Morgunblaðið - 15.06.1974, Page 40
son
nucivsincRR
^jt«r«22480
UlflSKIPTin
nucLvsnf
morgiun&la^ittiu
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1974
Skuldum Rússum
mílljónir kr.
Skuld íslendinga við Sovétríkin vegna viðskipta milli
landanna nemur nú 1500—2000 millj. kr., og hefur aldrei
verið hærri en hún er um þessar mundir. Ástæðan fyrir
þessari miklu skuldasöfnun við Sovétríkin er tvíþætt.
Annars vegar hin gífurlega hækkun olíuverðs, sem orðið
hefur á þessu ári og hins vegar tregða Sovétrikjanna til
þess að kaupa af okkur sjávarafurðir upp í olíukaup
okkar frá þeim.
Á þessu ári er gert ráð fyrir, að
við kaupum frá Sovétríkjunum
um 300.000 tonn af gasolfu, 80.000
tonn af bensfni og 110.000 tonn af
svartolíu. Miðað við olfuverð eins
og það er nú, kostar þetta magn af
olíuvörum okkur um 4500 millj.
kr. í ár, en til samanburðar má
geta þess, að svipað magn af olí-
um og bensfni kostaði á árinu
1973 um 1600 millj. kr. Kostnaðar-
aukinn vegna hækkunar olíu-
verðs er því um og yfir 3000 millj.
kr. á þessu ári.
Þrátt fyrir þessa gffurlegu
hækkun olfuverðs hefur reynzt
erfitt að auka fiskútflutning til
Sovétrfkjanna og raunar dróst
hann saman á sfðasta ári. Á árinu
Nýtt skip E.Í.
— Urriðafoss
URRIÐAFOSS, nýtt skip Eim-
skipafélags Islands, var afhent
f Danmörku f gær. Viggó
Maack skipaverkfræðingur og
Björn Kjaran skipstjóri veittu
skipinu viðtöku fyrir hönd
Eimskips, en Björn veróur
skipstjóri á þvf. Þetta skip er
systurskip Álafoss, Uðafoss og
Grundarfoss, sem félagið
hefur nýlega fengið.
Urriðafoss fer frá Friðriks-
höfn til Kaupmannahafnar,
þar sem það tekur fullfermi af
vörum, en skipið er væntan-
legt til Reykjavfkur mánu-
daginn 24. júnf. Skip Et eru þá
orðin 19 talsins, en tvö —
Tungufoss og Bakkafoss — eru
nú raunar f sölu. Hins vegar er
f ráði að kaupa enn tvö skip f
þeirra stað.
1973 nam heildarútflutningur
okkar til Sovétríkjanna, aðallega
á frystum sjávarafurðum, en
einnig iðnaðarvörum, 932 millj.
kr. en á árinu 1972 nam útflutn-
ingur til Sovétríkjanna 1219 millj.
kr. Minnkun útflutnings milli
þessara ára stafar af þvf, að Sovét-
rikin keyptu minna af frystum
fiski af okkur en árið á undan.
Um miðjan aprfl sl. tókst loks
að gera samning við Sovétríkin
um útflutning á frystum fiskaf-
urðum til þeirra og nemur hann
um 1000 millj. kr. Undanfarnar
vikur hafa staðið yfir tilraunir til
þess að selja þeim meira magn af
frystum fiskafurðum, en jákvætt
svar hefur ekki fengizt. Jafnvel
þótt Sovétríkin tvöfölduðu það
magn, sem samið var um í apríl-
mánuði, þannig að þau keyptu af
okkur frystar fiskafurðir fyrir
2000 millj. kr. í ár er ljóst, að í
árslok yrði um að ræða mikla
skuld við Sovétríkin, þar sem út-
flutningur iðnaðarvara til þeirra
Framhald á bls. 39
Gunnar og Halldór fengu verðlaunin
UTHLUTAÐ var úr Rithöfundasjóði Islands f
gær og fór veitingin fram f Ráðherrabústaðnum.
