Morgunblaðið - 28.07.1974, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JULl 1974.
Sigurður H. Matthías-
son vélstjóri - Minning
Sigurður lézt 20. júlí sl. eftir
harða baráttu við erfiðan sjúk-
dóm. Sigurður kenndi þessa sjúk-
dóms fyrst á síðastliðnu hausti og
var þá þegar lítil von um bata.
Baráttan var erfið frá upphafi,
en þó erfiðust undir lok-
in eins og oft vill verða. Hann
hefur nú öðlazt hvíld og ró og
líður nú aftur vel í heimi
handan við gröf og dauða.
Dauðinn hér á jörð er fæðing til
nýs lífs og ég veit, að Sigurður
nýtur þess nú, hve vel hann starf-
aði hér á jörð og þess andlega
þroska, sem hann hafði öðlazt hér.
Sigurður sýndi mikinn andleg-
an styrk f sjúkdómsbaráttu sinni
og hélt fullu andlegu heilbrigði til
síðustu stundar. Hann hafði allan
timann sjálfur nokkra von um
bata og víst hefði hann þegið að fá
að vera lengur hjá fjölskyldu
sinni, sem hann unni mjög og
hefði fórnað öllu fyrir. Áreiðan-
legt er, að betri heimilisföður hef-
ur vart verið unnt að finna og er
missir eiginkonu hans, dóttur og
dótturdóttur mikill.
Sigurður er fæddur í Reykjavík
11. september 1908. Foreldrar
hans voru hjónin Sigríður Gísla-
dóttir og Matthías Sigurðsson
verzlunarmaður. Sigríður móðir
hans var dóttir hjónanna Hólm-
fríðar Eyjólfsdóttur og
Gfsla Tómassonar verzlunar-
manns, sem vann allan sinn
starfsaldur hjá fyrirtæki
Geirs Zoéga hér í borg.
Matthías faðir hans var sonur
hjónanna Guðrúnar Matthfasdótt-
ur frá Nikulásarkoti í Reykjavík
og Sigurðar Sveinssonar stein-
Sigrún Skarphéðinsdóttir,
Vilberg Skarphéðinsson.
smiðs frá Smiðsnesi f Grímsnesi.
Matthías faðir Sigurðar var
óvenjulega dugmikill og fram-
sækinn ungur maður, sem sést á
því, að aðeins rúmlega tvítugur að
aldri rak hann verzlun hér í borg
ásamt móðurbróður sínum
Guðmundi Matthíassyni, en auk
þess var hann eigandi báta, sem
hann gerði út héðan. Þá varð það
hræðilega slys, að Matthías fórst
með báti sínum ásamt þremur
öðrum mönnum. Hann hafði
hlaupið i skarðið fyrir einn báts-
verjann þennan dag og var aðeins
26 ára að aldri, þegar hann fórst.
Þetta var mikill missir fyrir hina
ungu ekkju með tvö ung börn sín,
Sigurð á öðru ári og Hrefnu á
fyrsta ári. Hún fluttist nú til for-
eldra sinna með börnin tvö og
áttu þau öll þar dásamlegt heimili
um nokkurt skeið, eða þar til for-
eldrar Sigríðar létust. Eftir það
var hún ein með börnin. Sigríður
lézt árið 1935. Sigríður sýndi í
þessu mótlæti sem í öðru sterkan
persónuleika og hafa bæði börnin
notið góðs uppeldis hennar og get-
að byggt á því æ sfðan.
Sigurður átti því ekki langt að
sækja dugnað sinn og vinnusemi.
Fáa veit ég um, sem hafa verið
jafnsfvinnandi og Sigurður. Má
með sanni segja, að honum hafi
ekki fallið verk úr hendi. Hann
var snemma sérlega handlaginn
og lærði hann járnsmíði í Vél-
smiðju Kristjáns Gfslasonar, en
fór að loknum Iðnskóla í Vélskól-
ann og varð vélstjóri þaðan árið
1928. Starfaði sfðan að námi
loknu á togurum sem vélstjóri í
mörg ár eða allt til ársins 1956,
þegar hann réðst að Vélsmiðjunni
Hamri í Reykjavík, en þar hefur
hann starfað síðan. Kemur fram í
löngu starfi hans þar einn sterkur
þáttur í persónu hans, sem var
einstakt trygglyndi. Veit ég, að
trúmennska hans og vinnusemi
eru metnar að verðleikum í
Hamri, þar sem hann starfaði svo
lengi og reyndar lengur en hann
gat, þvf að ekki vildi hann hætta
að starfa fyrr en hann var orðinn
mikið sjúkur.
