Morgunblaðið - 26.06.1974, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JUNÍ 1974
Kristján Guðmunds-
son bakarameistari,
Flateyri — Minning
Fæddur 25. ágúst 1927
Dáinn 17. júní 1974.
„Ýmsum veitti erfitt að trúa
andlátsf regn hans“
Oft hefur hún verið hugsuð,
sögð og rituð þessi setning og enn
á hún við. Mörgum veitir erfitt að
trúa, að Kristján Guðmundsson sé
allur. Veikindi hans bar brátt að,
stóðu ekki lengi og með skjótum
hætti er Kiddi bakari horfinn
okkur.
Hann kom ungur til Flateyjar
frá Patreksfirði til þess að læra
bakaraiðn. Eftir að þvi námi lauk,
settist hann að á Flateyri og
stundaði þar iðn sfna allt til bana-
legu sinnar.
Það kom fljótt f ljós, að með
Kidda bakara hafði félags- og
skemmtanalífi Önfirðinga bætzt
mikill og góður liðsauki, og í hópu
strákanna á Flateyri var hann
þegar dáður fyrir fimi sína á skíð-
um, hann var einn af örfáum, sem
renndi sér beint frá Litla kletti
niður að sjó, en það var á þeim
árum afrek, sem skipaði mönnum
í hóp hinna beztu.
Kiddi aflaði sér hinsvegar ekki
frekar frægðar á skíðum, en hins
minnumst við nú, hversu óvenju-
lega skemmtilegur og elskulegur
maður hann var í alla staði, frá-
bær liðsmaður félagslífs og góður
iðnaðarmaður.
Það er ekki vist, að fólk í marg-
menni geri sér grein fyrir, hve
menn eins og Kiddi eru mikils
virði í fámenninu og hvílíkt
reiðarslag þar er f raun og veru að
missa hann á bezta aldri. Þetta
verður varla með orðum skýrt og
allra sizt I þessari stuttu minning-
argrein. Hann fékk fólk til að
gleyma áhyggjum og daglegu
striti með leikarahæfni sinni, en
Kiddi var áreiðanlega fágætlega
góður leikari. Hann var sjálfkjör-
inn til að koma fram og skemmta,
þegar skemmtun var haldin, enda
ávallt til þess boðinn og búinn.
Hann var allra manna skemmti-
legastur í kunningjahópi og yfir-
leitt hrókur alls fagnaðar, hvar
sem hann kom.
En hann var líka mikill félags-
málamaður á öórum sviðum og
vann af alhug að öllu, sem til
framfara og heilla horfði. Hann
var forystumaður um leikstarf-
semi í allmörg ár og vann þar
mikið og gott starf. Hann var
t
Móðursystir mln
MÁLMFRÍÐUR MARÍA
BJARNADÓTTIR
andaðist á Sjúkrahúsi Patreks-
fjarðar fimmtudaginn 13 júnl.
Jarðarförin hefur farið fram.
Steinunn G. Helgadóttir.
t
Þökkum auðsýnda samúð við út-
för
JÓNÍNU G. ÍSLEIFSDÓTTUR
Laugavegi 137
Þórey, Jerry, Ása, Þórarinn.
t
Þökkum innilega auðsýnda
samúð við fráfall og jarðarför
RÖGNVALDAR
JÓHANNSSONAR
frá Stighúsi,
Vestmannaeyjum.
Jóhann P. Pálmason
og systkini hins látna.
t
Þökkum innilega auðsýnda
samúð og vináttu við andlát og
jarðarför móður okkar, og
tengdamóður
GUÐRÚNAR
GUÐMUNDSDÓTTUR,
Túngötu 5,
IsafirSi,
Einnig þökkum við læknum og
öðru starfsliði Sjúkrahúss ísa-
fjarðar fyrir ágæta hjúkrun og
aðra umönnun við hana meðan
hún lá þar
Ragnhildur Majasdóttir,
Ólafur Magnússon,
Dagbjartur Majasson,
Sigrlður Kristjánsdóttir.
Ingólfur Majasson,
Sigrlður Guðlaugsdóttir,
Sigrfður Sæmundsdóttir.
áhugamaður um slysavarna- og
björgunarmál og góður verkmað-
ur á því sviði, og hann var for-
göngumaður um að Lionshreyf-
ingin festi rætur i Önundarfirði
og einstaklega farsæll og ötull
liðsmaður hennar.
í stuttu máli er hér horfinn
maður, sem veitti öllu því atfylgi,
sem horfði til gleði og menningar
í okkar litla byggóarlagi. Þannig
var Kiddi bakari, þessvegna var
hann svo mikils virði og þess-
vegna veitir svo mörgum erfitt að
trúa andlátsfregn hans. Eitt sið-
asta verk hans var að stjórna fjár-
öflun til kaupa á lækningatæki
fyrir sjúkraskýlið á Flateyri, og
hann var nýkominn frá Isafirði,
þegar yfir hann þyrmdi og hann
var alíekinn þeim sjúkdómi sem
nú hefur dregið hann til dauða,
en á tsafirði var hann ásamt fleir-
um aó æfa gamanþætti eða
kabarett, sem átti að ferðast með
um Vestfirði í sumar. Við vitum
að Kiddi hlakkaði til þeirrar ferð-
ar og við hlökkuðum til að fá að
sjá hann enn einu sinni á sviðinu
og fá að njóta leiks hans og
gamansemi.
