Morgunblaðið - 26.06.1974, Síða 25

Morgunblaðið - 26.06.1974, Síða 25
 24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JUNÍ 1974 ÍMTTJ iFRÉTTIR i 9RCWSIIS I Jafnthjá KR og Fram og staðaIA batnar enn ÞAÐ ER ekki aðeins að Skaga- mennirnir hafi haft heppnina með sér f nokkrum ieikja sinna f 1. deildinni f sumar og þannig hlotið að minnsta kosti þrjú stig, sem þeir verðskulduðu ekki. Heldur hafa hin liðin f 1. deild- inni einnig verið þeim mjög svo innan handar og reitt stigin hvert af öðru þannig að staða Skaga- manna batnar stöðugt jafnvei þð svo að þeir séu ekki að leika sjálf- ir. Leikur KR og Fram f 1. deild- draumafæri en nýttu ekki og KR- ingar sneru vörn f sókn, en hjá þeim varð það sama uppi á teningnum. Bezta tækifæri leiks- ins kom á 7. mínútu síðari hálf- leiksins. Guðgeir Leifsson óð þá upp allan völl hægra megin og á laglegan hátt hafði hann skilið varnarmenn KR eftir. T\eir Framarar, Ásgeir og Rúnar, fylgdu með upp hinn vænginn og aðeins einn KR-ingur til varnar gegn Frömurunum þremur. Guðgeir klúðraði þó þessu góða LIÐ KR: Magnús Guðmundsson 3, Þorvarður Höskuldsson 2, Sigurður Indriðason 2, Ottó Guðmundsson 2, Ólafur Ólafsson 2, Árni Stefnsson 1, Haukur Ottesen 2, Björn Pétursson 1, Hálfdán örlygsson I, Atli Þðr Héðinsson 2, Jðhann Torfason 2, Stefán Örn Sigurðsson (varam) 1. LIÐ FRAM: Arni Stefánsson 3, Ágúst Guðmundsson 2, Ómar Arason 2, Marteinn Geirsson 2, Sigurbergur Sigsteinsson 2, Guðgeir Leifsson 2, Gunnar Guðmundsson 2, Ásgeir Elfasson 2, Jðn Pétursson 1, Rúnar Gfslason 2, Atli Jðsafatsson 1, Kristinn Jörundsson (varam) 1. inni f fyrrakvöld var vfst örugg- Jega ekki einn af betri Ieikjunum f 1. deild á þessu sumri. Hvorugu liðinu tðkst að skora mark og var þetta þvf fimmti leikurinn f keppninni f 1. deild, sem endar með „markleysu". Bæði lið áttu sín tækifæri f leiknum, Framarar heldur fleiri, en þvf miður fór mestur tfmi leikmanna f ðnákvæmar sendingar og há- spyrnur. Fyrstu tækifæri leiksins komu ekki fyrr en í lok fyrri hálfleiks- ins, en þá komu þau Ifka á færi- bandi. Fyrst komust Framarar í „Eg hlýt að hafa þennan bolta" má lesa út úr svip Atla Jósafats- sonar, en ekki er vfst að Sígurður Indriðason sé sammála. marktækifæri. í stað þess að gefa knöttinn strax á félaga sína dró hann það of lengi og er sendingin loks kom voru þeir komnir í þrönga aðstöðu og tækifærið rann út f sandinn. Af og til náðu KR-ingar sæmi- legum upphlaupum, en Framar- arnir höfðu undirtökin og markið virtist liggja í loftinu en aldrei kom það, litlu munaði þó að sfðasta spyrnan f leiknum gæfi Frömurum bæði stigin. Atli Jósa- fatsson reyndi hjólhestaspyrnu aftur fyrir sig frá mark- teigslínu og knötturinn smaug stöngina að utanverðu. Ef Texti: Ágúst Jónsson Myndir: Ragnar Axelsson til vill var Atli of fljótfær þarna, hann hefði getað gefið sér meiri tíma, eða þá látið knöttinn fara áfram til Jóns Péturssonar, sem stóð við hlið hans og var meira að segja kominn í skotstellingar. KR-ingar léku að þessu sinni með aðeins tvo framherja, þá Atla Þór og Jóhann Torfason. Hlut- verk