Morgunblaðið - 30.07.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.07.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JULl 1974 11 Mannfjöldinn á bökkum Oxarár bfður eftir, að fundur hefJist f sameinuðu Alþingi, en I fjarska óma klukkur Þingvallakirkju. (Ljósm. Mbl. Br. H). Qg þá var lýðveldis- kliikkunni hringt „Sú var tíð, segir í bók- á Þingvöllum við Öxará um, að íslenzka þjóðin átti fest við bjálka upp f kirkj- aðeins eina sameign, sem unni.“ metin varð til f jár. Það var Þessi tíð, sem Halldór klukka. Þessi klukka hékk Laxness vitnar svo eftir- fyrir gafli Lögréttuhússins minnilega til í upphaflín- markað stefnu, sem ætla má að verði til þess, að vér skilum land- inu aftur einhverju af því, sem vér höfum frá því tekið. Gróður- verndaráætlunin mun áreiðan- lega þykja merk stefnumótun, þegar árangur hennar blasir við komandi kynslóðum og fer vel á því, að ný stefna í umgengni við land vort sé sú stjórnarskrá, sem vér nú gefum sjálfum oss. Fundur Alþingis á Lögbergi í morgun er merkur og sögulegur atburður. X X Þagnið dægurþras og rfgur, seg- ir Hannes Hafstein f minninga- ljóði sfnu um ágætasta son ts- lands, Jón Sigurðsson. Hann talar bæði um ríg og sundrung í þessu ljóði. Það er stjórnmálamaðurinn Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra tslands, ekki sfður en skáldið, sem á pennanum heldur. Hann þekkir annmarka fámennis og þröngs nábýlis. Vér skulum huga að orðum hans, ekki sizt nú, er vér fögnum því, að leiðir vors blessaða lands og fslenzku þjóðar- innar hafa Iegið saman um 11 alda skeið. Aldrei hefur nein þjóð komið að landi sínu jafn ósnortnu. Landnámsmenn sáu það sömu augum og völvan í ár- daga: Sér hún upp koma öðru sinni jörð úr Ægi iðjagræna. Þessi jörð varð athvarf og skjól nýrrar þjóðar, sem óx með landi sínu inn í veruleika nútímalffs, full eftirvæntingar og gieði mikilla fyrirheita. Orð þessa heiðna skálds Völuspár minna með sérkennilegum hætti á upp- haf Mósesbókar. En eitt er þó merkast: að forfeð- ur vorir undirokuðu enga þjóð, þegar þeir námu land vort. Slík var gæfa vor. Vér horfum fram á veginn stolt og bjartsýn og fögnum því, að frjáls getur þjóðin efnt til þessar- ar minningarhátíðar, öguð af aldalangri pfslarsögu, þakklát fyrir þann arf, sem henni hefur fallið í skaut. Vér minnumst hlýj- um huga allra þeirra, sem með þreki og þróttmiklu starfi gáfu oss það veganesti, sem bezt hefur dugað þjóð vorri. Megi arfur Is- lendinga lýsa oss um ókomin ár. Hér stöndum vér einn dag í þúsund ár — eitt eilífðar smá- blóm með titrandi tár, sem tilbið- ur guð sinn og deyr. Fyrir hönd Þjóðhátfðarnefndar 1974 býð ég yður öll velkomin á Þingvöll. Megi guð vors lands blessa oss þennan dag. að eilífu. Hann leit niður af sínum helgu hæðum. Þvf vaknar helg kennd í huga manns, að auga hins eilífa leitar hans. Á undan öllum góðum draumum og björtum sýn- um, sem ber fyrir jarðneska vit- und, er faðir og vinur alls, sem er. Hann átti sinni draum um landið f norðri, um líf manns og þjóðar þar. Að tilbiðja hann er að leita til móts við drauminn hans, hans ei- lffu sýn. Það gjörum vér í dag í musteri Islands, sem Guð hefur reist, á Þingvelli. Vér horfum til áfangastaða við farinn veg. Einn var sá, er Þing- völlur varð vígi þjóðveldis, laga og réttar. Annar, þegar himinn friðarins og kærleikans Iaukst upp yfir Lögbergi, Islendingar lutu konungi konunganna, gerð- ust þegnar Jesú Krists, faðir hans varð faðir vor og Guð vors lands. Aldir runnu. Sagan er skráð myrkum rúnum, lýstum lfnum og líknstöfum. En bókin er ein. A Ifðandi stund voru örlög svo mörg sem menn og viðhorf einatt ólfk. En eftir á, í minningunni, er allt sameign, stríðssagan öll, sköpun- arsagan. Einnig það, sem er gleymt. Líka sveiti þeirra mans- manna, sem drógu arðurinn fyrir aðra, líka spor vergangsmanna og afdrif þeirra, sem hér urðu undir á Þingvelli. Það mátti stundum virðast næsta tvísýnt, að sá væri til, sem horfir frá himni til jarðar til þess að heyra andvarpanir bandingjanna og leysa börn dauð- ans. Tvfsýnt víst. Og þó traustið eina þeim, sem landið brást og valdið sveik og mannfélagið byggði út. Tvísýnt löngum. Og þó sú von, sem ekkert myrkur gat með öllu slökkt og dugði til þess að sjá og brjótast fram úr hverj- um sorta. Og þegar vér í dag horf- um yfir feril sögunnar f heild, þá ber þá staðreynd yfir, að þjóðin, sem langar aldir sætti kjörum bandingjans og einatt mátti flokka með börnum dauðans, hún varð laus fjötra sinna og hún lifir. Því á hjarta tslands aðeins eitt stef í dag: Guð, vér lofum þitt heilaga nafn. Það hljómar i þín- um barmi sem mínum, svo djúpt, að allt annað hljóðnar og allt