Á sfnum yngri árum var Sigurð-
ur íþróttamaður góður. Stundaði
hann sérsraklega sund af kappi
og náði prýðisárangri f þeirri
grein. Vann hann til margra verð-
launa á sundmótum, en náði einn-
ig góðum árangri í fleiri fþrótta-
greinum.
Sigurður varð þeirrar gæfu að-
njótandi að eignast gott og fallegt
heimili og fjölskyldu, sem hann
unni mjög. Hann giftist eftirlif-
andi konu sinni Margréti Ingunni
Jónsdóttur 26. október 1940. Eina
dóttur áttu þau, Steinvör, sem er
fædd árið 1942. Býr hún ásamt
eiginmanni sfnuum Elíasi Arna-
syni bifr.stj. og dóttur þeirra
Sigríði í húsi foreldra sinna og
hefur heimili hennar ekki farið
varhluta af þeirri ástúð og um-
hyggju, sem Sigurður sýndi fjöl-
skyldu sinni. Sérlega mikil var þó
ást hans til dóturdóttur sinnar
Sigrfðar, og var hún sólargeisli í
lífi hans. Er missir þeirra beggja
mikill og gagnkvæmur.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast Sigurði nokkuð vel, en
þvf miður ekki fyrr en alltof seint
að því er mér finnst núna. Ég
hefði gjarnan viljað kynnast hon-
um fyrr og njóta vináttu hans
lengur en raun varð á. Þó vissi ég
alltaf vegna tengsla minna við
systur hans Hrefnu um hans
ágætu mannkosti. Strax við fyrstu
kynningu varð ég var við prúð-
mennsku hans og einlægni.
Sigurður var alla tíð dulur maður
t
GUÐLAUG VILHJÁLMSDÓTTIR
Nönnugötu 3
Reykjavlk
verður jarrsett frá Frikirkjunni i Reykjavik mánudaginn 29. júlí kl. 3.
Blóm eru vin.~',mlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennarer
bent á líknarstufnanir
Svala Guðmundsdóttir
Guðbjörg Guðmundsdóttir Ragnar S. Magnússon
Kjartan Guðmundsson Helga Einarsdóttir
Þorgerður Vilhjálmsdóttir Steinn Ingvarsson
t
Þökkum innilega öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug
við fráfall og útför eiginkonu, móðurog tengdamóður okkar,
VILBORGAR JÓNSDÓTTUR,
frð Hópi Grindavik.
Stfgur Guðbrandsson,
Jón Stfgsson,
Dagbjartur Stfgsson.
Þórhallur Stfgsson,
Edda B. Stfgsdóttir,
Heimir Stfgsson,
Ingibjörg Bjömsdóttir,
Hrafnhildur Ágústsdóttir,
Ingibjörg Guðnadóttir,
Magnús Magnússon.
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda hlýju og vináttu við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu.
ELfSABETAR KARÓLINU BERNDSEN.
Sérstaklega viljum við þakka læknum og hjúkrunarfólki Borgarspítal-
ans, fyrir sérstaka umönnun. _ .. .
Birna og Fredric Mann,
Steinunn og Ingvar N. Pálsson,
Björg og Benedikt Ólafsson,
Ásta og Fritz H. Berndsen,
Ásta Bjömsdóttir Levi.
barnabörn og bamabarnabörn.
t
Eiginmaður minn og faðir,
SIGURÐUR HÓLMSTEINN MATTHfASSON,
vélstjóri,
Kaplaskjólsvegi 28.
verður jarðsettur frá Dómkirkjunni mánudaginn 29. júlf kl. 1 3.30.
