Morgunblaðið - 15.06.1974, Page 1

Morgunblaðið - 15.06.1974, Page 1
40 SIÐUR 99. tbl. 61. árg. LAUGARDAGUR 15. JCNl 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hríðversnandi ástand í fjármálum og peningamálum: 4000 millj. yfirdráttar- skuldir viðskiptabanka Nær 6000 millj. fjárskortur sjóðanna — 3300 millj. greiðsluhalli ríkissjóðs Mynd þessi var tekin f gærmorgun, þegar þeir Nixon, forseti Bandarfkjanna, og Sadat, forseti Egyptalands, undirrituðu samkomulag um aukna samvínnu landa sinna á ýmsum sviðum. Sjá frétt á bls. 17. Atlantshafssáttmáli SVO virðist sem fullkomið öng- þveiti sé að skapast f fjármálum og peningamáium þjððarinnar. Samkvæmt þeim uppiýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, mun lausafjárstaða viðskiptabankanna hafa farið hríðversnandi f maf- mánuði og um sfðustu mánaða- mót voru yfirdráttarskuldir við- skiptabankanna hjá Seðiabank- anum og erlendum bönkum um 4000 millj. kr. og hefur lausafjár- staða þeirra aldrei verið verri. Viðskiptabankarnir verða að greiða 18% refsivexti af veru- legum hiuta þessarar fjárhæðar. Þessi alvarlega lausafjárstaða bankanna þýðir f raun, að öll útlán þeirra þessa dagana fara fram á þann hátt að ávfsa á Seðla- bankann. Ef viðskiptabankarnir veldu þann kostinn að stöðva útián sfn til þess að bæta þessa slæmu lausafjárstöðu mundi það fljótlega þýða algera stöðvun og greiðsluþrot helztu atvinnufyrir- tækja þjóðarinnar. Fiskimjöl: Ný gull- náma 1 SUÐUR-ÍSHAFI er um þess- ar mundir að hefjast nýting „hvalátu'* til fiskmjöls. Hval- átustofnarnir á þessum slóð- um hafa aukizt gffurlega að undanförnu, um Ieið og hvöl- um hefur fækkað. Þessi teg- und, sem er skyid kröbbum og rækjum, er ein helzta fæða hvala. Er talið að 50 milijón tonna veiði árlega sé hugsan- ieg, án þess að stofnunum sé stefnt f hættu. Ur þvf er hægt að vinna 8 milljón tonna af fiskmjöli. Þetta kemur fram í frétt f biaðinu „Oil World“. Sovézk og japönsk verk- smiðjuskip eru þegar farin að veiða hvalátuna á Suður- ishafinu, og er þetta talin vera ástæðan fyrir því að fisk- mjölsframleiðsla þessara landa hefur aukizt svo mjög síðustu tvö árin. Chilemenn hafa nú i hyggju að reisa sér- stakar fiskmjölsverksmiðjur í suðurhluta landsins, aðeins dagleið frá hvalátumiðunum. Hefur ríkisstjórn Chile sótt um styrk frá Alþjóðabank- anum til rannsókna á þessu sviði. Er gert ráð fyrir bygg- ingu verksmiðjanna innan sex ára. Fiskmjölsframleiðsla úr hvalátu kann að ná 200.000 tonnum árið 1980, og ætti að geta aukizt um 100.000 tonn árlega upp frá því, að því er segir í fréttinni i „Oil World". Jafnframt þessari alvarlegu láusafjárstöðu viðskiptabank- anna er ljóst, að þýðingarmestu fjárfestingarsjóði og fram- kvæmdasjóði landsmanna skortir nálægt 6000 millj. kr. til þess að standa undir fyrirhuguðum lán- veitingum og framkvæmdum á þessu ári. Horfurnar hjá rfkissjóði eru ekki betri. Þar virðist stefnt i greiðsluhalla á þessu ári, sem nemur um 3300 millj. kr. 1 greinargerð með frumvarpi þvi, sem vinstri stjórnin lagði fyrir Alþingi um „viðnám gegn verð- bólgu“ kemur fram, að þegar sú greinargerð var samin stefndi í 2000 millj. kr. greiðsluhalla hjá ríkissjóði á árinu, en til viðbótar tók vinstri stjórnin nokkru fyrir borgarstjórnarkosningar ákvörðun um að stórauka niður- greiðslur, sem kosta mundu ríkis- sjóð um 1300 millj. kr. til ára- móta, þannig að í heild virðist fyrirsjáanlegur hallarekstur rikissjóðs að óbreyttum aðstæðum nema 3300 millj. kr. Lausafjárstaða bankanna 1 frétt í Mbl. í gær var frá því skýrt, að I apríllok hefðu yfir- dráttarlán viðskiptabankanna hjá Seðlabanka numið rúmlega 1800 millj. kr., en í maímánuði versn- aði þessi staða mjög og mun um siðustu mánaðamót hafa verið um að ræða um 4000 millj. kr. yfir- dráttarskuldir viðskiptabankanna heima og erlendis. Ástæðurnar fyrir þessari