Morgunblaðið - 15.06.1974, Side 28

Morgunblaðið - 15.06.1974, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. jUNl 1974 Rauðagerði — nýtt barnaheimili í Vestmannaeyjum opnað NÝLEGA var opnað í Vest- mannaeyjum nýtt dag- heimili, Rauðagerði, sem Rauði kross íslands reisti fyrir söfnunarfé frá íslands- vinum í Sviss og sænska Rauða krossinum. Heimilið rúmar 56 börn í tveimur barnadeildum og vöggu- deild. Það er með hinum bezta búnaði og var fylgt ströngustu kröfum við byggingu þess. Húsið, sem er á einni hæð, er tæpir 500 fermetrar og skipt í eldvarnareiningar. í því eru m.a. leikeldhús og föndur- aðstaða svo og stór skáli, þar sem öll börnin geta safnazt saman. í húsinu er einangrunarklefi fyrir þau börn, sem skyndilega kunna að veikjast. Þá er aðstaða fyrir starfsfólk mjög góð. Björn Tryggvason for-i maður Rauða krossins á ís- landi afhenti Vestmanna- eyjakaupstað heimilið og veitti Magnús Magnússon' bæjarstjóri því viðtöku fyriri hönd bæjarins. Mörg ávörpi voru flutt við þetta tæki- færi og kom m.a. fram, að Vestmannaeyjadeild Rauða krossins og Rauði kross ís- lands hafa boðið fram styrk fyrir tvær fóstrur til náms í Fóstruskóla íslands gegn því, að þær starfi síðan í Vestmannaeyjum. H ’ildarkostnaður við byggingu heimilisins var um 23 milljónir króna, þar af um þriggja milljóna kostnaður við grunn og lóð, sem Vestmannaeyjakaup- staður lagði fram. Björn Tryggvason formaöur RKÍ afhendir Magnúsi Magnússyni bæjarstjóra lvklana aö nýja dagheimil- inu. H rönn, ein fóstran í Rauðagerði, matar eina, sem er alveg undrandi á ljósmvndaranum. Dagheimilið er glæsilegt hús, byggt samkvæmt ítrustu kröfum. Baldur Guðlauasson: Hin víðtæku efnahags- og stjórnmálalegu áhrif olíuhanns Araba leiða hugann að því, hvort tii muni að dreifa öðrum auðlind- um, orkugjöfum eða hráe/num, sem ráðskast megi með á hlið- stæðan hátt til framdráttar póli- tískum eða efnahagslegum mark- miðum. Olíuverð hefur allt að fimmfaldazt á fjórum árum, að miklu levti vegna samræmdra að- gerða helztu olíuútflytjenda. Selj- endur ýmissa hráefna, i flestum tilvikum ríki þriðja heimsins, sem lengi hafa talið útflutningsafurð- ir sínar, seldar iðnríkjum, metnar of lágt, hafa fylgzt með aðgerðum olíulandanna af athygli. Fyrstu beinu áhrif hinnar árangursríku stefnu olíulandanna er sennilega ráðstefna sú, sem helztu fram- leiðslulönd hráefnísins . boxít héldu nú i b.vrjun marzmánaðar. Fyllsta ástæða er fyrir okkur Iv lendinga til að f.vlgjast með öllum hræringum á sviði hinnar nýtíl- komnu .auðlindapólitíkur". ekki sízt ráðabruggi boxít-seljenda, þar sem boxít er hráefni það, sem ál er unnið úr. framantalinna efna. Fjögur riki ráða yfir rúmlega 80 hundraðs- hlutum útflutts kopars. Tvö ríki framleiða rúmlega 70 hundraðs- hluta af útfluttu tini og tvö til viðbótar hækka hlutfallið í 95 hundraðshluta. Fjögur ríki ráða yfir rúmlega helmingi heildar- sölu hrágúmmís. Fjögur ríki ráða yfir helmingi heildarútflutnings- magns boxíts og hlutfallið hækk- ar í rúma 90 hundraðshluta, ef Astralía er talin með. Taka verð- ur fram, að ekki er átt við hlutfali heildarframleiðsiu, heldur þess hluta framleiðslunnar, sem seld- ur er landa á milli, en það er sá hluti, sem máli skiptir i alþjóða- viðskiptum. bragði að virðast litlar á, að auð- lindapólitík beri árangur að oliu frágenginni, þá er vissara aó ganga ekki að slíkri niðurstöðu sem sjálfgefinni. Þróunarlöndin hafa smám saman verið að vakna til vitundar um hið fornkveðna, að sameinaðir stöndum vér og sundraðir föllum vér. Þau hafa staðið höllum fæti í viðskiptum við þróuðu ríkin. Almenningur þrýstir víða á um bætt lífskjör. Fordæmi . Araba hefur sannað ríkjum þriðja heimsins, að mögu- legt er að setja vestrænum iðn- ríkjum stólinn fyrir dyrnar. Þessi ríki þarfnast erlends gjaldeyris og i því sambandi virðast fáar leiðir hagkvæmari en hærri verð- Auðlindapólitík - Nýr óvissu- valdur í alþjóðasamskiptum ★ Arangursríkt samstarf hráefna- útflytjenda er því aðeins mögu- legt, að ákveðin skilyrði séu fyrir hendi. Æskilegt er, að framleið- endur séu fáir, þar sem það gerir auðveldara fyrir um að samræma aðgerðir heldur en þegar fleiri eiga í hlut. Ríkin verða að hafa sameiginleg markmið, hvort sem þau eru pólitísks eða efnahags- legs eðlis eða sambland hvors tveggja eins og raunin varð á um olíuna. Þá verða ríkin að vera sammála