Morgunblaðið - 15.06.1974, Síða 37

Morgunblaðið - 15.06.1974, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1974 37 s <uggamync i f .n FRAMHALDSSAGA EFTIR MARIULANG, PÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJONSDÓTTIR. heimilið og líta nánar á það, sem var 1 skattholi Evu, ef það gæti gefið okkur einhverjar vís- bendingar. — Og hvað segja fingrafarasér- fræðingar þínir? Christer andvarpaði og bætti enn í bollann. — Það var alveg hrúga af fingraförum. Fingraför Kersti Ryd, Görels, Lillemors. Auk þess fundum við fingraför Ingmars á bollapörunum í eldhúsinu. Auk þess fingraför Evu og síðast en ekki sízt fingraför Pucks! Það getur vel verið að morðinginn hafi verið með hanzka. Svo bætti hann við og vottaði fyrir gremju 1 rödd hans. — Við hverju hafðirðu eigin- lega búizt. Það er ekkert flón, sem við erum að fást við. Það er nú eitthvað annað. Einar hallaði sér fram og sagði: — í öllum góðum leyni- lögreglusögum, sem ég hef lesið, er alltaf sagt að þegar um morð sé að ræða eigi að rannsaka þrennt: - ástæðu, aðstöðu og tækifæri. Og það sakar ekki að reyna. Mér skilst að fyrsta atriðið vefjist einna mest fyrir. Því að fyrir þann sem þekkti Evu er í raun- inni alveg fráleitt að gera sér f hugarlund, að einhver hafi viljað drepa hana. En samt ER einhver ástæða. Og spurningin er hver sú ástæða getur verið. — Ást, sagði ég gætin. — Mað- ur sem var ástfanginn eða kona sem var afbrýðissöm eða... — Ég held nú að það séu peningarnir hennar, sem skipta öllu meiri máli, sagði Christer, rómantískur að vanda. — Ég held að horfna taskan komi eitthvað við sögu, sagði Einar. — En við skulum halda áfram. Hvaða fólk hafði aðstöðu til að drepa hana? Greinilega ein hver sem var hér í fbúðinni, þegar hún fór í bað. Og þar með erum við komin að sfðasta atriðinu. Hver hafði tækifæri til að fremja morðið? Christer dró blað fram þar sem hann hafði skrifað með sinni ruglingslegu og lítt læsilegu rit- hönd. Fjarvistarsönnun sunnu- dagskvöldsins. Morðið framið milli kl. átta og ellefu. Eva hleyp- ir gesti sfnum inn f fbúðina rétt fyrir klukkan átta. Undir þessum orðum var listi, sem hljóðaði svo: KERSTI RYD. Engin fjarvistar- sönnun. LILLEMOR OLIN. Engin fjar- vistarsönnun. GÖREL FAHLGREN. Engin fjar- vistarsönnun. Staðfesting hefur fengizt á því að hún fór aftur inn i borgina frá Lidingö með sjö- lestinni. INGMAR GRANSTEDT. Engin fjarvistarsönnun fyrir timann ■ 7,30 — 10.00 PELLE BREMMER. 7—8.50 f bíó. HEFUR EKKI FENGIZT STAÐ- FEST. 9,30—11,45, á bóka- safninu. Það staðfesta Segerberg ogHede. STAFFAN ARNOLD. 7,45—8,45 á leið á bókasafnið. EKKI STAÐ- FEST. 8.45—11,45, á bóka- safninu. Vitað, að hann talaði við Hede fyrr um kvöldið og sfðar um kvöldið var hann f reykher- berginu. JAN HEDE. Á bókasafninu 7,45—11,45. Staðfest af Segerberg (7,45—8,15) Arnold (8,45—8,55) Segerberg og Bremmer (9.45—11.45) KARL GUSTAF SEGERBERG: Á safninu 7,45—11,45. Staðfest af Hede (7,45—8,15) Bremmer o.fl. (9,30—11,45) Athugasemd mfn: Hvenær er eiginlega UNNIÐ hér á safninu. EINAR BURE: Kom til Kaup- mannahafnar laugardagsmorgun. Staðfest af Hótel d’Angleterre. PUCK BURE: Kom til Bromma á mánudagskvöld. Staðfest af SAS. Ég sagði Christer, að hann mætti skammast sfn að hafa nöfn beztu vina sinna á lista yfir grunaða morðingja, en Einar tautaði eitthvað um að augljós- lega hefðu allir haft aðstöðu til að fremja morðið, en ástæðan væri okkur jafn hulin og áður. Svo hringdi sfminn allt í einu og við hrukkum i kút. Það var Ellert og hann var heyranlega mjög áfjáður í að fá að tala við Christer, sem hlustaði með athygli og skaut rétt inn í orði og orði stöku sinnum. Þegar hann kom aftur inn í stofuna sá- um við að augu hans glömpuðu af spennu. — Ellert hefur rætt við full- trúa bankans, sagði hann hægt. — Og þar kemur að minnsta kosti eitt atriði fram, sem er i meira lagi athyglisvert. Hann settist niður og rétti fram bollann eftir meira kaffi. — Eva erfði um það bil