Morgunblaðið - 26.06.1974, Page 21

Morgunblaðið - 26.06.1974, Page 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JUNÍ 1974 „Andakílsárvirkjun verði stækkuð og gerð sameign allra sýslufélaga á Vesturlandi” — segir 3. maður á lista Sjálfstæðis-* flokksins, Ingiberg J. Hannesson o Fridjón Þórðarson Stykkis- bólmi, er annar maður á lista Sjálfstæðisfiokksins I Vestur- iandskjördæmi. Hann er fæddur á Breiðabðlstað á Fellsströnd 5. feb. 1923. Hann er sýslumaður Snæfells- og Hnappadalssýslu og hefur setið á þingi um árabil. Friðjón er kvæntur Kristfnu Sigurðardóttur og eiga þau fimm börn. Mbl. hitti Friðjón þar sem hann var á framboðsfundi á Hellis- sandi og spurði hann hver hann téldi helztu mái þessara kosninga. 1 fyrsta lagi efnahagsmálin og ástand atvinnuveganna. Það er útilokað annað en að koma þeim á réttan grundvöll og þá sérstak- lega útgerðinni þvf að á henni byggist allt annað. ! öðru lagi eru öryggismálin ofarlega f huga og svo fyrir okkur hér á nesinu er allt mikilvægt, sem lýtur að sjávarútvegi, eins og t.d. landhelgismáiið og áframhald þess. Það skiptir okkur miklu, að tsland skipi sér f röð með þeim þjóðum, sem vilja 200 mflna efna- hagslögsögu. Hvcrnig er ástandið f sjávarút- vegi á Snæfellsnesi? Utgerð hér hefur sennilega gengið með bezta móti miðað við aðra staði á landinu. Auðvitað hefur einstökum bátum gengið misjafnlega, sumir eru háir en aðrir lágir, en í heild hefur aflinn verið góður. Að því leyti kemur Breiðafjarðarsvæðið tiltölulega vel út miðað við landið allt. Þá eru t.d. Grundarfjörður og Stykkishólmur farnir að hafa mikinn styrk af humar- og skel- fiskveiðum. En þrátt fyrir þetta horfir þannig, að hvað sem bátur aflar mikið virðist allt ætla að sigla í strand með lækkandi verði og fleiru. Hvernig er ástatt hjá frysti- húsunum? Frystihúsin standa f mikilli uppbyggíngu hér eins og annars staðar. Þau hafa verið að byggja upp síðan f kreppunni 1967—8 og þrátt fyrir þessar dýru fram- kvæmdir hafa þau staðið þokka- lega. En það eru slæmar og erfiðar horfur framundan, þar sem kostnaður fer hækkandi en verð á frystum fiski lækkandi. Við stöndum þó betur að vfgi en margir aðrir því hér hefur verið verkað talsveri f salt, en saltfisk- verkendur virðast vera þeir einu, sem ekki líta með skelfingu til framtíðarinnar enn sem komið er a.m.k. Hvaða mál telur þú mikil- vægust til úrlausnar fyrir Snæfellinga? Auk landbúnaðar og samgöngu- mála held ég að séu rafmagnsmál- in. Núna síðustu árin hefur orku- þörf Snæfellinga farið mjög vaxandi en samhliða þvf hefur verið hér mikill orkuskortur og „Ekki gengið eins illa síðan á stríðsár- unum að fá vöruval” Rabbad við Helga Jóns- son skósmið á Akranesi Þegar við komum inn á skó- smfðaverkstæði Helga Jónssonar, inn af skóverzlun hans, sfðdegis s.l. laugardag, var kempan að sinna skósmfðum og hann hefur verið skósmiður f hvorki meira né minna en 71 ár, en hann verður 87 ára f haust. Helgi er Aust- firðingur, fæddur Reyðfirðingur, en fluttist tíl Akraness árið 1948 eftir 35 ára búsetu á Neskaup- stað. Sfðan hefur hann verið með skóverzlun og verkstæði á Akra- nesi. „Það er erfitt að eiga við skó- verzlunina núna,“ sagði Helgi, „það hefur ekki verið eins erfitt og gengið eins illa sfðan á stríðs- árunum að fá þá vöru og þau efni, sem maður vill fá. Það virðist allt gert, sem hægt er, til þess að drepa niður verzlanirnar. Þenslan og stjórnleysið á öllum sviðum og 25% frystingin ráða þar mestu og heildsalarnir hafa ekki peninga til þess að gera neina hluti. Það er enginn öfundsverður af að taka við þjóðarbúinu eins og allt er orðið, það er ekki eftirsóknarvert. Það er lfka erfitt að reikna út landsmálin f dag og verst er það með þessa andskotans smáflokka, þá ætti nú að banna, þeir gera ekkert annað en skapa ringulreið. Æskilegast væri, að flokkarnir væru ekki fleiri en þrír. Það er ekkert nema óvissa að kjósa þessa smáflokka. Hljóðið í fólki er svona upp og niður, en það er greinilegt, að stemmningin er með Sjálfstæðisflokknum og enn greinilegra, að fólk er hrætt við kommúnistaflokkinn. Ég lifi f voninni um að Sjálfstæðisflokk- urinn verði hátt uppi eftir kosn- ingarnar um næstu helgi." öryggisleysi í rafmagnsmálum. Ýmis áföll hafa dunið yfir og fólk orðið fyrir miklu tjóni á heimilis- tækjum vegna spennufalls og óveðurs. Línubilanir hafa verið mjög tíðar. Aðeins ein vatnsafls- virkjun er á nesinu, Rjúkanda- virkjun, en hún er orðin allt of lftil. Að öðru leyti er rafmagn framleitt með dísilvélum. Beztu lausnina á rafmagnsmál- um okkar tel ég vera þá að fara út í samvinnu við Andakílsárvirkj- un, sem verði stækkuð og færi út svæði sitt svo að það nái til alls Vesturlandskjördæmis og verði sameign allra sýslufélaga auk Akranesskaupstaðar. Til að fá nægan orkuforða þarf að auki að virkja Kláffoss. