Morgunblaðið - 15.06.1974, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JUNl 1974
19
Vestfirzkir sjómenn eru þekktir fyrir
dugnað og harðfylgi. Hér eru fram-
tíðarsjómenn Vestfjarða undir árum.
Myndin var tekin í ísafjarðarhöfn í
fyrri viku.
Heimsókn
til Vestfjarða
ÞESSI blaðauki er helgaður málefnum Vestfjarða, og er hann fyrstur
í röðinni af fleiri um málefni hinna ýmsu kjördæma landsins.
Blaðamaður Morgunblaðsins var á ferð á Vestfjörðum í fyrri viku og
tðk f jölda viðtala í þeirri ferð. Birtast flest þeirra hér, en fleiri viðtöl
munu birtast í Mbl. á næstu vikum.
mið-
landinu
Draga þarf stórlega úr því
stjórnarvaldi, sem ríkir í
MATTHÍ AS Bjarnason skipar 1. sætið á lista Sjáifstæðis-
flokksins á Vestfjörðum í alþingiskosningunum 30. júní
n.k. Matthías kom fyrst á þing árið 1963 og hefur setið á
þingi sfðan, á alis 11 þingum. Hann er kvæntur Kristínu
Ingimundardóttur og eiga þau tvö börn. Matthías er
fæddur og uppalinn á tsafirði og hefur búið þar alla tíð.
Mbl. hitti hann þar að máli í sl. viku og innti fyrst eftir
áliti hans á störfum núverandi ríkisstjórnar á kjörtíma-
hilinu. \
Matthfas
Bjarnason
á skrif-
stofu
sinni.
Rætt við Matthías Bjarnason, sem
skipar efsta sætið á lista Sjálf-
stæðisflokksins á Vestfjörðum
,,Það var í upphafi Ijóst, þegar
ríkisstjórnin komst til valda, að
hún hafði byggt málefnasamning
sinn á óraunhæfum ioforðum,
enda kom fljótt i ljós, að flest
atriði þessa loforðalista stóðust
engan veginn. Algert stjórnleysi
hefur rikt í efnahagsmálum frá
upphafi valdaferils rikisstjórn-
arinnar, og siðustu ráðstafanir
hennar jaðra við hreina fjár-
glæfra. Stefnan í utanríkis- og
varnarmálurh hefur verið ákafra.
Stefnan i utanríkis- og varnar-
málum hefur verið ákaflega
óörugg og fálmandi sem eðlilegt
er, þegar annars vegar sitja í
ríkisstjórninni menn, sem vilja
samstarf og vináttu við vestrænar
lýðræðisþjóðir, og hins vegar
kommúnistar, sem berjast gegn
öllu slíku samstarfi."
— En nú hefur atvinna viðast
hvar verið næg á síðustu árum?
„Jú, það er hárrétt. Atvinna
hefur verið mikil á þessu tímabili,
ný og glæsileg skip hafa verið
flutt til landsins, eins og gerist á
hverjum tima. Fráfarandi rikis-
stjórn hafði t.d. veitt leyfi fyrir 16
nýjum togurum, þegar hún fór
frá völdum. Það sem veldur þess-
ari miklu atvinnu er einstak-
lega gott árferði til lands og
sjávar og sérstaklega hagstæð
verðlagsþróun á útflutningsafurð-
um okkar, eru engin dæmi til
slíkra hækkana áður. En það
skyggir á, að erlendar skuldir
þjóðarinnar hafa vaxið á þessum
þremur árum um 9—10 þúsund
milljónir. Vextir og afborganir
skulda hafa því hækkað verulega
á valdatímabili þessarar ríkis-
stjórnar. Allir stofnlánasjóðir eru
tómir, gjaldeyrisvarasjóður þjóð-
arinnar er þrotinn og greiðslu-
jöfnuðurinn við útlönd er óhag-
stæðari en hann hefur verið i
rúmlega aldarfjórðung."
— Hvað hyggst Sjálfstæðis-
flokkurinn gera, komist hann i
ríkisstjórn?
„I stuttu viðtali er tæplega
hægt að gera því viðhlítandi skil,
en þó skal ég drepa á það helzta. í
fyrsta lagi verður að gjörbreyta
um stefnu i efnahagsmálum. Við
verðum að draga úr beinum skött-
um, fara meira inn á óbeina
skatta og siðast en ekki sizt verð-
ur að draga úr eyðslu i ríkis-
rekstrinum. Það hlýtur hver
maður að skilja, að það opinbera
getur ekki sífellt tekið við nýjum
og dýrum verkefnum og seilzt
þannig dýpra og dýpra i vasa j
skattborgaranna. Ég tei, að við
sjálfstæðismenn verðum að draga |
stórlega úr þvi miðstjórnarvaldi,1
sem nú rikir i landinu, og færa
valdið meira til sveitarfélaganna
eða samtaka þeirra í hinum ein-
stöku landshlutum. Það er orðið
algjörlega óþolandi fyrir hinar
dreifðu byggðir landsins að verða
að sækja allt stórt og smátt undir j
hið þunglainalega embættis-
mannakerfi, sem við búum við."
