Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. MAI 1974 33 Skunnnmvnd í finrskn framhaldssagaeftir liyi IvJ 1 Ij^JIOíXÁJ MARIU LANG, <tandervell) ÞÝÐANDI: JOHANNA KRISTJONSDÓTTIR. ^■^Véluiegur^^y 19 hvart inn á svirt þaó, sem Staffan Arnold var aö fjalla um. Þeir vissu þetta háðir og þeim var einnig ljóst aó sá sem yrói fyrri til að birta opinberlega niðurstöður rannsókna sinna hafði mesta möguleika til að ná vísindalegri viðurkenningu. Aðeins sá, sem verði sína ritgerð á undan, gat — þrátt fyrir alla samninga þeirra tveggja í millum — verið viss um að hinn legði ekki hindranir í veg hans. En þótt einkennilegt megi virð- ast ríkti milli þessara tveggja keppinauta ágæt vinátta. Þeir rökræddu oft og kastaðist iðulega í kekki, en æ oftar sáust þeir saman og allt benti til að með þeim hefði tekizt góð vinátta. ,,Astarhatur“ kallaði Staffan það kaldhæðnislega. — Sannleikur- inn er sá, að viö þorum ekki að sleppa hvor öðrum úr augsýn — þar liggur hundurinn grafinn, sagði hann. En fleira blandaðist inn í þetta mál. Vitað var að dósentsstaða í bókmenntasögu var að losna og öllum var Ijóst að annar þeirra fengi stöðuna. Sá þeirra sem væri betri og hæfari. Eóa kannski er sönnu nær að segja: Sá sem yrði á undan . .. Ég var að brjóta heilann um þetta, þegar ég stóð þarna i her- berginu og fann Staffan þrýsta hönd mína. Stutta stund gleymdi ég því sem hafði gerzt síðustu dægur og spurði forvitnislega: — Hvernig gengur með Stagne- lius? Hann sleppti hönd minni og yppti öxlum, hátíðlegur á svip og fór með tilvitnanir úr Stagneliusi „gott er að ég er ekki skapaður til frægðar og frama . . . en hafi ég lifað við gleymsku kann ég að vera syrgður þegar ég dey . . .“ Eóa svo að ég orði það á auðskilj- anlegri máta: Pelle hefur lokið ritgerðinni sinni . . . — LOKIÐ HENNI . . . hvernig getur það átt sér stað? — Hann hefur unnið einsog þræll í allt haust, en ég hef verið önnum kafinn við að siða til elskulega unga skóladrengi . . . Lillemor bætti við með ákefð: — Pelle leggur ritgerðina fram í næstu viku. Mánuði áður en doktorsvörn fer fram er sérstök tilkynning hengd upp, þar sem skýrt er frá því að nú sé allt tilbúið og andmælendur hafi byrjað störf sín. Staffan benti dauflega á blaðabunka sem lá á skrifborðinu. — Það versta er að ég hef lofað þvf að vera annar andmælandinn. Svo að nú neyðist ég til að fara í gegnum allt efnið og lesa það. Ég las tilkynninguna, þar sem stóð að Pelle Bremmer magister hefði lagt fram ritgerð sína og yrði hún tekin til doktorsvarnar þann 14. desember kl. 10 f.h. — Er hún . . . sagði ég vand- ræðalega. — Er hún hættuleg fyrir þig? — Já, það veróur víst ekki annað sagt. í þessu stuttorða svari fólust brostnir draumar heils áratugar. Ég mætti augnaráói Karls Gustafs og ég vissi hvað hann hefði langað til að segja: Veslings stráið. Meira að segja Lillemor hafði vit á því að þegja á þessari stundu. En Staffan fann, hvað við vorum að hugsa og hann hristi höfuöið þrjóskulega og sagði: — Nei, ég kæri mig ekki um að þið hafið meðaumkun með mér. Hann náði markinu á undan mér og sá betri hlýtur að vinna. Minn ágæti Erik Johan Stagnelius hefði reyndar átt að kenna mér að við eigum ekki að binda okkur af of miklu hjartnæmi við okkar erfiða líf. Hvaða máli skiptir það svo sem, hvor okkar Pelle er fyrri til að ljúka einni ritgerð . . .? Svo bætti hann skyndilega við, svo alvörugefinn, að ég fann að harmleikurinn með Evu hafði snortið hann dýpra en hann hafði viljað sýna fram að þessu: — Það væri að nnnnsta kosti fánýtt að gráta slíkt á degi sem þessum . . . En hver veit? Það skiptir kannski ekki eiryj sinni máli hvort fólk deyr ungt eins og Eva . . . „Hvað er vort líf? Skýhnoðri á himni . . .. ský, sem aldrei hvílir og er á eilífri hreyf- ingu . . . lifir aðeins skarama hríð . . . eitt