þeirra var mjög erfitt í leikn- um. Framarar gættu þeirra vel, flestar sendingarnar á þá voru háar og miðverðir Fram höfðu oftast vinninginn í loftinu. Vörn KR-inga stóð sig vel og Magnús markvörður var bezti maður liðs síns. Með fjóra menn á miðjunni hefði maður haldið, að KR-ingar hefðu átt að hafa yfirráðin, en svo var ekki. Tengiliðirnir voru óvenju daufir og sumir þeirra sáust ekki. Barátta KR-inga minnkar nú með hverjum leik og stigin streyma ekki eins ört til Vesturbæjarliðsins og áður. Þremur síðustu leikjum þeirra hefur lokið með jafntefli. Jóhann Torfason f baráttu eins og hans er von og vfsa. Ágúst Guðmundsson er þó ðlfklegur til að gefa eftir. Guðgeir og Atli Þðr eru við öllu búnir. Framarar gerðu nú sitt fjórða jafntefli og enn hafa þeir ekki unnið leik í mótinu. Þetta var fyrsti leikur Framara, sem þeim tókst ekki að skora í, en sömuleið- is var þetta fyrsti leikurinn, sem leið án þess að þeir fengju á sig mark. Ýmsar breytingar hafa ver- ið gerðar á Framliðinu undanfar- ið og beinast flestar þeirra að þvf að gera framlínu liðsins beittari. Þær tilraunir hafa þó lítinn árangur borið til þessa. Jón Pétursson nýtist t.d. alls ekki sem framherji, hann vinnur að vísu vel, en er ekki nægilega grimmur þegar inn í vftateig andstæðings- ins kemur. Gunnar Guðmundsson komst einna bezt Framara frá þessum leik og þá stuttu stund, sem Kristinn Jörundsson var með lífgaði hann upp á framlínuna. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild, Laugar- dalsvöllur 24. júnf. KR-FRAM 0:0 Áhorfendur: 1227. Áminning: Agústi Guðmunds- syni var sýnt gula spjaldið. Dðmari: Valur Benediktsson komst ekki vel frá leiknum, enda mikið um pústra, sem Valur sá sjaldnast. Margháttuð íþróttakeppni í tilefni þjóðhátíðar: Urvalsliðin hafa verið valin Um næstu helgi verður mikið um að vera á vettvangi íþróttanna hér f Reykjavfk, en frá 29. júní til 3. júlí verður haldin mikil fþrótta- hátfð í Reykjavík í tilefni 1100 ára byggðar í Reykjavfk. Verður keppt í flestum greinum íþrótta þessa daga og margir góðir gestir eru væntanlegir f heimsókn. í knattspyrnu verður Ieikið sunnudaginn 30. júnf og mætast þá lið Reykjavíkur og lands- byggðarinnar. Verða liðin skipuð eftirtöldum leikmönnum: Landið: Þorsteinn Ölafsson, ÍBK, Arsæll Sveinsson, ÍBV, Ólaf- ur Sigurvinsson, ÍBV, Óskar Valtýsson, ÍBV, örn Óskarsson, ÍBV, Ástráður Gunnarsson, ÍBK. Karl Hermannsson, ÍBK, Ólafur Júlíusson, ÍBK, Grétar Magnús- son, ÍBK, Jón Gunnlaugsson, ÍA, Jón Alfreðsson, ÍA, Matthfas Hallgrímsson, IA, Karl Þórðar- son, ÍA, Björn Lárusson, ÍA, Gunnar Austfjörð, ÍBA, Gfsli Torfason, ÍBK. Reykjavfk: Diðrik Ólafsson, Vík., Eiríkur Þorsteinsson, Vík., Magnús Þorvaldsson, Vík., Jó- hannes Eðvaldsson, Val, Jón Pétursson, Fram, Marteinn Geirs- son, Fram, Atli Þór Héðinsson, KR, Jóhann Torfason, KR, Jó- hannes Bárðarson, Vík., Guðgeir Leifsson, Fram, Ásgeir Elíasson, Fram, Árni Stefánsson, Fram, Grímur Sæmundsen, Val, Óskar Tómasson, Víkingi, Ólafur Ólafs- son, KR, Kári Kaaber, Vík. Jóhannes Atlason þjálfari Fram valdi lið Reykjavfkur og mun stjórna þvf í leiknum, en lands- liðsnefnd KSÍ valdi lið lands- byggðarinnar. Lið Þórshafnarbúa í Færeyjum leikur í Reykjavík í badminton mánudaginn 1. júlí og er Reykja- víkurliðið skipað eftirtöldum.