Morgunblaðið - 15.06.1974, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JUNl 1974
| iÞRðTTAFRÉTTIB MORGBBIBLAflSmiS
Fjörugur leik-
ur 1 úrhellinu
Fram og ÍA gerðu jafntefli 1:1
JAFNTEFLI 1:1 voru mjög svo
sanngjörn úrslit í leik Fram og
Akurnesinga 1 1. deildar keppni
fslandsmótsins 1 knattspyrnu á
Laugardalsvellinum 1 fyrrakvöld.
Mörkin hefðu með réttu getað
orðið fleiri, þar sem bæði liðin
fengu góð marktækifæri, sem
ekki nýttust. Mikil kaflaskipti
voru 1 leiknum, en þegar á heild-
ina er litið virtust Skagamenn
fvið sterkari aðilinn, og sérstak-
lega á kafla f fyrri hálfleik og 1
byrjun seinní hálfleiks sýndi
liðið ljómandi góða knattspyrnu.
Leikurinn var hinn skemmtileg-
asti á að horfa, nokkuð opinn og 1
honum mikill hraði og barátta, en
þegar Ieið á hálfleikinn tóku hin
slæmu vallarskilyrði að setja sinn
svíp á hann, en úrhellisrigning
var megin hluta leiksins og voru
Ieikmennirnir farnir að vaða for-
ina 1 skóvörp áður en lauk.
Fyrstu 15 mfnútur leiksins
voru nær algjörlega f eigu Fram-
liðsins, sem sýndi þá oft mjög góð
tilþrif og skapaði sér hvert tæki-
færi af öðru. Aðeins eitt þeirra
bar árangur, en það var á 10.
mfnútu leiksins, er Eggert Stein-
grfmsson tók hornspyrnu frá
hægri. Spyrna hans var mjög góð
og beint á höfuð Jóns Péturs-
sonar, sem skallaði knöttinn
óverjandi f netið hjá Skagamönn-
um. Með meiri árvekni hefðu
Skagamenn átt að geta komið f
veg fyrir markið, en allt um það,
vel var að þvf staðið af hálfu
Framara.
Á næstu mfnútum náðu
Framarar svo gullnum tækifær-
um til þess að auka við forskot
sitt. Þannig átti Kristinn Jörunds-
son t.d. skot af mjög stuttu færi á
13. mfnútu en það lenti í Davfð
markverði lA og eftir baráttu f
teignum var hættunni afstýrt.
Ekki var minni hætta við Skaga-
markið á 16. mlnútu, er Fram
tókst að leika vörn þeirra afar
grátt. Þeirri sóknarlotu lauk með
þvf, að Ásgeir Elfasson spyrnti
framhjá opnu markinu af stuttu
færi.
En smátt og smátt náðu Akur-
nesingar betri tökum á leiknum.
Þeim tókst að ná öllum völdum á
vallarmiðjunni og það var það,
sem dugði til. Framlínumcnn
liðsins eru svo afar fljótir og
hættulegir, og brátt fór að mynd-
ast hætta við Frammarkið. Ekki
heppnaðist þó að nýta þá mögu-
leika, sem gáfust.
Á 40. mfnútu var dæmd vfta-
spyrna á Fram. Knötturinn hafði
borizt upp kantinn vinstra
meginn og þar átti Skagamaður
fyrirsendingu alveg út við enda-
mörk. Sigurbergur Sigsteinsson
slæmdi hendi f knöttinn og þegar
f stað var dæmd vftaspyrna. Þetta
var nokkuð strangur dómur, en
réttlætanlegur. Teitur Þórðarson
tók spyrnuna og skoraði af miklu
öryggi. Eftir þetta jöfnunarmark
Skagamanna áttu flestir von á
þvf, að þeim tækist að sigra f
leiknum og f byrjun seinni hálf-
leiks styrktust menn f þeirri trú,
Texti: Steinar J. Lúðvfksson.
Mynd: Ragnar Áxelsson.
en þá sýndi Skagaliðið Sannkall-
aða gullaldarknattspyrnu, þar
sem knötturinn gekk frá manni
til manns. En Framararnir vörð-
ust vel og skynsamlega, þannig að
Skagamönnum tókst ekki að
skapa sér afgerandi færi,
þrátt fyrir yfirburði sfna í
spilinu. Eftir að þannig hafði
gengið um hrfð jafnaðist leik-
urinn skyndilega og eftir
fyrsta stundarfjórðung seinni
hálfleiks verður ekki annað sagt
en að Fram hafi haft f fullu tré
við Skagamennina og færi þeirra
til marka jafnvel hættulegri.
Þegar leið að lokum leiksins
leystist hann upp f hálfgert þóf,
enda auðséð að leikmennirnir
voru orðnir örþreyttir.