Verðlaunin fengu að þessu sinni rithöfundarnir
Gunnar Gunnarsson og Halldór Laxness. Sigurð-
ur A. Magnússon, formaður sjóðsstjórnar, afhenti
þeim verðlaunin að upphæð 250 þúsund krónur.
Menntamálaráðherra, Magnús Torfi Ólafsson,
ávarpaði rithöfundana og flutti þeim árnaðarósk-
ir, en þeir fluttu báðir stutt þakkarávörp. Stjórn
Rithöfundasjóðsins skipa nú, auk Sigurðar, þeir
Indriði G. Þorsteinsson og Runóifur Þórarinsson.
A myndinni sjást rithöfundarnir Gunnar og Hall-
dór ásamt menntamálaráðherra.
Um 100 ungir framsóknarmenn
ganga úr Framsóknarflokknum
AÐ því er Morgunblaðið ræða unga menn og konur, an fyrir úrsögnum þessa hægra armi Framsóknar
1_ _ r e 3L .. r AA 1_ <* _ * • 1 _1 * ri n • P '11 n t 1 fl/xlrlrninn /\/v /vlrLi 1-».. /vM «/.
AÐ því er Morgunblaðið
hefur fregnað, munu um
100 ungir framsóknar-
menn vera að ganga
úr Framsóknarflokknum
þessa dagana. Er hér um að
ræða unga menn og konur,
sem átt hafa aðild að Félagi
ungra framsóknarmanna í
Reykjavík, og er talið, að
þessi hópur sé um 10%
félagsmanna í FUF. Ástæð-
an fyrir úrsögnum þessa
unga fólks úr Framsóknar-
flokknum mun vera af-
staða flokksins til varnar-
mála og efnahagsmála, en
þessi hópur mun tilheyra
Læknavaktin í borginni leggst niður
FRÁ og með þriðjudegi næstkom-
andi hættir Læknafélag Reykja-
vfkur skipulagningu kvöld-,
nætur- og helgidagaþjónustu, en
félagið hefur um áraraðir séð
borgarbúum fyrir þessari þjón-
ustu. I fréttatilkynningu frá
Læknafélaginu kemur fram, að
þessi þjónusta hafi verið að
miklu leyti borin uppi af sjúkra-
húslæknum, þar eð heimilislækn-
ar hafa verið of fáir til að anna
henni. Sjúkrahúslæknar hafa
bætt þessari vinnu við langan
starfstima á sjúkrahúsunum, en
þeir hafa lengi talið, að ekki fáist
nægilega greitt fyrir þetta auka-
álag, og þvf ekki tekið þátt f
henni frá 1. aprfl sl. Hafa
heimiiislæknar gegnt þessari
þjónustu einir frá þeim tfma, en
nú er svo komið, að þeir geta ekki
annað henni. Samningaviðræður
hafa ekki borið árangur. Ljóst er,
að þessi breyting hefur f för með
sér margvfsleg vandamál hvað
snertir læknisþjónustu á þessum
tfma sólarhringsins. T.d. er við-
búið að álag á slysadeild Borgar-
spftala stóraukist og allir
heimilislæknar geti átt yfir höfði
sér að verða kvaddir til sjúklinga
sinna á hvaða tíma sem er.
Morgunblaðið hafði af þessu
tilefni samband við Guðmund
Oddsson, formann Læknafélags
Reykjavíkur, og spurði hann nán-
ar um ástæður fyrir þessari ráð-
stöfun.
„Sjúkrahúslæknarnir hafa unn-
ið þessa þjónustu algjörlega í
aukavinnu og eru ekki inn á
heimilislæknasamningunum að
neinu leyti,“ sagði Guðmundur.
„Á sfðari árum hefur ekki verið
nein fastagreiðsla fyrir þessar
vaktir, heldur hefur greiðslan
farið eftir þvf, hversu margar vitj-
anir eru á þessum vöktum, en
gjöldin fyrir vitjanirnar eru 600
krónur að kvöldi og 1000 krónur
að nóttu. Komi því 3 útköll að
næturlagi fær viðkomandi læknir
aðeins 3 þúsund krónur í sinn
hlut fyrir vaktina. Hann sefur
kannski ekkert alla nóttina, en
þarf síðan að vinna allan næsta
dag f spítalanum."
