Morgunblaðið - 30.07.1974, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 30.07.1974, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JULl 1974 47 * * IÞFSOTTAFCETTIi: MORCUNBLABSIHIS Tvísýn barátta á botninum Víkingur — ÍBA 1:1 Staðan ð botni 1. deildar skýrð- ist ekki mikið eftir leiki helgar- innar. Vfkingur er að vfsu f verstri aðstöðu, en aðeins tvö lið eru sloppin við fall, Keflavfk og Akranes. Vfkingur missti af gððu tækifæri til að bæta stöðu sfna með þvf að ná aðeins jöfnu gegn Akureyringum á heimavelli á laugardaginn, 1:1. Sigur f þeim leik hefði bætt stöðu Vfkings til muna. En lið Vfkings er ekki það sama nú og var f vor, og f þessum leik var það greinilega lakari að- ilinn. Þó var liðið nú skárra en f tveimur sfðustu leikjum sfnum, og það sama má segja um Akur- eyringa, þeir léku nú miklu betur en gegn lA og IBK á dögunum. Leikur Vfkings og ÍBA á laugar- daginn var ekki sérstakt augna- yndi, en hann var heldur ekkert betri né verri en flestir leikir deildarinnar f sumar. Ekki gátu menn kvartað um veðrið í Laugardalnum á laugar- daginn, það var sólskin og hlýtt f veðri, en yfirvofandi þjóðhátíð hefur vafalaust dregið úr aðsókn. Akureyringar léku undan vindi í fyrri hálfleik og hófu strax stór- sókn að marki Víkings. Vörn Vík- inga virtist heldur illa undirbúin þessum árásaraðgerðum, og máttu Víkingar teljast heppnir að fá ekki á sig mark á þessum fyrstu minútum leiksins. Einkum skall hurð nærri hælum á 4. mín- útu, þegar Sigbjörn lék upp hægra megin og gaf boltann fyrir á Gunnar Blöndal, sem stóð óvald- aður í markteignum. Skalli Gunn- ars small í stöng. stuttu síðar var sami maður kominn inn fyrir Vík- ingsvörnina, sem átti það ráð eitt að bregða honum á vítateig. En úr aukaspyrnunni varð engin hætta. Víkingur skorar óvænt Sóknartilraunir Víkinga voru allar mikiu máttlausari, og því kom það eins og þruma úr heið- skýru lofti, þegar Víkingur tók forystuna á 14. mínútu. Hafliði Pétursson átti í höggi við varnar- mann IBA vinstra megin. Knött- urinn fór í horn, og tók Gunnar örn hronspyrnuna. Boltinn barst fyrir markið, Jón Ölafsson náði að renna honum til hægri á Jóhann- es Bárðarson, sem skoraði úr þröngri aðstöðu, án þess varnar- menn ÍBA hreyfðu legg eða lið til bjargar. Þetta var það jákvæð- asta, sem Jóhannes gerði f þessum 100. leik sfnum með Víkingi. Við þetta mark hresstust Víkingarnir nokkuð og náðu af og til hættuleg- um færum, og það sama má segja um Akureyringa. A 20. mfnútu skall hurð nærri hælum við mark Vikings, og örstuttu síðar var það sama upp á teningnum við mark IBA, en í hvorugt skiptið heppn- aðist liðunum að skora. A 25. mfn- útu kom löng sending fram völl- inn, sem ætluð var Gunnari Blöndal. Mark lá f loftinu, en á síðustu stundu náði varnarmaður Víkings til boltans með hendinni, og hættan leið hjá. Akureyringar jafna úr vítaspyrnu A 32. mfnútu jöfnuðu Akureyr- ingar metin. Hætta hafði skapazt við mark Víkings, og Eiríkur Þor- steinsson hugðist hreinsa frá. Þá vildi svo slysalega til, að hann snerti knöttinn með hendinni, og Hannes Þ. Sigurðsson dómari, sem var í góðri aðstöðu til að sjá atvikið, dæmdi umsvifalaust