Morgunblaðið - 30.07.1974, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.07.1974, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JULI 1974 45 BRÚÐURIN SEiV HVARF Eftir Mariu Lang Þýdandi: Jóhanna Kristjónsdóttir 14 — Og einhverjir fleiri? Hún Anneli Hammer? Hún er grönn, ljóshærð... Hún greip gremjulega fram I. — Nei, Leo, þú þarft nú ekki að segja mér, hvernig hún Anneli læknisins er f hátt. Hún kemur stundum og heilsar upp á mig. Blessað englabarnið. En ekki f gær.. nei, nei. Christer reyndi aðra aðferð. — Er hægt að aka gegnum portið? — Já, já, alveg nóg pláss fyrir stærðar bfl, það held ég nú. Áður fyrri komu þeir með hestana sína og vagnana inn í portið og leyfðu hestunum að kroppa hérna meðan þeir fengu sér hressingu. Stund- um komu þeir líka akandi hingað, en í háa herrans tíð man ég ekki eftir að hafa séð bíla hér. Þegar þeir voru að búast til brottferðar, sagði Berggren skyndilega: — En í gær gerðist eitthvað óvenjulegt? Hvað var það? Sjáðu nú til Gustava? Þú mátt ekki halda slfku leyndu fyrir okkur? Hún leit íbyggin á þá og herpti varirnar saman á ný. Berggren hélt áfram: — Kom nú ekki einhver út um bakdyrnar hjá Fanny Falkman? Gustava Eriksson brosti himin- lifandi, en steinþagði. — Ne-ei. — Það er svo langt frá bakdyrunum og hingað, að ekki er hægt að búast við að Gustava sæi neitt... Hún beit á agnið án þess að gruna neitt. — Ha, sagði hún. — Víst sá ég dálítið. Það gerðist einmitt, þegar stytti upp. Hann opnaði dyrnar, leit gætnislega út, ósköp gætinn og svo þaut hann eins og byssu- brenndur fyrir hornið og gaf sér ekki einu sinni tóm til að heilsa. Hún kinkaði kolli eins og með sjálfri sér. — En það þýddi nú ekkert fyrir hann að vera að flýta sér þessi ósköp. Maður þekkir nú aldeilis Sebastian Petren. Ja, hamingjan góða, hvað hann hefur fitnað síðan sumarið, sem hún Gustava gamla var að skipta á honum bleyjum. Og mikið sem maðurinn var að flýta sér, gaf sér ekki svo mikið sem tfma til að bera hönd- ina upp að hattinum, þegar hann hljóð í burtu. 5. KAFLI Á þeirri stundu, þegar hátíðin hefði átt að vera í þann veginn að hefjast með pompi og prakt líktist ástandið á Sjávarbökkum helzt því, sem gerist hjá syrgjendum. Egon Ström var fölur og fár af þreytu, hita og áhyggjum eftir að hafa endurtekið sömu setningarn- ar hvað eftir annað í sfmann og fannst þetta allt martröð lfkast. Auk þess hafði hann þurft að ræða við nokkra úr fjölskyldunni, sem höfðu komið langt að til að vera í brúðkaupinu og nú gerði hann örvæntingarfullar tilraunir til að stappa stálinu í eiginkonu sfna. Hún lá inni í svefnherberg- inu og grét beizklega. Dina og Helena Wijk reyndu að hjálpa honum, en Christer sat út á veröndinni og sneri viskíglasi milli fingra sér og reyndi að skilja undarlegasta aðilann í þessum kynlega leik — brúðgumann sjálfan, sem yrði að minnsta kosti. ekki brúðgumi í dag. Jóakim Kruse drakk meira viskí en hann virtist hafa gott af. Hann lá í körfustól og hafði skemil undir fótunum og f rödd hans gætti nær þvf kæti, þegar hann sagði: — Ég get ekki lýst því hvað þetta er einkennileg líðan! Einkennileg og örvandi f