Þetta verður nú ekki. Við eig-
um ekki eftir að sjá hann, en við
munum njóta góðra og mannbæt-
andi minninga um hann og ásamt
öðrum njóta þeirra verka er hann
vann.
Við þökkum fyrir að hafa feng-
ið að kynnast Kidda bakara og
fyrir að hafa mátt vera vinir hans.
Eiginkonu hans, börnum,
skyldu- og tengdaliði sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur, og kveðjum hann með sökn-
uði.
Emil og Jón Trausti.
Þótt vér sjáumst oftar eigi
undir sól, er skín oss hér.
Á þeim mikla dýrðardegi
Drottins aftur finnumst vér.
Kristján Guðmundsson var
fæddur á Patreksfirði þann 25
ágúst 1927 og voru foreldrar hans
þau Ingveldur Gísladóttir og Guð-
mundur Kr. Kristjánsson. Bæði
voru þau af breiðfirzkum ættum,
en bjuggu allan sinn búskap á
Patreksfirði. Lifir Ingveldur og á
heimili í Kópavogi, en Guðmund-
ur lézt árið 1959.
Kristján var næst elztur af 10
börnum þeirra Ingveldar og Guð-
mundar, en áður hafði Guðmund-
ur eignast son og eru öll systkyni
Kristjáns á Iífi, sjö þeirra búsett
hérlendis en þrjú eiga heimili er-
lendis.
Kristján ólst upp hjá foreldrum
sínum á Patreksfirði en dvaldist
eitthvað á sumrum hjá frændfólki
sínu í Breiðafjarðareyjum.
Minntist hann ávallt æsku sinnar
með miklum hlýleika til foreldra
og frænda, og hugstæðar voru
honum samverustundir með afa
sínum á Breiðafirði.
Fyrstu störf sín vann Kristján
við verzlun 0. Jóhannessonar á
Patreksfirði, þá ungur að árum,
en faðir hans var þar lengi starfs-
maður. Starfaði hann þar að
sendils- og afgreiðslustörfum við
verzlunina og síðar varö hann að-
stoðarmaður við brauðgerð, sem
þar var rekin. Árið 1944 þá 17 ára
gamall fluttist hann til Flateyrar
og hóf nám i bakaraiðn hjá
Jóhannesi Guðjónssyni bakaram.
og lauk sveinsprófi á tilskyldum
tíma og sfðan meistaraprófi í iðn-
inni.
Um áramótin 1949 og 1950
keyptu Kristján og Kaupfélag Ön-
firðinga saman brauðgerð þá er
starfrækt er hér á staðnum og
hefir sú sameign staðið síðan.
Starfaði Kristján alla tíð að iðn
sinni á Flateyri og lauk þar full-
um starfsdegi þann 22. maí s.l.
eins og hans var venja, en aðfara-
nótt 23. mai veiktist hann snögg-
lega, svo að flytja varð hann þá
þegar til ísafjarðar á sjúkrahús
og skömmu síðar á sjúkrahús í
Reykjavík, þar sem um mjög
alvarlegt sjúkdómstilfelli var að
ræða. Varð því ekki á betra kosið
um eftirlit og aðhlynningu og
vonuðum við hér heima að úr
myndi rætast, þó að illa horfði í
bili og að við myndum fá Kristján
heim hressan og heilbrigðan. En
allt fór á aðra leið, veikindin
reyndust alvarlegri en við vildum
trúa og að áliðnum degi þann 17.
júni s.l. andaðist hann á Borgar-
spítalanum í Reykjavfk.
Hinn 13. nóvember 1948 kvænt-
ist Kristján eftirlifandi konu
sinni Þorbjörgu Jónasdóttur frá
Flateyri. Foreldrar hennar voru
Jónas Guðmundsson, skipstjóri,
er þá var látinn, og María Þor-
bjarnardóttir, og hófu ungu hjón-
in búskap á heimili hennar en
tóku brátt við búsforráðum og
hefir María verið hjá þeim á
heimilinu alla tíð, nú 77 ára
gömul, vel ern þó að heilsan hafi
nokkuð látið sig I seinni tíð. Fór
sérstaklega vel á með þeim Marfu
og Kristjáni sem og öðru heimilis-
fólki, enda mátu þau hvert annað
af verðleikum.
Börn þeirra Þorbjargar og
Kristjáns eru tvö: Guðmundur
Jónas f. 13. mai 1949 nú skrif-
stofumaður hjá Hjálmi h.f. Flat-
eyri og María Kristin f. 7. septem-
ber 1954 skrifstofustúlka hjá Agli
Vilhjálmssyni h.f. Reykjavík. Er
hún heitbundin Sigurbirni
Svavarssyni stýrim. f Reykjavík.
