Morgunblaðið - 30.07.1974, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.07.1974, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JULI 1974 39 Læknir og hjúkrunarkonur við sjúkratjald Hjálparsveitarinnar. tjaldinu, en afgreiðsla gekk mjög vel. Selt var við 24 kassa og munu 50 manns hafa starfað við póst- þjónustu á Þingvöllum á sunnu- daginn. Þá var rekin símstöð á svæðinu. Þar var annazt um símakerfið, sem komið hafði verið upp á svæðinu og var auðvelt að hringja til Reykjavíkur og annarra lands- hluta. Einnig var hægt að senda skeyti frá simstöðinni á hátíðar- svæðinu á Þingvöllum. Sölutjöld íþróttafélaga Mörg stór sölutjöld voru á Þing- völlum og ráku íþróttafélögin þau. Þrátt fyrir mikinn mann- fjölda önnuðu þau vel eftirspurn, og var hinn mesti munur að þurfa ekki að berja á og troðast yfir náungann til að fá afgreiðslu. I dagblaði má svo ekki gleyma þeirri góðu aðstöðu, sem þjóð- hátíðarnefnd veitti fréttamönn- um. I stjórnstöðvartjaldinu var eitt herbergi úthlutað frétta- mönnum og var það aðallega not- að af erlendu blaðamönnunum. Þjónustustarfsemi á Þingvöllum: Gat varla gengið betur Þvottaaðstaða við salernin. VEL var séð fyrir allri þjónustu- starfsemi á Þingvöllum á þjóð- hátfðardaginn og lögðu þar auk þjóðhátíðaruefndar sjálfrar margir hönd á pióginn. Þar voru Póstur og sfmi, Vegagerðin og Slökkvilið Reykjavfkur með sfna hefðbundnu starfsemi. Hjálpar- sveit skáta rak sjúkraskýli, Slysa- varnarfélagið og Flugbjörgunar- sveitir önnuðust slysahjálp og öryggiseftirlit, fþróttafélög höfðu á hendi sölustarfsemi, Hreinsunardeildin bjargaði mörgum f nauðum og Strætis- vagnar Reykjavfkur og Kópavogs auðvelduðu samgöngur, að ógleymdum þætti lögreglunnar og Umferðarráðs. Starfsemi þessara aðila, auðvit- að samræmt og skipulagt af þjóð- hátíðarnefnd, varð til þess, auk annars, að þeir tugir þúsunda Is- lendinga og erlendra gesta, sem leið sína lögðu á Þingvelli, áttu mjög ánægjulegan þjóðahátíðar- dag. 12 þúsund bflar. Miklar annir voru hjá lögregl- unni. Eitthvað í kring um 150 | lögregluþjónar voru að störfum á hátíðarsvæðinu og á vegum, sem að Þingvöllum liggja. Þrátt fyrir mikinn fjölda bifreiða tókst mjög vel að greiða fyrir allri umferð og að koma bílum í stæði. Er giskað á, að fjöldi bifreiða á hátíðarsvæð- inu hafi komizt upp f 12 þúsund, þegar mest var og má flestum vera ljóst, hve vel hefur tekizt til um skipulagningu umferðar og bílastæða, þegar athugað er, að obbinn af þessum bifreiðum kom að hátíðasvæðinu á skömmum tfma um aðeins eina leið. Nokkrar tafir urðu rétt fyrir hádegið við Kárastaði og eins, þegar stærsti straumurinn lagði af stað frá Þingvöllum seinnipart- inn, en nokkuð vel tókst að greiða úr flækjunni og þeir Pétur Svein- bjarnarson og Árni Eymundsson útvörpuðu stöðugt leiðbeiningum til ökumanna. Er óhætt að full- yrða, að flestum hafi komið á óvart, hvað umferðin gekk vel til og frá Reykjavík og hvað vel gekk að halda háum og jöfnum meðal- hraða. Góð hreinlætisaðstaða. Nokkurs kvíða gætti hjá mörg- um vegna hreinlætisaðstöðunnar. I aðalstöðvum landsfmans. Hefur það jafnan verið eitt einkenni fslenzkra útiskemmtana og fagurra ferðamannastaða, að hreinlætisaðstaða hefur verið, eins léleg og sóðaleg og kostur hefur verið á. Að þessu sinni fór hins vegar á annan veg, svo vart er annað hægt en að hrópa ferfalt húrra fyrir þjóðhátiðarnefnd fyr- ir þann aðbúnað, sem hún veitti gestum sínum. Salerni voru hreinsuð reglulega svo að aldrei myndaðist sá fnyk- ur, sem gjarnan fylgir stöðum af þessu tagi. Hafði Hreinsunar- deildin 24 starfsmenn við salern- in, auk 15—20 skáta, sem unnu