Morgunblaðið - 28.07.1974, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JULl 1974.
12 mílna landhelgi
200 mílna efnahagslögsaga
lögö veröur fyrir ráðstefnuna á
morgun, mánudag. Flutnings-
ríkin eru Island, Kanada, Chile,
Indland, Indonesía, Maurit-
ania, Mexíkó, Nýja-Sjáland og
Noregur.
Meginefni tillögunnar er, að
landhelgi skuli vera 12 mílur og
efnahagslögsaga 200 mílur. I
tillögunni segir, aö innan efna-
hagslögsögunnar skuli skip og
flugvélar allra þjóða njóta
frelsis til siglinga og flugs skv.
reglum, sem kunna að vera sett-
ar á ráðstefnunni.
Strandrfki skal óhindrað
njóta réttar sfns og gegna
skyldum sínum innan efna-
hagslögsögunnar, án þess þó að
hindra löglega nýtingu hafsins,
Caracas 27. júlí. stefnunni f Caraeas hafa náð
STRANDRlKIN á hafréttarráð- samkomulagi um tillögu, sem
im 874
ii m 1974
„Þess biður
Inga Jóhannes-
dóttir”
INGA Jóhannesdóttir í Gríms-
ey hefur beðið Morgunblaðið
fyrir eftirfarandi kveðju í til-
efni 100 ára afmælis síns í sum-
ar: „Ég vil þakka mfnum elsku-
legu börnum öllum og fóstur-
dætrum, barnabörnum, tengda-
börnum og systkinabörnum fyr-
ir bæði miklar gjafir, heim-
sóknir og öll hlýlegheit, sem
þetta blessaða elskulega fólk
hefur sýnt mér. Þeim heitt og
innilega Guðs friðar og Guðs
launa á himnum biður Inga
Jóhannesdóttir í Guðs friði."
Á bls 22 f dag er viðtal við
Ingu Jóhannesdóttur og tvær
aðrar 100 ára gamlar konur.
MORGUNBLAÐIÐ er 72 bls. f dag, tvö blöð. Efni þeirra er m.a.:
BLAÐ I.
Bls. I: Teikning eftir Halldór Pétursson.
— 3: Verið, eftir Einar Sigurðsson.
— 4: Þjóðhátfð á Þingvelli, eftir sr. Árelfus Nfelsson
— 10: Stjórnarskráin 1874, eftir Geir H. Haarde.
— 12: Ó, guð vors lands — þjóðsöngur tslendinga, eftir Pétur
Eirfksson.
— 14: Stjórnarskrá tslands 100 ára, eftir dr. Gunnar Thoroddsen.
— 15: Endurskoðun stjórnarskrárinnar, eftir Hannibal Valdimars-
son.
— 16: Listaverk um landnámið, eftir Geir H. Haarde.
— 18: Upplýsingar og leiðbeiningar fyrir þjóðhátfðargesti.
— 19: Maðurinn f félagi við landið, eftir Steinþór Gestsson, Hæli.
— 20: Reykjavfkurbréf, kaflar úr ræðu eftir dr. Bjarna Benedikts-
son um endurskoðun stjórnarskrárinnar.
— 21: Frásögn Landnámsbókar af komu Ingóifs til tslands.
— 22: Rabbað við þrjár 100 ára gamlar, eftir Arna Johnsen.
— 25: Er sifk saga ekki ævintýri, eftir dr. Gylfa Þ. Gíslason.
— 26: Heill tslandi, eftir Jörgen Schleimann.
— 27: Landgræðsla og gróðurvernd 1975—1979.
— 29: Börnin og afmæli tslandsbyggðar, myndir.
BLAÐ II.
Bls. 1: Litmyndir af listaverkum á sýningunni 1 Kjarvalsstöð
um „tslenzk myndlist f 1100 ár“. — Ljósm. MbL: ÓI.K.
M. — Efst til vinstri: Altaristafla frá Þingvöllum, eftir Ófeig
Jónsson. — Efst t.h.: Postulakiæði frá Hrafnagili (eign
Nationalmuseet f Khöfn). — Neðst t.v.: Altarisklæði með
heilagri þrenningu (eign rfkissafnsins Twenthe f Enschede í
Hollandi). — Neðst t.h.: Refilsaumað altarisklæði með sögu
heilags Marteins (eign Musée de Cluny f Parfs).
— 2: tslendingabók og Landnámabók, eftir dr. Jónas Kristjáns-
son.
