Morgunblaðið - 15.06.1974, Síða 17

Morgunblaðið - 15.06.1974, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JUNl 1974 17 Lausnarbeiðni Rumors ekki tekin til greina Rómaborg, 14. júnl AP. MARIANO Rumor, forsætisráð- herra Italfu, hóf f dag viðræður við forystumenn sósfalista með það fyrir augum að fá þá til áframhaidandi stjórnarsamstarfs við flokk hans, kristilega demó- krata, og samvinnu um aðgerðir gegn vaxandi verðbólgu og of- beldi I landinu. Af hálfu sósfal- ista var tiikynnt, að þeir væru reiðubúnir að styðja hugmyndir Rumors um lausn efnahagsvand- ans, meðal annars sparnaðar- áætlanir hans og hækkun skatta, svo framarlega sem jafnframt yrðu gerðar ráðstafanir til þess að koma f veg fyrir meiriháttar at- vinnuleysi. Stjórn Rumors, sem skipuð var fulltrúum kristilegra demokrata, sóslalista og tveggja smærri flokka, baðst lausnar sl. mánudag eftir þriggja mánaða setu. Var ástæðan sú, að sósfalistar og verkalýðssamtökin höfðu vfsað á bug sparnaðarhugmyndum Rumors. Eftir viðræður við for- ystumenn allra stjórnmálaflokk- anna og hlutaðeigandi aðila, neitaði Giovanni Leone, forseti, að taka lausnarbeiðnina til greina. Hann tilkynnti ráðherr- um, að þeim bæri skylda til að halda áfram störfum, jafna ágreining sinn og takast á við vandamál þjóðarinnar þegar í stað. Slíkt hefur ekki fyrr gerzt, en afstaða forsetans virðist hafa mælzt vel fyrir meðal almenn- ings, þvf margir telja, að kominn hafi verið tfmi til þess að segja stjórnmálaforingjum ftölskum til syndanna og benda þeim á, að þeir hafi verið til þess kjörnir af þjóðinni að stjórna landinu en ekki til að eyða öllum tfma sínum og kröftum í deilur um „keisarans skegg". Þessi stjórn Rumors er hin 36. frá því Benito Mussolini féll árið 1943. Ástand ftalskra efnahagsmála hefur sjaldan verið jafn slæmt og nú. Verðbólgan nemur um 20% frá sl. ári og greiðsluhallinn við útlönd skiptir tugum milljarða á mánuði. I landinu eru stöðug verkföll og skærur milli öfgasam- taka til hægri og vinstri. Nixon til Saudi-Arabíu: HEITIR EGYPTUM KJARNORKU- OFNUM m RAFORKUÍRAMLEIÐSLU Jidda, Kairo, 14. júní AP. NIXON forseti Bandarfkjanna kom til Jidda höfuðborgar Saudi- Arabfu f dag eftir velheppnaða för til Egyptalands, þar sem „Eftir fjóra mánuði ætti ég að geta dansað vel” — sagði Valery Panov við brott- förina frá Sovétríkjunum Leningrad, 14. júnf AP. LISTDANSARINN Valery Panov og kona hans, Galina, héldu f morgun flugleiðis frá Sovét- rfkjunum áleiðis til Israels, þar sem þau hyggjast setjast að og hefja störf að nýju — en Panov hefur ekki fengið að dansa f Sovétrfkjunum f rúm tvö ár. Hann hefur þegar fengið tilboð bæði frá lsrael og San Fransisco f Bandarfkjunum og kvaðst reikna með þvf, að verða tilbúinn til starfa eftír hálfan þriðja mánuð. „Eftir fjóra mánuði ætti ég að geta dansað vel“, sagði hann við brottförina. Hjónin fóru með Aeroflot flug- vél frá Leningrad laust eftir kl. 10.30 GMT í morgun og var ferð- inni heitið til Búdapest, sfðan Vínarborgar og Israels, þar sem þau verða fyrst í tvær vikur, en ætla eftir það til London og jafn- vel Bandaríkjanna. „Mig langar til að þakka persónulega því fólki, sem hefur stuðlað að því með stuðningi sínum við mig, að ég fengi að fara úr landi", sagði Panov. Hann var heldur harðorður í garð sovézkra yfirvalda: „Allt, sem ég hef fengið frá Rússlandi, er tengt listum og menningu, en hvorutveggja tilheyrir mannkyn- inu í heild. I Rússlandi er reynt að útrýma allri mannlegri tilfinn- ingu“, sagði