við að koma úrgangnum í lóg, víðsfjarri. Salernunum fylgdi góð þvotta- aðstaða, með sápu rennandi vatni og hreinum handklæðum. Sjúkrahús á vegum skáta. Mikill fjöldi sjálfboðaliða var við störf á Þingvöllum. Flug- björgunarsveitin hafði þar tals- vert lið reiðubúið, ef stórslys bæri að höndum, og einnig voru á Þing- völlum sveitir frá Slysavarnar- félaginu og aðstoðuðu þær einnig við að greiða fyrir umferð fólks frá völlunum að bflastæðinu við Kárastaði. Hjálparsveit skáta rak nokkur sjúkraskýli á hátíðarsvæðinu, og inni á Leirum voru þeir með sjúkrahús, þar sem starfandi voru læknar og hjúkrunarkonur. Sem betur fer þurftu menn lítið á þess- ari þjónustu skátanna að halda, nema hvað nokkuð var þar um fólk, sem hlotið hafði smásár. Slökkvilið Reykjavikur sá um sjúkraflutninga, en þeir urðu fái'r. Um klukkan sex höfðu sjúkrabílar aðeins farið tvær ferð- ir, í bæði skipti með fólk, sem hafði veikzt. Góðar samgöngur Þrjátíu strætisvagnar frá Reykjavík og Kópavogi voru á stöðugri ferð um Þingvelli. Var ekið á fjórum leiðum með fólk frá bílastæðunum að hátíðarsvæðinu og svo innan svæðisins sjálfs. Voru vagnarnir mikið notaðir og hefðu mátt vera fleiri. Einnig hefðu þeir mátt njóta meiri for- gangs, þar sem stundum gekk þeim illa að komast áfram. Sér- staklega varð erfitt að koma fólki að bílastæðunum við Kárastaði að dagskrá lokinni og þurfti fólk stundum að standa lengi í heitum og troðf ullum vögnum. Mikil sala hjá pósti Pósturinn hafði stórt tjald á Þingvöllum, þar sem eingöngu voru seld þjóðhátíðarfrímerki og stimplað á sérstakar frímerkja- möppur, sem pósturinn hefur lát- ið gera. Póstþjónustan notaði sérstakan þjóðhátíðarstimpil þennan dag og þjóðhátfðarnefnd hafði látið gera skreytt umslög fyrir þjóðhátíðarmerkin. Varð salan hjá póstinum mjög mikil, enda mikill fjöldi, sem vildi fá merkin stimpluð með sérstimplin- um. Var stanzlaus straumur að Blaðamenn að störfum ( fréttamannatjaldinu. Biðröð við pósthúsið. Af mælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu fyrr en áður var. Þannig verður grein, sem birtast á f miðvikudags- blaði, að berast f sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag, og hliðstætt með greinar aðra daga. — Greinarnar verða að vera vélritaðar með góðu Ifnu- biii. ÞEIR HUKfl UlflSKIPTin 5Efl1 nucLvsn i JKor'öuníjlaíi.itiu — Vér vitum . . . Framhald af bls. 35 timi til að draga úr kröfunum um meiri lífsþægindi, en auka leitina að betra lífi? Með þessum fundi Alþingis og því máli, sem fyrir honum liggur, gerum vér ísland ekki stærra land, heldur betra land. Vér vonum, að þessi hugsun berist í dag frá Alþingi við Öxará til þjóðarinnar allrar. Nóg er allt Island — en batnandi þjóð er bezt að lifa í svo góðu og fögru landi. Lifið heil og gleðilega hátíð. HÚSEIGNIR TIL SÖLU EINBÝLISHÚS með stórri lóð. GLÆSILEG 3JA HERB. ÍBÚÐ. 4RA OG 5 HERB. ÍBÚÐIR. HEF KAUPENDUR AÐ STÓRRI HÚSEIGN. FASTEIGNASALAN, Laufásvegi 2, Sigurjón Sigurbjörnsson. simar 1 9960 og 1 3243. IGMS K/EUSKÁPAR IGNIS AL OG & NYJUNGAR ★ 12 stærðir við allra hæfi, auk þess flestar fáanlegar í viðarlit. + Rakagjafi er tryggir langa geymslu viðkvæmra matvæla. * Sjálfvirk afhríming ér vinnur umhugsunarlaust ★ Djúpfrystir, sérbyggður, er gefur + 18° 25° frost. * Ytra byrði úr harðplasti, er ekki gulnar með aldrinum. Ar Fullkomin nýting alls rúms vegna afar þunnrar einangrunar. ★ Kæliskáparnir með stilhreinum og fallegum linum * IGNIS er stærsti framleiðandi á kæli- og frystitækjum í Evrópu. ★ Varahluta- og viðgerðaþjónusta. RAFTORG SÍMi: 26660 RAFIÐJAN SÍML 19294

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.