Morgunblaðið - 30.07.1974, Side 32

Morgunblaðið - 30.07.1974, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JULl 1974 íbróttir á bióðhátið: Söguleg hópsýning vakti mesta athygli viðstaddra ÍÞRÓTTIR á þjóðhátfð urðu nokkuð umfangsminni en upphaflega var ráðgert. Fella varð niður fjögur atriði í auglýstri dagskrá. 100 metra hlaup kvenna og 1500 metra hlaup karla féll niður, vegna þess að frjálsíþróttafólk var í keppni erlendis. Sýning Vestur-íslendinga á þjóðdönsum féll niður af óviðráðanlegum orsökum, eins og sagði f tilkynningu stjórnenda. Leikfimisýningar karla úr Armanni, undir stjórn Guðna Sigfússonar og flokks úr Gerplu Kópavogi. undir stjórn Margrétar Bjarnadóttur og Friðbjarnar Ö. Steingrímssonar, féllu niður af tæknilegum ástæðum og af ótta við þrengsli, eins og sagði f tilkynningu stjórnenda. Voru það orð að sönnu, því að þrátt fyrir niðurfellingu þessarra dagskráratriða, var með naumindum að náðist að slíta þjóðhátfðinni á ákveðnum tfma. íþróttaatriðin byrjuðu nokkuð á eftir áætlun, en þeim var ætlað rúm síðast í dagskránni. Voru margir farnir af hátíðarsvæðinu, þegar íþróttafólkið sýndi atriðin. Hefðu sum þeirra verðskuldað að vera framar í dagskránni, þar sem þau hefðu vakið meiri athygli. Á þetta sérstaklega við sýningu 100 ungmenna undir stjórn Höskuldar Goða Karlssonar, sem var ákaflega vandað atriði, sem vakti hrifningu viðstaddra. íþróttaatriðin á dagskránni voruglímusýningog jafnaðar glíma á vegum Glímusambands Islands, fimleikasýningar stúlkna úr Iþróttafélagi Reykjavíkur og Iþróttakennaraskóla Islands og fyrr- nefnd hópsýning unglinga úr Húnavatns- og Strandasýslu. Pétur Yngvason vann glímuna Þáttur glímumannanna fór þannig fram, að fyrst sýndu 11 glímumenn úr Reykjavík brögð. Því næst var glímd 1. lota jafnaðarglímunnar, en þar áttust við Hjálmur Sigurðsson, glímu- kappi Islands, og Pétur Yngva- son, en báðir eru úr língmenna- félaginu Víkverja, Reykjavík. Áttu þeir að glíma tvær lotur, 2 mínútur hvora, og stæðu vinn- ingar jafnir að þeim loknum, áttu þeir að glíma til þrautar í 3. lot- unni, sem átti að vera án tímatak- markana. Glímt var á grasvelli, og var augijóst, að glímukapparnir voru óvanir að glíma við slíkar aðstæður. Báðir leituðu eftir i brögðum, Pétur þó öllu meira, og | varðist Hjálmur oft fallega. A síðustu sekúndum 1. lotu reyndu báðir bragð í einu, Pétur varð þó aðeins fyrri til og náði að leggja Hjálm á hælkrók hægri á vinstri. Var Pétur yfir 1:0 eftir fyrri lot- una. Milli lotanna glímdi sýningar- flokkurinn undir stjórn Ölafs H. Óskarssonar. Voru það bæði sýningarglímur og kappglimur. Síðan hófst2. lota jafnaðarglim- unnar og lauk henni með jafntefli og var því Pétur Yngvason sigur- vegari glímunnar með l'A vinning gegn Vi vinningi Hjálms. Dómarar voru Gísli Guðmundsson, sem var aðaldómari, Guðmundur Agústs- son og Guðmundur Freyr Halldórsson. Blm. náði sem snöggvast tali af glímuköppunum tveimur að verð- launaafhendingu lokinni, en báð- ir fengu þeir forkunnarfagra verðlaunapeninga frá þjóð- hátíðarnefnd. Pétur er Mývetningur, en dvelur við störf í Reykjavík og keppir fyrir Vík- verja. Þetta er annað meiriháttar glímumótið, sem hann sigrar í, áður hefur hann hlotið sigur í 1. þyngdarflokki Landsflokkaglím- unnar. „Þetta verður að teljast minn stærsti sigur til þessa,“ sagði Pétur um sigur sinn. Bæði Hjálmur og Pétur kváðu það hafa verið erfitt að glíma á grasinu, þeir hefðu verið mun stirðari í hreyfingum en við verijulegar að- stæður, þegar glímt er á trépalli. Tjáningar- leikfimi Næsta atriði á dagskránni var leikfimisýning 8 stúlkna, sem út- skrifuðust úr Iþróttakennara- skóla Islands s.l. vor. Þær sýndu tjáningaleikfirni (modern dans) undir stjórn Mínervu Jónsdóttur Menn höfðu skemmtun af glfmunni, eins og sjá má bæði á keppendum og áhorfendum. Ung stúlka úr Iþróttakennaraskólanum. fþróttakennara. Vegna þess hve vindur var mikill, urðu þær að fella niður eitt atriði, sem var dans með slæður. Það spillti m nokkuð fyrir, að hátalarakerfið var í ólagi, og því komst hljómlist- in ekki nógu vel til skila. Söguleg sýning Sýningarflokkur Höskuldar Goða Karlssonar raðar sér upp f einu atriðanna. Þriðja atriði fþróttadagskrár- innar var hópsýning 100 unglinga úr Húnavatnssýslum báðum og Bæjarhreppi f Standasýslu. Unglingarnir röðuðu sér upp eftir ákveðnum mynstrum. Þeir voru klæddir skrautlegum búningum, svörtum og gulum, og báru hringi og slæður í fánalitunum. Voru leikin lög eftir Jón Leifs og Pál Isólfsson. Jafnframt voru mynduð merk ártöl úr sögu íslenzku þjóðarinnar og Höskuld- ur Goði Karlsson, stjórnandi sýningarinnar, las texta, sem höfðuðu til þessarra ártala. I loka- atriðinu voru mynduð tvö ártöl, 874 og 1974 og Þorsteinn ö. Stephensen leikari flutti kvæði af segulbandi. Mbl. náði sem snöggvast tali af Höskuldi Goða Karlssyni að sýningu lokinni. Hann er íþrótta- kennari í Reykjaskóla, en á sumrin veitir hann forstöðu Iþróttabúðum ISI að Laugarvatni. Höskuldur Goði útbjó þessa sýningu og samdi textana. Hann hefur skotizt nokkrar undan- farnar helgar að Reykjaskóla og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.