hverfur nema sá voldugi trúfasti Guð, sem aldirnar lúta og her- skarar himnanna tigna. Hann var vor frá kyni til kyns. Fyrir hans augliti erum vér saman, niðjar Islands, lífs og liðnir, og réttum hver öðrum hönd í þökk, í bæn. öxará niðar, blærinn hjalar við Bláskógalaufið, Skjaldbreiður skautar, blámi himins mætir sjálf- um sér í Þingvallavatni. Og hér erum vér, þau blöð á þjóðarmeiði, sem eru græn í dag, sprottin í gær, visnuð á morgun. Enn er þjóð Islands í sköpun. Landnáms er minnzt. En reyndar er hvert barn, sem fæðist, landnámsmaður. Þar heilsa ný augu ókunnu landi og eignast þar heimkynni. Það mannlff, sem fyrir er, mótar það og Island á nokkuð af giptu sinni i hverri sál. Landnámsmenn fornir kölluðu það að helga sér land, þegar þeir slógu eign sinni á lend- ur. Svo skyldi hverjum fara, sem nemur hér ból, að hann helgi landið með sporum sínum, en van- helgi ekki. Og einn nam hér land, sem í réttri raun helgaði það og megnar að helga mannlíf allt. Sá hinn heilagi, Jesús Kristur, er Guðs svar við andvörptinum bandingjanna, kominn til þess að leysa börn dauðans. Það sé sam- huga, íslenzk bæn á dýrum degi, að börn Islands megi um aldur festa rætur í landnámi hans og helgast af eldi hans anda. Líf islenzkrar þjóðar er krafta- verk. Það játum vér. Vér göngum mót óráðinni framtíð í trú á kraftaverkið og í hollustu við það, undir opnum himni Guðs, undir stjörnu kristinnar vonar um nýj- an heim, þegar þjóðirnar og ríkin safnast saman til þess að þjóna Drottni algóðum í réttlæti, frelsi og friði. Stórar minningar sam- eina. Smælkið í götu dagsins sundrar. Saman höldum vér veg- inn fram. Og þá þurfum vér sam- an að sjá hin hæstu mið, og Iúta æðstu sýn um lífsstefnu og þjóð- arhugsjón, sýn Guðs, ríki Krists, hans, sem hersveitir himnanna fylgja og er konungur konunga og Drottinn drottna. Um náð til þess, um samfylgd hans biðjum vér í dag í musteri Islands, sem Guð hefur reist, — á Þingvelli. Gefðu, að móðurmálið mitt, minn Jesús, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt útbreiði um landið hér, til heiðurs þér, helzt mun það blessun valda, meðan þín náð lætur vort láð lýði og byggðum halda. Almáttugur Guð, faðir og sonur og heilagur andi, varðveiti Island og blessi fslenzka þjóð um aldur, að eilífu. Amen. um Islandsklukkunnar, er sem betur fer löngu liðin. Nú á ísland margar klukk- ur og ekki færri en þrjár þeirra eru festar í kirkju- turn Þingvallakirkju. Þeim er hringt til messu, en ekki aftöku og dóma, eins og íslandsklukkunni, og einn- ig er þeim hringt við hátíð- leg tækifæri. Kirkjuklukkunum á Þingvöllum var þess vegna nringt á þjóðhátíðinni I fyrradag, skömmu eftir að blásið var í lúðra til hátíðar af barmi Almannagjár. Guðmann ólafsson, bóndi á Skálabrekku, hringdi þá stærstu klukkunni, lýð- veldisklukkunni, eins og hún er jafnan nefnd í dag- legu tali. Hún var keypt til landsins frá Bretlandi árið 1944 að tilhlutan lýðveldis- hátíðarnefndar og flutt út hingað með togara, sem var að koma úr fisksölu- ferð. Var henni hringt I fyrsta sinn til lýðveldis- hátíðarinnar á Þingvöllum það ár. Þetta er stór og mikil klukka, og sagði séra Eiríkur J. Eiríksson, þjóð- garðsvörður, að kirkju- turninn hefði varla rúmað fullan slátt hennar. Þess vegna voru nú gerðar lag- færingar á turninum, svo að klukkan ómaði sem mest. Ef fólkið, sem fylgdist með þingfundinum á Lög- bergi, hefur lagt við eyrun, hefur það ef til vill heyrt slátt lýðveldisklukkunnar enduróma I tveimur minni klukkum. Þær eru báðar merkilegar klukkur. Hin stærri þeirra var vígð af meistara Jóni Vídalín, sem sama ár varð biskup I Skál- holti, og hefur verið sett upp árið 1698. Á hana er letrað, hver vígði og að hún sé að eilífu guði tileinkuð. Minnsta klukkan er þó kannski merkust þessara klukkna á Þingvöllum. Hún á það sammerkt með Islandsklukkunni, að svo er klukkan forn, að enginn veit lengur aldur hennar með sannindum. Að sögn Eiríks J. Eiríkssonar er jafnvel hugsanlegt, að hún sé frá því fyrir siðabót. Ef svo er, velta menn því fyrir sér, hvernig hún hef- ur lifað af örlög íslands- klukkunnar og fleiri góðra íslenzkra klukkna. Eða eins og Halldór Laxness lýsir því: „En árið sem sú for- orðníng barst út hingað að landsmönnum bæri að láta af hendi allan eir og kopar handa konúnginum, af því að það þurfti að endurreisa Kaupianhafn eftir stríðið, þá voru einnig menn send- ir til að vitja hinnar fornu klukku á Þíngvöllum við Öxará.“ Eiríkur sagði hins vegar, að mikill áhugi væri nú á því að fá þessa klukku aldursgreinda og væri raunar verið að vinna að því máli þessa stundina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.