Morgunblaðið - 26.06.1974, Síða 24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1974
23
Tíminn hefur ekki haft af miklu
að státa undanfarna daga og vik-
ur. Hann nefndi þó fyrir skömmu
valkostina, sem hann metur svo:
„Viðreisnin, sem hrakti fólk úr
landi fyrir fáum árum og lumar
nú á því í pokahorninu, sem ekki
er nefnandi upphátt,“ — og
vinstri stjórnin svonefnda, sem
enginn gerir reyndar ráð fyrir að
haldi velli. Og víst er um það,
menn hafa að undanförnu velt því
mjög fyrir sér, hver væri I raun
viðskilnaður vinstri stjórnarinn-
ar. Tómas skáld Guðmundsson
kvað einhverju sinni:
„Ég mæti honum daglega,
manninum með pokann.
Og hvert sinn hef ég spurt:
Hvað er I pokanum?
En ég fæ ekkert svar,
og held áfram leiðar minnar,
æstari en nokkru sinni áður.
Svo stappa ég niður fætinum
og stilli mig.
Og I nótt dreymdi mig draum.
Mig dreymdi að ég stóð úti
á stræti.
Ég stóð úti á stræti og hélt ræðu.
Ég ávarpaði lýðinn,
sem flykktist að úr öllum áttum,
og orðin féllu af vörum mínum,
máttugog þung:
Bræður mínir, sagði ég,
bræður mínir og systur.
Allir þér, sem eruð
viðstaddir,
og einnig þér, sem ekki
heyrið orð mín.
Gefið gaum að yðar pokum.
Sleppið ekki sjónum af
yðar pokum.
Því sjá!
Dagur dómsins nálgast,
þegar Drottinn sjálfur
snýr yður við
og segir:
Hvað er I pokanum?“
Þessari spurningu hefur verið
svarað I fjölmiðlum, blöðum og
útvarpi undanfarnar vikur. Hver
hefur orðið raunin? Hver er við-
skilnaður vinstri stjórnarinnar?
Vantar alla sjóði allt — eða er
einungis um smávægis milli-
færsluskekkju að ræða? En
stjórnarblöðin hafa fjálglega
skrifað um það, að I raun og veru
sé ekki um annað en „milli-
færslu“ milli sjóðanna að ræða,
meðan fólkið bíður árangurslaust
eftir fjármunum úr þessum fé-
pokum.
í byggingasjóð vantar 1300
milljónir, 7—8000 milljóna við-
skiptahalli, 1000 milljónir vantar
í stofnlánadeild landbúnaðarins,
1200—1400 milljónir vantar I fisk-
veiðasjóð, 300—400 milljóna halli
er á bátaflotanum, 1900 milljónir
vantar I vegasjóð, 1000 milljóna
króna árstap á rekstri skuttogar-
anna, 1200 milljóna króna tap
áætlað I frystiiðnaði, 4000
milljóna yfirdráttarskuldir
banka, framkvæmdasjóð vantar
1000 milljónir króna, á ríkissjóðn-
um er um 3300 milljón króna
fyrirsjáanlegur halli, gengið „síg-
ur“ eða „fellur“ eftir því, hvað
mönnum þykir hentara að nefna
það, ríkisfyrirtækin eru rekin
með tapi, gjaldeyrisvarasjóðir
eru að tæmast. Þetta er allt að
gerast þrátt fyrir afburða góðæri,
t.a.m. 300% hækkun afurðaverðs.
Við höfum áður átt við örðugleika
að etja, en á árunum 1967 og 1968
stóð þannig á, að útflutningsverð-
mæti okkar féll um helming á
tveimur árum. Þar var að sjálf-
sögðu allt öðru til að dreifa en nú
og óliku saman að jafna.
Er nú von, þótt einhverjum sak-
leysingja verði á að spyrja: Hvað
er I pokanum? Hver skyldi vera
svo heppinn að reka sig á þá stað-
reynd, að aðeins sé um minni-
háttar „millifærsluskekkju“ að
ræða á milli sjóðanna, — já, hinna
tómu sjóða?
Guðmundur H. Garðarsson átt-
undi maður á lista Sjálfstæðis-
flokksins I Reykjavík hefur skrif-
að tvær ágætisgreinar I Morgun-
blaðið nú nýverið, aðra um góð-
æri og stjórnmál og hina um
kaupmátt og raunveruleika. í
þessum greinum hefur höfundur
m.a. svarað hluta af spurning-
unni: Hvað er I pokanum? Það
hafa og ýmsir fleiri gert, svo sem
forstjóri SlS og formaður Sölu-
sambands íslenzkra fiskframleið-
enda. Allt eru þetta mikil ósköp,
þegar saman kemur í eitt og þess
er tæpast að vænta, að Tíminn
reyni að tíunda innihald pokans.
Þjóðviljinn hefur það nú helzt
sér til dundurs að fjalla um „við-
tækar réttarrannsóknir" vegna
undirskrifta rúmlega 55.000 ís-
lendinga um það að hafa land
okkar varið. Blaðið býsnast yfir
því, að hér sé um að ræða um-
fangsmesta meiðyrðamál á Is-
landi til þessa. Sannast sagna er
þó hér um eitt kröftugasta spark
að ræða I íslenzkum stjórnmálum,
spark liðlega 55.000 íslendinga í
afturhluta hinna svokölluðu her-
námsandstæðinga, spark, er birt-
ist í viljayfirlýsingu, sem afhent
var forsætisráðherra og forseta
sameinaðs alþingis, — þótt þeir af
stærilæti og hroka segðust myndu
hunza þann vilja. Þar var engin
launung á því, hvað I pokanum
væri. Við síðustu alþingiskosn-
ingar var alls ekki kosið um her-
varnir landsins. Það hefur hins
vegar einu sinni áður verið gert,
árið 1956. Þá stóð Sjálfstæðis-
flokkurinn einn gegn öllum
hinum, er af hugrekki börðust til
kosninga í Hræðslubandalagi og
mynduðu hina svokölluðu fyrri
vinstri stjórn. Helzta stefnumál
þeirrar stjórnar var: Herinn úr
landi! En herinn var og herinn er,
— „farinn her er ennþá hér.“
Svo kom að því, að íslendingar
þurftu enn á því að halda, að
mynduð yrði vinstri stjórn að
nýju árið 1971. Þá var gamla kjör-
orðið enn tekið upp úr pokahorn-
inu og þurrkað af því rykið: Her-
inn úr landi! Ekkert samráð var
að sjálfsögðu haft við samherja
okkar í Atlantshafsbandalaginu,
enda „sjálfstæð utanríkisstefna“.
— En herinn er ennþá í landi.
Hvað veldur?
Utanríkisráðherra og raunar
ríkisstjórnin öll er nú orðin að
hreinasta viðundri eftir Ottawa-
yfirlýsinguna. Þar segir m.a., að
ekkert ríki geti varóveitt friðinn
með því að vanrækja eigið öryggi
og einnig, að allir aðilar Atlants-
hafsbandalagsins verði að taka
þátt I sameiginlegum vörnum
bandalagsins. Sjálfur hefur utan-
ríkisráðherra I blaðaviðtali sagzt
leggja „áherzlu á II. gr. yfirlýs-
ingarinnar, þar sem fjallað er um
nauðsyn samráðs milli aðildar-
landanna um mótun utanríkis-
stefnunnar og ákvarðanir á því
sviði“.
Það verða sannarlega fróðleg
þau undur, sem upp koma,
„þegar Drottinn sjálfur snýr
yður við
og segir:
Hvað er I pokanum?"
„Hvað er í pokanum?”