eina milljón króna eftir föður sinn og hún lét bankann sjá um að ávaxta peningana. Vextir voru um eitt hundrað og fimmtíu þúsund og hún virðist hafa getað lifað á því enda lifði hún spart og fékk dálitla aukaþóknun fyrir ýmiss konar störf, sem hún gegndi. Á sl. vori kom hún að máli við skrif- stofustjóra bankans og bað hann að selja nokkur hlutabréf, því að hún sagðist ætla að fara til útlanda um sumarið og þvf þyrfti hún að-fá handbæra peninga um eitt hundrað þúsund krónur. Þar sem viðkomandi var ljóst, hversu erfitt er að fá leyfi til að fara með gjaldeyri út úr landinu, fannst honum upphæðin furðulega há, en eins og hann benti Ellert á, þá var hann ekki fjárhaldsmaður Evu, svo að hann gekk í málið án þess að skipta sér frekar af þessu máli. A sl. hausti sneri Eva Clae- son sér aftur til hans og vildi taka út eitt hundrað þúsund til við- bótar og það var ekki f sfðasta skiptið. Á tímabilinu frá mai 1950 — september 1951 hefur hún tekið út TÆPLEGA HELMING af allri innstæðu sinni og enda þótt hinn ágæti skrifstofustjóri hafi ekki vogað sér að leggja neitt til málanna, þá fór hann með réttu að hafa áhyggjur af hvernig þetta myndi enda. Christer þagnaði og við gripum undrandi andann á lofti. — Þetta er einhver fjárkúgari, sem hefur haft hana í greip sinni, sagði ég ákveðin. — Mér hefur alltaf fundizt sennilegast, að það væri karlmaður, sem þarna kæmi við sögu. — Já, það er ekki fjarri lagi, svaraði Christer. — Þó svo að mér VELVAKAiMDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Hafa byltingar- sinnar vopnabúr? Aðalsteinn Gunnarsson hefur beðið Velvakanda að koma á framfæri eftirfarandi fyrirspurn til lögregluyfirvalda: „Getur það verið, að Marx- leninistar, eins og þeir kalla sig, og Fylkingin, með Ragnar Stefánsson í broddi fylkingar, hafi vopn undir höndum? Spurt er vegna þess, að í út- varpinu hafa forsvarsmenn þessara fámennu hópa imprað á blóðugri byltingu. Aðalsteinn Gunnarsson.“ 0 Óþolandi þjónustuleysi í veitingastofu Kjarvalsstaöa h.k. skrifar: „Um helgina brá ég mér á ljóða- lestur á Kjarvalsstöðum, og þarf ekki að orðlengja það, að hina mestu ánægju hafði ég af þvi. Lesturinn stóð yfir lengi, og ákvað ég og það fólk, sem með mér var, að fara fram í kaffi- stofuna og fá okkur hressingu. Þá yandaðist málið verulega. í troðfullum kaffisalnum voru þrjár aldurhnignar konur að störfum við að bera fram kaffi og meðlæti til gesta. Gekk það með þeim endemum, að ég hafði beðið í tæpan hálftíma, þegar ég komst loks i kallfæri við eina maddömuna. Hún svaraði mér því einu til, að röðin væri ekki nærri komin að mér enn. Gafst ég þá upp við svo búið, og sá ekki betur en fleiri hörfuðu einnig frá. Þeir, sem hafa tekið að sér að sjá um veitingaþjónustu á Kjar- valsstöðum, hljóta að geta út- vegað aukafólk, þegar annríki er mikið I kaffistofunni. Iðulega hef ég rekið mig á þetta seinlæti áður, þótt nú hafi tekið út yfir allan þjófabálk. Slík þjónusta eða þjónustuleysi er óboðlegt og þeim, sem fyrir veitingarekstrinum standa, til hinnar mestu vansæmdar, og ættu þeir að gera bragarbót hið snarasta. h.k.“ 0 Þakklætiskveðja Sigurður Ingimundarson biður fyrir eftirfarandi: „Ég sendi Einari Bergmann þakklæti fyrir það, sem hann hefur gert fyrir mig. Hann var verkstjóri yfir mér I þremur frystihúsum, og hef ég aldrei haft eins góðan yfirmann. Hann hafði alla jafna, leit ekki niður á nokkurn mann. Hann hef- ur alltaf sent börnin sln éða konu hingað á Kópavogshælið með gjafir til mín, bæði á jólum og þegar ég á afmæli, og þetta hefur glatt mig mjög mikið. Kær kveðja. Sigurður Ingimundarson frá Hellissandi, deild 7, Kópa- vogshæli." £ Athugasemd Ingimundur Sæmundsson skrifar: „Það er margt, sem er at- hugunarvert, og þar með talið bæjarlandið, sem ekki er notað og oft í lélegri hirðingu. Þessi lönd mætti flestöll nota undir mat- jurtagarðp og hafa gróða af því, a.m.k. þangað til það þarf að taka þau undir aðrar framkvæmdir. Það er einkennilegt