— 3: tslands minni, Ijóð eftir Matthfas Jochumsson og Fjallavfs-
ur, ljóð eftir Steingrfm Thorsteinsson.
— 4: tslenzkar fornleifar og upphaf byggðar f landinu, eftir Þór
Magnússon þjóðminjavörð.
— 6: Fyrirheit og eftirvænting, eftir Matthfas Johannessen, for-
mann þjóðhátfðarnefndar 1974.
— 7: Um fslenzka tungu að fornu og nýju, eftir dr. Hrein
Benediktsson.
— 8: Norskir landnemar á íslandi, eftir Arna Óla ritstjóra.
— 10: Um uppruna fslenzkra landnámsmanna, eftir Björn V. Sig-
urpálsson.
— 12: Þættir af nokkrum landnámsmönnum, eftir Svein
Guðjónsson.
— 14: Landnámsmenn bjuggu f veglegum húsakynnum, samtal við
Hörð Agústsson, eftir Magnús Finnsson.
— 16: Afnot af landi f 11 aldir og framtfðarbúseta á fslandi, eftir
dr. Sturlu Friðriksson.
— 19: „Frétta“-sfða frá landnámsöld.
— 20: Nokkrir þættir um áhrif landnáms á skáldskap, eftir
Jóhönnu Kristjónsdóttur.
— 20: Slagsfða um strákapör á söguöld og æskuna fyrr og nú, eftír
Svein Guðjónsson, með teikningum eftir Halldór Pétursson.
— 24: Landnáma hin nýja, teikningar eftir Halldór Pétursson.
— 27: Sannleikskjarni sagnanna um uppruna tslendinga virðist
sterkur, samtal við dr. Jens Pálsson.
— 28: Þjóðhátfðin 1874, eftir Gfsla Sigurðsson.
— 30: Knerrirnir voru allt að 50 rúmlestir að stærð, eftir Þórleif
Óiafsson.
— 31: Þjóðhátfðarnefnd 1974.
— 32: Svipmyndir úr „Við byggjum land — þjóðhátfðarbók barn-
anna.
Síbreytileg dagskrá
á Þróunarsýningunni
Framhald á bls. 39
Davíð og Hrafn
höfundar Islend-
ingaspjalla
ÞAÐ hefur hvílt mikil leynd yfir
því, hver eða hverjir bæru ábyrgð
á íslendingaspjöllum, sem Leik-
félag Reykjavfkur hefur sýnt við
mikla aðsókn og hrifningu að
undanförnu. Höfundurinn hefur
fram til þessa leynzt bak við nafn-
ið Jónatan Rollingstón Geirfugl,
þar til í gærkvöldi að leyndarmál-
ið var afhjúpað á sýningu í Iðnó.
Höfundarnir reyndust vera tveir,
þeir Davíð Oddsson og Hrafn
Gunnlaugsson, % hlutar Matthild-
inga og Þórðar Breiðfjörð. Sem
kunnugt er hafa þeir Davíð og
Hrafn séð um Matthildi í útvarp-
inu undanfarin ár, ásamt Þórarni
Eldjárn, og nú er verið að sýna í
Þjóðleikhúsinu leikrit þeirra
félaga, Ég vil auðga mitt land,
einnig við miklar vinsældir, svo
húmor þeirra (og alvara) virðist
eiga greiðan aðgang að Islend-
ingum.
27-11 á móti
Nixon?
Washington 27. júlf, AP
EKKI tókst að hefja atkvæða-
greiðslu í dómsmálanefnd
fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í
gærkvöldi, en talið er, að hún geti
farið fram í dag. Ábending um
úrslitin kom í gær, er nefndin
felldi tillögu frá repúblíkönum
um að fella burt ákæruatriðið á
hendur Nixon, þar sem segir, að
hann hafi skrökvað að þeim, sem
rannsökuðu Watergate-málið. Var
tillagan felld með 27 atkvæðum
gegn 11. Talið er, að þannig mun
atkvæði falla, er atkvæða-
greiðslan um, hvort forsetanum
skuli stefnt fyrir ríkisrétt, fer
fram.
„ÞAÐ ER alltaf eitthvað að ske
hjá okkur," sagði Agnar Guðna-
son, þegar við inntum frétta af
gangi Þróunarsýningarinnar í
Laugardalshöll. „Sýningin er
opin alla daga frá kl. 14—22,
nema í dag frá kl. 20—22, en fólk
getur þó alltaf skoðað sýninguna
til kl. 23“, sagði Agnar, „og á
kvöldin eru alltaf einhverjar
skemmtidagskrár, héraðsvökur
og fleira. A mánudagskvöld flytja
leikararnir Róbert og Valur þátt
úr Sjálfstæðu fólki og Eddukór-
inn syngur íslenzk lög.