Eru börnin myndarlegt dugnaðar-
fólk eins og þau eiga kyn til, en
Guðmundur Jónas hefir frá barn-
æsku átt við nokkra vanheilsu að
striða vegna „spaltiskrarlömun-
ar“ en þrátt fyrir það sýnt af sér
mikinn dugnað við nám og störf.
Einnig hefir alizt upp á heimilinu
frá 7 ára aldri bróðursonur Þor-
bjargar, Hallgrimur Baidursson,
sem þá hafði misst móður sina og
mun hann einskis minnast af dvöl
sinni þar nema alls hins bezta, en
hann er nú 16 ára.
Kristján var góður heimilisfað-
ir — mikið snyrtimenni f starfi og
allri umgengni og Þorbjörg fyrir-
myndar húsmóðir enda heimilið
með miklum myndarbrag þó að
húsakynni væru ekki alltaf mikil,
en úr því hafði rætzt verulega
fyrir nokkrum árum, þegar þau
endur byggðu hús sitt á Flateyri.
Mikið af fritímum Kristjáns
fóru í að sinna ýmsum félagsmál-
um, svo sem leiklist, er hann
starfaði mikið að og lék fjölda
hlutverka bæði stór og smá, enda
alltaf leitað til hans þegar mikils
þurfti með á þeim vettvangi.
Slysavarnamál lét hann mjög til
sfn taka og einnig opinber mál,
sat lengi f hreppsnefnd Flateyrar-
hrepps fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Einnig var hann slökkviliðsstjóri
hér í mörg ár.
Þó að lítillega hafi verið drepið
hér á nokkur æfiatriði Kristjáns,
er svo margt ótalið, sem hann lét
gott af sér leiða á alltof stuttri
æfi, en ég veit að aðrir munu geta
þess að einhverju. Eins og oft vill
verða, þar sem hjálpfýsin vinnu-
gleðin var slik sem raun bar vitni,
og engri bón hægt að neita, yrðu
samverustundir með fjölskyld-
unni oft fáar heimafyrir.
Kristján flfkaði ógjarnan til-
finningum sínum, en átti mjög
gott með að umgangast fólk og
blanda geði við aðra. Var hann
alltaf foringi f flokki, þegar vinna
þurfti að framgangi góðra mála,
sem laun voru þá ekki sótt fyrir
að kveldi, og hrókur alls fagnað-
ar, er komið var saman til vina-
funda, hvort sem voru þar fleiri
eða færri.
Kristján sagði meiningu sína, ef
þvf var að skipta og með þurfti að
hans áliti, en aldrei til þess að
særa nokkurn mann, því að alltaf
vildi hann gott úr öllu gera og
gerði hann oft meiri kröfur til
t
Ástkaer eiginkona mín; móðir okkar, tengdamóðir og amma
GUÐMUNDA KRISTINSDÓTTIR,
Tómasarhaga 14,
lézt að heimili sínu þriðjudaginn 25. júní sl.
Kristinn Filippusson,
synir, tengdadætur og barnabörn.
+
Dóttir mín og systir okkar
RANNVEIG ERLA GUÐMUNDSDÓTTIR
og eiginmaður hennar
BRUCE AKERBLOM
létust af slysförum 1 7. júnl. Jarðarförin hefur farið fram
Ragna Erlendsdótt ir
og börn.
+
Hjartkær móðir okkar
RAGNHEIÐUR GUÐNADÓTTIR,
frá Eystri-Tungu,
lézt I Landspítalanum 24 júnl
Guðríður Ársælsdóttir Guðni Ársælsson
Sigrlður Ársælsdóttir Jón Ársælsson
Bjarni Ársælsson Ingi B. Ársælsson
+
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall dóttur okkar og systur
ELSU SILVÍU BENEDIKTSDÓTTUR
Brynhildur Pálsdóttir, Benedikt Geirsson,
Sigríður Benediktsdóttir, Ragnhildur Benediktsdóttir,
og Brynhildur Benediktsdóttir.
+
Innilegt þakklæti, færi ég öllum þeim sem vottuðu mér samúð. með
hlýju hugarfari og vinarkveðjum við fráfall og útför móður minnar
STEFANÍU EIRÍKSDÓTTUR
Guð blessi ykkur öll
Herbert Glslason.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður og ömmu
GUÐLÍNAR JÓNSDÓTTUR
Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur og presti og söngkór Fljótshlíðarsóknar.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför mannsins míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
INGIBERGS KRISTINSSONAR,
netagerðameistara.
EmelFa Þórðadóttir,
Þorvaldur Ingibergsson, Svanhvit Ásmundsdótttr,
Guðlaug Ingibergsdóttir, Jóhann Gislason,
María Ingibergsdóttir, Sturla Snorrason.
og barnabörn.