Morgunblaðið - 15.06.1974, Síða 7

Morgunblaðið - 15.06.1974, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JUNI 1974 7 TDSj/ ám THE OBSERVER T THE OBSERVER ' ass >,' s Amin_ grimmi EFTIR DA VID MARTIN FRÁ ÞVI Idi Amin hershöfðingi hrifsaði til sín völdin [ Uganda 25. janúar 1971 hafa 25.000 manns — svo til allir afrískir — verið drepnir F Uganda að því er segir ! skýrslu Alþjöða lögmannaráðsins (International Commission of Jurists), sem birt var I London ! fyrri viku. Skýrsla ráðsins er alls 63 siður, og var send Kurt Waldheim aðal- framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna með ósk um að hún yrði lögð fyrir Mannréttindanefnd SÞ. Skýrslan hefði ekki getað komið fram á verri tíma fyrir Amin for- seta. Hann hefur að undanförnu lagt mikla áherzlu á að auka álit sitt, því ýmist hefur verið litið á hann sem hreinan trúð eða grimmdar morðingja. Fyrir nokkr- um mánuðum fór hann þess á leit við auglýsinga- og áróðursfélagið Markpress (sem meðal annars vann að þv! að efla málstað Biafra á alþjóðavettvangi) að það tæki að sérað hreinsa mannorð hans. Að auki var 90 mínútna fræðslumynd frumsýnd ! fyrri viku — og vikulega ! sjónvarpi ! Uganda — en ! henni má meðal annars sjá Amin dansa, leika á harmoniku og sigra ! sundkeppni. En jafnvel þetta bragð nægir ekki til að fegra imynd forsetans, og í auglýsingu um myndina fyrir nokkru í International Herald Tri- bune vitnaði fyrirsögnin ! dæmi- gerð ummæli Amins: ,,Það hleypur enginn jafn hratt og byssukúla". Idi Amin hershöfSingi, forseti Uganda Lögmannaskýrslan sýnir einmitt fram á hve margir þeir voru á undanförnu 3’/a ári, sem ekki hlupu hraðaren byssukúlan — né heldur gátu komizt undan sleggj- um, hnífum, sveðjum eða öðrum þeim drápstækjum, sem svo mjög hafa komið við sögu að undan- förnu. Skýrslan skiptist ! þrjá kafla; sá fyrsti fjallar um brottrekstur As!u- ættaðra manna úr landi árið 1972, annar um pólitiskt og laga- legt skipulag F landinu undir stjórn Amins, og þriðji kaflinn er tíma- sett frásögn og upptalning á hryðjuverkunum. Þessi síðasti kafli nær yfir rúman helming skýrslunnar og er hrollvekjandi skrá yfir slátrunina ! Uganda. Hverjum þeim sem finnst Amin hershöfðingi vera fyndinn náungi — og þeir eru enn margir — væri ráðlegt að lesa þennan kafla. „Það er erfitt að gizka á fjölda þeirra manna, sem teknir hafa ver- ið af lifi án dóms og laga frá þv! ! janúar 1971," segir ! skýrslunni. „Þær upplýsingar, sem borizt hafa, segja allt frá 25.000 upp ! 250.000. Það eina sem segja má með vissu, er að þeir skipta þús- undum, og mjög trúlega tugum þúsunda. Að fáum undanteknum voru þetta allt afrískir menn. Segja má að Ugandabúar ættaðir frá Asiu megi þakka fyrir að hafa verið gerðir brottrækir úr landi." Skýrslan fjallar eingöngu um þekkta menn, sem skráðir hafa verið „týndir", — „taldir látnir", og bendir á að þar séu ekki skráðir þeir ótalmörgu óþekktu borgarar, sem horfið hafa án þess að það hafi vakið sérstaka athygli. Þótt þvi verði ekki neitað, að skýrslan sé merkileg að þv! leyti, að hún dregur fram skuggahlið- arnar á Idi Amin, ber hún samt merki um hroðvirkni, og ! henni eru undarlegar gloppur. Gengið er framhjá ýmsum skjalfestum upplýsingum, sem fyrir lágu, þar á meðal skýrslu fyrrum ráðherra ! stjórn Amins, sem snemma árs 1973 ætlaði að 80—90 þúsund manns hefðu verið drepnir, og tók það fram að talan væri varlega áætluð. Strax eftir að hann tók við völdum, og meðan falli Miltons Obote fyrrum forseta var enn fagnað viða um heim, hófust fjöldamorðin ! Uganda. í skýrslunni segir: „Á fyrstu mánuðum nýju rikisstjórnarinnar hófust handahófskenndar of- beldisaðgerðir. Ellefu háttsettir foringjar úr landher og flugher voru drepnir á fyrstu dögunum. Samkvæmt einni skýrslu höfðu i febrúarlok 1971 — aðeins mán- uði eftir valdatöku Amins — nfu lögreglumenn verið drepnir, fimm særðir, fjórir voru týndir, átta i fangelsum og 13 höfðu flúið land." Þetta var aðeins byrjunin. Næst voru drepnir allir þeir menn af Acholi og Langi ættflokkunum, sem voru i hernum. Þeir höfðu brotið það af sér að vera of tengdir Obote fyrrum forseta. Það sem eftir var ársins 1 971 bættust i hóp þeirra týndu, læknar, opinberir starfsmenn, kaupsýslumenn og stjórnmálamenn. Nýja stjórnin i Uganda reyndi í lengstu lög að lýsa sökinni á mannhvörfunum á hendur Obote fyrrum forseta og stuðningsmönn- um