Morgunblaðið - 15.06.1974, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNl 1974
Sjö sögur af Villa
eftir
Rudolf O. Wiemer
„Það getur orðið dýrt spaug“, segir músin. „Fólk
kærir sig ekki um að neinu sé hróflað hér. Geturðu
ekki farið eitthvað annað?“.
„Nei. Ræningjar gera alltaf það sem þeir hafa
ákveðið að gera og basta“.
„Þá ert þú ólíkur öðrum kirkjugestum. Þeir
ákveða oft að gera eitt og annað en láta svo aldrei
verða af því“.
„Þarna sérðu“, segir Villi og þykist lunkinn. „Ætli
ég sé ekki frómari en aðrir. Að prestinum undan-
skildum auðvitað“. Hann hlær hátt. Þá man hann að
Hver kemur
fyrst í
mark ?
Hver þeirra
verður fyrst í
mark? — Mis-
jafnlega fljótlegt
er að finna réttu
leiðina á mark-
inu.
hann er staddur á helgum stað. Hann setur hönd
fyrir munn sér og spyr lágt: „Heyrðu mig, kirkju-
mús, eru þessir kertastjakar þarna úr ekta silfri?“.
„Auðvitað“, segir músin. „Hér er allt ekta“.
Villi stikar inn kirkjugólfið. Þá kveður skyndilega
við skelfingaróp. Það er engu líkara en einn af þeim
dauðu, sem grafnir eru i hvelfingunni undir altar-
inu, hafi risið upp. En það er engin vofa, sem stendur
andspænis honum. Það er hins vegar lítill, veimil-
títulegur drengur, átta eða níu ára gamall.
„Hver ert þú?“ segir Villi.
„Jakob“, segir drengurinn.
„Hvaða Jakob?“.
„Pabbi minn er hringjari hérna“.
„En hvað ert þú að gera hér? Ekki vænti ég að þú
sért kominn hingað til að stela?“.
„Nei. Ég á að hringja klukkunum, því pabbi minn
er ekki heima“.
„Nú. Og hvers vegna gerir þú það þá ekki?“.
Jakob þegir. Svo stamar hann: „Vegna... vegna
þess... vegna þess að kirkjudraugurinn er uppi í
turninum“.
„Ertu hræddur?“.
Jakob kinkar kolli.
„Iss“, segir Villi. „Hraustir drengir eru aldrei
hræddir".
„Jú“, segir Jakob. „Ræningjarnir eru meira að
segja hræddir við drauga. Það las ég í bók“.
„Þarna sést, hvers konar bull stendur í þessum
bókum. Enda les ég aldrei neitt. En ég skal sýna þér
að ég er ekki hræddur“.
„Ertu þá ræningi?“.
„Ég held nú það. Og nú fer ég upp í turninn og
hringi klukkunum. Þá geturðu sannfærst um, að ég
sé ekki hræddur“.
„Já“, segir Jakob.
Hann fer með Villa upp tröppurnar. Villi er sterk-
ur. Ræningjar eru það. Hann tekur í klukkustreng-
inn með báðum höndum. Hvellur klukknahljómur
berst um allt. Krákurnar sem eiga hreiður sín í
kirkjuturninum flúga dauðhræddar út um hljóðop-
in. Villa þykir gaman að hringja klukkunum og vill
ekki hætta. Þegar Jakob segir: „Þetta er nóg“,
heldur Villi samt áfram. Loks hættir hann. Hann
segir við Jakob: „Hvers vegna átti eiginlega að
hringja? Er kviknað í einhvers staðar?“.
„Nei, það er aftansöngur í kirkjunni".
oAfonni ogcTYfanni
eftir
Jón Sveinsson
Freysteinn
Gunnarsson
þýddi
..Attu heima í helli? Ég hélt, að það væri Halldór,
sem ætti heima þar“.
„Nei, hann er farinn þaðan. Hann var þar áður.
En ég bý þar stundum í hellinum hans, þegar ég er
hérna að leita að hrossum eða fé á fjallinu“.
Haraldur steig nú á bak hesti sínum, en við okkar.
Hann reið á undan upp í fjallið, þangað sem við höfð-
um séð hann fyrst.
Við urðum að fara upp snarbratta brekku, og var
það erfitt fyrir hestana. En þegar upp kom, tóku við
eyðileg hæðadrög, og þar hleyptum við á sprett, þang-
að til við komum að háurn klettum, sem allir voru
srpungnir, hrundir og sundurtættir. Fram með þeim
riðum við um stund og komum loksins að lindar-
sprænu, sem vall fram í dálítilli laut uppi við klettana.
Þar fór Iíaraldur af baki og sagði:
„Jæja, drengir. Hérna er nú bærinn minn. Þetta eru
..Haraldsstaðir". Þið tókuð svo vel við mér um daginn,
og nxi ætla ég að launa ykkur það eftir föngum“.
Við Manni fórum nú af baki líka.
Hestamir báðir og Tryggur gengu að lindinni og
svolgraðu í sig tært vatnið áfergjulega.
Þegar þeir höfðu svalað þorsta sínum, teymdi Har-
aldur hestana á haga þar skammt frá og hefti þá, svo
að þeir skylau ekki strjúka.
Við Manni litum í kringum okkur á meðan.
„Hann sagði, að þetta væri bærinn sinn“, sagði
Manni. „Er hann ekki að skrökva því?“
„Jú, hann sagði það að gamni sínu“.
Nú kom Haraldur aftur til okkar og fylgdi okkur
að þröngri sprangu í berginu.
„Hér eru nú aðaldyrnar á híbýlum mínum“, sagði
hann brosandi.
Hann beygði sig langt niður og gekk inn. Við fórum
á eftir, og Tryggur var alltaf á hælunum á okkur.
Þegar við voram komnir spottakorn inn, rétti Har-
aldur báðar hendur aftur fyrir sig og sagði:
„Réttið þið mér hendurnar, drengir. Það er dimmt
fllc&imofgunlfaffÍAu
— Hvern þeirra eigum
við að velja???
— Hefurðu ekki nóg
með þinn brotna
handlegg....
— Grugle, grugle
grugle ... þýðir það að
ég eigi að bakka eða
stfga á bremsurnar?????
Láttu þér ekki
bregða, — þetta er auka
hraðlyftan....