Margrét Ingunn Jónsdóttir, Steinvör Sigurðardóttir.
t
Alúðar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát
og jarðarför drengsins okkar
BIRGIS AGNARS STEFÁNSSONAR,
frá Siglufirði
Frfða Sigurðardóttir, Stefán Þór Haraldsson
og systkini.
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför
föður okkar
SKARPHÉOINS NJÁLSSONAR,
Fyrir hönd vandamanna.
að eðlisfari og bar ekki tilfinning-
ar sinar á torg. Hann hafði sér-
lega hlýtt viðmót og áreiðanlega
hefur hann aldrei lagt illt til
nokkurs manns.
Það er þvf góður drengur horf-
inn sjónum okkar. Hann hefur
unnið gott dagsverk hér á jörð og
fer héðan hreinn á sálu sinni. Ég
vil að lokun nota hans eigin orð og
segi við fjölskyldu hans og ást-
vini, Guð geymi ykkur öll, um leið
og ég bið honum sjálfum blessun-
ar á nýjum stað.
Guðmundur S. Jónsson.
Með örfáum orðum vildi ég
kveðja hann Sigurð, sem hefir
verið næsti nágranni minn í 26 ár.
Á óvenju blfðu sumri, þegar
náttúran skartar sfnu fegursta
kveður hann þennan heim eftir 6
mánaða stranga baráttu við erfið-
an sjúkdóm, sem þrátt fyrir þekk-
ingu færustu lækna virðist ekki
vera hægt að vinna bug á, en öll
verðum við fyrr eða sfðar að lúta
valdinu mikla — valdi dauðans.
Hann lét ekki mikið á sér bera í
lífinu hann Sigurður. Hann var að
eðlisfari hlédrægur maður, nán-
ast feiminn, en því traustari og
tryggari. Hans heimur var heimil-
ið, það var honum allt, konan
hans, einkadóttirin og dóttur-
dóttirin, eina afabarnið. A
þær lagði hann alla sfna ást
og umhyggju á sinn hógværa
og hljóðláta hátt og fyrir þær
hefði hann viljað fá að lifa
og starfa lengur, en enginn
flýr örlög sín. Missir ykkar
mæðgnanna er mikill, en þið getið
huggað ykkur við minninguna um
óvenjulega góðan og traustan eig-
inmann og föður, sem allt vildi
gera fyrir ykkur. Þið gerðuð líka
allt, sem í ykkar valdi stóð, til að
létta honum sjúkdómsbyrðina,
önnuðust hann og hjúkruðuð hon-
um heima eins lengi og kostur
var, því að heima þráði hann að
vera framar öllu. 1 mörg ár hefi
ég komið á heimili ykkar daglega,
stundum oft á dag og þakka
Sigurði góð kynni, hlýja brosið
hans og góðlátlegu glettnina.
Hann var ekki margmáll, en bros-
ið sagði oft meira en mörg orð,
þar sem hann var gekk góður
maður. Ég veit, að það var ekki að
skapi Sigurðar að um hann væri
skrifað langt mál að honum látn-
um, en þetta eru aðeins örfá
fátækleg kveðjuorð frá mér og
manninum mínum með þökk fyrir
góð kynni og gott nábýli í mörg
ár.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi.
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Guðlaug Vilhjálms-
dóttir - Minningarorð
F. 27.5.1907
D. 22.7.1974
DAGUR og nótt eru óaðskiljanleg
hugtök, á sama hátt lffið og dauð-
inn. Fólk virðir fyrir sér og dáist
að sólaruppkomu og sólarlagi,
blessar nýtt líf, er fæðist, en
staldrar við og syrgir sárt, er
dauðinn knýr á dyr. Nú stöldrum
við við og syrgjum, því að Guð-
laug Vilhjálmsdóttir lézt að heim-
ili sfnu að kvöldi 22. júlf.
