Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1974 19 ur Ölafsson hefur fallið við. Magnús Guðmundsson, Ottó Guðmundsson og mu á qvart stara IBK ljóst hve meiðsli hans eru mikil. Þorsteinn stóð vel fyrir sínu, en tengiliðir og framlínumenn ÍBK áttu slakan dag. Munar greinilega mikið fyrir ÍBK að missa Gísla af miðju vallarins, en hann hefur tekið við miðvarðarstöðunni í fjarveru Guðna. Texti: Sigtryggur Sigtryggsson. Myndir: Ragnar Axeisson. t stuttu máli Laugardalsvöllur 25. maí Íslandsmótið 1. deild. KR — ÍBK 1:0 Mark KR: Jóhann Torfason á 6. mínútu. Áhorfendur: 1310. Áminning: Friðrik Ragnarssyni var sýnt gula spjaldið á 79. min. er hann kom inn á völlinn við skipt- ingu án þess að hafa áður fengið leyfi dómara. Dómari: Grétar Norðfjörð dæmdi leikinn í alla staði vel, hafði góða yfirferð og var rögg- samur í dómum sinum. „NÚ GETUR KNAPP SOFIÐ RÓLEGUR, EN ÉG VERÐ ANDVAKA” EFTIR leik KR og ÍBK átti blaða- maður Morgunblaðsins viðtal við nokkra af Ieikmönnum liðanna og forráðamenn og fara orð þeirra hér á eftir: Tony Knapp þjálfari KR: Þessi sigur var fyrst og fremst sigur fyrir KR-liðið sjálft, þetta er dag- urinn er KR fann aftur stolt sitt, öryggi og haráttuhug. Ég vissi alltaf hvað njó i þessu liði, en það veit enginn um þau vandamál sem við höfum átt við að stríða undanfarna viku. Fimm fasta- menn liðsins gátu ekki æft fyrr en á fimmtudag og óvist var hvort þeir gætu leikið. Það var t.d. vafa- samt alveg fram á síðustu stundu hvort Ottó Guðmundsson gæti leikið. En vegna þrábeiðni og áhuga hans sjálfs setti ég hann inn á og það er gott dæmi um það hvernig KR-liðið lék í dag, allt liðið, þvi ég vil ekki taka neinn einstakan fram fyrir. (Eins og fyrri daginn bannaði Knapp blaðamönnum að ræða við leikmenn KR). George smith þjálfari lBK:Ég er að sjálfsögðu mjög óánægður með tapið, það er alltaf leiðinlegt að tapa. Við höfum átt við meiðsli að stríða, mikil meiðsli, og munar þar mestu um Guðna Kjartansson og hver veit nema við missum Einar Gunnarsson núna? Um síð- ustu helgi var Tony Knapp and- vaka, nú getur hann verið róleg- ur, en mér verður varla svefn- samt um helgina! Grétar Magnússon, IBK: Við verðum að gefa öðrum liðum tækifæri! En að öllu gamni slepptu, þá vantar töluvert á að iBK-liðið hafi náð sínum fyrri styrkleika. Meiðsli hafa háð okk- ur og okkur skortir ákveðni. Þá var völlurinn afleitur, allt of loð- inn. Y firbur ðir Akurnesinga IA — IBA 4-0 ÞAÐ VAR aldrei spurning um það, hvort liðið sigraði í leik Akurnesinga og Akureyringa í 1. deild á Akranesi á laugardag, heldur hve stór sigur Akurnes- inga yrði. Slíkir voru yfirburðir þeirra. Greinilegt er að Kirby, hinn snjalli þjálfari Akurnesinga, hefur gjörbreytt liðinu, ef miðað er við fyrri leiki þess i vor. Nú börðust allir leikmenn sem einn og megin áherzia lögð á sarhleik, þar sem knötturinn gekk frá manni til manns. Við þessu áttu Akureyringar engin svör, þótt þeir að vísu ættu ein tvö til þrjú upplögð tækifæri til að skora. Takist Akurnesingum að leika fleiri slíka leiki í sumar, bjóða þeir í fyrsta lagi áhorfendum upp á skemmtilega knattspyrnu og í öðru lagi verða þeir ekki auðsigr- aðir. Skemmtilegur fyrri hálfleikur Á tveim fyrstu mín. leiksins áttu Akurnesingar tvö „dauða- færi“ eins og sagt er á knatt- spyrnumáli, en varnarmenn ÍBA og markstengurnar bægðu hætt- unni frá. Áfram héldu Akurnes- ingar að sækja og fóru oft illa með góð færi, eða allt til á 15. mín. er Teitur fékk sendingu og skoraði með föstu skoti sem Samúel markvörður IBA hafði ekki minnstu tök á að verja. Við