víta- spyrnu. Sigbjörn Gunnarsson skoraði úr vftinu með föstu jarð- arskoti. Stuttu síðar átti Hafliði Pétursson skot að marki ÍBA, en Aðalsteinn bjargaði á línu. Upp úr hornspyrnunni komst Jóhann- es Bárðarson í gott færi, en Samú- el varði skot hans vel. Seinni hálfleikurinn var ekki eins fjörugur og sá fyrri. Akur- eyringarnir léku mun betur úti á vellinum, en Víkingarnir fengu fvið hættulegri tækifæri. Bezta tækifæri Akureyringa í hálfleikn- um kom strax á 47. mínútu, þegar Gunnar Blöndal komst rétt einu sinni inn fyrir vörn Víkings, en Diðrik varði mjög vel í það sinn. Rétt á eftir komst ÖskarTómason tvisvar í góð færi, í annað skiptið skaut hann yfir, en f hitt skiptið varði Samúel mjög vel. Gerðist nú fátt markvert þar til á 64. mínútu, að Víkingur fékk sitt bezta tæki- færi. Magnús bakvörður lék upp allan völlinn vinstra megin og gaf góðan bolta fyrir markið. Þetta var draumabolti fyrir Óskar Tóm- asson, sem stóð á markteignum, en skot hans fór hátt yfir. Og nokkru síðar fékk Óskar enn eitt gullið tækifæri, þegar hann stóð á marklinunni og boltinn skopp- andi við hliðina á honum. En óskar sá ekki boltann fyrr en of seint, og Akureyringar náðu að bægja hættunni frá. Siðustu mín- úturnar voru slaklega leiknar af báðum liðum, það var eins og menn hefðu sætzt á jafntefli. Það voru lfka réttlátustu úrslitin, þó svo að ÍBA léki betri knattspyrnu. Marktækifærin voru ósköp svip- uð. Liðin Víkingar eiga erfiða leiki fram- undan, og þar mun fást úr þvf skorið, hvort liðið heldur sér i deildinni eða fellur enn einu sinni niður í 2. deild. Liðið er ekki það sama og það var í byrjun móts, hver sem skýringin á þvf er. Kannski er það hin einkennilega félagsvitund sumra leikmanna að hlaupa í sumarfrí, þegar mest liggur við? En eitt er víst, liðið verður að taka sig á, ef það ætlar að forðast fall. I þessum leik voru þeir Diðrik markvörður og Gunn- ar Gunnarsson beztir. Diðrik var mjög öruggur í markinu, og Gunnar barðist manna mest. Vörnin var oft á tfðum óörugg, en rangstöðutaktík hennar var vel heppnuð. I framlínunni bar mest á Óskari Tómassyni, hann gerði margt fallegt, þótt honum mis- tækist einnig margt. Annars virð- ist það vera stærsti gallinn við Víking, að liðið virðist vera búið að týna niður allri getu til árang- ursríks samleiks. Akureyringarnir voru mun frískari nú en í þeim tveim leikj- um sem undirritaður hefur séð með þeim á Akureyri nýlega, gegn lA og ÍBK. Samúel er kom- inn í markið að nýju og sýndi mikið öryggi. I vörninni var Gunnar Austfjörð sem fyrri dag- inn sterkastur, t.d. var hann ein- valdur í öllum skallaeinvígjum. I kringum gömlu kempurnar Kára og Þormóð náðist oft skemmtilegt samspil á miðjunni, samspil sem minnti mann á þá góðu daga, þeg- ar Akureyringar stóðu fremstir allra í þeirri kúnst. Framlínu- mennirnir Sigbjörn, Gunnar og Arni voru með sprækasta móti, en Diðrik hafði nóg að gera f leiknum og mátti oft henda sér á eftir knettinum, einkum þó I fyrri hálfleiknum. A meðfylgjandi mynd hirðir hann knöttinn af tám Arna Gunnarssonar. Samúel slær knöttinn af höfði Hafliða Péturssonar, sem verið hefur sekúndubroti of seinn. Gunnar ætlar seint að læra að varast rangstöðuna. 