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir, að lína verði lögð frá Andakíl til vegamóta og fleiri endurbætur gerðar af Rafmagns- veitu rfkisins, en á sl. ári hefðum við getað fengið þessa línu lagða af Andakílsárvirkjun sem fyrsta áfanga í samstarfi áðurnefndra sveitarfélaga um þessi mál. En sú hugmynd fékk ekki hljómgrunn hjá stjórn orkumála svo að ég tel, að við séum þarna a.m.k. ári á eftir. Hvað viltu segja um þá full- yrðingu stjórnarsinna, að stefna Sjálfstæðisflokksins sé stefna at- vinnuleysis og landflótta? Andstæðingar okkar hafa talið atvinnuleysi og landflótta ein- kenni fyrir viðreisnarstjórn, en þá renna þeir huganum til áranna 67 til 69. Ég tel, að viðreisnar- stjórnin hafi þá brugðizt mjög myndarlega við þeim erfiðleikum, sem þá dundu yfir, en eins og allir vita voru þeir vegna verðfalls erlendis og lélegs afla. Það er í sjálfu sér mjög merkilegur þáttur f hennar ferli hvernig henni tókst að ná samstarfi við alla lands- menn við að koma þjóðinni út úr atvinnuleysinu. Þegar talað er um landflótta er nauðsynlegt að hafa í huga, að hreyfanleiki vinnuafls er nú mun meiri en áður, þannig að nú þarf oft ekki mikið til að fólk leiti timabundið vinnu annars staðar. Þá er einnig vert að hafa í huga, að margt af því fólki, sem fluttist héðan á þessum árum, var fólk, sem hafði góða vinnu og gæti jafnvel verið f hæstu tekjuflokkum eins og t.d. læknar. Hvað viltu segja um trygginga- mál? Ég er dálítið kunnugur al- mannatryggingum þar sem ég hef verið umboðsmaður þeirra í næst- um 20 ár og því getað fylgzt með þróun þeirra mála. Ég er alveg VIÐ hittum Hörð Kristjánsson, byggingarfulltrúa og trésmið f Stykkishólmi, að máli og spurð- um hann um byggingarfram- kvæmdir á staðnum. — Við erum búnir að opna 2 ný byggðarhverfi sl. 2 ár, svaraði Hörður. Sfðasta ár var opnað hverfi með um 20 lóðum en í vor var opnað annað með 40—50 lóðum. Á þessu ári hefur verið úthlutað 36 lóðum, þar af einni undir fjölbýlishús. — Með tilkomu þessara húsa er um að ræða verulega fbúðaaukn- ingu. Það verður þvf auðveldara að taka á móti innflutningi á fólki, sem bæði kemur héðan úr sveitunum og eins flyzt hingað mikið af iðnaðarmönnum. Skipa- smíðastöðin hefur t.d. þurft að flytja inn mannskap. Auk íbúðar- húsa eru hér í byggingu félags- heimili og hótel og í undirbúningi er að byggja nýjan skóla og komn- ar eru teikningar að nýrri kirkju. Hafa menn lent í erfiðleikum með lán? Það hefur borið töluvert á því, að þeir, sem hafa lokið við sfn hús, hafi lent í erfiðleikum með húsnæðisstjórnarlán. Menn hafa lagt í fjárfestingu með það fyrir augum að fá þessi lán en svo hefur ekkert komið. Menn hafa viss um, að sjálfstæðismenn hafa alltaf verið talsmenn almanna- trygginga og hækkun þeirra eins og fært hefur verið á hverjum tíma. Endurbætur hafa ekki verið minni í stjórnartíð Sjálfstæðis- flokksins. I seinni tíð hafa breytingar oftast verið hrein sýndarmennska og verið erfiðar f framkvæmd og hafa komið illa niður eins og tekjutryggingin um- talaða. Til að geta notið hækk- unar ellilífeyris mátti lífeyrisþegi ekki eiga kindur eða dunda í fiski eða hafa nokkrar aðrar tekjur án þess að það dragi hann' niður. 1 þessu sambandi má minnast á, að við fyrstu breytingu, sem nú- verandi vinstristjórn gerði á skattalöggjöfinni fyrir árslok 1971, varð raunin sú, að gamla fólkið, sem vinnur í fiskvinnu til að bjarga verðmætum, lenti í ofsaháum tekjuskatti. Gamall maður, sem hefur alið allan sinn aldur í Ölafsvfk, sagði, að þetta væri mesta hneyksli í skattasögu Ölafsvíkur. Stjórnin neyddist svo til að breyta þessu. Manni sýnist, að þarna hafi .henni verið mis- lagðar hendur. Hvernig lfzt þér svo á kosningarnar? Hér var vel unnið í sveitar- stjórnarkosningunum og ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en að stuðningsfólk Sjálfstæðis- flokksins vinni að góðum sigri hans einnig í þessum kosningum. Hörður Kristjánsson. þó ekki gefizt upp heldur hellt sér út í þetta miskunnarlaust. Hverju spáirðu um kosningarn- ar? — Það er erfitt að segja, maður vonar bara, að þær verði svipaðar og sveitarstjórnarkosningarnar, sagði Hörður að lokum. „Gefast ekki upp þó að húsnæðismálastjórn- arlánið komi ekki” — segir bygging- ^ arfulltrúinn í Stykkishólmi u ■•■■■ Ö VESTURLANDSKJÖRDÆMI SÓTT HEIM o

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.