Guðmundur sagði, að ekki væri
gert ráð fyrir þessari þjónustu
neins staðar í heilbrigðiskerfinu.
Hann sagði, að flestir læknar
væru í þessu aðeins stuttan tfma
en gæfust síðan upp á þvf. Vaktir
þessar væru erfiðar og nefndi
Guðmundur sem dæmi, að meðal
heimilislækna væri samkomulag
um að menn yfir fimmtugt þyrftu
ekki að standa þessar vaktir, enda
þyrfti viðkomandi læknar að
stunda fulla vinnu næsta dag.
„En 1. apríl — þá höfðu orðið
miklar hækkanir alls staðar,
meðan þessar vaktagreiðslur voru
óbreyttar, og ákváðu þá sjúkra-
húslæknarnir að hætta að gegna
þessari þjónustu," sagði Guð-
mundur ennfremur. „Þá var ekki
annað að gera en að reyna að
manna vaktirnar með heimilis-
læknum, en þeir eru alltof fáir,
sem treysta sér til að taka þessar
vaktir, rosknir menn eru það stór
hluti af heimilislæknunum hér f
borg. Þessir fáu læknar þurftu
siðan að taka svo margar vaktir,
að þeir gáfust hreinlega upp, og
við hjá Læknafélaginu sáum
okkur tilneydda til að taka ofan-
greinda ákvörðun. Þetta er vita-
skuld alvegafleitt.þvf að þjónusta
þessi er mjög nauðsynleg,“ sagði
Guðmundur. Hann sagði enn-
fremur, að undir venjulegum
kringumstæðum hefðu um 20
læknar staðið þessar vaktir, en
þar af hefðu sjúkrahúslæknar
verið um 60—70%.
Hann kvað óformlegar samn-
ingaviðræður hafa farið fram við
fulltrúa sjúkrasamlags, borgar-
lækni og ráðuneytisstjóra Heil-
brigðisráðuneytis. I þvf sambandi
tók Guðmundur fram, að nýlega
hefði verið gert samkomulag milli
heimilislækna annars vegar og
Tryggingastofnunar og sjúkra-
samlags hins vegar um vitj-
anagreiðslur, og þó að taxti þess-
arar þjónustu hefði ekki hækkað
nema um 6% hefðu heimilislækn
Framhald á bls. 39
hægra armi Framsóknar-
flokksins og ekki hugnast
sú stefna flokksforystunn-
ar að varnarliðið verði látið
hverfa af landi brott!
Forystumaður þessa hóps mun
vera Birgir Viðar Hall-
dórsson, sem á sæti í stjórn
Sambands ungra framsóknar-
manna og er fulltrúi í fulltrúaráði
Framsóknarfélaganna í Reykja-
vfk, en hann átti einnig á sfnum
tíma sæti í stjórn fulltrúaráðs
Framsóknarfélaganna í Reykja-
vfk og var f stjórn Félags ungra
framsóknarmanna f Reykjavík. 1
hópi þessa unga fólks, sem er að
segja sig úr Framsóknarflokkn-
um, er sagður vera stjórnarmaður
í Félagi ungra framsóknarmanna
og um það bil þriðjungur af full-
trúum ungra framsóknarmanna í
fulltrúaráði framsóknarfélag-
anna í Reykjavík.
Eins og áður hefur fram komið,
hefur meginhluti forystumanna
Sambands ungra framsóknar-
manna, sem verið hafa í vinstra
armi Framsóknarflokksins,gengið
til samstarfs við ýmsa hópa til
vinstri um framboð í þingkosn-
ingunum og ýmsir áhrifamenn úr
Framsóknarflokknum víðs vegar
um land gengið til samstarfs við
Möðruvallarhreyfinguna. Hefur
framkvæmdastjórn Framsóknar-
flokksins lýst þessa menn brott-
ræka úr flokknum. Nú virðist sem
byrjað sé að kvarnast úr hægra
armi Framsóknarflokksins ekki
síður en vinstri arminum.