Morgunblaðið - 30.07.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.07.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JULl 1974 5 Amerískar og enskar gallabuxur (Levi’s og Inega) Bo/ir, bómull, frotté, ein/itir, rósóttir og áprentaðir. Léttir hollenskir herra- sumarjakkar. Einnig dömujakkar o. f/. o. fí. þjóðhátíðargjafir Roger C.B. Morton innanrfkisráðherra tiikynnir Ölafi Jðhannessyni forsætisráðherra um þjððhátlðargjafir Bandarikjamanna. BLAÐINU barst I gær eftirfar- andi fréttatilkynning frá rfkis- stjórninni: Ölafur Jóhannesson forsætis- ráðherra tók f dag f ráðherrabú- staðnum, Tjarnargötu 32, á móti opinberum þjóðhátfðargjöfum eða tilkynningu um þær frá eftir- töldum aðilum: 1) Alarik Haggblom landshöfð- ingi á Álandseyjum afhenti skipslíkan. 2) Rogers C.B. Morton innanrík- isráðherra Bandaríkjanna til- kynnti um peningagjöf til námsstyrkja, postulínsstyttu af vísundum og sneið úr elztu trjátegund heims. 3) Paul Hartling forsætisráð- herra Dana afhenti peninga- gjöf að upphæð d. kr. 250.000,00 til stofnunar Arna Magnússonar og skýrði frá því, að danska þingið hefði enn- fremur ákveðið að auka stofn- fé „Fondet for dansk-íslandsk samarbedje" um d. kr. 250.000,00. 4) Pekka Tarjanne samgönguráð- herra Finna tilkynnti um pen- ingagjöf að upphæð 400.000.00 finnsk mörk, sem ætluð er til námsstyrkja. 5) Jákup Lindenskov varalög- maður Færeyinga tilkynnti um bókagjöf og bát, átta manna far, sem afhentur verður f byrjun ágúst. 6) Baron W. J. G. Gevers sendi- herra Hollands afhenti Is- landskort frá árinu 1666. 7) Dr. Conor Cruise-O’Brien póst- og símamálastjóri írlands til. kynnti um gjöf Ira, sem er steinsúla til minningar um landnám Ira við Akranes. 8) Dr. Paul H.T. Thorlakson af- henti bók úr stærra safni bóka, sem Kanadamenn munu senda síðar. 9) Tryggve Bratteli forsætisráð- herra Noregs tilkynnti um peningagjöf að upphæð 1 milljón norskar krónur, ætluð til ferðastyrkja, landspildu til trjáræktar í Noregi og vegg- teppi. Ennfremur tilkynnti prófessor Hallvard Magerröy um bókagjöf frá norskum einkaaðilum til stofnunar Árna Magnússonar og Haakon S. Mathiesen stórbóndi til- kynnti um fræ, sem norskir aðilar ætla að gefa Skógrækt ríkisins. 10) Raimund Hergt sendiherra Sambandslýðveldisins Þýzka- , Iands tilkynnti um bókagjöf til | háskólabókasafnsins. 11) Bertil Zachrisson kennslu- málaráðherra Svía tilkynnti um bókagjöf og námsstyrkja- sjóð. farið sem forfeðrum okkar á sögu- öld, að við metum þó enn meira þá vináttu ykkar, sem gjafirnar eru tákn um. Okkur er tamt að vitna í Njálssögu um þetta efni, þar sem Gunnar á Hlíðarenda þakkar Njáli á Bergþórshvoli góð- ar gjafir með þessum orðum: „Góðar eru gjafir þínar en meira þykir mér vert vinfengi þitt og sona þinna“.“ Reykjavík, 29. júlí 1974. Ölafur Jóhannesson forsætis- ráðherra þakkaði gjafirnar og sagði þá m.a.: „Við tökum við þeim sem tján- ingu um vináttu ykkar og virð- ingu fyrir íslenzku þjóðinni, enda þótt við metum gjafirnar sjálfar mjög mikils þá er okkur enn svo Jákup Lindenskov varalögmaður tilkynnir um þjóðhátfðargjafir Færeyinga. Opinberar EM unglinga í bridge: r Islendingar í 12. sæti Kaupmannahöfn, 29. júlí 1974. EVRÓPUMÓTI unglinga f bridge lauk hér sl. laugardag. Svíar urðu Evrópumeistarar, hlutu samtals 266 stig. Röð þátttökuþjóðanna varð annars þessi: írland 258, Bretland 233, Noregur 228, Hol- •and 223, Israel 221, Danmörk 220, Frakkland 217, Italfa 212, Pólland 206, Ungverjaland 203, tsland 175 og Finnland 170. Islenzka sveitin vann 9 leiki I mótinu, gerði eitt jafntefli og tap- aði 9 leikjum. Það er athyglisvert við frammistöðu íslenzku sveitar- innar, að hún náði beztum árangri gegn þeim fimm sveitum, sem urðu efstar í mótinu, hlaut 61 stig gegn þeim af 100 mögulegum. jrm. Listaverk um landnámið ÞAU leiðu myndabrengl urðu i grein Mbl. um Iistaverk um land- námið, að textar undir myndum Gunnlaugs Scheving víxluðust. Textar klippmyndarinnar Önd- vegisskúlunum kastað og. mál- verksins Landnám vixluðust og einnig textar klippmyndarinnar Landsýn og samnefnds málverks. Mbl. biðst velvirðingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.