Morgunblaðið - 15.06.1974, Page 23

Morgunblaðið - 15.06.1974, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JUNl 1974 23 Stjórnmálasigur kostar miMavinnu Frá ferð frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins um Suðurnes f rigningunni fyrir framan félagsheimilið I Garðinum: Tómas Tóm- asson forseti bæjarstjórnar f Keflavfk, Ingvar Jóhannsson oddviti í Njarðvfkum, Finnbogi Björnsson oddviti f Gerðahreppi með knatt- spyrnumedalfu sjómannadagsins og Ólafur G. Einarsson oddviti f Garðahreppi. SlÐASTA sunnudag fóru fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins I Reykjaneskjördæmi ásamt eigin- konum sfnum og nokkrum öðrum forvígismönnum flokksins í kjör- dæminu í heimsókn til helztu byggða á Suðurnesjum. Tilgangur ferðarinnar var sá að ná tali af forystumönnum Sjálfstæðis- flokksins á hverjum stað með það fyrir augum að kynnast viðhorf- um manna og viðfangsefnum í einstökum byggðum kjördæmis- ins. Hvarvetna, þar sem frambjóð- endurnir komu, höfðu sjálfstæðis- menn unnið verulega á í sveitar- stjórnakosningunum og voru stað- ráðnir í að fylgja þeim sigri eftir í komandi þingkosningum. Það, sem öðru fremur einkenndi þetta ferðalag þennan rigningardag, var bjartsýni og einbeittur bar- áttuvilji sjálfstæðisfólksins. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi tóku upp þann sið fyrir síðustu alþingiskosningar að ferðast allir saman ásamt eiginkonum sínum og forystumönnum flokksins í kjördæminu um allar byggðir þess. Fyrra sunnudag fóru fram- bjóðendurnir um Suðurnesin, en i dag eru þeir á ferð um efri hluta kjördæmisins: Mosfellssveit, Kjalarnes og Kjós. Árla á sunnudagsmorgun komu ferðalangarnir saman f Sjálf- stæðishúsinu í Hafnarfirði. Þaðan var haldið í hópferðarbíl á leið að Svartsengi við Grindavík. Jóhann Petersen formaður kjördæmis- ráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi stjórnaði för- inni með léttu geði og hæfilegum skörungsskap. Ibúar Reykjanes- kjördæmis eru jafnan dregnir í dilk með svonefndum forréttinda- hluta þjóðarinnar á Reykjavíkur- svæðinu. I mörgum tilvikum er hér rétt dregið í dilka, en þó eiga íbúar Reykjaness og í uppsveitum kjördæmisins við margs konar vandamál og viðfangsefni að glfma, sem greina þá glöggt frá íbúum Reykjavíkursvæðisins. Þannig var það áberandi, að hvar- vetna þar sem frambjóðendurnir komu voru þeir hvattir til þess að knýja á um úrbætur í símamálum. Það er með öðrum orðum jafn erfitt að ná talsimasambandi við Reykjavfk frá Vogum á Vatns- leysuströnd og vestan af fjörðum. Þá eiga íbúar útgerðarbæjanna á Reykjanesi í sömu erfiðleikum með byggingu hafnarmannvirkja og eflingu atvinnufyrirtækja og íbúar fjölmargra annarra byggðarlaga á landinu. Frambjóð- endurnir voru líka óspart hvattir i þessari ferð til þess að sinna frekari úrbótum í þeim efnum. Reyknesingar búa hins vegar við gott vegakerfi miðað við það, sem almennt gerist utan þéttbýlis- kjarnanna i landinu. Það fundum við, þegar ekið var eftir Reykja- nesbrautinni í átt að Svartsengi. HITAVEITUFRAMíKVÆMDIR VIÐ SVARTSENGI Við Vogastapa slógust í hópinn Ingvar Jóhannsson nýkjörinn oddviti í Njarðvíkum og nýkjör- inn sveitarstjóri þar, Albert K. Sanders, sem jafnframt er for- maður fulltrúaráðs sjálfstæðisfé- laganna f Gullbringusýslu. Þegar komið var að Svartsengi voru þar mættir forystumenn og nýkjörnir bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins I Grindavik. Á þessum stað er nú verið að hefja miklar hitaveituframkvæmdir fyrir öll Suðurnes. Á næstu árum er fyrirhugað að leiða þaðan heitt vatn til Grindavíkur og allra ann- arra byggða á Suðurnesjum. Hvarvetna mátti heyra, að fbúarn- ir á þessum stöðum binda miklar vonir við þessar framkvæmdir og ugglaust á Svartsengishitaveitan eftir að vera byggðunum á Reykjanesi mikil lyftistöng í framtíðinni. Þegar heimamenn höfðu sýnt ferðalöngunum hitaveitumann- virkin var haldið