Morgunblaðið - 30.07.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.07.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞJIIÐJUDAGUR 30. JULI 1974 21 Valour: „Island — land kærleikans". Kærleikurinn og Guð á Þingvöllum A veginum að hátíðarsvæð- inu stóð ungur maður með gítar á bakinu og útbýtti bæklingum til vegfarenda, — „Okeypis, en ef þú vilt hjálpa okkur til að prenta fleiri, þá máttu láta nokkrar krónur fylgja", sagði hann á ensku við þá, sem hafa vildu. Valour kallaði hann sig og kvaðst tilheyra „Children of God“, alþjóðlegri, kristilegri „fjölskyldu", eins og hann orð- aði það. Sjálfur sagðist hann vera ættaður frá Danmörku. Valour tjáði okkur, að þau væru sex saman úr „guðsbarna- fjölskyldunni" á Þingvöllum. Hann hefði dvalið hér á landi í sex vikur og ætlaði að vera áfram „svo lengi sem Guð vill að ég sé hér“. „Við elskum ísland“, sagði Valour. „Við erum hérna til þess að færa tslendingum boð- skapinn um Guð og kærleikann. Og við lftum á Island sem allra landa móttækilegast og frjó- samast fyrir það sáðkorn. Við reynum að hjálpa fólki til að fá meira út úr lífinu, sýna þvl, að það er mögulegt að lifa saman í sátt og samlyndi. Við erum ekki kirkjulegur hópur. Kirkjur eru dauðar. Við segjum, að kirkjur séu ekki úr steini, heldur fólki". Og Valour sagði, „guðsbarna fjölskylduna" vera í þann veg- inn að stofna nýlendu í Reykja- vík. En hvað er honum efst í huga varðandi þjóðina á 1100 ára afmæli hennar? „Það, að tslendingar átti sig á því að sveigja af þeirri hraðbraut til vélmenningar, sem þeir eru á. Það geta þeir enn þá gert, því ekkert land stendur betur að vfgi f þessum efnum en íslend- ingar“. Valour fannst mikið til hátíðarinnar á Þingvöllum koma. „Það er mikill kærleiks- andi á þessum stað. tsland getur orðið land kærleikans". Allir með hugann hérna Ingvar Helgason og kona hans, Sigríður Guðmundsdóttir, sátu í brekkunni fyrir ofan gestastúkuna ásamt syninum Ingvari og hlýddu á erlendu gestina flytja kveðjur frá löndum sfnum.lÞau höfðu verið á hótelinu á Laugarvatni um helgina og komii þaðan til Þing- valla á sunnudaginn. „Það eru allir með hugann hér núna, held ég“, sagði Ingvar, er við spurðum hann, hvers vegna þau hefðu komið á þjóðhátfð- ina. „Enda væ(i eitthvað ein- kennilegt ef svo'væri ekki“. Og það var greinilegt, að þau voru ánægð með hátíðahaldið. „Þetta er alveg framúrskar- andi vel heppnuð hátíð. Eg hélt ekki, að þetta myndi fara svona vel fram“r sagði Ingvar. „Svo er það alveg sérstakt, að ekki skuli sjást vín á nokkrum manni. Ég hefði ekki trúað þvf, ef ég hefði ekki sjálfur séð það.“ Ætli það hafi verið lokun vfn- búðanna að þakka? „Ég vona ekki“, svaraði Ingvar. „Ef þetta er ekki þjóðhátíðarstemmning, hvemig á hún þá að vera“, bætti hann við. Hann kvaðst hafa verið á lýð- veldishátíðinni 1944. „Ég var i tjaldi með fjölskyldu minni og við vöknuðum f polli. Það er þvf varla hægt að bera þessar tvær hátfðir saman. Þá fór þetta allt úr skorðum vegna rigningar- innar. Það var eiginlega furðu- legt, að það skuli samt hafa tekizt að halda hátíðina. Við erum heppin með veðrið hérna, en það breytir ekki hinu, að skipulagningin er alveg fram- úrskarandi". „Dagskráin sjálf er þó nokkuð hátíðleg. Það hefði verið hægt að hafa tvær dag- skrár samtfmis, — aðra léttari í sniðum fyrir unga fólkið. Ég held, að það hefði ekkert skemmt hátíðarbreginn. En í svona veðri gleymist þetta". „Þetta er virkileg þjóðhátíð", sagði Ingvar, áður en við kvöddum þau. „Og ég held, að allir finni það.“ ,Ef þetta er ekki þjóðhátfðar- Sigrfður Guðmundsdóttir og Ingvar Heigason, og sonurinn Ingvar t.v. stemmning, hvernig á hún þá að vera.“ \ „Kemst í hátíðarskap í svona veðri” Þau Hrefna Jónsdóttir, Ingi- björg Lárusdóttir og Arni Jóns- son, öll frá Reykjavík, sátu á flötinni við hátfðarsvæðið og nutu veðurblíðunnar. „Mér finnst þessi hátíð mjög ánægjuleg í alla staði, enda kemst maður í hátíðarskap í svona veðri", sagði Ingibjörg, og þau hin tóku f sama streng. Þau voru öll á lýðveldishátíð- inni 1944 og bar saman um, að ólfku væri saman að jafna. „Þar kemur bæði til þessi mikla veðurblfða, sem nú er, og svo fólksfjöldinn, svo maður tali nú ekki um þær breytingar, sem orðið hafa á vegunum hingað að Þingvöllum", sagði Árni. „Það var nú allt á floti hérna 1944, en samt aftraði það ekki fólki frá bví að vera í hátfðar- skapi þá, — en stemmningin er þó meiri núna og aðstæður allt aðrar og betri.“ Við spurðum Arna, hvernig honum hafi fundizt skipulagn- ing hátfðarinnar: „Hátíðin er alveg prýðilega skipulögð að mínum dómi. Það eina, sem mætti kannski kvarta yfir, er hátalarakerfið, þvf að sums staðar heyrist ekki nógu vel það, sem fram fer.“ Um dagskrána hafði Ingi- björg þetta að segja: „Dagskráin er f sjálfu sér vel við hæfi þennan dag, en mér finnst þó, að það hefði mátt blanda einhverju léttu með og mér finnst vanta eitthvað fyrir börnin. Þetta er stór stund fyrir þau og þeim hefði orðið dagur- inn minnisstæðari, ef eitthvað hefði verið við þeirra hæfi.“ Um það, hvort hátfðin höfð- aði eitthvað til þjóðerniskennd- ar í þeim, voru þau sammála, að vissulega vektu slfk hátíðar- höld upp ákveðna stemmningu og vektu menn til umhugsunar um land og þjóð. Hrefna, Ingibjörg og Arni sátu á grasflötinni og nutu veðurblfðunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.