Morgunblaðið - 15.06.1974, Page 39

Morgunblaðið - 15.06.1974, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JUNl 1974 39 Hlébarðarnir vörðust með kjafti og klóm SKOTLAND varð að láta sér nægja 2—0 sigur yfir Afríku- liðinu frá Zaire í fyrsta leik sfnum í heimsmeistarakeppninni I knattspyrnu. Leikurinn fór fram i Dortmund í gærkvöldi að við- stöddum aðeins 25 þúsund áhorf- endum. Þessi úrslit eru verulegt áfall fyrir Skotana með tilliti ti) þess, að mjög líklegt verður að teljast, að riðill þeirra vinnist á markahlutfalli, og þá að Júgóslvía og Brasilfa vinni Zaire með fleiri mörkum. Leikmenn Zaire höfðu fengið fyrirskipun frá forseta lands síns fyrir leikinn, að nú gillti ekkert annað en „að sigra eða deyja." Sigur unnu Afrfkubúarnir ekki f leiknum, en vfst er, að þeir urðu ekki landi sínu og þjóð til skammar með frammistöðu sinni, sem kom mjög á óvart. Leikurinn fór að vísu að mestu fram á vallar- helmingi þeirra, og oft var hart barizt í vítateignum, en baráttu- gleði „hlébarðanna" var mikil og þeir gáfu hinum hálaunuðu at- vinnumönnum Skotlands sjaldan tækifæri. Það voru Leeds-leikmennirnir Peter Lorimer og Joe Jordan, sem skoruðu mörk Skotlands í leiknum. Fyrra markið var skorað á 21. mínútu, en þá átti Lorimer mjög góða sendingu til Jordans, sem sloppið hafði úr gæzlu eitt andartak. Skaut Jordan föstu og fallegu skoti af 18 metra færi, sem hafnaði f marki Afríku- búanna, án þess að nokkrum vörnum væri hægt að koma við. Hitt markið kom á 31. mínútu og átti þriðji Leed-leikmaðurinn i skozka landsliðinu, fyrirliði þess, Billy Bremner, mestan heiður af því. Hann tók aukaspyrnu rétt utan vftateigs og sendi knöttinn með nákvæmri spyrnu til Lori- mers, sem skallaði sfðan í markið. Afríkubúarnir áttu af og til nokkuð góð upphlaup og fyrsta hættulega marktækifærið í leiknum var þeirra, er bezti leik- maður liðsins, miðherjinn Kako, fékk knöttinn f dauðafæri við skozka markið, en hann flýtti sér um of — og skot hans geigaði. Mikill fögnuður var meðal skozkra áhorfenda eftir að mörk- in tvö voru komin, og áttu flestir von á því, að Skotunum tækist að bæta miklu fleiri við. Fögnuður áhangenda Skotlands tók svo smátt og smátt að breytast í gremju eftir þvf sem á leikinn leið, og mörkin létu á sér standa. Skotar náðu þó öllum völdum að miðjunni, en Afrfkubúarnir þjöppuðu sér saman inni í víta- teignum og tókst að verjast öllum áhlaupum. Þau skot sem að marki náðu tók Muamba Kazadi mark- vörður af mikilli leikni, en hann var bezti leikmaður liðs sfns og varði oft frábærlega vel. Eftir leikina í gær er staðan í riðlinum þessi: Skotland 1 1 0 0 2—0 2 Brasilia 10 10 0—0 1 Júgóslavía 10 10 0—0 1 Zaire 10 0 1 0—2 0 A-Þjóðverjar AUSTUR-Þjóðverjar áttu fullt f fangi með baráttuglaða Astralfu- búa í leik liðanna í heims- meistarakeppninni í knattspyrnu f Hamborg í gærkvöld. Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik, að A-Þjóðverjunum tókst að tryggja sér sigurinn: 2:0, og við annað markið fengu þeir hjálp andstæð- inganna. Svo sem vænta mátti voru Þjóð- verjarnir áberandi betri aðilinn f leiknum, en Ástralíubúarnir sýndu furðulega góða knatt- spyrnu og sóttu oft upp vinstri kantinn, þar sem tveir beztu leik- menn þeirra, Jim Rooney og Branko Buljevic voru fyrir. Þá átti markvörður liðsins, hinn mörðu sigur skozkfæddi Jack Reilly, stórleik og varði hvað eftir annað frábær- lega vel. Fyrra markið kom á 63. mfnútu, er bakvörður Ástralíumanna Colin Curran, ætlaði að stöðva skot frá Jurgen Sparkwasser, en breytti stefnu knattarins, þannig að hann Ienti í eigin marki. Hitt markið skoruðu A-Þjóðverjarnir 13 mfnútum síðar, og var það Eberhard Vogel sem rak smiðs- höggið á verkið eftir þunga í sókn Þjóðverjanna. Staðan f riðlinum er nú þessi: A-Þýzkaland 1 1 0 0 2:0 2 V-Þýzkaland 110 0 1:0 2 Chile 10 0 1 0:1 0 Ástralfa 10 0 1 0:2 0 Leikir um helgina I dag fara fram eftirtaldir leikir í íslenzku deildarkeppninni: 1. deild: Vestmannaeyjavöllur: IBV — KR kl. 14.00 Laugardalsvöllur: Valur — IBA kl. 14.00 Keflavfkurvöllur: ÍBK — Víkingur kl. 16.00 2. deild: Þróttarvöllur: Þróttur — Völsungur kl. 16.00 Isafjarðarvöllur: iBl — Armann kl. 15.00 3. deild: Stjörnuvöllur: Stjarnan — Leiknir kl. 17.00 Grindavfkurvöllur: Grindavík — IR kl. 14.00 Stykkishólmsvöllur: Snæfell — Grundarfj. kl. 16.00 Ólafsvíkurvöllur: Víkingur — UMSB kl. 16.00 — íþróttir Framhald af bls. 38 Þjóðverjarnir voru einfaldlega of sterkir fyrir þá. Á 67. mínútu leiksins var einum leikmanni Chile vísað af leikvelli. Sá heitir Caszely, og brá hann Vogts gróflega. Eigi að sfður var þessi fyrsta brottvísun f heims- meistarakeppninni mjög um- deildur dómur. T.d. hafði Vogts rétt áður brotið af sér á svipaðan hátt, en þá var aðeins dæmd auka- spyrna. Súgandafjarðarvöllur: Stefnir — HVl kl. 16.00 Seyðisfjarðarvöllur: Huginn — Austri kl. 16.00 Vopnafjarðarvöllur: Einherji — Höttur kl. 16.00 Fáskrúðsfjarðarvöllur: Leiknir — Valur kl. 16.00 Hornafjarðarvöllur: Sindri — Þróttur kl. 16.00 Enginn leikur í deildakeppn- inni fer fram á morgun, né heldur 17. iúní. — Björn Jónsson Framhald af bls. 3 atvinnurekenda til gírókerfisins, sem samkomulag hafði verið gert um milli aðila vinnumarkaðarins og að mæta fjölda óska frá verka- fólki, sem ekki fékk réttmætar og oft engar lögskildar skilagreinir frá gírókerfinu og átti þvf hvergi nærri fullt öryggi fyrir því, að það fengi orlofsfé sitt greitt, þegar það tæki orlof. Ein meginástæðan fyrir vangreiðslum atvinnurek- enda var talin, án vafa, sú að þeir ættu of auðveldan leik með að fullyrða, að þeirra verkafólk væri allt á mánaðaruppsagnarfresti, þótt svo væri ekki eða þá að tak- mörkuðu Ieyti. Koma líka hér inn f myndina lögin um réttindi og skyldur tíma- og vikukaupsfólks, sem eru þannig úr garði gerð, að oft er mjótt á munum um það, hver telst eiga mánaðarupp- sagnarfrest eða ekki. Sá réttur getur líka bæði unnist og glatast hvenær sem er á orlofsárinu og skapar það rugling og óvissu um orlofsgreiðslur. Af framangreindu ætti að vera ljóst, að reglugerðarbreytingin, sem ég játa mig að sjálfsögðu ábyrgan fyrir, hefur það eitt f för með sér, að allir orlofsþegar hafa nú fulltryggt að fá 8V4% af laun- um sfðasta orlofsárs gegnum gfró- kerfið, eftir þeim reglum, sem þar um gilda og fullt samkomulag er um, — en eiga sfðan ótvíræðan kröfurétt á hendur vinnuveitenda á því fé, sem að því greiddu kynni að skorta á, að fullum gildandi launum á orlofstfmanum sam- kvæmt áður gildandi venju verði náð. Eg læt svo að lokum f ljósi fullt traust mitt á því, að félagsmála- ráðuneytið muni vera reiðubúið til að staðfesta með úrskurði, ef með þarf, þær skýringar og þann skilning, sem ég hér að framan hefi gert grein fyrir. Og enn það, að ég tel orlofslögin og fram- kvæmd þeirra þurfi gagngerðar endurskoðunar og endurbóta við. Björn Jónsson. — Nitze Frarnhald af bls. 17 sem þeir hafi á alþjóðavett- vangi.