hann. Panov var, sem kunnugt er, rekinn frá Leningrad í marz 1972, þegar hann sótti um leyfi til að flytjast til Israels. Jafnframt var kona hans niðurlægð með til- færslum í hópdansflokkum, en hún hafði verið með fremstu dansmeyjum hjá Kirov. Galina, sem er 25 ára að aldri, var sýnu beigðari við brottförina en maður hennar og táraðist er hún kvaddi ættingja og vini. Þess er getið í Moskvu-fréttum, að hún hafi misst fóstur fyrir rúmum mánuði eftir rúmlega þriggja mánaða meðgöngu. Talsverðan farangur fengu þau hjón að hafa með sér frá Sovét- ríkjunum, 7 ferðatöskur og 11 bókakassa. Nokkrir gripir voru þó af einhverjum ástæðum teknir af þeim, m.a. krystalsglas eitt, vasa- úr föður Galinu, ljósmynd af skáldinu Mayakovsky og páska- egg úr tré með ártalinu 1940 ískornu. honum var geysivel fagnað. t lok heimsóknarinnar þar var gefin út sameiginleg yfirlýsing Nixons og Sadats. Þeir undirrituðu lfka samkomulag, þar sem m.a. er gert ráð fyrir þvf, að Bandarfkjamenn láti Egyptum f té kjarnorkuofna til raforkuframleiðslu. Móttökurnar f Saudi-Arabfu voru sýnu hljóðlátari en f Egypta- landi, en bandarfskum sendi- mönnum, sem voru f fylgd með forsetanum var bent á það, að fbúar Saudi-Arabfu og Bandarfkj- anna væru gamlir vinir — það þyrfti ekki að setja á svið sér- stakar sannanir fyrir þeirri vin- áttu. Móttökurnar, sem Nixon fékk, voru sagðar f samræmi við saudi-arabfska siði. Feisal konungur faðmaði Nixon, þegar hann sté út úr flugvél sinni í Jidda. Með konungi var skrautleg fylking, og þegar forsetinn hafði kannað heiðursvörð, var honum boðið til hefðbundinnar arabískrar kaffi- drykkju, hinnar fyrstu af fimm, sem fyrirhugaðar eru, meðan á dvöl hans stendur. Forsetanum var vísað til gistingar í svonefndri Hamra-höll, sem á sfnum tíma var reist fyrir Feisal konung, en honum fannst hún of flúruð fyrir sinn smekk og vildi ekki nota hana. Hefur hún síðan staðið ónotuð um árabil. Ehrlichman fyr- ir rétt 26. júní Washington 14. júnf Ap—NTB. JOHN Ehrlichman, sem áður var einn nánasti samstarfsmaður Nixons forseta, verður þrátt fyrir allt að koma fyrir rétt vegna meintrar hlutdeildar f starfsemi njósnasveitar Hvfta hússins, „pfpulagningarmannanna“ svo- kölluðu. Gerhard A. Gesell, dómari í Washington, hefur ákveðið að breyta ákvörð- un sinni um að fresta máli Ehrlichmans um óákveð- inn tfma vegna mikils þrýst- ings frá lögfræðingum for- setans og frá Leon Jaworski, sak- sóknara f Watergate-málinu. Sagði Gesell, að þetta væri gert vegna þess að nú hefði Nixon lofað greiðum aðgangi að skjölum Ehrlichmans f Hvfta húsinu sem verjendur hans þyrftu á að halda. Verður Ehrlichman nú að mæta fyrir rétti 26. júní. Hann er ákærður vegna innbrotsins í skrifstofu dr. Lewis Fielding, sál- fræðings Daniels Ellsbergs, ásamt Áður en tveggja sólarhringa heimsókn Nixons lauk í Egypta- landi undirrituðu hann og Sadat 3000 orða samkomulag, þar sem áherzla var lögð á nauðsyn upp- byggingar samstarfskerfis þjóð- anna, er stuðlaði að friði og vel- sæld f veröldinni — og í því sam- bandi var minnzt á þörfina á rétt- látum og varanlegum friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Kveðið var á um mjög aukin samskipti þjóð- anna f framtfðinni, á sviði við- skipta og fjármála, vísinda, mennta- og menningar. Þar segir og, að Bandaríkjaforseti hafi sam- þykkt að aðstoða við eflingu og uppbyggingu efnahagslegra fram- fara Egyptalands og muni fjár- málaráðherra Bandarfkjanna, William Simon, heimsækja Egyptaland