alvarlegu lausafjár- stöðu viðskiptabankanna eru margar. Talsverðar birgðir út- flutningsafurða liggja fyrir í landinu, sem bankarnir hafa lánað út á og skýrir það að nokkru NORSKA rfkisstjórnin ákvað f gær að veita norska þjóðskjala- verðinum umboð til þess að af- henda Islendingum talsvert af skjölum úr þjóðskjalasafni Noregs er varða tsland og fslenzk málefni fyrir árið 1814, að þvf er segir f skeyti frá norsku frétta- stofunni NTB f gær. Er hér um að ræða skjöl, sem Noregur fékk frá Danmörku við þjóðskjaiaskipti á siðustu öld og eru ekki mikilvæg fyrir norska fræðimenn, en þó munu þau skjöl, sem hugsanlega hafa slfka þýðingu verða Ijósrituð fyrir afhendinguna. Telur norski þjóðskjalavörðurinn, að þessi skjöl eigi heima á fslenzka þjóð- Briissel, 14. júni AP-NTB TILKYNNT var I aðalstöðvum Atlantshafsbandalagsins f Briiss- el f dag, að stjórnarleiðtogar og utanrfkisráðherrar aðildarrfkja bandalagsins myndu koma saman til fundar f Briissel 26. júnf nk. að frumkvæði Nixons forseta. A fundinum verður fyrst og fremst skjalasafninu, ekki sfzt nú vegna þjóðhátfðarhaldanna f ár. □ „Ég hlakka mjög til að sjá þessa sendingu," sagði Bjarni Vil- hjálmsson, þjóðskjalavörður, er Morgunblaðið innti hann álits á þessari ákvörðun. Hann sagðist hafa hitt norska þjóðskjalavörð- inn, Dagfinn Mannsaaker s.I. haust f Noregi, og hefði hann þá tjáð sér þessa fyrirætlan sfna. Mun Mannsaaker koma hér við fljótlega á leið sinni til Kanada og afhenda skjölin formlega. Bjarni Vilhjálmsson kvað það ekki liggja alveg ljóst fyrir hversu mörg skjöl verður um að rætt um heimsókn Nixons til Sovétrfkjanna, sem hefst næsta dag, en einnig önnur vandamál á alþjóðavettvangi — og verulegar Ifkur eru taldar til þess, að þá verði einnig undirritaður nýr Atlantshafssáttmáli. Er gert ráð fyrir, að lögð verði sfðasta hönd á samningu hans á utanrfkisráð- ræða, en Mannsaaker hefði talað um nokkra skjalapakka. Eru þetta allt skjöl, sem snerta Island og íslenzk málefni frá æðstu stjórn landsins í Kaupmanna- höfn. Hefði hann t.d. séð s.l. haust skjöl um striðshjálparskattinn svonefnda, sem Danir lögðu á þegna sína, er þeir áttu í striði við Svía. En Bjarni sagði það alls- endis óvíst, hvort þarna leyndust einhver mikilvæg plögg. „Maður veit aldrei. En það er gott að fá allt, sem viðkemur sögu Islands á fyrri öldum, og hér er um mikla vinsemd Norðmanna að ræða f okkar garð,“ sagði Bjarni Vil- hjálmsson að lokum. herrafundi NATO-rfkjanna f Ottawa f Kanada dagana 18. og 19. júnf nk. 1 tilkynningu, sem fram- kvæmdastjöri NATO, Joseph Luns, birti í dag, í lok fundar landvarnaráðherra NATO ríkj- anna, segir, að hann hafi boðið stjórnarleiðtogum og utanrfkis- ráðherrum aóildarrikjanna til fundarins að uppástungu Nixons. Vitað er, að Bandaríkjaforseti hefur haft verulegan áhuga á því að þessi fundur verði haldinn — en nokkur vafi leikið á því, hvort hann fengi því framgengt. Sömu- leiðis hafa verið uppi efasemdir um, að tfttnefndur Atlantshafs- sáttmáli yrði undirritaður að svo stöddu — en sem kunnugt er átti Henry Kissinger, utanríkisráð- herra Bandarikjanna, frumkvæði að gerð hans með ræðu sinni f New York í aprfl 1973. Að mati stjórnmálafréttaritara í Bríissel er boðun fundarins stað- festing á því, að allar stjórnir NATO-ríkjanna séu honum fylgj- andi, — þeir telja, að boðið hefði ella ekki verið sent út. — Sömu- leiðis segja þeir hana sterka vís- bendingu um, að samkomulag hafi nú náðst um gerð hins nýja sáttmála i þeim mæli, að telja megi undirritun hans næsta vísa. Haft er eftir áreiöanlegum heimildum í Briissel, að einungis eigi eftir að ná samkomulagi um minniháttar orðalagsatriði í texta sáttmálans. Framhald á bls. 39 Norðmenn afhenda íslenzk þjóðskjöl „Hlakka til að fá sendmguna,” segir Bjami Vilhjálmsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.