- Ottó Guðjónssyni, Hannesi Rfkharðssyni, Hrólfi Jónssyni, Kjartani Nielsen. í borðtennis verður einnig leikið gegn Færeyingunum sama dag og Reykjavfkurliðið verður skipað Hjálmari Aðalsteinssyni, KR, Ragnari Ragnarssyni, Ernin- um, Jóhanni Sigurjónssyni, E, Jóni Kristinssyni, E. Mánudaginn 1. júlí verður leikið í körfuknattleik gegn Helsinki og handknáttleik gegn Ósló. Lið Reykjavfkur f körfu- knattleik verður skipað eftirtöld- um leikmönnum: Kolbeinn Páls- son, KR, Jón Sigurðsson, Á, Hilm- ar Viktorsson, KR, Jón Björgvins- son, Á, Bjarni G. Sveinsson, ÍS, Simon Ólafsson, Á, Torfi Magnús- son, Val, Jóhannes Magnússon, Val, Ingi Stefánsson, IS, Þórður Óskarsson, ÍS, Þorsteinn Guðna- son, ÍR, Þórður Guðmundsson, KR. í handknattleik hafa verið vald- ir 16 leikmenn f lið Reykjavfkur gegn Ósló og eru það eftirtaldir: Guðjón Erlendsson, Fram, Ragn- ar Gunnarsson, Á, Ólafur H. Jóns- son, Val, Gísli Blöndal, Val, Gunn- steinn Skúlason, Val, Jón Karls- son, Val, Stefán Gunnarsson, Val, Brynjólfur Markússon, ÍR, Ágúst Svavarsson, ÍR, Einar Magnússon, Vfkingi, Guðjón Magnússon, Val, Friðrik Friðriksson, Þrótti, Trausti Þorgrímsson, Þrótti, Björgvin Björgvinsson, Fram, Haukur Ottesen, KR, Sigurbergur Sigsteinsson, Fram, Sigurgeir Sigurðsson, Víkingi. I blaki verður leikið þriðju- daginn 2. júlí í Laugardalshöll- inni og mun eigast þar við lið Reykjavfkur og landsbyggðarinn- ar. Lið Reykjavíkur verður skipað Páli Ólafssyni, Vík., Halldóri Jónssyni, ÍS, Friðriki Guðmunds- syni, ÍS, Helga Harðarsyni, ÍS, Baldvin Kristjánssyni, Vfkingi, Torfa Kristjánssyni, Víkingi, Tómasi Tómassyni, Víkingi, Má Tuliníus, Víkingi, Stefáni Tómas- syni, Vík., Indriða Arnórssyni, ÍS, Hreggvið Nordal, is. Lið landsbyggðarinnar: Gunnar Jónsson, UMSE, Ólafur Thoroddsen, IBA, Anton Bjarna- son, UMFH, Ásgeir Elfasson, UMFB, Guðmundur Pálsson, UMFB, Gunnar Árnason, UMFB, Pálmi Pálmason, UMFB, Valdi- mar Jónasson, UMFB, Snorri Rútsson, UMFB. 1 lyftingum verður keppt laugardaginn 29. júní og verður keppnin með forgjafarsniði. Þátt- takendur verða þeir Óskar Sigur- pálsson, Gústaf Agnarsson, Guðmundur Sigurðsson, Árni Þór Helgason, Skúli Óskarsson og Kári Eiríksson. Nánar verður greint frá ein- stökum dagskrárliðum íþrótta- hátíðarinnar er nær dregur helginni. Iþróttanámskeið hjá Armanni UNDANFARIN ár hefur frjáls- íþróttadeild Ármanns haldið nám- skeið f frjálsum fþróttum fyrir börn og unglinga á fþróttasvæði félagsins við Sigtún. Æfingarnar eru fyrir nokkru hafnar og er æft á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 18.30—20.00. Börnum og unglingum, 10 ára og eldri, sem hug hafa á iðkun frjálsra fþrótta, er heimil þátt- taka. Skulu þau mæta á næstu æfingu og gefa sig fram við leið- beinandann: Guðna Sigfússon íþróttakennara. (Frá Frjálsíþróttadeild Ár- manns).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.