Það er ekkert efamál, að lið
Ákurnesinga er mjög gott um
þessar mundir og leikur öllu
áferðarfallegri knattspyrnu en
önnur fslenzk lið. Það kom hins
vegar á óvart, að úthaldið virtist
ekki vera meira en hjá Fram, og
reyndar sáust sumir leikmanna
liðsins tæpast í seinni hálfleik.
Bezti maður liðsins f leiknum var
hinn ungi Karl Þórðarson og þá
fyrst og fremst fyrir það hversu
sendingar hans voru góðar og
vandaðar. Það heyrði til undan-
tekninga ef hann skilaði knettin-
um frá sér til annars en samherja
og hvað eftir annað átti hann gull-
fallegar sendingar til samherja
sinna inn f eyður f Framvörninni.
Þarna er á ferðinni piltur, sem
hefur auga fyrir þvf, sem er að
gerast á vellinum og lfkams-
burðir hans og þroski eru nú
miklu meiri en var t.d. f fyrra. Þá
átti Jón Aifreðsson einnig góðan
leik, cn hið sama má segja um
hann og Karl, að spyrnur hans
eru mjög hreinar og vandaðar, og
dugnaður og yfirferð hans á vell-
inum er geysimikil. Á hinum
skæðu markaskorurum liðsíns,
Teiti og Matthfasi, bar hins vegar
ekki mikið f leiknum, enda gættu
Framararnir þeirra mjög vel.
Framlíðið kom mjög vel út úr
þessum leik og þá sérstaklega
miðverðir liðsins, og tengiliðir,
sem börðust frábærlega vel.
Landsliðsmaðurinn Guðgeir
Leifsson, sem verið hefur helzti
máttarstólpi Framliðsins f sumar,
lék ekki með liðinu að þessu
sinni, en það merkilega var, að
skarð hans tókst að fylla. I
sóknarleik Fram var að þessu
sinni meiri ógnun en verið hefur
til þessa, og munaði þar miklu
um Eggert Steingrfmsson. Eggert
átti mjög góðan leik til að byrja
með, og er greinilega „tekniskur“
og laginn leikmaður. Hann virtist
hins vegar ekki hafa mikið út-
hald, og sást lftið f seinni hálf-
leiknum. Fór svo, að Jóhannes
Átlason, þjálfari Fram skipti
honum út af.
Marteinn Geirsson var annars
maðurinn, sem upp úr stóð f
Framliðinu, og átti nú einn af
sfnum stórleikjum. Þáttur Arna
Stefánssonar f markinu má
heldur ekki gleymast, en hann
greip oft vel inn f leikinn og
bjargaði m.a. tvisvar sérstaklega
glæsilega.
I STUTTU MÁLI:
Islandsmótið 1. deild:
Laugardalsvöllur 13. júní.
Crslit: FRAM — ÍA 1:1 (1:1)
Minningarleikur um Rúnar
A MIÐVIKUDAGINN f næstu viku fer fram á Laugardalsvellin-
um minningarleikur um landsliðsmanninn unga, Rúnar Vil-
hjálmsson, sem lézt af slysförum f landsliðsferð fyrir nokkrum
árum. Bikarmeistarar Fram mæta Breiðabliki f minningarleikn-
um og verður fróðlegt að sjá hvað Blikarnir, sem Ifklegir eru tíl
sigurs f 2. deild, gera gegn 1. deildar liðinu.
FRÍ-skokkið
FRl-skokkið hefst formlega f Reykjavfk á þriðjudaginn f næstu
viku klukkan 17.30 á Ármannsvellinum við Sigtún. Állir skokkar-
ar eru hvattir til að mæta, en þegar er vitað um ýmsa, unga sem
aldna, sem ætla að vera með f skokkinu frá byrjun.
Þjóðhátíðarmót í frjálsum
ÞJOÐHÁTIÐáRMÓTIÐ f frjálsum fþróttum fer fram á Laugar-
dalsvellinum á morgun og á mánudag. Keppt verður f mörgum
greinum báða dagana og allt bezta frjálsfþróttafólk landsins, sem
mögulega getur, tekur þátt f mótinu.
Haukar stálu stigum af Blikunum
ÞAÐ sannaðist enn einu sinni f fyrrakvöld, að allt getur gerzt í
knattspyrnunni. Þá léku Haukar gegn Breiðabliki og öllum á
óvart fóru Haukar með sigur af hólmi. Skoraði Logi Eyjólfsson
eina mark leiksins f fyrri hálfleiknum. Breiðabliksmenn sóttu
mun meira allan leikinn, en tókst ekki að skora og það eru jú
mörkin, sem tala, en ekki spilið úti á vellinum eða fjöldi
sóknarlota.
Verðlaun fyrir Árbæjarhlaup
ÁRBÆJARHLAUP Fylkis fór fram fimm sinnum sfðastliðinn
vetur og var góð þátttaka f öllum hlaupunum, mest um 140
ungmenni. Til að eiga rétt til viðurkenninga þurfti hver kepp-
andi að vera með þrisvar sinnum, en þrfr efstu f hverjum
aldursflokki fá afhent verðlaun. Verða þau afhent 17. júnf f
sambandi við þjóðhátfðarhöld f Árbæjarhverfi.
