðinu fyrir mótið, að ég myndi ekki taka þátt í því vegna meiðsla, er ekki rétt, sagði Erlendur Valdimarsson, IR, mesti afreksmaður fs- lenzkra frjálsfþrótta, í viðtali við Mbl., að loknu IR mótinu á fimmtudagskvöldið, en þar var hann meðal áhorfenda. — — Astæðan var einfaldlega sú, að ég sá ekki neinn tilgang með því að keppa hér f kringlu- kastinu og kasta hér upp í báru- járnið, sagöi Erlendur, — sennilega mun ég ekki keppi framar á Melavellinum, enda aðstaðan hér engan veginn boð- leg. Sem kunnugt er hefur lengi staöið styrr um kastaðstöðuna á Melavellinum, og eftir að Er- lendur fór að ná 60 metra köst- um, eru jafnmiklar Ifkur á að kringlan hafni í bárujárnsgirð- ingunni og á vellinum. Þá hef- ur það margsinnis komið fyrir að Erlendur hefur brotið og skemmt kringiur sfnar á Mela- vellinum, en kringlur eru ocðn- ar mjög dýrar. — Það er mikil nauðsyn á því að bæta aðstöðu okkar kastar- anna til æfinga og keppni, sagði Erlendur. — Við fáum ekki að æfa á Laugardalsvellin- um, og kastsvæðið sem verið er að koma þar upp virðist eiga nokkuð langt í land með að verða tilbúið. Hér er verkefni sem stjórn Frjálsfþróttasambands Islands og vallaryfirvöldin í Reykjavfk þurfa nauðsvnlega að leysa hið fyrsta. Islenskir afreksmenn í frjálsum íþróttum eru ekki það margir, að það ætti aö vera hægt að búa þeim bærilega að- stöðu til æfinga og keppni. Gunnar Snorrason, sigurveganri f 3000 metra hlaupi Dregið í Evrópubikarkeppni NU HEFUR verið dregið um það með hvaða löndum Island verður í riðli f næstu Evrópubikarkeppni í frjálsum íþróttum sem fram á að fara 14. og 15. júní 1975. Munu karlarnir keppa í Lissabon í Portúgal, en konurnar i Osijek í Júgóslavíu. í karlaflokki verða með Islandi í riðli: Belgía, írland, Holland, Portúgal, Spánn og Sviss. Ættu íslendingar að eiga góða mögu- leika á að sigra a.m.k. tvö þessara landa: írland og Portúgal. I kvennaflokki keppa með ís- lendingum: Austurríki, Danmörk, írland, Noregur og Júgóslavía. Einnig hefur verið dregið um riðla í Evrópubikarkeppninni í tugþraut landsliða. Dróst island í riðil með Belgíu, irlandi, Frakk- landi, A-Þjóðverjum, Bretlandi, Spáni og Sviss. Keppni þessi fer fram í Barselona á Spáni 19. og 20. júlí 1975. Karl West Fredriksen.náði næstbezta afreki tslendings f há- stökki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.