Morgunblaðið - 15.06.1974, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 15.06.1974, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JUNl 1974 25 Stórstjaman Tebaldi kemur til Islands Strax eftir stríð tóku að siast út fréttir frá Italíu um að þar væri alveg einstök söngkona á ferð. Tebaldi hafði komið fram fyrst í Ravigo árið 1944 og, eftir framhaldsnám, í Oþello eftir Veri í Trieste 1945. Og hlutverk Destemonu átti einmitt eftir að verða eitt af hennar tryggustu hlutverkum í óperum. Toscanini, sem kom til Italiu var óspar á lofið um hana og þegar hann opnaði Scalaóper- una eftir viðgerðirnar, valdi hann Tebaldi til að koma fram með sér. Eftir það söng hún um alla Italiu í óperuhúsunum San Carlo í Napólí, í Rómaróper- unni og viðar í mörgum fræg- um óperuhlutverkum. 1950 kom hún fram með Scalaóperunni í Convent Garden í Bretlandi við mikinn fögnuð. Og sama ár sló hún einnig í gegn, er hún kom fyrst fram i Bandaríkjunum, í San- Fransisco. Metropolitan óperan reyndi þá strax að fá hana, en hún var of upptekin, og hélt áfram að syngja með Scalaóper- unni í Rio de Janero og í París, þar sem hún bætti Frökkum á aðdáendalista sinn. Siðan hefur hún unnið hvern söngsigurinn á fætur öðrum. I fyrstu sérhæfði hún sig'f viðkvæmum kvenhetjum, sem hæfa ljóðrænar söngraddir, en síðan hefur rödd hennar þroskast og fengið dekkri lit og dramariskari hljóm, í hlutverk- um eins og Tosca, Aidda og Maddalena. Renata Tebaldi er mjög kröfuhörð við sjálfa sig og aðra, sem hún vinnur með. En þrátt fyrir það, og þótt hún taki hærri greiðslur en flestir aðrir, þá hafa engar óánægjuraddir heyrst frá samstarfsfólki hennar eða vinnuveitendum. — „Ef maður er túlkandi lista- maður, þá er ekki hægt að svíkja eða forsmá list sína, því listin fyrirgefur ekki“, hefur hún sagt. Fyrir nokkru neydd- ist hún til að hætta við að koma fram heilan vetur. En aldrei varð samt lát á æfingum hjá henni á meðan og hún vann reglulega með kennara sínum í New York, Maestro Ugo de Caro, allan tímann sem hún var veik. hún dvelst orðið mestan bluta ársins 1 New York. En í huga hvers Itala er hún enn „La nostra Renata", hún Renata okkar. Einhver mestu fagnaðar- læti, sem heyrzt hafa þar i landi síðan á heimsstyrjaldarárun- um, voru þegar hún kom aftur til Napoli 1967 og söng Giacondu, og gagnrýnendur kepptust við að hlaða á hana lofi. En það hefur sfna ókosti að vera þjóðsagnapersóna. Ein ástæðan fyrir þvf, að hún býr nú mest í Bandaríkjunum, er -sú, að henni gengur erfiðlega að hafa einkalíf í friði á ítalíu. Þetta söngvaland hefur ekki eignast aðra stjörnu, sem gnæfir jafnhátt síðan heims- styrjöldinni lauk. I New York er nafn hennar tengt þvi bezta, sem óperan hefur að bjóða, og Metropolitan heldur henni mestan hluta ársins þar sem hún hrffur áhorfendur f hvert sinn, sem hún kemur fram. Renata Tebaldi er af hversdagslegu fólki komin. Hún fæddist í fiskibænum Pesaro við Adríahaf árið 1922 og ólst upp nálægt Parma. Þess- ir tveir staðir á Italíu hafa lagt tónlistinni mikið til. Þaðan komu Rossini, Verdi og Toscanini, svo aðeins þrír séu nefndir. Og þaðan kom nemandinn ungi, Renata Tebaldi, sem fór að læra pfanó- leik 8 ára gömul. Þegar hún var á fjórða ári, fékk hún lömunar- veiki, þannig að hún gat ekki gengið fyrr en hún var orðin sex ára. 17 ára gömul innritaðist hún í Arrigo Boiton tónlistarskólann í Parma og sfðan nam hún við Rossini tón- listarskólann hjá hinni frægu sóprasöngkonu Carmen Melis. Renata Tebaldi Öperusöngkonan Renata Tebaldi, sem væntanleg er til landsins bráðlega, syngur með Sinfóníuhljómsveit Islands á lokatónleikum listahátfðar undir stjórn Vladimirs Ashkenazy. Hún er sannarlega stjór- stjarna. Engum tekist betur en henni að fylla sýningarsali, hún er beinlínis methafi í því og virðist enn ekkert draga úr að- sókn almennings, hvenær sem hún kemur fram. I Metropolitan-óperunni í New York á hún metið, með 97% aðsókn að óperunum, sem hún syngur í. Og áskriftarmiðar að heilum óperuflokkum ná 70%, en það þýðir, að hvert sæti, sem ekki er á bak við súlu eða svo langt til hliðar að ekki sést nema fjórðungur sviðsins, er setið, jafnvel á slæmum dögum eins og mánudögum og föstu- dögum. Þetta skrifar Francis Robinson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri við Metropolitan- óperuna, í grein um hana. Svo það er ekki lítill fengur að fá hana hingað í Laugardalshöll- ina. Renata Tebaldi er ítölsk. I heimalandi sínu er hún orðin að þjóðsögu. Einkum nú, þegar Tebaldi syngur úr Brúðkaupi Figaros eftir Mozart f Laugardals- höll. A myndinni er hún f hlutverki f þeirri óperu. LISTAHATIÐ 1974 Heð Rudoif Bing og Marfu Callas eftir frumsýningu f Metropolitan- Tebaidi er ávallt vel fagnað af áhorfendum. Sperunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.