innan skamms til frekari viðræðna. Mesta athygli hefur vakið það ákvæði, sem fyrr var nefnt, — að Bandaríkjamenn láti Egyptum í té kjamorkuofna til raforkufram- leiðslu, en það er talið auka mjög lfkurnar fyrir því, að Egyptaland geti náð ísrael f tækniþróun. Gert er ráð fyrir, að stjórnir Banda- rfkjanna og Egyptalands hefji innan skamms viðræður um ein- staka þætti samkomulags um sam- vinnu á sviði friðsamlegrar nýt- ingar kjarnorkunnar. Sadat lagði á það áherzlu í kveðjuræðu sinni til Nixons, að svo mikilvægt sem það samkomu- lag væri, er náðst hefði milli Isra- els og Sýrlands annarsvegar og Israels og Egyptalands hinsvegar fyrir milligöngu Kissingers, væri ljóst, að varanlegur friður yrði ekki fyrir botni Miðjarðarhafs fyrr en framtíð Palestfnu-Araba hefði verið tryggð. MYND þessi var tekin f sl. viku, þegar Kenneth Kaunda, forseti Zambiu, skýrði frá þvf, að lokið væri viðræðum þeirra Dr. Marios Soares, utanrfkis- ráðherra Portúgals, og Samora Machels, fulltrúa FRELIMO- frelsishreyfingar Afrfku- manna 1 nýlendum Portúgala. Þær fóru fram í Lusaka f Zambiu. 1 gær föstudag ræddi Soares við fulltrúa stjórnar uppreisnarmanna f Guineu- Bissau. Fór fundur þeirra fram f Algeirsborg og þar verður áfram haldið viðræðum aðstoðarmanna þeirra, en Soares fer heim til Lissabon f dag og sfðan á NATO fundina f Briissel og Ottawa á næstunni. Nitze hættir í SALT- nefndinni Washington, 14. júní. AP- PAUL H. Nitze sagði af sér f dag sem meðlimur samninganefndar Bandarfkjanna um takmörkun kjarnorkuvopna. Tilkynnti hann afsögn sfna f landvarnaráðuneyt- inu og upplýsti, að hann hefði viljað segja af sér 28. maf sl„ en Nixon, forseti, hefði neitað að taka lausnarbeiðni hans til greina. I yfirlýsingu sinni ræðir Nitze um það hlutverk nefndarinnar að reyna að semja um, að dregið verði úr kjarnorkuvopnakapp- hlaupi stórveldanna, jafnframt því þó, að tryggja öryggi Banda- rfkjanna. Segir þar m.a., að við núverandi kringumstæður séu litlar lfkur til þess að slíkir samn- ingar geti tekizt. „Stefna vopnaeftirlits er ná- tengd þjóðaröryggi og utanríkis- stefnu þjóðarinnar — sem hvoru- tveggja tengjast aftur á móti inn- anríkismálunum", segir Nitze og bætir þvf við, að hann telji óraun- hæft að loka augunum fyrir „þeim niðurdrepandi og óþolandi atburðum, sem nú eru að gerast f höfuðborginni og þeim áhrifum, Framhald á bls. 39 Ovænt yfirlýsing Brezhnevs: Fúsir til samninga um takmörkun kjarnorkuvopna- tilrauna neðanjarðar G. Gordon Liddy, Bernard Barker og Eugenio Martinez. Ehrlichman á einnig yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa logið að FBI alríkislög- reglunni og að dómstólum, svo og fyrir tilraunir til að þagga niður Watergate-málið. Moskvu, 14. júnf AP—NTB. LEONID Brezhnev, leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins, lýsti þvf yfir f sjónvarpsræðu f kvöld, að Sovétrfkin væru reiðu- búin til samninga við Bandarfkin um að takmarka kjarnorkuvopna- tilraunir neðanjarðar og hætta þeim alveg, er fram f sækti. Vakti þessi yfirlýsing talsverða athygli í Moskvu, bæði vegna þess, að aðeins tvær vikur eru þar til Bandaríkjaforseti k.emur til Moskvu. Stjórnmálafréttaritarar þar benda á, að síðustu tvær vikurnar hafi bandarískir sér- fræðingar verið í Moskvu og rætt við sovézka sérfræðinga um þetta mál. Hafa þeir unnið að undir- búningi samkomulags með það fyrir augum, að það megi undir- rita meðan Nixon er í Sovét- rikjunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.