inn til Grinda- vikur. I samkomuhúsinu þar var drukkið morgunkaffi með stórum hópi sjálfstæðismanna í Grinda- vík. Sjálfstæðismenn unnu mik- inn sigur í fyrstu bæjarstjórnar- kosningunum, sem haldnar voru eftir að Grindavfk fékk kaup- staðarréttindi. Dagbjartur Einars- son, sem skipaði efsta sæti á lista sjálfstæðismanna, bauð gesti vel- komna með nokkrum orðum og hvatti jafnframt þingmenn sjálf- stæðismanna f kjördæminu til að koma sem oftast til skrafs og ráða- gerða við heimamenn. Þá ræddi Matthias Á. Mathiesen um hita- veituframkvæmdirnar og þátt þingmanna Sjálfstæðisflokksins I því að tryggja fjármagn til þeirra. I framhjáhlaupi lét hann þess get- ið, að hann ræddi varla svo við Suðurnesjamanninn Odd Ólafs- son, að hann segðist ekki annað hvort vera að koma af Suðurnesj- um eða fara suður eftir. Þá spunnust nokkrar umræður um atvinnumálin og fyrirhugaða byggingu fiskimjölsverksmiðju í Grindavík. Að árbíti loknum var ekið um Grindavfk undir leiðsögn Eiriks Alexanderssonar sveitarstjóra. Lýsti hann þeim miklu fram- kvæmdum, sem nú eru á döfinni í hinum nýja kaupstað. Unnið hef- ur verið að gífurlegum endurbót- um í höfninni og hvert fbúðahúsa- hverfið rís á fætur öðru. Síðan var haldið frá Grindavík rakleiðis f Hafnir. ÞEGAR AFI ODDS RÆNDI BRtJÐI SINNI I Höfnum hafa sjálfstæðismenn meirihluta í hreppsnefnd. Jósef Borgarsson oddviti og Ketill Ólafsson sóknarnefndarformað ur, bróðir Odds Ólafs, tóku á móti frambjóðendunum á kirkjutröppunum og sýndu þeim kirkjuna, sem nú ný- lega hefur verið endurbætt og færð í átt að sinu upp- runalega horfi. Að þvf búnu var ekið um byggðina í Höfnum undir leiðsögn Jósefs Borgarssonar oddvita. Það var rifjuð upp gömul saga, sem segir frá afa Odds Ólafsson- ar alþingismanns, sem er úr Höfnum. Sá vann sér það til frægðar á sfnum tfma að ræna brúði sinni í Höfnum, riða með hana á skip f Njarðvíkum og flýja með hana þaðan. Jósef Borg- arsson sagði okkur, að húsnæðis- skortur hefði lengi staðið í vegi fyrir vexti og viðgangi þorpsins, en nú væri ráðgert að hefja úr- bætur í þeim efnum. Oddur Ólafsson alþingismaður er fæddur og uppalinn í Höfnum. Hann tjáði okkur, að lengi hefði verið talið, að þar væri traustasta matarkista Suðurnesja. Þá skýrði hann aðkomumönnum frá tilraun- um, sem nú eru gerðar í Ósum við Hafnir með laxarækt í sjó. Hiti í Ósunum helzt að jafnaði 4 gráður og tilraunir sýna, að þarna eru möguleikar á umfangsmikilli laxarækt. Sagði Oddur, að í þeim efnum væri margt óunnið hér á landi, en ljóst væri, að hér gæti verið um að ræða mjög mikilvæga atvinnugrein fyrir þjóðina. Við kvöddum síðan Hafnir með smá þrætum milli Odds Ólafsson- ar og oddvitans í Njarðvíkum um landamerki og hreppaskil. Báðir héldu fram ftrustu hagsmunum síns sveitarfélags og vildi hvorug- ur undan láta. Á ferðum sem þessum þykir víst rétt að viðhalda fornum hefðum um lítils háttar hrepparfg. En að sjálfsögðu var þrætan leyst í mesta bróðerni. Áður en haldið var til Njarðvík- ur var ekið um flugvallarsvæðið á Keflavfkurflugvelli, en síðan haldið að félagsheimilinu Stapa, þar sem snæddur var dagverður með sjálfstæðismönnum í Njarð- vfkum. I Njarðvíkum unnu sjálf- stæðismenn hreinan meirihluta i hreppsnefnd. Nýkjörinn sveitar- stjóri, Albert K. Sanders, flutti í Framhald á bls. 32 Grindvfkingar taka á móti frambjóðendum og fylgdarliði þeirra við hitaveituframkvæmdirnar á Svartsengi. Hannes Pétursson skáld: Fáein orð vegna kviðdóms NORSKUR prófessor, sem starfar í Kanada og heitir Nils örvik, snýr máli sinu til íslend- inga í viðtali, sem birtist í dag- blaðinu Vísi 10. þ.m. Þetta er kunnáttumaður í stjórnmála- fræðum, og hnfgur ræða hans mestan part að varnarmálum Islands, sem svo mjög eru til umræðu nú þessi missiri. Meðal annars er haft eftir prófessorn- um: „Ég verð ekki var við það, að áhrif Bandaríkjanna hér á landi séu á nokkurn hátt á þann veg, að það brjóti í