Morgunblaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1974. 29 Ungir leikarar sýna Mann og konu eftir Jón Thoroddsen og koma fram f gömlum þjóðlegum búningum. Margskonar sýningar voru á vinnu skólabarna til fróðleiks og skemmtunar. Ljósm. Sv. Þorm. I Réttarholtsskóla mátti sjá skjöld og myndir af biskupum og öðru fyrirfólki fyrri alda. Þetta drykkjarhorn, sem ungur hagleiksmaður hefur gert, hefði sómt hvaða vfkingi sem er. 1 tilefni af 1100 ára afmæli tslandsbyggðar undirbjuggu skólabörn í Reykja- vík vorsýningar í skólum sínum I þjóðlegum stfl. Var mikil vinna lögð í undirbúninginn og viðfangsefnin tekin margbreytilegum og hugmyndaríkum tökum. Voru þar bæði leiksýningar og ljóðalestur úr sögu þjóðarinnar, sýndir gamlir atvinnuhættir, komið upp líkönum er sýndu landnámið, búskap lands- manna á ýmsum öldum, veggskreytingar gerðar úr handritunum og af ýmsum þáttum úr sögunni, svo eitthvað sé nefnt. Þessar merkilegu sýningar og þáttur skólabarnanna á þjóðhátíðarári fór því miður fram hjá mörgum vegna þess að skólahátíðirnar voru meðan blaðaverkfall var. En hér birtum við myndir, sem ljósmyndarar blaðsins tóku í tveimur skólum, Réttarholtsskóla á fyrri siðunni og Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi á seinni síðunni, þegar þar voru haldnar hátiðir í tilefni þjóðhátíðarárs í vor. L____________________________________________________________________ Haganlega gert drykkjarhorn. Bömin o g afmæli íslandsbyggðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.