markið hresstust Akureyr- ingar nokkuð og fengu á 18. mín. ágætt tækifæri til að jafna, en voru klaufskir og óheppnir fyrir framan varkið og máttlaust skot Viðars Þorsteinssonar var auð- veldlega varið af Davfð markverði IA. Skallamark Matthíasar: Yfirburðir Akurnesinga úti á vellinum voru enn miklir, þótt illa gengi þeim að finna leiðina að marki andstæðinganna. Á 26. mín. náðu þeir skemmtilegri sókn, en Karl Þórðarson var of fljótur á sér og skaut yfir í góðu færi. Á 32. og 37. min. náðu norðanmenn þokkalegum sóknar- lotum. I fyrra skiptið skaut Gunnar Blöndal framhjá mark- inu, en í síðara skiptið varði Davíð gott skot frá Viðari. Á 41. mín. bættu Akurnesingar öðru markinu við. Jón Alfreðsson gaf fasta sendingu fyrir markið og Matthías var þar fyrir og skor- aði með glæsilegum skalla. Sfðari hálfleikur: Síðari hálfleikur var ekki eins vel leikinn og sá fyrri, sérstaklega er á leið. Yfirburðir Akurnesinga voru miklir og var um að ræða nánast einstefnu að marki Akur- eyringa, enda fannst mér gæta vonleysis í leik þeirra er á Ieið og sömuleiðis kæruleysis í leik Akur- riesinga, sem fóru illa með góð tækifæri. Skemmtilegur einleik- ur Eyleifs varð upphaf marks á 66. mín. Eftir að hafa leikið á tvo eða þrjá varnarmenn ÍBA gaf hann knöttinn til Teits, sem ekki var seinn á sér að skora. Litlu síðar yfirgaf Gunnar Aust- fjörð völlinn vegna meiðsla en hann var og hefur lengi verið traustasti varnarmaður IBA. I hans stað kom inná Sigúrður Lárusson og gat hann ekki fyllt stöðu Gunnars. Mistök hans færðu Akurnesingum fjórða markið á 73. mín. Ætlaði hann að gefa knöttinn til Samúels, en Matthias var nærri og komst hann inn í sendinguna, á þann skemmtilega hátt, sem honum er einum lagið og skoraði laglega. Enn áttu Akurnesingar tækifæri til að auka forskotið, þvi á 80. min. átti Steinn Helgason, sem kom inn á fyrir Eyleif, gott skot, sem Samúel varði og mín. síðar björguðu varnarmenn IBA naumlega á linu eftir hornspyrnu. Liðin: Erfitt er að gera upp á milli einstakra leikmann ÍA i þessum leik, þar sem allir stóðu sig vel. Þeir lögðu sig fram um að berjast og sýna góðan samleik. Þetta tókst þeim og komu þeir fram að þessu sinni sem heilsteypt lið, þar sem hvergi var veikur hlekkur. Benedikt Valtýsson lék nú með eftir nokkurt hlé og virkaði bar- áttugleði hans hvetjandi á liðið. Þá voru Matthias og Teitur friskir og ólikir því, sem þeir voru gegn York á dögunum. Þeir eru erfiðir hvaða vörn sem er. Jón Alfreðs- son var allur annar en gegn Val i fyrsta leiknum og gerði margt vel. Ég hef ekki séð Akureyringa leika fyrr á þessu keppnistímabili og sýnist mér liðið svipað að getu og í fyrra. Hvort þeir eru liklegir ,,fallkandidatar“ skal ósagt látið, Texti: Helgi Danfelsson. Myndir: Helgi Valur Helgason. en hitt sýnist mér auðsætt, að þeir verðg að gera mun betur til að vera öruggir um að haldá sæti sinu í 1. deild. Gunnar Austfjörð og Þormóður voru beztu menn liðsins, ásamt Sigbirni Gunnars- syni. í stuttu máli Akranesvöllur 25. maí Islandsmót 1. deildar Í.A. — Í.B.A. 4:0 (2:0) Mörk ÍA: Teitur Þórðarson á 15. min. Matthias Hallgrímsson á 41. min. Teitur Þórðarson á 66. mín. Matthías Hallgrímsson á 73. mín. Áhorfendur: 655 Gult spjald: Jón Gunnlaugsson 1A Dómari: Valur Benediktsson og dæmdi hann mjög vel. Handtöskur, æfingagallar, bolir HjnqóHP/ @/taKf/on«ar Klapparstig 44 Reykjavik simi 11783 Matthfas Hallgrímsson innsigiar 4:0 sigur lA. Hann komst inn f sendingu, sem ætluð var Samúel markverði ÍBA, og skoraði auðveldlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.