Morgunblaðið - 30.07.1974, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.07.1974, Blaðsíða 48
IESIÐ --- í»»rom,nnSis ^ða wu o»ul|iun£j **"*»■’—^p^rsaia bRGLEGR ÞRIÐJUDAGUR 30. JULl 1974 Þessa mynd tók Ijósm. Mbl. Br.H., er atkvæða- greiðsla fór fram á fundi Sameinaðs alþingis á Lögbergi sl. sunnudags- morgunn um þings ályktunartillögu um landgræðslu og gróður- vernd. Sögulegur og hátíðlegur þingfundur á Lögbergi Um 12 þúsund bflum var ekið til Þingvalla. Myndina tók Öl. K. M. á sunnudagsmorgun yfir Kárastöðum. I GLAMPANDI sólskini, að við- stöddum tugþúsundum þjóð- hátfðargesta var fundur settur f Sameinuðu aiþingi laust eftir kl. II á sunnudagsmorgun. Skömmu áður var blásið f lúðra til marks um, að þjóðhátfðin á Þingvöllum væri hafin og hringt var klukkum Þingvallakirkju. Gylfi Þ. Gfslason forseti Sam- einaðs alþingis stýrði þessum þriðja fundi Alþingis, sem hald- inn er á Lögbergi á þessari öld. Flutti hann f upphafi nokkur ávarpsorð, sem birt eru annars staðar f Mbl. f dag, en sfðan var gerðabók sfðasta fundar sam- þykkt umræðulaust og þvf næst gengið til dagskrár. A dagskrá Sameinaðs alþingis var aðeins eitt mál: Tillaga til þingsályktunar um landgræðslu- og gróðurverndaráætlun til minn- ingar um 1100 ára búsetu þjóðar- innar í landinu. Fyrri umræða um þingsályktunartillöguna fór fram í sameinuðu þingi sl. fimmtudag og var málinu þar vísað til annarr- ar umræðu og sérstakrar nefndar, landgræðslu- og gróðurverndar- nefndar, sem kosin var á fundin- um. (Jtbýtt hafði verið á fundinum á Lögbergi svofelldu áliti nefndar- Framhald á bls. 26. Samfelld bílaröð milli Reykjavíkur og Þingvalla: 12000 bílar fóru á hátíðarsvæðið „VIÐ erum ánægðir hjá lögregl- unni“, sagði Bjarki Eliasson, yfir- lögregluþjónn f samtali við Mbl. í gær. „Sérstaklega erum við ánægðir með, hvað allir aðrir voru ánægðir. Ég held þess vegna, að þjóðhátíðin hafi heppnazt mjög vel." Bjarki sagði, að umferðin til og frá Þingvöllum hefði gengiö mjög vel. Meirihluti fólks var farinn um níu leytið. Um sex, þegar mest umferð var frá hátíðarsvæðinu, urðu nokkrar tafir við Kárastaði. Sagði Bjarki, að þær hefðu aðal- lega stafað af bví. að margir hefðu farið ^angandi upp að bíla- stæðunum og stöðvað þannig alla umferð í hálfa klukkustund. Um 150 lögreglumenn voru við störf á vegunum að Þingvöllum og á há- tíðarsvæðinu sjálfu, en auk þess sagði Bjarki, að lögreglan hafi fengið aðstoð frá sveitum Slysa- varnafélagsins, Hjálparsveitar skáta og Flugbjörgunarsveitinni. Bjarki sagðist ekki vita um nein teljandi slys eða óhqpp, og lög- reglan hafi ekki séð vín á nokkr- um manni. Sagði hann, að um- gengni og framkoma gesta hefði verið til mikillar fyrirmyndar. Pétur Sveinbjarnarson, fram- kvæmdastjóri umferðarráðs, sagði Mbl. að meir en 9000 bílar hefðu komið til Þingvalla á sunnudaginn. Hins vegar var þar þegar fyrir mikill fjöldi bifreiða, svo að Pétur taldi að um 12000 bílar hefðu farið frá Þingvöllum á tfmabilinu frá klukkan 16 til 21. Fyrir og eftir hádegisbil á sunnudag var lengi vel samfelld bflaröð milli Reykjavíkur og Þingvalla þannig að aðeins voru nokkrir metrar á mailii bfla og sömu sögu var að segja um kvöld- ið þegar þunginn var hvað mest- ur, en þá létti Gjábakkavegurinn mikið og á tfmabili var svo til samfelld bflaröð þar einnig á leið f bæinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.