hans, Kinverjum, frelsishreyf ingu Suður-Afriku, ýmsum nágrannarikjum, og svo loks eftir sambandsslitin við Ísrael, á hend- ur Zionistum. Í skýrslunni eru margar hryllilegar lýsingar sjónarvotta á morðunum. Ein þeirra er lýsing Joshua Wakholy fyrrum ráðherra í stjórn Obote, sem síðar var sjálfur tekinn af lífi, á því hvernig 37 foringjar úr hernum voru skotnir til bana með vélbyssu í næsta klefa við hann í Makindye her- fangelsinu. „Þeir hófu skothriðina, og þeg- ar henni linnti eftir svo sem tvær minútur heyrðist ekkert nema stunur og hróp frá þeim særðu. Þá voru IFkin dreginút, en þeir, sem enn voru með lífsmarki, drepnir með sveðjum. Þeim virtist ekki fært að drepa einn foringjann, sem við héldum að væri herprest- ur. Hann hélt áfram að stynja, en þeir að skjóta og höggva til hans. Líkunum var síðan kastað upp á herb!l, og þegar honum var ekið af stað heyrðum við manninn enn hrópa „halelúja"." Sjónarvottar lýsa þvi, hvernig George Kamba fyrmm sendiherra Uganda á Indlandi og i Vestur- Þýzkalandk, var dreginn út úr hóteli og færður til aftöku, og Benedicto Kiwanuka yfirdómari dreginn handjárnaður og á sokka- leistunum út úr dómsalnum, og IFflátinn. í mörgum tilfellum gátu sjónarvottar borið kennsl á morð- ingjana. — sem oftast voru menn úr öryggissveitum landsins, her- lögreglu eða lífverði forsetans — en enginn þeirra hefur þurft að svara til saka, hvað þá verið dæmdur. Rúmlega tvö þúsund Uganda- búar hafa leitað hælis i nágranna- rikinu Kenya, og svipaður fjöldi er i Tanzaníu og Zambiu, að þvi er segir i skýrslunni, auk þess sem margir hafa setzt að annars stað- ar. Enginn virðist geta gert neitt til að stöðva þessi fjöldamorð, og þeim er enn haldið áfram. Mót- mæli einhver, er líklegast að hann falli fyrir byssu launmorðingja. En i hvert skipti, sem tilraun til að steypa Amin af stóli, mistekst — og þær hafa verið margar — hefjast ný hryðjuverk og hreinsan- ir. Til leigu frá 1 5. júlí góð 4ra herb. íbúð að Laugarnesvegi-104. Tilboð send- ist Mbl. merkt: „1 106". Sumarblóm. Höfum ágætar sumarblómplöntur, hvitkáls- og rófuplöntur. Einnig úr- val af dahlíum. Gróðrastöðin Grænahlíð við Bústaðaveg. Sími34122. Gott iðnaðarhúsnæði til leigu á Suðurnesjum. Heppilegt fyrir trésmiðaverkstæði eða neta- gerð. íbúð getur fylgt. Tilboð sendist Mbl. fyrir 23. þ.m. merkt: 961. fbúð til leigu 4 herb., eldhús og bað, 110 fm, frá 15. ágúst, á fallegum stað i Miðbænum. Tilboð sendist Mbl. fyrir 20. júni merkt, 1004. Til sölu peysuföt með öllu tilheyrandi ásamtkasmír- sjali. Upplýsingar í síma 21082 eftir kl. 6. Skrifstofuhúsnæði til leigu í miðborginni. Upplýsingar í síma 1 9560. Opið í dag til kl. 5. BfLASALAN Höfðatúni 10, simar 18881 —18870. Mold Gróðurmold til sölu, heimkeyrð. Uppl. i sima 51468 og 50973. Hraunhellur Getum útvegað hraunhellur. Upplýsingar i síma 4201 6. Atvinna óskast Tvitug stúlka með Verzlunarskóla- próf ósfear eftir vinnu sem fyrst. Margt kemur til greina. Vinsam- legast hringið i sima 41613. Bátavél til sölu Til sölu 33 ha. 3ja cyl. loftkæld vél, nýupptekin og í góðu lagi. Árgerð 1960. Skrúfa, stefnisrör o.fl. fylgir. Nánari upplýsingar í s. 8231 1. Tveir hestar til sölu. Upplýsingar i sima 51 489. Stúlka vön afgreiðslu og skrifstofustörfum óskar eftir vinnu í byrjun janúar '75, getur byrjað fyrr. Tilboð sendist blaðinu merkt: 1114. 2ja til 3ja herb. tbúð óskast til leigu, i Keflavik, Garðin- um eða Sandgerði. Uppl. i síma 92-7586. Stórglæsilegur mjög vel útlítandi Cheverolet Camaro árg. 1968, en með bilað drif til sölu af sérstökum ástæðum. Simi 37157. Mold Gróðurmold til sölu, heimkeyrð. Upplýsingar í sima 401 99. Morris Marina árg. 1973 Vil skipta á Morris Marina árg. 1973 og minni bil, t.d. Austin- Mini eða Fiat 1 27. Upplýsingar í síma 32072. JHoT0ttnWatot> '=p« mORCFPLDRR mÖCULEIKfl VÐRR Fiatverkstæðið verður lokað frá og með 29. júlí til 31. ágúst. Davíð Sigurðsson h.f., Fíat-einkaumboð á íslandi, S/ðumúla 35. DATSUN120Y Bill án verksmi&jugalla Datsun- 120 Y er glæsileyur arftaki Datsun 1 200, sem dá3ur er af fjölda ánægðra ergenda. Enqir verksmiðjugallar, óveniulega litið viíhald^ Neyzlugrannur. Tvöfalt hremsukerfi. 09. öryggisbremsur. Oryggisstyri. Tvofold fra rúða. Upphituð afturrúða. Rúllubelti. Teppi á gólfi o.fl. 69 DIN-ha. Eyðsla 7 lítrar á 100 km. — E5EED Nyr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.