að taka gömul garðlönd af fólki, plægja þau og sá í þau grasfræi og miklum áburði. Það er stór kostnaðarliður. Einnig þarf að hirða þessi lönd, svo að þau falli- ekki I órækt eða sinu. Grasinu, sem kemur af þessum blettum, er í flestum tilfellum hent, því að ekki'má þurrka heyið á þeim. Mér finnst engin óprýði að vel hirtum matjurtagörðum, fyrir utan ánægjuna og gagnið, sem fólkið hefur af þeim, þ.e.a.s. það, sem nennir að leggja þessa ræktun á sig í frítíma sinum. Mig minnir, að Gunnar Thoroddsen hafi sagt það, þegar hann var borgarájóri, að Reyk- víkingar spöruðu þjóðarbúinu 5 milljónir króna I gjaldeyri vegna þessarar ræktunar, og var verðið þá, að mig minnir, innan við 100 krónur 50 kilóa poki. Þá var landið vel nýtt. Nú er Vatnsmýrin I algjörri órækt, allir skurðir fylltir upp og þar er að myndast dýjafen. Það hefði verið nær að lofa fólk- inu að hafa þetta land til afnota enn þann dag í dag, heldur en að fara svona með það. Það er einn og einn áhugasam- ur maður að setja á smáholur að gamni sínu, náttúrlega í leyfis- Ieysi. Þetta land hefði mátt nota til þessa, þótt Norræna húsið sé þarna. I vor var Skildingarnesið tekið til grassáningar. Það land hefði mátt nota sem garðland þangað til Háskóli íslands hefði þurft á því að halda. 0 Sparnaðarleiðir Bráðum líður að alþingis- kosningum. Mér finnst, að það mætti spara talsvert með þvi að fækka þing- mönnum um 25—30, og hinir, sem eftir yrðu, störfuðu allt árið, og ynnu fyrir sinu kaupi eins og aðrir, sem vinna allt árið og þurfa að vinna fyrir sínu kaupi. En ég er með því, að þeir fengju um það bil tveggja mánaða frí frá störfum. Það myndi sparast mikið með þessu móti, og þá yrði þing- húsið nægilega stórt og ekki þyrfti að byggja nýtt á næstunni. Mér finnst, að ekki stærri þjóð en við erum, ætti að Iáta sér nægja 30—35 þingmenn til starfa. Éggæti trúað þvi, að það ynnist ekki verr með þessari tölu og að þingmennirnir skiluðu góðu starfi, væru þeir rétt valdir. Ingimundur Sæmundsson, Sörlaskjóli 56, Reykjavík." — Auðlinda- pólitík Framhald af bls. 28 hefja framleióslu álsins sjálfs til að auka tekjur sínar. Hvorki kom til verðhækkana eða sölubanns á bóxit, eins og getgátur höfðu ver- ið uppi um. Samþykktin um ál- framleiðslu boxít-framleiðenda sjálfra er allrar athygli verð. Komi hún til framkvæmda, sem engan veginn er ljóst, gæti það valdið álframleiðendum í öðrum löndum ýmsum vandkvæðum, þar sem hráefnaskortur kynni þá að segja til sín. En vegna orkuskorts í sumum framleiðslulöndum boxíts, er ekki útilokað, jafnvel þótt yfirlýst stefna þeirra kæmi til framkvæmda, að ýmis þessara landa hefðu áhuga á samstarfi við aðrar þjóðir, sem ráða yfir orku- gjöfum, um vinnslu sjálfs álsins. Ekki skal frekari getum að því leitt, hverjar verða muni fram- haldsaðgerðir boxít-framleiðenda, né heldur hvort og þá hverning þær kynnu að snerta rékstur ál- versins í Straumsvik eða nýja möguleika á samstarfi islendinga við aðrar þjóóir um álvinnslu á íslandi. Tilgangur minn var sá einn að vekja athygli á hræring- um, sem nú má merkja á alþjóða- vettvangi og hafa kynnu áhrif inn fyrir islands strendur fyrr eða síðar. Austurströnd Bandaríkjanna, 12. marz 1974. AUGLYSINGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Aðalstraeti 6 simi 25810 ALLT MEÐ S3P S1G6A V/öO>. í -tlLVEtWW EIMSKIP Á næstunni ferma skip vor til íslands sem hér segir: ANTWERPEN: Saga 24. júni. Urriðafoss 28. júní. FELIXSTOWE: Álafoss 25. júní. Úðafoss 2. júli. ROTTERDAM: Mánafoss 1 8. júni. Dettifoss 25. júni. Hamborg: Mánafoss 20. júni. Dettifoss 27. júni. NORFOLK: Selfoss 27. júni Fjallafoss 10. júlí. Brúarfoss 24. júli. WEST POINT: Askja 26. júni. KAUPMANNAHÖFN: Urriðafoss 1 7. júni. Reykjafoss 20. júni. HELSINGBORG: frafoss 26. júní. GAUTABORG: Saeborg 1 7. júni. KRISTIANSAND: (rafoss 24. júni. GDYNIA: Skip 24. júni. VALKOM: Skógafoss 2. júli. VENTSPILS: Skip 1. júli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.