Morgunblaðið - 30.07.1974, Síða 27

Morgunblaðið - 30.07.1974, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JULI 1974 27 — Þjóðhátíð Framhald af bls. 1 okkar vegum störfuðu vegna há- tíðarinnar, eru hæst ánægðir. Þetta eru svo mikil viðbrigðj frá þessum hátíðum, sem við höfum átt að venjast. Ég hef þá trú, að fólk muni taka þessa hátíð sér til fyrirmyndar I framtíðinni. Svona eiga útihátíðir að vera.“ Eins og nærri má geta var geysi- legur viðbúnaður vegna hátíðar- innar og þá ekki sízt vegna um- ferðarinnar. Fjölmennt lögreglu- lið, starfsmenn vegagerðar, sjálf- boðaliðar úr björgunarsveitum og hjálparsveit skáta sáu um að greiða fyrir hinum mikla um- ferðarþunga. Umferðin var lfka gífurleg og frá Þingvöllum á sunnudagskvöld munu hafa farið um 12 þúsund bílar. Má því undrum sæta, að ekki skyldi skapast algjört öngþveiti, en með ágætu skipulagi var komið f veg fyrir það. Eðlilega urðu nokkrar tafir í umferðinni, einkum af Þingvallasvæðinu upp að Kára- stöðum, en eftir það var greið leið til borgarinnar. Engir verulegir hnútar urðu á hinum fjórum aðkomuleiðunum þrátt fyrir mik- inn umferðarþunga. Umferðar- óhöpp eða slys urðu ekki svo heitið gæti. Hátfðarhöldin á Þingvöllum hófust skömmu fyrir kl. 11 með því að ísland farsælda frón var blásið í lúðra af efri barmi Almannagjár. Fáeinum mínútum síðar var lýðveldisklukku Þing- vallakirkju hringt og að þvf loknu hófst fundur í Sameinuðu alþingi, þar sem samþykkt var samhljóða að verja 1000 milljónum króna til að græða upp landið. Gylfi Þ. Gíslason forseti sameinaðs þings stjórnaði fundi og flutti stutt ávarp, en einnig töluðu fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna, þeir Gunnar Thoroddsen, Þórarinn Þórarinsson, Benedikt Gröndal, Ragnar Arnalds og Magnús Torfi Ólafsson. Alþingi bauð erlendum og inn- lendum gestum til hádegisverðar í Valhöll, en eftir hádegið hófst hátfðardagskrá á Efrivöllum, Matthfas Johannessen flutti þar ávarp, biskupinn yfir Islandi, herra Sigurbjörn Einarsson, talaði og forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, flutti hátíðar- ræðuna. Tómas Guðmundsson skáld las hátíðarljóð sitt og Sin- fóníuhljómsveit Islands lék verð- launaverk Herberts H. Agústsson- ar — Tilbreytni. Þá var komið að ávörpum hinna erlendu gesta — frá Álandseyj- um, Bandarfkjunum, Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Irlandi, Kanada, Noregi og Svíþjóð svo og flutti formaður Þjóðræknisfélags V-Islendinga ávarp. Athygli vakti, er fulltrúi Finna ávarpaði við- stadda á nær lýtalausri íslenzku. Halldór Laxness rithöfundur flutti þessu næst ávarp — f minningu bókmenntanna og Sin- fóníuhljómsveit Islands flutti verðlaunaverk Jónasar Tómas- sonar — Ellefu hugleiðingar um landnám. Milli þessara atriða lék 70 manna lúðrasveit og Skólahljóm- sveit Kópavogs og 200 manna karlakór söng íslenzk ættjarðar- lög. Gunnar Eyjólfsson leikari kynnti atriðin. Þá var komið að sérstakri íþróttadagskrá. Hófst hún með íslenzkri glfmu, bæði glímu- sýningu og jafnaðarglímu milli Hjálms Sigurðssonar glímukappa tslands og Péturs Yngvasonar. Fór Pétur með sigur af hólmi í þeirri viðureign. Að öllum liðum iþróttadagskrárinnar ólöstuðum vakti þó mesta hrifningu söguleg hópsýning 100 unglinga úr Húna- vatns- og Strandasýslu undir stjórn Höskulds Goða Karlssonar. Var það mál manna, að þessi sýning hefði verðskuldað að vera framar í dagskránni svo að fleiri hefðu fengið notið hennar, en áhorfendum fækkaði nokkuð eftir þvf sem á daginn leið. Að síðustu kvaddi Olafur Jóhannesson forsætisráóherra hátíðargesti með ávarpi. Þá var fánakveðja, þar sem Guðmundur Freyr Halldórsson var fánaberi, en þjóðhátíð lauk svo formlega á sama • hátt og hún hófst — Islands farsælda frón var blásið í lúðra af efri barmi Almannagjár. Mikiíaðsókn að