“ Er talið einsýnt að Nitze eigi þarna við Wat- ergatemálið, enda þótt hann nefni það ekki berum orðum. Nitze segir að lokum, að hann sjái enga von um stefnu- breytingu fyrr en forsetaembætt- ið hafi endurheimt það megin- hlutverk sitt að framfylgja stjórnarskránni og sjá um réttláta framkvæmd laga og réttar. — 4000 millj. Framhald af bls. 1 leyti hina slæmu stöðu þeirra, en auk þess hefur sparifjáraukning dregist mjög saman frá ára- mótum, og alveg sérstaklega síðustu vikurnar. Á viðskiptabönkunum hvflir sú skylda að veita Ián til atvinnuveg- anna, en vegna verðbólguþróunar og stöðugra kostnaðarhækkana kalla atvinnuvegirnir sífellt á aukið rekstrarfé og þeirri eftir- spurn hafa viðskiptabankarnir ekki getað mætt á annan veg en þann að auka yfirdráttarskuldir sínar. Ef viðskiptabankarnir spyrntu við fótum kæmust helztu atvinnugreinar landsmanna mjög fljótlega f greiðsluþrot og stöðv- uðust þar með alveg. Fjárskortur sjóðanna Þá er ljóst eins og fram hefur komið i Mbl. síðustu daga, að sjóðakerfi landsmanna er fjár- vana. Byggingarsjóð ríkisins, sem veitir lán til húsabygginga skortir um 1300 millj. kr., og hafa 1229 húsbyggjendur, sem rétt áttu á seinni hluta lánum Húsnæðis- málastjórnar í maí og júní engin slík lán fengið, og fullkomin óvissa um, hvenær hægt verður að greiða þau út. Viðskiptabank- arnir hafa veitt vfxillán út á Hús- næðisstjórnarlán og fá þau víxil- lán ekki greidd nú vegna fjár- skorts Byggingarsjóðs. Stofnlánadeild landbúnaðarins vantar um 1000 millj. kr. og getur þvi ekki sent út lánafyrirheit til bænda um þessar mundir eins og venja hefur verið. Fiskveiðasjóð Islands skortir 1200—1400 millj. kr. og í Vegasjóð vantar um 1900 millj. kr. til þess að hægt sé að standa undir samþykktum vega- framkvæmdum í sumar. Þá vantar Framkvæmdasjóð Is- lands, a.m.k. um 1000 millj. kr., en nær 600 millj. kr. að auki eiga að koma frá viðskiptabönkunum, sem nú er eins ástatt um og að ofan greinir, þannig að fjáröflun Framkvæmdasjóðs frá viðskipta- bönkunum hlýtur að vera mjög óvís. Framkvæmdasjóður lánar til hinna ýmsu stofnlánasjóða at- vinnuveganna. Af þessu er ljóst, að f sjóðakerfið vantar nálægt 6000 millj. kr. Staða rfkissjóðs Loks er ljóst að staða ríkissjóðs verður mjög slæm á árinu. Áður en auknar niðurgreiðslur voru ákveðnar áætlaði rfkisstjórnin sjálf 2000 millj. kr. halla rfkis- sjóðs á árinu, en að auki kosta niðurgreiðslurnar um 1300 millj. kr. til áramóta, þannig að fyrir- sjáanlegur greiðsluhalli virðist vera um 3300 millj. kr. Tekjur ríkissjóðs fyrri hluta ársins hafa verið mjög miklar vegna mikils innflutnings, m.a. bílainnflutn- ings, en innflutningur hefur mjög dregizt saman vegna 25% geymslugjaldsins og þýðir það, að tollatekjur ríkisins dragast einnig saman frá því, sem verið hefur undanfarna mánuði. — Aðalfundur Framhald af bls. 3 mjög gott. Á fundi f