Morgunblaðið - 30.07.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.07.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JULl 1974 Keyptu frímerki fyrir 3 millj. kr. á FEIKILEG sala var á frímerkjum í pósttjaldinu á Þingvöllum á sunnudaginn og keyptu þjóðhá- tíðargestir frímerki fyrir liðlega 3 millj. kr. 3000 möppur með þjóð- hátíðarmerkjunum 11 seldust upp, en þær munu koma aftur á markað. Matthías póstmeistari Þingvöllum sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að allt hans lið, um 50 manns, hefði komið á Þingvöll upp úr kl. 6 á sunnudagsmorgun og verið við afgreiðslu til kl. 22 um kvöldið. „Þetta var dýr út- gerð,“ sagði Matthías, „en svo varð að vera og allt gekk mjög vel.“ Illa sjáandi týndist á Arnarvatnsheiði Ýmsir snúningar voru hjá Slysavarnafélagi Islands um helgina eins og oft vill verða. Það helzta, að sögn Hannesar Hafstein hjá SVFl, var að á föstudagskvöld barst SVFl beiðni um Gufunes- radíó frá einum af bílum Guðmundar Jónassonar, sem var þar á vegum brezkrar ferðaskrif- stofu. Skeytið hljóðaði svo: „Tapaði manni, illa sjáandi, í Herðubreiðalindum kl. 15.00“. Loftskeytasambandið úr Herðu- breiðarlindum fjaraði út í gegn um Gufunes þegar líða tók á kvöld, en þá bar Siglufjörður á milli, því þar voru skilyrði góð. SVFI undirbjó leitarflug strax frá Norðurflugi og hafði samband við flokk SVFI manna úr Stefáni í Mývatnssveit. Brugðu þeir strax við og héldu af stað í svarta þoku auk leitarmanna frá Akureyri. Kl. rúmlega 5 að morgni hófst leitarflug frá Norðurflugi I slæmu skyggni og SVFl hafði samband við formann flug- björgunarsveitarinnar á Akureyri og bað um að menn yrðu hafðir á bakvakt ef á þyrfti að halda. Um kl. 8 um morguninn fannst maðurinn, Hollendingur, en 1 hann var þá langt suður af skálan- um í Herðubreiðarlindum. A sunnudagsmorgun barzt SVFl beiðni um sjúkraflug, en um var að ræða hjartatilfelli hjá fimmtugum manni inni á Arnar- vatnsheiði. Haft var samband við Gná, sem var við gæzlustörf á Þingvöllum. Náði þyrlan í mann- inn og flutti hann til Reykjavlkur. Þá barzt SVFÍ beiðni seint á sunnudagskvöld frá brezka togaranum Crystal Phallas, en hann var þá suðaustur af landinu með illa handleggsbrotinn mann. Læknir frá Hornafirði ætlaði að fara á bát út á móti togaranum, en skipstjóri togarans ákvað að sigla með skipverja sinn inn til Norð- fjarðar á sjúkrahús og var það gert. Banaslys varð á dráttarvél BANASLYS varð skammt frá bænum Botni í Mjóafirði við Isa- fjarðardjúp sl. laugardag, þegar dráttarvél valt með 17 ára gamlan pilt úr Reykjavík, Kristján Hauksson, Grettisgötu 44. Krist- ján heitinn var á leið upp á heiði á dráttarvélinni, þegar slysið varð, en enginn sjónarvottur var að því. Læknir frá Isafirði fór strax á vettvang, en Kristján var látinn, þegar að var komið. Þjóðargangan EITT atriða hátfðardagskrár- innar var þjóðargangan. 1 kringum 350 manns gengu f þessari göngu og hófst hún f Almannagjá. Gengið var yfir öxarárbrúna og inn á hátfðar- svæðið á Efrivöllum, þar sem fylkt var liði undir fánum við Fangbrekku. Fremstir f þessari göngu fóru fánaberar, er báru fslenzka fán- ann, en sfðan komu fulltrúar sýslna og kaupstaða landsins eftir stafrófsröð — Arnesing- ar fremstir, en sfðastir fulltrú- ar fslenzku þjóðarbrotanna f Bandarfkjunum og Kanada. Yf- irleitt voru 13 manns fyrir hverja sýslu, fólk á öllum aldri og kannski helzt til mikill hörg- ull á ungu fólki hjá sumum byggðarlögunum. Þjóðargangan var undir stjórn Þorsteins Einarsson, fþróttafulltrúa, sem annazt hef- ur þátt fþróttanna á útihátfðum mörg undanfarin ár. Dick Taylor látinn Barizt með hætta með Forester