— Hvernig hyggizt þið sjálf-
stæðismenn dreifa miðstjórnar-
valdinu?
„Það gerum við á þann hátt að
fela samtökum sveitarfélaganna
aukin verkefni, sem þau annast
alveg ein án ihlutunar miðstjórn-
arvaldsins. En það leiðir af sjálfu
sér, að alþingi verður að láta
hluta af tekjustofnum ríkisins
renna til samtaka sveitarfélag-
anna til þess að standa undir
þessum auknu verkefnum og enn-
fremur til að rétta hag þeirra frá
þvi sem verið hefur nú undanfar-
in ár.“
— Hver eru brýnustu verk-
efnin, sem framundan eru á Vest-
fjörðum?
„Langbrýnasta verkefnið hér er
að skapa útgerðinni og fiskvinnsl-
unni viðunandi rekstrargrund-
völl, en hann hefur hér sem ann-
ars staðar stórversnað, sérstak-
lega síðastliðið ár og mánuði.
Framkvæmdum i raforkumálum
þarf að hraða, línulagnir frá
Mjólkárvirkjun þarf að endur-
nýja og nauðsynlegt er að fara í
nýjar virkjunarframkvæmdir.
Því þó að Mjólkárvirkjun 2 ljúki á
næsta ári, þá tel ég brýna þörf að
fara nú þegar i virkjun Suðurfoss-
ár á Barðaströnd. Ennfremur
þarf að halda áfram virkjunar-
framkvæmdum við Djúp og ljúka
lfnulögnum til þeirra sveitabýla,
sem enn biða eftir raforku. Það er
mín skoðun, að raforkuverin eigi
að vera i eigu samtaka sveitarfé-
laganna og algjörlega undir
stjórn þeirra. Hins vegar get ég
hugsað mér, að ríkissjóður sé að
einhverju leyti eignaraðiii að
orkuverunum.
I heilbrigðismálum er mikið
ógert. Það, sem við leggjum höf-
uðáherzlu á, er bygging heilsu-
gæzlustöðvar, sjúkrahúss og elli-
heimilis á ísafirði og bygging
heilsugæzlustöðvar á Patreks-
firði, en undirbúningur að öllum
þessum framkvæmdum er nú
kominn á lokastig. Ennfremur
þarf að leggja áherzlu á að trvggja
það, að læknir sé búsettur í
hverju læknishéraðí í umdæm-
inu.
i samgöngumálum hefur margt
verið gert á undanförnum áratug,
og þeim verkefnum verður vafa-
laust haldið áfram. í vegamálum
er mest aðkallandi að ljúka lagn-
ingu Djúpvegar, leggja veg yfir
Vöðin i Önundarfirði, yfir Dýra-
fjörð. Hrafnseyrarheiði, nýjan
veg um Vattarfjörð og endurbygg-
ingu vegar i Gufudalshreppi. Þá
er aðkallandi verkefni að byggja
nýjan veg frá Djúpi suður i
Barðastrandarsýslu og leggja góð-
an veg milli Strandasýslu og Aust-
ur-Barðastrandarsýslu. Síðast en
ekki sizt verður að leggja vegi úr
varanlegu efni milli þéttbýlustu
svæða, eins og t.d. frá isafirði nl
Hnífsdals og inn á flugvöll. Slíka
vegagerð milli Isafjarðar og
Hnífsdals átti að framkvæma á
síðasta ári, en stjórnarherrarnir
hafa svikið þá framkvæmd.
Hafnarmálin eru mjög mikil-
vægur þáttur i atvinnumálum
Vestfjarða ekki síður en sam-
göngumálin. Þar hefur mikið ver-
ið unnið, en ennþá er mörgum
verkefnum ólokið. I flugvallar-
málum er brýnast að setja varan-
legt slitlag á stærstu flugvellina. á
ísafirði og Patreksfirði, byggja
flugvelli á Súgandafirði og
Tálknafirði og endurbæta flug-
völlinn á Bíldudal. Til þessara
verkefna eru takmarkaðar fjár-
veitingar á þessu ári. Samgöngur
á sjó, til og frá Vestfjörðum, eru
mjög strjálar og ófullkomnar og
brýn nauðsyn á að fjölga ferðum,
einkum á milli Reykjavíkur og
Vestfjarða.
i húsnæðismálum Vestfirðinga
er ástandið slæmt. Allt of litiö
hefur verið byggt og er miMl
nauðsyn á því að örva húsoy g-
ingar í þessum héruðum með vt
Framhald á bls. 2 .