London var samið um sölu á 2500—3000 lest- um af blautverkuðum fiski til Portúgal og fyrir þann fisk fékkst 1 verð, sem sýndi að verðlag fór , hækkandi. Um 20. aprfl fóru þeir | Tómas Þorvaldsson og Helgi Þórarinsson til Spánar. Þar var gengið frá sölu á 5000 lestum af blautverkuðum fiski auk þess sem samningurinn gerði ráð fyrir 1000 lesta viðbótarsölu. I sömu ferð var haft samband við umboðsmenn Islendinga f Portúgal, og komu þeir til Spánar nokkrum tfmum áður en byltingin var gerð þar. Þrátt fyrir byltinguna keyptu Portúgalarnir allan þann fisk, sem þeir Tómas og Helgi höfðu leyfi til að selja, eða 2000 lestir. Jafnframt vildu þeir kaupa allan þann 4. flokks fisk, sem hægt var að fá og varð verð á honum jafnhátt og heldur hærra, en verð á 1. flokks fiski var f janúar. Stuttu seinna var einnig reynt að selja Itölum nokkuð magn, en það gekk illa, þvi ítalir gátu ekki sætt sig við það verð, sem farið var fram á. 10.800 lestir farnar Um mánaðarmótin var búið að afskipa alls 10.875 lestum af blautverkuðum fiski. Af því hafa 5.564 lestir farið til Portúgals, 4.358 til Spánar, 5 lestir til Svfþjóðar, 780 til Italíu og 168 til Grikklands. Hrognaútflutningur- inn undir einn hatt Síðasti aðalfundur S.I.F. beindi því til stjórnarinnar, að samtökin tækju að sér sölu á sykursölt- uðum og söltuðum hrognum félagmanna. I vetur voru svo gerðir samningar við Svfa og fengust um 390 s. kr. fyrir tunnuna á móti 282 kr. i fyrra. Stjórn S.I.F. telur samt, sem áður, að útflutningur hrogna á vegum samtakanna nái ekki tilgangi sínum nema þvi aðeins, að tryggt sé, að sala og útflutningur nái til allrar hrognaframleiðslu lands- manna. Tómas Þorvaldsson var endur- kjörinn formaður Sölusambands fsl. fiskframleiðenda. Hann sagði f samtali við Morgunblaðið i gær. að samþykkt hefði verið á aðal- fundinum, að fela stjórninni að koma þurrfiskframleiðslunni í sérstaka deild í Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins, enda þótt fram- leiðendur væru í hjarta sfnu á móti sjóðmyndunum, eins og með sjóði væri farið í landinu. Með Tómasi f stjórn eru: Guðjón B. Ólafsson, Jón Axel Pétursson, Jón Ármann Héðins- son, Margeir Jónsson, Sighvatur Bjarnason, Stefán Pétursson. — Læknavaktin Framhald af bls. 4 0 ar hins vegar talið samninginn f heild viðunandi. Heildarsamn- ingurinn er þó sjúkrahúslækn- unum alveg óviðkomandi nema hvað þessar vaktagreiðslur áhrærir og þeir hafa talið hækk- unina hvergi nærri fullnægjandi. Stjórn Læknafélagsins hefur þó reynt að hafa milligöngu um sam- komulag milli sjúkrahúslækn- anna og heilbrigðisyfirvalda en það ekki tekizt. Þar hafa að sögn Guðmundar ekki komið fram nein þau tilboð sem sjúkrahúslæknar telja sig geta gengið að. Hins vegar hefur verið minnzt lauslega á 6.500 kr. sem fasta greiðslu fyrir næturvakt, en engar aðrar fasta- greiðslur eða kauptryggingar fyr- ir kvöld- og helgarvaktir, en Læknafélagið taldi það ekki full- nægjandi. Þá hafði Morgunblaðið sam- band við Pál Sigurðsson, ráðu- neytisstjóra í Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu og leitaði álits hans á þessu máli. Páll sagði aðdragandann í stuttu máli hafa verið þann, að í vor hafi verið undirritað samkomulag Lækna- félags Reykjavíkur og Trygginga- stofnunnar