1 stuttu máli: Laugardalsvöllur. íslandsmótið 1. deild. Víkingur — IBA 1:1(1:1). Mark Vfkings: Jóhannes Bárð- arson á 14. mínútu. Mark IBA: Sigbjörn Gunnars- son úr vítaspyrnu á 32. mfnútu. Aminningar: Eftirfarandi mönn um sýnt gult spjald: Gunnari Gunnarssyni Víkingi á 45. mín- útu, fyrir brot gegn varnarmanni IBA. Árna Gunnarssyni IBA á 56. mfnútu fyrir brot gegn Diðrik markverði. Hafliða Péturssyni Víkingi og Gunnari Austfjörð IBA á 65. mínútu, eftir að þeim hafði lentsaman. Texti og myndir: Sigtryggur Sigtryggsson. Ahorfendur: 572. Dómari: Hannes Þ. Sigurðsson, og hafði hann prýðisgóð tök á leiknum eins og vænta mátti, en var helzt til pennaglaður, ef miða skal við ýmislegt, sem dómarar hafa látið óáreitt í sumar. 2:2 í Eyjum IBV og Fram gerðu jafntefli 2:2 f 1. deildar keppni Islandsmótsins f knattspyrnu á laugardaginn. Mörk Fram skoruðu Guðgeir Leifsson og Marteinn Geirsson, en Snorri Snorrason og örn Óskarsson skoruðu mörk IBV. I annarri deild fóru leikar þannig: FH — Haukar 2—0, Þróttur — Armann 1—1, IBI — UBK 3—4, Selfoss — Völsungur 4—1. Nánar verður sagt frá leikjum þessum f blaðinu á morgun. Oskar rauf 70 m múrinn Sex Islandsmetog yfirleitt góður árangur í Kalott-keppninni SEX lslandsmet og góður árangur f flestum greinum færði fsienzka landsliðinu ann- að sætið f Kalott-keppninni, sem fram fór f Luleá f N-Svf- þjóð um sfðustu helgi. Finnar sigruðu f keppninni, hlutu sam- anlagt 370,5 stig, Island hlaut 278 stig, Noregur 272,5 og Svfar ráku lestina með 241 stig. I karlagreinunum varð lsland einnig f öðru sæti á eftir Finn- um með 178 stig, en f kvenna- greinunum hlutu þær norsku flest stig, þá þær finnsku og f þriðja sæti komu fslenzku stúlkurnar. Af einstökum afrekum ber fyrst að nefna Islandsmet spjótkastarans Óskars Jakobs- sonar. Hann tvfbætti lslands- met sitt f greininni og varð fyrstur lslendinga til að kasta yfir 70 metra. I sfðasta kasti flaug spjótið 73,72 metra og hefur Óskar nú á rúmri viku bætt hið 25 ára gamla met Jóels Sigurðssonar um átta metra. Óskar er aðeins 19 ára gamall, þannig að framtfðin er hans og ef vel verður æft ætti piltur að komast f fremstu röð spjótkast- ara innan fárra ára. Ingunn Einarsdóttir setti hvorki meira né minna en 4 Islandsmet f keppninni. Hún hljóp 100 metrana á 12,3 sekúndum, 100 metra grind á 14,8, 200 metra á 25,2 og var f boðhlaupssveitinni, sem setti met f 4x100 metra hlaupi á 49.5 sek. Já, Ingunn getur verið stolt af sfnum góða árangri, en það geta þær verið fleiri stúlk- urnar. Lára Sveinsdóttir fékk sama tfma og Ingunn f 100 metra grindahlaupi og eiga þær þvf metið saman. Sömuleiðis var Lára f boðhlaupssveitinni, sem setti metið. Þá var Lára aðeins einn sm frá Islandsmet- inu f langstökki og náði sfnum langbezta árangri f hástökki á árinu. Ragnhildur Pálsdóttir setti nýtt lslandsmet f 1500 metra hlaupi á 4:53.4, bætti sitt eigið met. Fleiri góða árangra, persónuleg met, bezta árangur ársins f einstökum greinum mætti nefna. Það verður þó ekki gert að sinni vegna rúm- leysis f blaðinu, en bfðum morgundagsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.