senn. Þetta er eins og sjónleikur, hlað- inn svo mikilii spennu og leyndar- dómi, að maður bfður í æsingi eftir þvf, hvað gerist næst. Það er bara ósköp leiðinlegt, að hinn verðandi eiginmaður, sem er svik- inn svo geysilega í öllum gaman- leikjum okkar, á að vera mjög leiðinleg og fráhrindandi per- sóna. En hver veit — kannski ég hafi alla eiginleikana, sem það hlutverk krefst? — Eruð þér vissir um, sagði Christer — að þetta sé gaman- leikur? Fáein andartök virtist skuggi líða yfir andlit Jóakims. — Hver er munurinn á sorgar- leik og gamanleik? t gaman- leikjunum eru lagðar gildrur fyrir persónurnar, þar plata allir alla og svo verða allir hamingju- samir f lokin á kostnað þessa leiðinlega brúðguma, sem fær makleg málagjöld: í sorgarleikn- um deyja allir og á það má kannski Ifta sem lukkuleg enda- lok f sumum tilvikum. Christer heyrði, að ungi maður- inn var staðráðinn í að láta enga alvöru ná tökum á sér né heldur koma upp um þær kenndir og tilfinningar, sem væntanlega voru að berjast í honum. Hann tók einnig upp léttari tón. — Jæja, við skulum bara kalla Viljið þér styrkja sundlaugarbygginguna? VELVAKANDI 1 '/■■ílvakandi svarar i sima 1 0-1 00 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi tudags 0 Vegahandbókin Hér fer á eftir bréf trá „Ferðalangi", sem keypti sér Vegahandbókina f fyrra og ætlaði að nota hana í sumar, þegar hann lagði land undir fót: „Velvakandi góður. Ég kemst ekki hjá því að kvarta eins og fleiri, sem skrifa þér bréf, en ég fór illa út úr því eins og sagt er, sennilega á vondu máli. Þegar Vegahandbókin kom út f fyrra, keypti ég hana og ætlaði nú einu sinni að sýna verulega fyrir- hyggju. Eg hafði ekki f huga að ferðast um landið svo orð væri á gerandi þá, heldur bíða með það þar til f sumar, þegar hringvegur- inn væri kominn. — Á hinn bóginn ætlaði ég að lesa Vega- handbókina, hvað ég gerði, kynna rnér hana sem bezt svo að ég og fjölskylda mín fengjum notið ferðalagsins eftir því sem föng væru á. 0 Svo syrti f álinn Það er rétt, það var svolítið torf að finna lykilinn að bókinni, en tókst þó, og ég taldi mig færan i flestan sjó, hvað því viðkom. — En þá syrti í álinn. Ég las frétt um það í blaðinu ykkar, að nú væri Vegahandbókin komin út í nýrri útgáfu og aldeilis ekki óbreyttri. Vegagerðin hefði breytt mjög númerakerfinu á vegum frá því, sem var í fyrri útgáfu, að þessi útgáfa væri nauðsynleg til þess að gagn væri að bókinni. Hvað þýðir þetta? Jú, bókin mín, sem ég keypti í fyrra, er mér ónýt, eða svo gott sem. Auðvitað get ég keypt mér nýja bók, en bæði er hún dýr og ég hef ekki geð i mér til þess svona ár eftir ár. 0 Hvernig verður úr bætt? Mér er vel ljóst, að vega- gerðin getur breytt númerakerfi vega að vild sinni f það horf, er í Borgarnes ísafjörður 140 546 tl' Akureyri 446 Egilsstadir 723 ri' Selfoss 50 Vík 185 n± Höfn 473 Egilsstadir 704 ■. W s*** K& ■' ■ f i >1 ' . hún telur heppilegast. Einnig er ég viss um, að útgefandi bókar- innar hefur verið í góðri trú, þegar gengið var frá fyrri útgáf- unni, — sem nú er f ljós komið, að hann hefur verið aðcins of fljótur á sér. Hann leysir svo