Daglega eru kvikmyndasýn-
ingar kl. 16—18 og 20—21, þar
sem sýndar eru nýjustu íslenzku
kvikmyndirnar. Kl. 18—18.40 eru
þættir úr Reykjavíkurlífinu,
Pískrað við vatnspóstinn, en þar
eru fluttir þættir úr gömlum reví-
um og sjá nokkrir leikarar í Iðnó
um þann lið. Þannig mætti lengi
telja, það er alltaf eitthvað við að
vera og þeir, sem hafa séð sýning-
una í Laugardalshöll hafa hrifizt
mjög af henni.“
Gestir á þjóðhátíð:
Alarik Hággblom
frá Álandseyjum
FULLTRUI Álandseyja á þjóð-
hátfðinni á Þingvöllum f dag er
Alarik Hággblom, æðsti maður
flandsstjórnar Álandseyja.
Hann er 60 ára að aldri og
hefur verið f forsæti lands-
stjórnarinnar s.l. tvö ár, en f
henni hefur hann setið sfðan
1953. Undanskilin eru þó árin
1967—’71, en þá sat Hággblom
á þingi Álandseyja.
Álandseyjarnar eru alls um
6,500 talsins, en eins og gefur
að skylja er aðeins lítill hluti
þeirra byggður. Ibúar eyjanna
eru 22 þúsund, og þar af búa
um 9 þúsund í höfuðborginni
Mariehamn. Alandseyjar hafa
svipaða stöðu innan finnska
ríkisins og Færeyjar innan þess
danska. Bæði Færeyjar og
Álandseyjar komu inn í
Framhald á bls. 39
Islands minnzt \
öldungadeildinni
BANDARlSKI öldungadeildar-
þingmaðurinn Frank E. Moss
frá Utah flutti 24. júlf ræðu f
öldungadeild Bandarfkjanna,
þar sem hann minnti á þjóð-
hátfð tslendinga. Fer ræða
hans hér á eftir.
Hr. forseti. Okkur ber að
minnast sérstaklega hinnar
dugmiklu fslenzku þjóðar, sem
28. júlf nk. heldur hátfð f til-
efni 1100 ára afmælis byggðar f
landi sfnu. Þegar við nú undir-
búum hátfðarhöldin f tilefni
200 ára afmælis stjórnarskrár
okkar 1976, ætti mikilvægi ts-
landsbyggðar að verða okkur
augljósari. Hefðir noskra vfk-
inga, sem sigldu Atlantshaf
djarfir og fullir af ævintýraþrá
út f óvissuna og fundu tsland
og tóku sér þar bólfestu, eru
hluti af fslenzkri og vestrænni
arfleifð. Norskir og keltneskir
útflygjendur byggðu tsland á
innan við 60 árum og stofnuðu
þar sjálfstætt lýðveldi, sem
stjórnað var af Alþingi. Þetta
þing er elzta löggjafarþing
heims. Á 1000 ára afmæli
þingsins 1930 sendu Banda-
rfkjamenn fslenzku þjóðinni að
gjöf styttu af Leifi Eirfkssyni
til viðurkenningar á margvfs-
legum og merkilegum framlög-
um fslenzku þjóðarinnar. Það
var Leifur Eirfksson, „sonur ts-
lands,“ sem um árið 1000 steig
fyrstur Evrópubúa fæti á
bandarfska grund. Hann og aðr-
ir vfkingar eru einmitt sam-
nefnarar fyrir hið hugrakka,
frelsisunnandi fólk Vestur-
land. Það eru slfkir menn, sem
eru hornsteinar þess lýðræðis,
sem við f Bandarfkjunum höf-
um tileinkað okkar. Þetta höf-
um við viðurkennt með þvf að
lýsa 9. október ár hvert dag
Leifs Eirfkssonar. Hr. forseta.
Mikil hátfðahöld hafa farið
fram á tslandi og hófust þau
með þjóðhátfðinni 17. júní sl.
og þeim lýkur með þjóðhátfð-
inni á ÞingvöIIum 28. júlf.
Hefðir forfeðra vfkinganna
hafa haft auðgandi áhrif lff f
Bandarfkjunum og geta hjálp-
að okkur að mæta erfiðleikun-
um, sem kunna að koma upp, er
við hefjum 3ju öld sjálfstæðis
okkar. Það skulum við hafa
hugfast.