sumarkvöld" — Stagnelius blessaður, bætti hann við og reyndi að láta ekki á þvf bera, hve honum var þungt i skapi. Jan og Staffan voru keppinaut- ar í því hvor þeirra væri snjallari að koma með tilvitnanir. Ég furð- aði mig, þegar mér varð litið á þjáningarfullt andlit Jans, þegar hann fór með grafskrift Macbeths um tilgangsleysi tilverunnar . . . orð hans hljómuðu eins og graf- skrift yfir unga stúlku, sem var myrt af einhverjum annarlegum ástæðum. Hann endurtók sfðustu hendinguna og vottaði fyrir tryll- ingi í rödd hans: „Það ævintýri sagði okkur fá- ráður . . . ó Guð, hvað það er satt. hvað það er satt . . " ÁTTUNDl kafli Christer hafði beðið drjúga stund fyrir utan, þegar ég mundi allt í einu eftir því að ég hafði lofað að honuin yrði hleypt inn. Eg var enn haldin þeim geð- hrifum, sem ríktu uppi í her- berginu, samblöndu alvöru og glettni — og þögn, og ég var þvf BENSÍNVÉLAR Austin Bedford Vauxhall Volvo Volga Moskvitch Ford Cortina Ford Zephyr Ford Transit Ford Taunus 1 2M, 1 7M, 20M Renault, flestar gerðir. Rover Singer Hilman Simca Skoda, flestar gerðir. Willys Dodge Chevrolet DIESELVÉLAR Austin Gipsy Bedford 4—6 cyl. Leyland 400, 600, 680. Land Rover Volvo Perkins 3, 4, 6 cyl. Trader4, 6 cyl. Ford D. 800 K. 300 Benz, flestar gerðir Scania Vabis VELX/AKAIMDI Velvakandi svarar í sima 10-100 kl 10 30 — 1 1 30. frá mánudegi til föstudags % Árbæjarbúar og „græna byltingin“ Guðrún Snæbjörnsdóttir, Hraunbæ 174, Reykjavík, skrifar: „Ég verð að segja, að mig rak í rogastanz er ég las grein í Timan- um í dag, miðvikudag, um þyrn- inn i augum Framsóknar „grænu byltinguna". Þar segir svo frá, að Árbæingar hafi fyrstir orðið fyrir barðinu á henni! Hér er um framkvæmdir að ræða, sem fbúar hverfisins báðu sjálfir um á sinum tima, þ,e„ að stórar og þungar bifreiðar og flutningatæki fari ekki inn á bíla- stæði við blokkirnar, heldur væri lagt norðan Hraunbæjar (barna- fólki til mikils léttis, að því er maður hefði haldið). Það er furðulegt ef kvörtun hef- ur borizt frá Árbæingum vegna framkvæmda því að hér eru fbúar, sem ekki hafa legið á liði sinu við að fegra og snyrta um- hverfið. Þaó er óhætt að segja, að lyft hafi verið grettistaki f þessum efnurn hér í hverfinu. Eg er hrædd um, að Hraunbær- inn hefði ekki þann svip, sem hann hefur nú, ef aldrei hefðu komið vinnutæki þar nálægt. Guðrún Snæbjörnsdóttir." Það er svo sem von, að fólki blöskri ámátlegir tilburðir minni- hlutaflokkanna í borgarstjórn við áróðurinn, en það var nú reyndar aldrei við öðru að búast. 0 Við hverja halda minnihlutamenn að þeir séu að tala? „Sigga Breiöholtsbúi" hringdi og las Velvakanda fyrir eftirfar- andi pistil: „Það er augljóst mál, að minni- hlutaflokkarnir i borgarstjórn leggja ofurkapp að ná sem flest- um atkvæðum frá okkur, sem bú- urn hér i Breiðholti. Áróðursflóð- ið ber þessu glöggt vitni, enda er varla friður fyrir ásókninni og hér eru allir gangar fullir af sneplum og áróðursbæklingum. í þessum plöggum og málgögn- um minnihlutaflokkanna er si- fellt hamrað á því hvernig borgar' yfirvöld hafi brugðizt Breiðholts- búum við ýmsar framkvæmdir, og einn prédikarinn sagðist meira að segja hafa komið í verkamanna- hverfi i erlendri borg þar sem öll þjónustumannvirki hefðu verið tilbúin jafnframt því, sem bygg- ingu íbúðarhúsanna var lokið og búið að ganga frá öllum al- menningssvæðum, og það áöur en nokkur einasta sála var flutt i hverfið! Þetta fannst manninum vera nákvæmlega eins og það ætti að vera, og lá í orðunum ásökun í garð borgaryfirvalda fyrir að hafa ekki staðið að framkvæmdum í Breiðholti með þessum hætti. Nú spyr ég: Er ætlazt til, að maður taki svona röfl hátíðlega? Ég verð nú að segja það fyrir mitt leyti, að ég 'get ekki annað en móðgazt þegar svona málflutning- ur er borinn á borð fyrir mig. 0 Misheppnuð