kústsköftum Tveimur vinnufélögum í vöru- skemmu SlS í Reykjavík sinnað- ist rækilega f gær með þeim af- Ieiðingum, að annar maðurinn henti kúst á lofti og barði hinn í höfuðið. Kústskaftið brotnaði og eitthvað gaf höfuð mannsins eftir, en ekki alvarlega þó. Sá, sem bar- inn var, náði ekki að verða sér úti um atgeir. BREZKI togaraskipstjórinn Dick Taylor var f gær leystur frá störfum sem skipstjóri hjá út- gerðarfélaginu Newington f Hull, en það fyrirtæki gerir út togar- ann Forester. Gildir þetta um óákveðinn tfma. Stýrimaðurinn Dave Taylor var einnig látinn Fimm smáslys Stolið frá leikmönnum ER leikmenn Fram voru að keppa við Vestmannaeyinga í Eyjum á laugardaginn var stolið 8—10 þús. krónum úr fötum þeirra í bún- ingsklefa. Búningsklefinn, sem er við malarvöllinn langt frá gras- vellinum, sem keppt var á, var gæzlulaus á meðan leikurinn stóð yfir og hafa þá einhverjir farið þar inn, væntanlega krakkar eða unglingar, og stolið mestöllu því fé, sem þeir fundu í fötum Fram- aranna. Flestir leikmennirnir höfðu þó tekið veski sín og verð- mæti með sér og sluppu því við þjófnað. 5 smáslys voru tilkynnt til slökkviliðsins á Þingvallasvæðinu á sunnudag og urðu þau öll milli kl. 6 og 7 um kvöldið. Asgeir Hjartarson látinn ÁSGEIR Hjartarson fyrrverandi Ieiklistargagnrýnandi Þjóðviljans er látinn. Hann var cand. mag. að menntun. Síðan 1946 var hann bókavörður við Landsbókasafnið, en Asgeir var fæddur 21. nóv. 1910. Ásgeir ritaði m.a. mann- kynssögubækur og skrár um ís- lenzk rit. 4 ára barn fékk yfir sig heitt vatn úr potti og brenndist nokkuð á brjósti, annað barn eldra brenndist einnig nokkuð af sömu ástæðu. 4 ára drengur skarst aðeins á höfði, kona missteig sig illa og eitt hjartatilfelli var til- kynnt. Nokkuð mun einnig hafa verið um það, að fólk fengi maga- kveisu og var matareitrun kennt um, en engin alvarleg vandræði urðu svo vitað sé. hætta um þriggja mánaða skeið. Stjórn fyrirtækisins tók þessa ákvörðun eftir að hafa rannsakað öll gögn varðandi landhelgisbrot Taylors. Dick Taylor sagði við fréttamenn eftir að ákvörðun stjórnarinnar var tilkynnt, að svo gæti farið að hann hætti skips- stjórn á fjarlægum miðum. Afli Forester var seldur á fiskmarkaði í Hull f gær, og fengust fyrir hann 4,6 milljónir fslenzkra króna. Forester kom til Hull á föstu- daginn. Dick Taylor sagði enn- fremur, að forstjóri útgerðar- félagsins, Burton, hefði verið mjög reiður vegna atburðanna á Islandsmiðum, þ.e. veiða Forester innan 12 mflna markanna og þrjósku Taylors í viðskiptum við varðskipið Þór. „Það er ósköp eðlilegt að hann sé reiður. Hver væri það ekki ef einhver væri búinn að valda tjóni sem nemur 30—40 þúsund sterlings- Undirnefndirnar þinga enn MORGUNBLAÐIÐ innti Olaf Jó- hannesson forsætisráðherra eftir þvi í gær, hvernig viðræður um stjórnarmyndun gengju hjá flokkunum fjórum. Hann kvað undirnefndafundi hafa verið I gær og hefði þar aðallega verið fjallað um efnahagsmál og utan- ríkismál. öll væru þessi mál á frumstigi og því ekkert frekar unnt að segja um gang máia. Dick Taylor. pundum", sagði Taylor. Tryggingafélag Forester á eftir að taka mál þetta fyrir, og það mun væntanlega byggjast á áliti þess hve lengi Taylor verður í banni. Stýrimaðurinn var settur i 6 mánaða bann sem skipstjóri og 3 mánaða bann sem stýrimaður. Burton forstjóri Newington tjáði fréttamönnum eftir heim- komu sína frá Islandi, að hann mæti hlutleysi dómstólanna á Islandi. Hann sagði ennfremur, að skipstjórar fyrirtækisins myndu ekki fá ný fyrirmæli, þeir hefðu alltaf haft þá skipun að halda sig utan við mörkin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.