Morgunblaðið - 30.07.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.07.1974, Blaðsíða 3
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JULl 1974 3 Geir Hallgrfmsson formað- ur Sjálfstæðisflokksins leggur blðmsveig frá sjálf- stæðismönnum að minnis- varðanum um Bjarna Benediktsson forsætisráð- herra, Sigrfði Björnsdótt- ur konu hans og Benedikt Vilmundarson dótturson þeirra, skömmu áður en þingfundur hófst á Lög- bergi. Viðstaddir voru þingmenn Sjálfstæðis- flokksins og nokkrir aðrir gestir. Á borðann er letrað: Bjarni Benediktsson, Sigrfður Björnsdóttir og dóttursonur. Á þjóðhátfð- ardegi 28. júlf 1974. Með virðingu og þökk frá sjálf- stæðismönnum. Áður en þingfundur hófst á Lögbergi sl. sunnudag gengu þing- menn Sjálfstæðisflokks- ins og nokkrir aðrir gest- ir að minnisvarðanum um Bjarna Benediktsson forsætisráðherra, Sigríði Björnsdóttur konu hans og dótturson þeirra, Benedikt Vilmundarson. Geir Hallgrfmsson for- maður Sjálfstæðisflokks- ins lagði blómsveig að varðanum og minntist hinna látnu með eftirfar- andi orðum: „Við minnumst hér vina og foringja okkar þakklátum huga með virðingu og söknuði í von um, að fordæmi þeirra verði okkur og Is- lendingum öllum leiðar- Ijós f framtfðinni. Bless- uð veri minning þeirra.“ Að þessari hátfðlegu athöfn lokinni gengu þingmenn og gestir á ný til Valhallar, en þaðan var haldið í Almannagjá og á Lögberg. Alþingismenn gengu fylktu liði ásamt konum sfnum um Álmannagjá til þingpalla á Lögbergi. Fremstur fer Magnús Einarsson aðalvarð- stjóri, en fremstur í liði þingmanna fer dr. Gylfi Þ. Gfslason forseti sam- einaðs þings. Ljósm. Mbl. — á.j. „Það má segja að Þingvellir séu svo til heilir og óskemmdir eftir þessi hátfðarhöld," sagði séra Eirfkur Eirfksson þjóðgarðsvörð- ur, þegar Mbl. hafði tal af honum f gær. Sagði Séra Eirfkur, að þar hefðu ýmsir þættir ofizt saman, s.s. veðurblfðan og þurrviðrið að undanförnu, góður undirbúning- ur og svo framkoma hátfðargesta, sem að hans dómi var þjóðarsómi. Morgunblaðsmenn brugðu sér til Þingvalla eftir hádegi í gær til að líta á verksummerki. Var ekki að sjá, að þar hefði daginn áður verið haldin f jölmennasta útisam- koma f sögu þjóðarinnar, en talið er, að milli 55 og 60 þús. manns hafi komið til Þingvalla á sunnu- daginn. Vellirnir og hraunið voru að sjá sem ósnortin og jafnvel þar sem bílastæðin voru virtist jarð- vegur ekki hafa orðið fyrir skemmdum. Þegar Mbl. talaði við séra Eirík hafði hann farið um allt svæðið, bæði þar sem tjald- og bílastæði voru svo og hátíðar- svæðið sjálft. Sagði hann, að allt liti mjög vel út og jafnvel hraunið við Lögberg og Efrivelli hefði far- ið betur en hann hafði búizt við. Séra Eiríkur sagðist að vísu hafa átt von á því, að svæðið þyldi mikið vegna hins einstaka þurr- viðris, sem verið hefur að undan- förnu. Fánar blöktu enn við hún á hátíðarsvæðinu, en eftir hádegi í gær var hafizt handa við að hreinsa til á svæðinu og fjarlægja palla og ýmsar þjónustumiðstöðv- ar, sem komið hafði verið upp fyrir hátíðina. Flestir hátíðar- gesta yfirgáfu Þingvelli á sunnu- dagskvöldið, en þó nokkrir létu fyrir berast um nóttina, t.d. munu flestir þeirra, sem komu með hjól- hýsi, hafa verið yfir nóttina. „Megi fordæmi þeirra verða okkur leiðarljós í framtíðinni” Þingvellir svo lil óskemmd- ir eftir hátíðarhöldin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.