Heimsmet hjá pólskri
PÓLSKA stúlkan Irina Szewinska setti nýlega nýtt heimsmet f
200 metra hlaupi. Hún rann skeiðið á réttum 22 sekúndum og
bætti með þvf met a-þýzku stúlkunnar Renötu Stecher um
sekúndubrot.
HUNDBLAUTIR setja þeir Asgeir Elfasson og Jón Alfreðsson undir
sig hausinn og storma gegn úrhellinu f baráttunni um knöttinn f
leiknum f fyrrakvöld.
Mark Fram: Jón Pétursson á 10.
mín.
Mark IA: Teitur Þórðarson á 40.
mín.
Dómari: Ragnar Magnússon.
Hann dæmdi röggsamlega og
komst allvel frá leiknum þegar á
heildina er litið. Það, sem helzt
mátti að finna, var að Ragnar var
stundum ekki nógu nákvæmur í
dómum sínum.
Ahorfendur: 1564, sem er metað-
sókn að 1. deildar leik í sumar.
LIÐ FRAM: Árni Stefánsson 3, Hlöðver Rafnsson 2, Ómar Arason
2, Gunnar Guðmundsson 3, Marteinn Geirsson 4, Sigurbergur
Sigsteinsson 2, Asgeir Elfasson 2, Kristinn Jörundsson 1, Rúnar
Gfslason 1, Jón Pétursson 3, Eggert Steingrfmsson 2, Sfmon
Kristjánsson (varamaður) 1, Snorri Hauksson (varamaður) 1.
LIÐ lA: Davfð Kristjánsson 2, Björn Lárusson 3, Benedikt
Valtýsson 2, Þröstur Stefánsson 2, Jón Gunnlaugsson 2, Eyleifur
Hafsteinsson 2, Karl Þórðarson 3, Jón Alfreðsson 3, Teitur
Þórðarson 2, Haraldur Sturlaugsson 2, Matthfas Hallgrfmsson 2.
V-Þjóðverjarnir
komnir af stað
EINS og við mátti búast sigruðu
Vestur-Þjóðverjar lið Chilebúa f
fyrsta leik liðanna ú úrslitum
Heimsmeistarakeppninnar.
(Jrslitin urðu 1:0, og skoraði hinn
snjalli bakvörður, Paul Breitner,
markið f fyrri hálfleiknum.
Leikurinn fór fram á Ólympfu-
leikvanginum í Berlín að við-
stöddum 80 þúsund áhorfendum,
og milljónir fylgdust með
leiknum f útvarpi og sjónvarpi.
Vitanlega voru bjartsýnir þýzkir
áhorfendur í meirihluta á vell-
inum, og er Breitner skoraði
fyrsta mark heimsmeistarakepp-
innar á 14. mínútu leiksins, urðu
gifurleg fagnaðarlæti á áhorf-
endapöllunum. Lengi á eftir
hljómaði söngur fólksins: „Þýzka-
land, Þýzkaland, Þýzkaland".
Mark Breitners var stórglæsi-
legt. Þrumuskot af 25 metra færi
lenti f markhorninu hægra megin
uppi við slá, og þrátt fyrir góða
tilburði Vallejo f marki Chile átti
hann ekki möguleika á að verja.
Tveimur minútum siðar var
Breitner aftur á ferðinni, en nú
tókst Vallejo að koma í veg fyrir
mark með glæsilegri markvörslu.
Þá var komið að markakóngnum
Gerd Mueller að reyna sig, en
Vallejo varði vel skot hans frá
vftateigi.
Chilemenn áttu einnig sín tæki-
færi, Ahuamada komst í gegn í
fyrri hálfleiknum, en skot hans
fór rétt framhjá markinu. I sfðari
hálfleiknum þéttu Chilemenn
vörn sína, og sókn Þjóðverja
þyngdist að mun og hafði hún þó
verið þung fyrir. Um miðjan hálf-
leikinn var Mueller brugðið á
Bakvörðurinn Breitner, sem
skoraði fyrsta mark f úrslitum
heimsmeistarakeppninnar og
tryggði liði sfnu V-Þjóðverjum
fyrsta sigurinn.
miðju vallarins, en þar sem
knötturinn fór til Hoeness var
ekkert dæmt. Hoeness, sem er
mikill spretthlaupari, hljóp vörn
Chile af sér, komst 1 dauðafæri,
en á síðustu stundu tókst varnar
manni að renna sér fyrir knöttinn
og bjarga. Mark Breitners var
eina markið, sem skorað var í
leiknum, en þó hefðu Þjóðverjar
getað gert fleiri miðað við tæki-
færi. Chilemenn voru í rauninni
dæmdir til að tapa þessum leik,
þó svo þeir léku alls ekki illa.
Framhald á bls. 39