um leiðír, hvort sem um ræðir allsherjar stöðvun eða sam- drátt framleiðslu og/eða útflutn- ings, sölubann til tiltekinna ríkja eða verðhækkanir. Einnig skiptir miklu fyrir árangur allrar auð- lindapólitíkur að ekki sé fyrir hendi eitthvert annað efni eða orka, sem nota megi í stað hins, sem ætlunin var að gera sér mat úr eða unnt sé ósköp einfaldlega að komast af án nokkurs stað- gengils. Loks þarf vitaskuld að taka hugsanlegar gagnráðstafanir annarra ríkja með í reikninginn. Líklegt hefur verið talið, að það yrðu einkum seljendur kopars, boxíts, tins, hrágúmmís, kaffis, kókós eða tes, sem hefja kynnu samvinnu í von um aukinn ágóða. Tilraunir hafa áður verið gerðar til myndunar sölusamtaka, m.a. af seljendum kopars, kókós, tes og kaffis, en þær hafa ekki borið tilætlaðan árangur til þessa. Hinn mikli afrakstur af samvínnu olíu- útflytjenda ýtir nú undir endur- nýjaða og aukna samstarfsvið- leitni. Einkum eru það ríki þriöja heimsins, svonefnd þróunarlönd, sem hér um ræðir. Nefna má, hvernig háttað er útflutningsdreifingu nokkurra Ymsir sérfræðingar telja tak- markaðar líkur á, að seljendur muni hafa erindi sem erfiði í til- raunum til að samræma viðskipta- stefnu sína. Þar veldur mestu um möguleiki k.aupenda á að nota önnur hráefni eða gerviefni í stað þeirra, sem hækka í verði eða ekki eru lengur fáanleg (plast eða ál í stað tins, ál eða tin í stað kopars, te í stað kaffis o.s.frv.); hinir pólitísku erfiðleikar á að ná samkomulagi meðal seljenda og loks hættan á gagnráðstöfunum iðnvæddra ríkja. Ekkert þessara vandamála var til staðar þar sem olía var annars vegar. Fáein ríki, sammála um að færa sér aðstöðu sína í nyt, réðu yfir vöru, sem iðnvædd ríki ekki geta komizt af án, svo engúm vörnum varð kom- ið við. Þótt líkur kunni því í fljótu lagning tiltækra hráefna. Þar sem ekki virðist vænlegt til árangurs að einskorða sig við einstök hrá- efni, er ekki útilokað að ríki þau, sem hagsmuna eiga að gæta, efni til samvinnu á breiðari grund- velli. Utflytjendur ýmissa þeirra efna, sem unnt er að nota hvert í annars stað, svo sem kopars, tins og boxíts eða þá kaffis, tes og kókós, reyni til dæmis að sam- ræma stefnu sína og hafa sitt fram með þeim hætti. Þess er ekki að vænta, að reynt verði að nota slík samtök seljenda til að ná fram pólitískum markmiðum, ólíkt þvi sem átti sér stað með olíu. Til þess eru við- komandi ríki of sundurleitur hóp- ur. Það, sem sameinar þau, er óskin um hærra vöruverð. Sam- vinna á breiðum grundvelli myndi því sennilega einkum mið- ast að þvi að knýja fram verð- hækkanir. Enginn veit hversu ör- ar framfarirnar verða á sviðí gerviefnaframleiðslu eða nýrra auðlinda og er það þvi vissulega mörgum óvissuþáttum háð, hvers árangurs þróunarlöndin gætu vænt sér af samræmdri ,auð- lindapólitík". ★ Vert er að taka fram, að það er engan veginn vist. að sú viðtæka samvinna þróunarlandanna, sem vikið var að að ofan, muni verða að veruleika. Meiri grundvöllur virðist fyrir samvinnu seljenda einstakra vörutegunda. Nýlokið er ráðstefnu seljenda eins sliks hráefnis og er sérstök ástæða fyrir okkur Islendinga til að gefa þessu gaum, þar sem um var að ræða helztu útflutningsriki boxíts, en það er eins og áður segir notað til framleiðslu áls. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika á sölu áls undanfarin ár, eins og menn muna vegna birgóa þeirra, sem hlóðust upp i Staumsvík, þá er ál taliö vera sá málmur, sem hvað erfiðast muni að leysa full- komlega af hólmi með notkun annarra efna og því hvaó bezt fallinn til að prútta með. Sjö ríki sem framleiða boxft, Gínea, Astralia, Gíenna, Jamaíka, Sierra Leone, Surinam og Júgóslavía, og áheyrnarfulltrúar frá fjórum til viðbötar héldu níu daga fund í Gíneu. Samþykktir ráðstefnunnar þóttu vera hófsamlegar, en ráð- stefnuríkin ákváðu engu að síður að setja á laggirnar stofnun til að gæta hagsmuna aðildarrfkja á sviði boxítiðnaðarins. Ríkin sjö ákváðu einnig að skiptast á upp- lýsingum, samræma ákvarðanir, vinna sameiginlega að rannsókn- um og samræma innkaup til boxitiðnaðarins. Þá voru aðildar- riki hvött til að tryggja hámarks- eignarhald landsmanna sjálfra á náttúruauðlindum sínum. Loks hefur samþykkt ráðstefnunnar að geyma ákvæði, þar sem boxft- framleiöendur eru hvattir til að Framhald á bls. 37

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.