handrita- sýningunni Mikil aðsókn hefur að undan- förnu verið að þjóðhátíðar- sýningu handritanna í Arnagarði. Sýningin er sérstaklega helguð landnámi lslands og sögu þjóðar- innar á fyrri öldum. Gefur þar að líta ýmis fögur og merkileg hand- rit, sem nýlega eru komin heim frá Danmörku. Sýningin hefur til þessa verið opin þrjá daga í viku, en vegna hinnar miklu aðsóknar er ætlunin að hafa hana fyrst um sinn opna á hverjum degi kl. 2—4 síðdegis. Nýlendur Portúgala fá sjálfstæði Lissabon, 29. júlí, AP — NTB ÞEIRRI yfirlýsingu Antonios de Spinola forseta Portúgals, að ný- lendum Portúgala í Afríku verði 'veitt sjálfstæði innan tíðar hefur verið mjög fagnað bæði í Portúgal og nýlendunum sjálfum — nema hvað talsverður urgur hefur verið í hvítum íbúum Angola og Mozambique, sem saka stjórnina um svik. Mario Soares utanríkis- ráðherra Portúgals sagði sjón- varpsræðu Spinola á Iaugardag, þegar hann skýrði frá ákvörðun stjórnarinnar, sambærilega við tilkynningu Charles de Gaulles fyrrum forseta Frakklands um, að hann hefði ákveðið að binda enda á styrjöldina í Alsír og veita land- inu sjálfstæði. Portúgalska Guinea verður fyrsta portúgalska nýlendan, sem sjálfstæði fær siðan Mozambique og Angola, en þar hefur verið háð blóðug sjálfstæðisbarátta í 13 ár. ri u kj\t, m*i ^WWF\W\UYM Jarðvinnuverk- stjóri Viljum ráða verkstjóra vanan jarðvinnu og/eða sprengingum. Fjölbreytileg verkefni. ístak, fþróttamiðstöðinni, sími 8 1935. Skrifstofuvinna Opinber stofnun óskar að ráða fólk til skrifstofustarfa nú þegar. Verslunarskóla- menntun eða reynsla í skrifstofustörfum æskileg. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl. fyrir 5. ágúst n.k. merkt: 1 1 77. Ritari - framtíðarvinna Viljum ráða röska stúlku til vélritunar og ýmissa fleiri starfa. Enskukunnátta nauð- synleg. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist okkur. SKR/FS TOFU VÉLA R H. F. Hverfisgötu 33, sími 20560. Klæðskeri — Verkstjóri prjónastofan Dyngja h.f. Egilsstöðum óskar eftir að ráða klæðskera eða aðila vanan verkstjórn til verkstjórnar og módelgerðar á saumastofu fyrirtækisins, líflegt og skapandi starf í góðu umhverfi. Tilboð er greinir menntun, aldur og fyrri störf sendist Mbl. merkt: 1173 fyrir 3. ágúst n.k. Atvinnurekendur 24 ára gamall einhleypur maður með alhliða reynslu í sölumennsku og inn- kaupastörfum óskar eftir vel launuðu starfi. Má vera úti á landi. Tilboð sendist afgr. blaðsins merkt: „1496", fyrir 10. ágúst n.k. Vanur maður óskast á traktorsgröfu. Upplýsingar í síma 40199 í hádegis- og kvöldmatartíma. Traust fyrirtæki vill ráða til fastra trúnaðarstarfa 2—3 unga hagleiksmenn, sem hafa áhuga á iðnaðarstörfum. Ákvæðisvinna líkleg. Sendið Mbl. tilboð fyrir 10. ágúst merkt: „Smiðsefni — 1336". Ungur verzlunarmaður getur fengið fast starf hjá traustu verzlunar- og iðnfyrirtæki. Tilboð með upplýsingum um menntun, fyrri störf og aldur óskast send Mbl. fyrir 12. ágúst merkt „Áhugasamur— 1337". Stálsmiðjan hf., óskar eftir að ráða 6 plötu- og ketil- smiði upplýsingar í síma 24400. Óskum eftir múrara eða manni vönum múrviðgerðum. Upplýsingar í Stórholti 16, kl. 8 — 9 árdegis. Sími 1 8471. Byggingafé/ag verkamanna Beykjavík. Atvinnurekendur 21 árs gamall maður með gagnfræðipróf úr verslunardeild, ásamt 1 árs dvöl í Lýðháskóla í Noregi óskar eftir hálfsdags- vinnu. Margt kemur til greina. Hringið í síma 40541. Stálsmiðjan hf., óskar eftir að ráða 6 aðstoðarmenn upplýsingar í síma 24400. Lögfræðingur Ungur lögfræðingur óskar eftir atvinnu. Tilboð merkt: cand. jur. 1178 sendist Mbl. fyrir 10. ágúst n.k. Stálsmiðjan hf., óskar eftir að ráða 6 rafsuðumenn upplýsingar í síma 24400. \ Mælingamaður Viljum ráða vanan mælingamann. Löng vinna. ístak, íþróttamiðstöðinni, sími 81935.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.