vandann með nýrri útgáfu með réttum veganúmerum — að minnsta kosti réttum í ár. En vandi þeirra, sem kevntu fvrri útgáfuna. oe þeir munu æðimargir, er þar með ekki leystur. Hvernig væri nú að reyna að leysa hann, og gera gott úr þessu öllu? Hvernig væri, að útgefandi gæfi út lítið kver með réttu númerakerfi, þar sem vfsað væri til veganumeranna f fyrri útgáfunni? Þá gætu eigendur þeirrar útgáfu dundað við að færa réttu númerin ' nn i bókina sína. Ég vona að karfinu hafi ekki verið umturnaó svo, að þetta sé ekki framkvæmanlegt. Mér finnst að útgefandi hafi þessar skyldur við okkur, sem keyptum fyrri útgáfuna, því ekki er hægt að gefa út handbækur, þar sem aðeins er tjaldað til einnar nætur. Ferðalangur." 0 Hugljúfir útvarpsþættir Ingibjörg Halldórsdóttir, Ásgarði 12, skrifar: „Kæri Velvakandi: Mig langar til að biðja þig fyrir þakkarbréf. Þakklætið fær Vilmundur Gylfason fyrir einstaklega hug- Ijúfa þætti f hljóðvarpinu. Vonandi verður framhald á þessu, — það er gaman að hafa eitthvað til að hlakka til f hljóð- varpinu, þegar sjónvarpið er f frfi. Ef ég ynni á Alþýðublaðinu, veitti ég honum (h)rós í hnappa- gatið. Með kærri kveðju. Ingibjörg“. Velvakandi er sammála Ingi- björgu um það, að Vilmundur sé hróss verður fyrir þættina sína, en langar til að koma með smá ábendingu til Vílmundar í leið- inni. Hann mætti gjarnan tala örlítið hægar. Auðvitað er ágætt að vera fljótur að koma hlutunum frá sér, en gömul kona, sem hefur mikla ánægju af þáttunum, kvartaði undan þessu nýlega. Ef fljótmælgin er fráskilin, er Vilmundur ágætlega skýrmæltur, þannig að auðvelt ætti að vera fyrir hann að bæta úr þessu. 0 Vantarbekki við Lækjargötu Kona hringdi og spurði, hversvegna ekki væru bekkir á viðkomustöðum SVR við Lækjar- götuna. Hún sagði, að oft þyrfti að bíða þarna drykklanga stund eftir vögnunum, og þvf virtist sér nauðsynlegt að hafa bekki, svo hægt væri að tylla sér á meðan. Þessu er hér með komið á fram- færi við rétta aðila. MED ÁVÖLUM ÁVALUR “BANI" „BANA“ BETRI STÝRISEIGINLEIKAR BETRI STÖÐUGLEIKI j BEYGJUM BETRI HEMLUN BETRI ENDING Veitið yður meiri þægindi og öryggi í akstri — notið GOODYEAR G8, sem býður yður fleiri kosti Sölustaðir: Reykjavik: Hekla h.f., Laugaveg 1 70—1 72 Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns Gtslasonar, Laugaveg 171. Keflavik: Gúmmiviðgerðin, Hafnargötu 89. Hveragerði: Bifreiðaþjónusta Hveragerðis v/Þelamörk. Akranes: Hjólbarðaviðgerðin h.f., Suður- götu 41. Akureyri: Hjólbarðaverkstæði Arthurs Benediktssonar, Hafnarstræti 7. Baugur h.f., bifreiðaverkstæði Norðurgötu 62. Stykkishólmur: Bllaver h.f. v/Ásklif. Neskaupstaður: Bifreiðaþjónustan, Strandgötu 54. Vestmannaeyjar: Hjólbarðavinnustofan, Strand- vegi 95. Dalvik: Bilaverkstæði Dalvlkur, Kirkjubæjarklaustur Steinþór Jóhannesson. Hornafjörður Jón Ágústsson, Söluskála B.P. Reyðarfjörður Bllaverkstæðið Lykill. Egilsstaðir Þráinn Jónsson, Vegaveitingar við Lagarfljótsbrú. Ólafsfjörður Bílaverkstæðið Múlatindur. Húnavatnssýsla Vélaverkstæðið Víðir, Víðidal. HEKLA HF Laugaveg. 170—172 — Sirn. 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.