rógsferð Eða hver kannast ekki við þá útslitnu plötu, að Breiðholts- hverfið sé „svefnborg", nokkurs konar geymslustaður fyrir fórnar- lömb velmegunarinnar. Reynt hefur verið að klína því orði á Breiðholtshverfin, að þau séu einhver hryggðarmynd, sem sé sambærileg við fátækrahverfi stórborganna, og að hér geti gott mannlff ekki þrifizt vegna mis- taka í skipulagninu. Það vill bara svo til, að það fólk, sem hér býr, þarf ekki að láta neinn segja sér hvernig hér er að búa, né heldur lætur fólkið mata sig á þvi hvernig hér ætti að vera. Engum heilvita manni dettur 1 hug, að íbúðarhverfi verði full- gerð um leið og farið er að undir búa framkvæmdir. Þegar við, sem höfum búið hér um nokkurra ára skeið, látum hugann hvarfla aftur í timann, og lftum á það, sem gert hefur verið á örskömmum tfma, þá fer ekki hjá því, að við horfum með bjart- sýni fram á við. Hverfin eru frábærlega vel skipulögð, tekið hefur verið tillit til þarfa almennings, viðmiðun tekin af staðháttum o.s.frv., eins og reyndar vera ber. Ég vil svo bæta þvi við að lok- um, að allir kjósa þá stjórn yfir sig, sem þeir eiga skilið að fá, en það verður að ætlast til þess af Reykvíkingum, að þeir hafi nú nægilegan samanburð, þar sem er annars vegar einhuga og samhent stjórn Sjálfstæðisflokksins i æðislega vel. Hvað eftirhermur og allt „sykurjukk" snertir þá þætti rnanni vist alveg örugglega ekki gaman að fara á böll. ef maður heyrði ekki lög. sem maður þekkti. Ég fór á ball fyrir tveimur árum þar sem Svanatrfó spilaði (hljóm- sveit Ömars H.). Þá var ég 15 ára og fannst hljómsveitin alveg hörmuleg. Ömar ætti manna sizt að tala um ókynþroska stelpur, — hann ætti að Ifta tvö ár aftur i timann. Þessar „ókynþroska" stelpur eru flestallar úr 2. bekk gagnfræða- skóla, en nokkrar úr 3. Þetta er mitt álit á grein Ómars. Ég vona að það verði birt, svo og allar aðrar greinar, sem eru á leiðinni, en þær skrifuðu vinkon- ur minar. Virðingarfyllst. Ellnborg Ólafsdóttir." Þetta er semsagt gagnrýni á gagnrýni, en Ómar Halldórsson reit grein hér i blaðið 19. maf s.l„ þar sem fjallað var um popphátíð á Selfossi, sem haldin var i sam- bandi við Árvökuna þar. Velvakandi biður spenntur eft- ir bréfurn vinkvenna Elínborgar og fleiri, sem kunna að sýna mál- inu áhuga. Reykjavík, og hins vegar margsplundruð flokksbrot og brotabrot minnihlutans." 0 Selfoss — popp Hér kemur bréf frá Stokkseyri, og er bréfritarinn Elinborg Ólafs- dóttir: „Kæri Velvakandi. Mér finnst of langt gengið hjá Ómari Ilalldórssyni i greininni 19. maí. Þgr talar hann um hljóm- sveitina Raflost, sem strákar úr 3. bekk gagnfræðaskólans á Selfossi eru nýbúnir að stofna. Hann ætti að horfa aftur í tím- ann — þegar hann var að stofna hljómsveit fyrir rúmum þrernur árum, litlu eldri eða jafn gamall. Nú þremur árum seinna þá vita fáir, að hún var nokkurn tíma til, hvað þá hvað hún hét. Þar aó auki spilaði sú hljómsveit alveg örugg- lega ekki nema fjórum sinnum opinberlega, og þá vegna þess að engar aðrar hljómsveitir voru til staðar. Og maður veit sosum af hverju Ómar talar um, að platan hjá Mánum sé góð, — hann samdi alla textana sjálfur. Ég fer á flest böll þar sem Mánar spila, og þeir spila alveg Þ. Jónsson & Go. Skeifan 17 — Simi 84515 — 16 til- brigði Kosturinn við Sadolin máln- ingu er m. a. hin nákvæma litablöndun, sem þér eigið völ á að fá í 1130 litbrigðum. Sadolin er einasta máln- ingin, sem býður yður þessa þjónustu í olíulakki og vatnsmálningu. Komið með litaprufu og látið okkur blanda fyrir yður Sadolin liti eftir yðar ' Málningarverzlun Péturs Hjalte- sted, Suðurlandsbraut 12, Reykjavik. Verzlunin Málmur, Strandgata Strandgata 11, Hafnarfjörður. Dropinn, Hafnargata 80, Keflavík. Neshúsgögn, Borgarnesi. Hafliði Jónsson, hf„ Húsavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.