bága við sjálfstæði Islands." Það er mikil lenzka hér um slóðir að ota aðvffandi útlend- inga sem „kviðdómendur" í málum, sem að okkur snúa. Þeir eigS að vera langsýnni og hleypidómalausari en við, en oftast eru þessir aðkomumenn fáfróðir um okkar hagi, enda naumast á þeirra færi að átta sig nema yfirborðslega á að- stæðum jafn fámennrar en sér- stæðrar eyþjóðar f norðurhöf- um og Islendingar hljóta að teljast. Þegar örvik prófessor talar um sjálfstæði tslands, á hann efalaust við stjórnarfarslegt sjálfstæði. Ég læt löglærðum mönnum eftir að dæma um það, hvort slíkt sjálfstæði megi dafna óskorað hjá þjóð, sem tel- ur sig tilknúða sakir vopnleysis að semja við „lénsherra“ um öryggi sitt. A miðöldum guldu leiguliðar með þjónustu sinni fyrir vopnaskjól lénsherrans, nú bjóðum við fram land og þiggjum hervernd i staðinn. Þete fyrirkomulag er í anda lénsskipulagsins. Hugtakið sjálfstæði rúmar einnig það, sem kallað er menn- ingarlegt sjálfstæði. Og verður sagt, að áhrif Bandaríkjannahér á landi brjóti á engan veg í bága við það? Er sú þjóð menn- ingarlega sjálfstæð, sem hefur ekki nema sumpart í sfnum eig- in höndum áhrifamestu fjöl- miðla, sem starfræktir eru í landinu, útvarp og sjónvarp? Vitaskuld er hún það ekki. Og þó eru það stjórnmálamenn, kenndir við sjálfstæði, sem síð- ur en aðrir vilja stuðla til þess að þarna verði snúið við blað- inu og bregða því fyrir sig, að þá yrði gengið á helgan rétt einstaklingsins til að velja og hafna. Þetta kemur úr hörðustu átt.einkumef litið er á sögulegt dæmi: Sjálfstæðismenn eru yf- irleitt hlynntir verzlunarstétt- inni. Forðum var barizt fyrir því, að öll verzlun þjóðarinnar kæmist í hendur landsmanna einna, og það þótti sjálfstæðis- mál. Hver var þá svo volaður að rugla slíku saman við réttinda- missi? Enginn viti borinn mað- ur. Nú er aftur á móti svo kom- ið, að hliðstæð krafa í menning- arefnum skellur ýmist á lukt- um eyrum þjóðkjörinna full- trúa eða mætir hrópyrðum ang- urgapa. Að vísu drauguðust stjórnvöld loksins nú fyrir skemmstu til þess að setja fram kröfu þess efnis, að Keflavíkur- sjónvarpið einskorðaðist við herstöðina, en allt er óvfst um lyktir, og formaður Sjálfstæðis- flokksins taldi þessa kröfu lft- ilsverða. Hvers vegna eru sjálfstæðis- menn ósjálfstæðir andspænis fjölmiðlum Bandaríkjamanna á Islandi? Vegna þess að her- varnirnar eru þeim sjálfstæðis- mál og þá um leið allt það, sem festir varnarliðið f sessi með þjóðinni. Varnarliðið útvarpar og sjónvarpar yfir mesta þétt- býli landsins til þess að íbúarn- ir fari smám saman að líta á það sem sjálfsagða stofnun f þjóð- lífinu, og sjálfstæðismenn kæra sig ekki um að hrófla við þessu. En herliðið í Keflavík var ekki til þesskvatt hingað til lands að verða slík stofnun. Fjölmiðlun sfna á herinn að hafa eingöngu til eigin þarfa, úr því heimild var veitt til hennar, annað er yfirgangur og íhlutun f islenzk málefni. Allt eins og innflutn- ingur erlendra bóka og blaða er f höndum landsmanna sjálfra — og enginn hreyfir andmæl- um við því fyrirkomulagi — ins og innlend fjölmiðlun, sem ætluð er Islendingum, að vera í þeirra höndum, og svo er raun- ar samkvæmt lögum, þótt leyf- isveitingar til varnarliðsins hafi leitt af sér niðurlægjandi ástand. Ruglukollarnir segja: Bráð- um koma gervihnettir og gera það kleift að hægt verður hér að horfa á sjónvarp úr öllum höfuðstöðvum og afkimum jarðar. Hvers vegna megum við þá ekki hafa Keflavíkursjón- varp? Við því er einfalt svar: Það er enginn sem bannar fólki að horfa á sjónvarp héðan og handan, frekar en því er bann- að að mennta sig eða verzla út um allar trissur erlendis, en sjónvarpsrekstur handa þjóð- inni f landinu sjálfu, líkt og skólakerfið, verzlunin o.s.frv., á að lúta stjórn íslendinga einna. Og það er ráðamönnum til háð- ungar að hafa látið annað við- gangast. 12.6.'74.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.