Guðlaug fæddist f Vestmanna-
eyjum 27. maí 1907 og var oft
kennd við Múla þar í bæ, enda
ólst hún þar upp með foreldrum
sinum og systkinum. Liðlega tví-
tug fluttist hún til Reykjavíkur og
gíftist Guðmundi Runólfssyni, en
hann lézt 20. maí 1961. Þau
byggðu sér heimili að Nönnugötu
3 og eignuðust þrjú börn,
Kjartan, Svölu og Guðbjörgu. 1
hlýlegu húsi, vingjarnlegu um-
hverfi og meðal góðra nágranna
bjó Guðlaug á sama stað í röska
fjóra áratugi. Þar átti hún sínar |
mestu gleðistundir og þar bar hún
sína þyngstu harma. Þar lifði hún
og þar lézt hún.
Guðlaug var mörgum góðum
kostum búin. Hún var hæglát
kona og hógvær. Orðvör og alltaf
reiðubúin að taka upp hanzkann
fyrir aðra. Hún skammaðist ekki
heldur útskýrði. Hún var nægju-
söm og glæddist yfir litlu, en bar
harm sinn með reisn. Hún sóttist
ekki eftir veraldlegum auðæfum
heldur útdeildi andlegum auði.
Hún var rólynd og tók öllu mót-
læti með festu og ró. Undanfarin
ár átti hún við heilsubrest að
stríða og hefði vissulega mátt
búast við fráfalli hennar hvenær
sem var, en samt erum við alltaf
óviðbúin, enda bar dauða hennar
mjög brátt að. Tæpri klukku-
stundu áður en hún kvaddi virtist
ekkert vera að, en hlutskipti sínu
tók hún með þeirri ró, sem henni
einni var eiginleg, lagðist út af
frá því verki, sem hún var að
ljúka við, og beið þess, er verða
vildi.
Við, sem eftir stöndum,
kveðjum hana með djúpum trega
og söknuði, en við gleðjumst jafn-
framt hennar vegna, að nú skuli
hún vera komin til fyrirheitna
landsins, til mannsins, sem hún
eiskaði, en missti svo fljótt, til
tengdasonarins, sem henni þótti
svo vænt um, en fórst svo ungur,
já, til þeirra allra, sem á undan
henni fóru. Við vitum það, að
dauðinn er aðeins þrep til þessa
fyrirheitna lands. Við erum þakk-
lát fyrir að hafa fengið að dvelja
með henni þennan tíma, því að
margt gátum við lært af Guðlaugu
og allt gott.
Barnabörnin þakka henni sam-
fylgdina og góðar móttökur, þeg-
ar þau heimsóttu ömmu á
Nönnugötu. Hvernig sem á stóð
voru viðtökurnar jafnar, sama
hlýja og sama umburðarlyndið.
Alltaf átti hún jafn létt með að
breyta gráti í hlátur og leiða í
gleði.
Ég kveð tengdmóur mína með
söknuði og bið Guð að varðveita
hana og blessa og alla, sem hjá
henni eru. Hún átti virðingu
allra, sem kynntust henni. Björt
minning um góða konu mun eiga
eftir að lýsa okkur og ylja um
ókomin ár.
Tengdasonur.
HUN elsku amma mfn er látin og
á morgun kveðjum við hana í
hinzta sinn. Mig langar að nota
þetta tækifæri til að skrifa
nokkur kveðju og þakkarorð,
fyrir allt það sem hún hefur gert
fyrir mig. Ég geri mér það ljóst að
þetta verða mjög fátæklegar lín-
ur, samt sem áður á hún það skilið
af mér, að ég minnsta kosti reyni.
Arin eru ekki mörg, sem við
höfum átt saman, aftur á móti
hafa þau verið mér minnisstæð,
vegna hennar ástúðar og hlýleika
til min, sem ég þakka af heilum
hug. Ég mun sakna heimsókn-
anna á Nönnó, þar sem birta og
ylur ætíð streymdi á móti öllum
er f heimsókn komu.
Ég veit, að á leið hennar til
fyrirheitna landsins, til ástvin-
anna sem farnir eru á undan,
mun henni lfða vel. Bæði afi sem
ég fékk aldrei að sjá og pabbi sem
dvaldist svo stutt hjá mér, munu
taka vel á móti henni og ég veit að
hún mun ekki verða einmanna
með þá við hlið sér.
Vertu ætfð blessuð, guð veri
með þér og varðveiti þig.
Þökk fyrir allt og allt.
Iris Lana.