rfkisins, þar sem sam- ið var um þessar vaktir, líkt og gert hafi verið undanfarin ár. Heimilislæknarnir, sem þessi samningur nær til, hafi hins veg- ar verið fáir og því hafi sjúkra- húslæknar tekið þessar vaktir líka, en vilji nú ekki una þeim greiðslum, sem þarna var samið um. „Við höfum rætt þetta á samningafundum sfðan," — sagði Páll, — „þó að við teljum, að samningur sé nú f gildi, og boðið töluverða hækkun á þessum vöktum. Sjúkrahúslækn- ar hafa ekki viljað taka henni og heimilislæknarnir hafa verið einir með þessar vaktir anzi langan tíma. Þeir hins vegar anna þessum vöktum ekki, sem ekki er heldur eðlilegt, og sjúkrahúslæknarnir eru að þrýsta á með þessu móti á veru- lega hækkun á þessum vakta- greiðslum." Um fyrirsjáanlegar afleiðingar þessa ástands sagði Páll, að það yrðu áfram eitthvað af heimilis- læknum, er gegna mundu þessar vaktir og það yrði þvf ekki vaktlaust á hverri nóttu. „Hins vegar gerist það að sjálf- sögðu nú, að almenningur mun leita til heimilislækna sinna allan sólarhringinn og einnig mun fólk leita til slysavarðstofu í mun meira mæli en nú er. Bráðveikt fólk í heimahúsum verður að flytja í sjúkrabifreiðum í slysa- varðstofu eða í þau sjúkrahús, sem eiga vaktina hverju sinni,“ — sagði Páll „Þessi mál fara þá í svipað horf og er víðast erlendis um þessar mundir, að það fæst enginn læknir til að far í heima- hús. Það er t.d. engin borg f Bandaríkjunum, þar sem hægt er að fá lækni til að koma f heima- hús. Þetta mun að sjálfsögðu auka álagið mest á slysavarðstofu. Al- menningur fær eftir sem áður sams konar þjónustu og verið hef- ur, en með öðrum hætti. Læknar hafa þeim siðferöilegu skyldum að gegna, að þeir þurfa að sinna köllum, og þetta ástand hlýtur því einnig að koma mjög illa niður á heimilislæknunum og verða til þess, að þeir hafa aldrei frið“, sagði Páll. Hins vegar kvaðst Páll vonast til, að samningaumleitun- um yrði haldið áfram við sjúkra- húslæknana. Hins vegar ættu heilbrigðisyfirvöld dálítið erfitt um vik f þeim efnum, þar eð þau hefðu ekki fengið neinar kröfur frá læknunum og vissu þar af leiðandi ekki, hvað þeir gætu sætt sig við. • • — Ondvegis- súlur Framhald af bls. 3 tölustafnum 11. Svend . Aage Malmberg haffræðingur sagði í gær, að þeim hefði verið kastað í sjóinn norður af Garðskaga að- fararnótt 9. júnf s.l. Alls hefði súlunum verið kastað í sjóinn á 11 stöðum, 10 f hvert skipti. Svend Aage sagði, að þetta rek á súlunum væri mjög eðlilegt, en ekki sé þar með sagt að súlurnar, sem kastað var við Stokknes eða Ingólfshöfða reki inn á Faxaflóa. Það sé þó ekkert ósennilegt, þvi landstraumar liggi vestur með landinu, og þegar hafísinn hafi komið í Flóann fyrr á öldum hafi hann ávalt borizt þessa leið með straumum. En vindar geti einnig breytt reki öndvegissúlnanna. — Skuldum Framhald af bls. 4 0 nemur aðeins nokkur hundruð millj. kr. Snemma á sl. vetri skýrði Mbl. frá þvf, að Sovétmenn hefðu þá verið farnir að ókyrrast vegna skuldasöfnunar Islendinga og krafist þegar f stað fullnaðar- greiðslu á þeirri skuld, sem þá var til staðar og var hún þó allmiklu lægri en hún er nú. En ekki er Mbl. kunnugt um, að slíkar kröfur hafi komið fram af hálfu Sovétríkjanna að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.